Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jarðvegsvinna vegna framkvæmda
við nýjan Landspítala við Hringbraut
er hafin. Íbúafundur um verklegar
framkvæmdir á Landspítalalóð var
haldinn á Hótel Natura 27. septem-
ber. Þar kom m.a. fram í erindi Ólafs
M. Birgissonar, verkefnastjóra
Framkvæmdasýslu ríkisins, að brott-
akstur á efni verði um 350-400 þús-
und rúmmetrar. Miðað við að flutn-
ingabíll (trailer) flytji að meðaltali 15
rúmmetra í ferð þá þurfa lestaðir
flutningabílar að fara 23-27 þúsund
ferðir með jarðefni.
Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri
hjá NLSH (Hringbrautarverkefn-
inu), fjallaði á íbúafundinum um 1.
áfanga jarðvinnu og veitna. Í honum
verður lagður grunnur að nýju gatna-
kerfi við Landspítalann, grafið fyrir
meðferðarkjarna og gatnamótum við
Snorrabraut breytt. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að berg-
skeringar verði rúmlega 200.000
rúmmetrar úr grunni meðferðar-
kjarnans og um 100.000 rúmmetrar
úr götustæðum, samtals um 300.000
rúmmetrar. Holan í berginu, sem
tekin verður fyrir meðferðarkjarnan-
um, verður allt að 15,6 metra djúp.
Dýpst næst barnaspítalanum og
kvennadeildinni.
Ekki teljandi áhrif á umferð
Ásbjörn sagði að efnisflutningarnir
mundu dreifast yfir framkvæmda-
tímann og telur hann að þeir muni
ekki hafa nein teljandi áhrif á umferð-
ina í borginni.
„Laust efni fer upp á Bolöldu, en
það er ekki mikið af því. Mest af efn-
inu verður grjót, sprengd klöpp.
Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir
hafa óskað eftir að geta sagt til um
það hvert bergið fer. Það mun til
dæmis henta vel til landfyllingar eða í
varnargarða. Það verður reynt að
hafa akstursvegalengdirnar sem
stystar. Þessir aðilar eru báðir í því
að útfæra svæði og vinna með skipu-
lagsyfirvöldum að góðum lausnum
þar sem hægt verður að losa bergið
þannig að við þurfum ekki að aka
langt með það,“ sagði Ásbjörn.
Flutningar aukast á næsta ári
Hann sagði að litlir jarðvegsflutn-
ingar yrðu næstu þrjá mánuði,
kannski 3.000 rúmmetrar. Mestu efn-
isflutningarnir verða fljótlega upp úr
áramótum þegar tekinn verður
grunnur að meðferðarkjarnanum. Sú
vinna mun standa í eina 15 mánuði.
Ekki þarf að aka miklum jarðefnum í
grunninn. Húsin verða steypt ofan á
klöppina og því er ekki þörf á jarð-
vegspúða. „Það verða ekki efnisflutn-
ingar frá lóðinni þegar umferðin er
sem mest fyrst á morgnana og síð-
degis. Verktakinn mun sjá til þess.
Hann hefur ekki áhuga á að sitja fast-
ur í umferð með trailerana,“ sagði Ás-
björn. „Það hefur verið reiknað út að
þetta verði að meðaltali 6-7 bílar á
klukkustund. Það fer kannski bíll
með hlass á tíu mínútna fresti að með-
altali. Þetta verður ekki meira en það
þegar þessu er deilt niður á alla dag-
ana sem verkið stendur. Göturnar
verða ekki yfirfullar af bílum hlöðn-
um af grjóti.“
Miklar mengunarvarnir
Mörgum er í fersku minni hve mik-
ið var kvartað vegna ónæðis frá fram-
kvæmdum við sjúkrahótelið á Land-
spítalalóðinni. Ásbjörn sagði að allt
verði gert til að ónæði verði sem
minnst fyrir starfsfólk og sjúklinga á
spítalanum.
„Við munum beita þeim mengunar-
vörnum sem þekktar eru á Vestur-
löndum og höfum fyrirskrifaðar þær í
gögnum.“ sagði Ásbjörn. Beltavélar
verða á gúmmíbeltum í stað stálbelta
til að draga úr hávaða. Vatnsúða-
byssur munu bleyta rykmyndandi
svæði til að hemja ryk. Fleygun er
bönnuð í verkinu nema með sérstöku
leyfi frá verkkaupa. Vilji verktakinn
fleyga þá þarf hann að bera það undir
verkkaupa. Sú krafa var gerð eftir
reynsluna af byggingu sjúkrahótel-
sins. Þar var mest kvartað yfir fleyg-
uninni og hávaða frá henni. Fleygað
verður með vökvastýrðum fleyg með
hljóð- og titringsdempandi búnaði.
