Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 ✝ Árni Guð-mundsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 19. janúar 1955. Hann lést á krabba- meinsdeild LSH 20. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Ágústa Runólfs- dóttir, f. 16.3. 1934, d. 8.12. 2005, og Guðmundur Örn Árnason, f. 18.6. 1930, d. 18.2. 2010. Eftir- lifandi systkini Árna eru Aðal- heiður, f. 1956, Úlfur, f. 1960, Hróbjartur Örn, f. 1967, og Sigurveig, f. 1971. 12. ágúst 1978 giftist Árni Sig- ríði Huld Konráðsdóttur, grunn- skólakennara og náms- og starfsráðgjafa, f. 4.4. 1956. For- eldrar Sigríðar voru Erla Stef- ánsdóttir, f. 4.4. 1930, d. 28.1. 2010, og Konráð Pétursson, f. 23.1. 1928, d. 1.8. 2009. Bróðir Sigríðar er Stefán Snær Kon- ráðsson, f. 1958, og hálfsystir hennar var Sölvína Konráðs, f. 1948, d. 2015. Börn Árna og Sigríðar: 1) Guðmundur Örn, f. 13.5. 1976. Eiginkona hans er Elísabet Mary Arnaldsdóttir f. 12.7. 1980. Synir þeirra: Birgir Örn, f. 24.8. 2007, Árni Bergur, f. 1.5. 2010, og Kristján Kári, f. 11.10. 2013, 2) Akranesi en fór aftur út til Nor- egs 1978 í dýralæknanám. Árni var fyrsti starfsmaður Secur- itas, áður Vaktþjónustan sf. Í fyrstu tók hann helgarvaktir og kenndi bæði í Hagaskóla og Þinghólsskóla virka daga en fór svo í fullt starf hjá fyrirtækinu 1979 og starfaði síðan þar nær óslitið, lengst af sem fram- kvæmdastjóri gæslusviðs en einnig sem einn eigendanna. Síðasta ár var hann fram- kvæmdastjóri öryggismála. Í tengslum við vinnu sína sótti Árni ýmis námskeið, s.s. AMP frá HR 2008, stjórnendanám frá HR 2012, endurmenntun í stjórnendanámi frá HÍ 2013, auk fjölda annarra námskeiða á vegum HÍ ætlaðra stjórnendum fyrirtækja og stofnana. Einnig sat hann ýmis styttri fagnám- skeið hjá öryggisfyrirtækjum í Noregi, Danmörku og Englandi. Árni var fulltrúi SA í starfs- greinaráði á vegum mennta- málaráðuneytisins 2004-2006 og fulltrúi dómsmálaráðuneytis, ásamt fulltrúa Ríkislögreglu- stjóra árið 2007. Árni var einnig fulltrúi í öryggisnefnd SVÞ 2001-2008. Hann sat í stjórn Náttúruverndarfélags Suður- lands 1982-1984 og í stjórn Landverndar 1984-1985. Árni var í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks 1988-1992, þar af sem formaður 1991-1992. Árni stundaði körfubolta, stangveiði, skotveiði, golf og ferðalög innanlands sem utan. Útför Árna verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 3. október 2018, klukkan 13. Erla María, f. 3.5. 1980. Eiginmaður hennar er Róbert Karl Hlöðversson, f. 12.10. 1978. Börn þeirra eru: Atli Rafn, f.15.5. 2006, Júlía Rut, f. 29.10. 2011, og Eva Rakel, f. 5.7. 2017, 3) Íris Björk, f. 22.7. 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Jón Jón- atansson, f. 24.6. 1981. Börn þeirra: Katrín Embla, f. 20.10. 2003, Birta María Huld, f. 18.12. 2004, Árni Dagur, f. 4.7. 2007, og Elmar Elí, f. 13.8. 2015, 4) Unnur Svanborg, f. 1.5. 1984. Synir hennar: Viktor Ísar Stefánsson, f. 17.4. 2001, og Alexander Erlar Unnarson, f. 10.7. 2011, 5) Sig- ríður Hulda, f. 4.6. 1987. Sam- býlismaður hennar er Svein- björn Claessen, f. 22.2. 1986, 6) Árni Konráð, f. 14.2. 1994. Sam- býliskona hans er Birgitta Björt Garðarsdóttir, f. 23.9. 1993. Fyrstu árin ólst Árni upp í Noregi en flutti síðar í Kópavog, gekk í Kópavogsskóla og Víg- hólaskóla þaðan sem hann lauk landsprófi. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Bø gymnasium 1975. Í framhaldinu fór hann vistfræði við Háskólann í Tele- mark 1976. Árið 1976/1977 starfaði hann sem kennari á Það er sárara en nokkur orð fá lýst að þurfa að kveðja lífsföru- naut og sinn betri helming. Mann á besta aldri sem aldrei hafði kennt sér meins fyrr en fótunum var svo snögglega kippt undan honum fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera og við trúðum því alltaf að við yrðum gömul saman. En sumu verður víst ekki breytt og allir hafa sinn vitjunartíma. Takk, ástin mín, fyrir árin 48, minningarnar, allt sem við gerðum og áttum saman. Þú verður alltaf, alltaf í hjarta mér. Farðu í friði, ástargullið mitt. Hvíldu hjarta. Sjá, hve fljótið silfurlygna sveimar hljótt út í hafið ógnardjúpa, er því vaggar hægt og rótt. Lát þú einnig, ljúfa hjarta, ljósa drauma bera þig, Burt frá sorg og burt frá kvíða, burt frá vöku þyrnistig. Hvíldu, hjarta, hvíldu. Hvíldu hjarta. Svefnsins andi líður yfir lög og strönd; gleymskan vefur vængjum dökkum von og sorg í þreyttri önd. Gleymdu, gleymdu hrygga hjarta, hvíldu, sofðu, dreymdu rótt! Eins og barn, að brjósti mildu byrgir þig hin trygga nótt. Hvíldu, hjarta, hvíldu. (Hulda) Þín elskandi eiginkona, Sigríður Huld Konráðsdóttir. Elsku hjartans pabbi minn. Það er svo margt sem mig langar að skrifa og þakka þér fyrir en ég er bara alls ekki tilbúin að kveðja þig. Langar að halda jólin með þér, elda fyrir þig, knúsa þig eða bara sitja með þér. Þegar ég sagði þér hvað þetta væri órétt- látt og ég vildi að það væri eitt- hvað sem ég gæti gert sagðir þú: „Elsku gullið mitt, þú skalt bara reyna að vera sterk og standa á því sem skiptir máli í lífinu. Mér þykir afar vænt um að sjá hvað þið standið þétt saman þegar á reynir, sá kraftur getur fært fjöll...“ Orðað: Ég elska þig, gullið mitt. Þín dóttir, Unnur Svanborg Árnadóttir. Það er hálf-óraunverulegt að skrifa minningargrein um pabba sinn. Pabbi var alla tíð hreystin uppmáluð og gerði ég því ráð fyr- ir því að ég ætti eftir að hafa hann hjá mér mun lengur en raun bar vitni. Hann lést aðeins rúmum fjórum mánuðum eftir að hann veiktist, eftir að hafa barist eins og hetja við illvígan sjúkdóminn. Samband okkar pabba var allt- af einstakt og er því ekki skrýtið að ég sé mikil pabbastelpa. Hann var einfaldlega uppáhalds mann- eskjan mín í öllum heiminum. Hann var ekki aðeins pabbi minn, heldur minn helsti ráðgjafi og besti vinur. Ég leitaði óspart til hans og mat hans skoðanir og ráð ofar öðrum. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir mig, hvort sem það var til að spjalla um allt og ekkert eða bjóða mér faðminn, hughreysta og hvetja þegar á þurfti að halda. Við systkinin grínumst oft með það að ég hafi fengið allt sjálfs- traustið. Ef svo er þá er það allt pabba að þakka. Hann trúði á mig þegar ég gerði það ekki sjálf og var duglegur að hrósa mér þegar svo bar undir. Það er eitt af mörgu sem ég verð alltaf þakklát fyrir. Ég held að ég hafi alltaf haft lag á pabba og átti hann erfitt með að segja nei við litlu stelpuna sína. Mér fannst alltaf fyndið þegar mamma bað mig um að biðja pabba um að gera eitthvað sem kom henni til góðs, þar sem hún vissi að hann myndi ekki neita mér. Pabbi var svo einstaklega vel gerður maður. Hann var sann- gjarn, traustur, duglegur og hugsaði vel um þá sem stóðu hon- um nær. Hann var lítið fyrir at- hygli og hógvær. Hann var góður sögumaður og þrátt fyrir að þær tóku stundum sinn tíma elskaði ég frásagnir hans. Hann var mín helsta fyrirmynd í lífinu. Enn í dag er mesta hrós sem ég hef fengið að vera líkt við pabba minn. Margar af mínum sterkustu minningum af pabba eru tengdar Securitas, en starf hans þar var stór hluti af lífi okkar fjölskyld- unnar. Ég eyddi þar miklum tíma með honum á yngri árum, annað hvort að ljósrita og lita meðan hann var