Reynt verður að sprengja eins
mikla klöpp og hægt er því spreng-
ingarnar valda minna ónæði en fleyg-
un. Sprengingarnar verða tímasettar
þrisvar á dag og er það gert með tilliti
til starfsemi spítalans eins og skurð-
aðgerða, speglana o.fl.
Borvagninn verður búinn hljóð-
deyfi- og ryksugukerfi. Hljóðdeyfir-
inn dempar hávaðann um 10 decibel
(dB). Ef hávaðinn frá bornum óvörð-
um er 100 dB þá fer hann niður í 90
dB og sagði Ásbjörn að menn upplifi
það sem um helmings lækkun á hljóð-
inu. Einnig verða hljóðeinangrandi
tjöld sett á girðingar um fram-
kvæmdasvæðið. Allir bílar sem aka út
úr grunni meðferðarkjarnans, flutn-
ingabílar og steypubílar, fara í gegn-
um þvottastöð sem þrífur af þeim
óhreinindi svo þau berist ekki út á
götur borgarinnar.
Krefjandi tímar framundan
En munu framkvæmdirnar ekki
valda ónæði inni á spítalanum, þrátt
fyrir allar varnirnar?
„Við höfum alltaf lagt áherslu á það
í öllum okkar kynningum að það séu
krefjandi tímar framundan. Þó að við
grípum til allra tiltækra ráðstafana til
að milda áhrifin þá verður alltaf
ónæði af framkvæmdum sem þess-
um. Það er alveg ljóst,“ sagði Ás-
björn.
Grafið og sprengt fyrir spítala
Fjarlægja þarf 350-400 þúsund rúmmetra af jarðefnum Bergskeringar verða samtals um 300 þús-
und rúmmetrar Efnisflutningar verða ekki á álagstímum Bergið verður sprengt þrisvar á dag
Morgunblaðið/Eggert
Mokstur Flutningabílar munu fara 23-27 þúsund sinnum með jarðefni frá Landspítalalóðinni næstu mánuði.
Jarðvegur Minnst af efninu verður laus jarðefni. Mest verður grjót sem
sprengt verður úr klöppinni. Efni sem hentar t.d. vel til landfyllingar.
Krefjandi Framkvæmdirnar gera miklar kröfur til verktaka. Gripið er til
margvíslegra mótvægisaðgerða gegn mengun, ekki síst hávaðamengun.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sumarið var fremur svalt, sér í lagi
suðvestanlands. Þetta kemur fram í
yfirliti Veðurstofu Íslands um hið
svokallaða veðurstofusumar, sem
nær yfir mánuðina júní til og með
september.
Fyrrihluti sumarsins var sérlega
sólarlítill um landið sunnan- og
vestanvert, en hlýr norðaustan og
austanlands. Síðari hlutinn var hins
vegar fremur svalur, bjart um
landið suðvestanvert en þung-
búnara og úrkomusamara á Norð-
austurlandi.
Meðalhitinn í Reykjavík var 9,2
stig sem er jafnt meðatali áranna
1961 til 1990 en
-1,4 stigum undir
meðallagi síðustu
tíu ára. Sumarið
í Reykjavík hef-
ur ekki verið
eins kalt síðan
árið 1992, að því
er fram kemur í
yfirliti Veðurstof-
unnar.
Á Akureyri var meðalhiti sum-
arsins 9,7 stig, 0,7 stigum yfir með-
allagi áranna 1961 til 1990 en -0,5
stigum undir meðalhita síðustu tíu
ára.
Úrkoma í Reykjavík mældist
274,2 millimetrar í sumar sem er
20% umfram meðallag áranna 1961
til 1990. Á Akureyri mældist úr-
koman 215,1 mm sem er 60% um-
fram meðallag áranna 1961 til 1990.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0
mm voru 56 í Reykjavík, 11 fleiri
en í meðalári. Á Akureyri mældist
úrkoman 1,0 mm eða meiri 48 daga
í sumar, 19 fleiri en í meðalári og
hafa aldrei verið fleiri.
Í Reykjavík mældust 509 sól-
skinsstundir í sumar, 103 stundum
færri en að meðaltali 1961 til 1990
og 186 stundum færri en að með-
altali síðustu tíu ára.
Á Akureyri mældust sólskins-
stundirnar í sumar 536 og eru það
20 færri en að meðaltali 1961 til
1990 og 45 færri en að meðaltali
síðustu tíu ára.
Veðurstofusumarið svalt
Kaldasta sumarið í Reykjavík síðan 1992 Úrkoman á
Akureyri 60% yfir meðallagi Sólarlítið syðra og nyrðra