að vinna eða í eftirlitsferðum til öryggisvarða. Mér þykir vænt um að hafa fengið að starfa með honum stuttan tíma þar sem ég upplifði af eigin raun þann eld- móð og ást sem hann hafði til starfsins. Ég veit að pabbi var ótrúlega stoltur af okkur systkinunum og honum þótti svo gaman að sjá hversu mikill samgangur var okkar á milli. Eftir að pabbi veiktist þá kom það svo sannar- lega í ljós hversu samheldinn hópur við erum og ég veit að það skipti pabba miklu hversu þétt við fjölskyldan stóðum saman í veikindunum. Það er sárt að hugsa til alls sem ekki verður og allra stóru stundanna í lífinu án pabba. Ég mun leggja mig fram við að varð- veita minningu hans, minnast allra góðu stundanna okkar sam- an og vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum. Hvíl í friði, elsku hjartans pabbi minn, og takk fyrir allt. Þín uppáhalds, Sigríður Hulda (Sigga). Elsku hjartans pabbi minn, ég er enn ekki búin að meðtaka það að þú sért farinn héðan úr þessu jarðneska lífi. En ég reyni þó að hugga mig við það að þú sért laus við þær miklu þrautir sem hel- tóku þig síðustu mánuði. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa minning- argrein um þig en það er þó að- eins vegna þess að ég held að það sé ómögulegt að gera því góð skil hversu frábær manneskja þú varst. Þú hefur ávallt verið mér svo ótrúlega mikilvægur, bæði sem faðir og vinur. Ráðgóður og hvetjandi og stuðningsmaður minn númer eitt. Einnig hef ég verið svo heppinn að vinna með þér í 18 ár og því eru samveru- stundir okkar margar. Börnunum mínum fjórum hef- ur þú verið fyrirmynd og missir þeirra svo sár þar sem þau skilja ekki af hverju þú hafðir þurft að kveðja. Í dag sat ég með þeim og við rifjuðum upp helstu minning- ar eins og uppháhalds matarboð- in okkar þegar þú syngjandi glaður gerðir heimsins besta hakk og spagettí, þegar þú sagðir söguna um geiturnar þrjár og í hvert skipti fékkstu þau til að halda niðri í sér andanum af spenning, þegar þau hrúguðust upp i efsta stigapalli í Bergsm- áranum og þú áttir að ná í tás- urnar þeirra, öll ferðalögin okkar innanlands sem utan. Fótbolta- mótin upp í bústaðnum ykkar sem og páskaeggjaleitin þar, sem þú varst búinn að skipuleggja svo vel og síðast en ekki síst jóladag- ur heima hjá ykkur mömmu. Þú varst svo áhugasamur um það sem á daga þeirra dreif og varst hvetjandi þegar Katrín byrjaði í hestunum með mikilli hjálp frá þér. Allar þessar minningar munu nú verða varðveittar sem gimsteinn hjá mér og þeim. Kristjáni mínum ert þú búinn að vera frábær og vinskapur ykk- ar mikill og þið búnir að spila saman körfu í 16 ár. Mun aldrei gleyma ræðunni þinni á brúð- kaupsdaginn okkar þegar þú tal- aðir jafn mikið og vel um hann eins og mig þar sem að þú vissir að foreldrar hans myndu ekki halda ræðu þar sem þau eru lítið ræðufólk. Ást þín á elsku mömmu, þú gast endalaust talað um hversu falleg og frábær hún væri og það væri ekkert í heiminum nógu gott fyrir hana. Þið voruð stolt af okk- ur og dugleg að láta okkur vita af við værum það flottasta og besta sem þið hefðuð áorkað í lífinu. Þú varst búinn að plana að hætta að vinna á næsta ári og njóta lífsins með mömmu á Spáni í golfi, í Grímsnesinu á kafi í garð- vinnu og nýja heimilinu ykkar í Garðabæ og á alla þessa staði voru við öll velkomin. Það var enginn fyrirboði á því að veikindi myndu setja strik í þetta frábæra plan þitt en svona eru vegir guðs óútreiknanlegir og trúi ég því að hann hafi ætlað þér stærra hlut- verk á himnum. Ég mun halda áfram að leita til þín með allt milli himins og jarðar eins og ég hef alltaf gert, þó svo að það verði ekki í formi símtals eða heimsóknar og ég veit að þú munt áfram gefa mér ráð á ein- hvern hátt. Minningu þinni mun ég halda hátt á lofti, elsku pabbi minn, og ylja mér og þakka um leið að hafa fengið besta pabba, vin og afa barnanna minna sem ég hefði getað hugsað mér. Þangað til næst, elsku besti pabbi minn, þín Íris. Það er svo óraunverulegt að skrifa minningargrein um elsku besta pabba, hann var kletturinn okkar, alltaf svo sterkur og heilsuhraustur. Ég tók því sem gefnu að við ættum eftir að lág- marki 20-30 ár með honum en pabba var kippt harkalega út úr lífinu á besta aldri. Þessir mán- uðir í veikindunum voru bæði honum og okkur erfiðir en um leið þjappaði þetta okkur fjöl- skyldunni enn frekar saman. Þær minningar sem ég á um pabba úr æsku litast mikið af Securitas þar sem hann vann alla mína ævi. Við systkinin fórum í ótal skipti með upp í vinnu þar sem við skottuðumst um gangana eða biðum úti í bíl á meðan pabbi sinnti eftirliti. Pabbi vann alla tíð mikið og því var ég ekki mjög náin honum í æsku, hálf feimin á köflum, enda sá mamma mikið ein um okkur systkinin. Pabbi tók þó afdrifa- ríka ákvörðun þegar hann varð 50 ára og ákvað að breyta sér og sínum samskiptum við fjölskyld- una og forgangsraða öðruvísi. Við það breyttust samskipti okkar á milli mikið. Ég kynntist pabba mun betur og urðum við nánari en áður, fyrir það er ég mjög þakklát. Þótt vinnan hafi tekið mikið pláss í lífi pabba þá átti hann engu að síður mörg áhugamál, t.d. körfubolta sem hann spilaði í mörg ár, fluguhnýtingar, skyt- terí, veiði, golf, á tímabili átti hann mótorhjól, fótbolta og síð- ast en ekki síst má nefna ferðalög og sól. Pabbi elskaði að sitja úti í blíðunni og reyndum við að gera eins mikið af því með honum og gerlegt var, bæði vegna heilsu og veðurs, meðan á veikindunum stóð. Ef ég ætti að lýsa pabba þá myndi ég segja að hann væri traustur, heiðarlegur, vinnusam- ur, ákveðinn en sanngjarn, hlýr, hagkvæmur og nýtinn, alvarleg- ur og fámáll en þó með mikinn húmor sem hann sýndi útvöldum. Maður gat alltaf leitað til pabba til að fá ráð, hann var ekki maður margra orða en þegar hann talaði þá var það eitthvað sem vert var að hlusta á. Pabbi var mikill matgæðingur og nautnaseggur, hann var vana- fastur í mat, ef honum fannst eitt- hvað gott þá fannst honum það líka mjög gott, svo til hvers að breyta. Síðustu vikur pabba reyndum við systkinin og mamma allt hvað við gátum til þess að gleðja hann og verja tíma með honum og fólst stór hluti í því að baka eða elda eitthvað gott handa honum. Pabbi eldaði ekki mikið á mín- um uppvaxtarárum og á hann í raun bara einn einkennisdisk sem er hakk og spaghettí, ein- faldur réttur en enginn gerir það eins gott og pabbi/afi. Pabbi gerði miklar kröfur, bæði til sjálfs síns og okkar systkinanna. Hann kenndi mér að maður ætti að komast áfram á eigin verðleikum, ekki nýta sér sambönd eða stytta sér leiðir í líf- inu því maður uppsker eins og maður sáir. Ég hef alltaf litið upp til pabba, reynt að hlusta og fara eftir því sem hann segir og gera hann stoltan og haft þessa visku frá honum að leiðarljósi. Ég elska þig, elsku besti pabbi minn, vona að þér líði vel hvar sem þú ert og getir verið rólegur vitandi það að við systkinin stöndum þétt saman og hugsum um hvert annað og mömmu. Þangað til næst. Þín Erla María. Ekki eru liðnir margir mánuð- ir frá því að ég heyrði nafn Árna Guðmundssonar fyrst nefnt. Nánar tiltekið var það í lok októ- ber í fyrra þegar hún Sigga, dótt- ir hans, lýsti manninum fyrir mér. Lýsingarorðin voru ekki spöruð. Þvert á móti. Stelpan lof- aði föður sinn upp í hástert og dró hvergi úr. Síðan þá hef ég reglu- lega heyrt hana segja, annað- hvort við mig eða aðra, „pabbi minn er bestur“ eða „jú víst, pabbi minn segir það“. Ást henn- ar, líkt og annarra í fjölskyldunni, á pabba sínum er allt í senn ósvikin, falleg og sönn. Ég áttaði mig mjög fljótlega á því að mað- urinn væri elskaður afar heitt og sást það einna best undir það síð- asta þegar hann lá á sjúkrabeð- inu, umvafinn öllum sínum nán- ustu nær allan sólarhringinn. Síðan, þegar kom að því að hitta hann Árna, var ekki laust við spennu í bland við stress hjá unga manninum. Mín fyrsta minning um hann er mér ljóslif- andi þegar hann gekk ásamt Siggu sinni í stofuna hjá Írisi og Kristjáni á Álftanesinu á gaml- árskvöld. Ég sá um leið að lýsingar Siggu minnar um ágæti föður síns voru ekki skáldskapur. Glæsilegur og fágaður var það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar við tókumst í hendur og kynntum okkur hvor fyrir öðrum. Ég hafði verið varaður við því að það tæki vafalaust tíma fyrir mig að „brjótast í gegn“ hjá þeim gamla, að komast í náðina. Aftur á móti vissi ekki sú sem læddi þeim varnaðarorðum að mér að við Árni deildum sameiginlegu áhugamáli, sem er skógrækt. Við náðum þá þegar vel saman, m.a. vegna þessa snertiflatar sem tengdi okkur, og ekki skemmdi hitt sameiginlega áhugamálið – það augljósa – körfuboltinn. Mót- tökurnar í fjölskylduna voru sannanlega góðar. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi einungis legið saman í þessa örfáu mánuði myndaðist með okkur vinátta sem ég er í dag þakklátur fyrir. Traustur og vandaður maður- inn hefur nú kvatt og mun minn- ing hans lifa um ókomna tíð. Á sumardvalarreit þeirra hjóna austur í Grímsnesi voru gróður- sett þrjú tré í tilefni fjörtíu ára brúðkaupsafmælis í sumar – broddfura, lindifura og fjalla- þinur. Það verður sameiginlegt verkefni okkar Siggu að viðhalda trjánum, vökva, bera á og snyrta, og er ég þess fullviss að upp rísi tignarleg tré sem Árni hefði orðið ánægður með. Fyrir mér verða þessi þrjú tré meðal minnisvarða um þann góða mann sem Árni hafði að geyma. Ég votta Siggu og börnum samúð vegna fráfalls Árna. Hon- um sjálfum óska ég góðrar ferðar á eilífðarbrautinni miklu. Guð geymi hann og varðveiti. Sveinbjörn Claessen. Af hverju þú, af hverju núna? Sennilega spurning sem flestir standa frammi fyrir þegar þeir missa einhvern þegar síst er von á. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt né auðvelt og verður örugglega ekki auðveldara án þín. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2001, það hefur sennilega verið sérstakt fyrir föður þegar reglulega tók að birtast ungur stífgreiddur drengur fyrir fram- an Bergsmárann að sækja tví- tuga dóttur þína, sér í lagi vegna þess að þessi drengur bankaði aldrei á dyr, heldur sendi SMS og dóttirin var hlaupin út. Ég frétti einnig af því síðar að það hefði einkum þótt eftir- tektarvert að drengurinn kom sjaldnast á sama bílnum. Árin liðu og á milli okkar þró- aðist gott samband, við deildum áhugamálum eins og til dæmis körfubolta sem við spiluðum saman reglulega undanfarin ár, svo ekki sé minnst á utanlands- ferðirnar, sumarbústaðarferðir og aðrar ferðir um landið. Við unnum saman til fjölda ára hjá Securitas, en það varst einmitt þú sem réðir mig fyrst þar inn árið 2002, síðar þegar ég hóf nám í viðskiptafræði árið 2006 vastu þú einnig duglegur að sjá til þess að ég hefði nægja vinnu meðfram námi ásamt því að aðstoða okkur Írisi með börnin þegar á þurfti að Árni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.