Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Íslenskt einangrunargler
í nýbygginguna, sumarbústaðinn
eða stofugluggann.
Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is
Gunnar Kvaran sellóleikari og
Haukur Guðlaugsson orgelleikari
halda styrktartónleika í Hljóðbergi
Hannesarholts í kvöld kl. 20.
„Þeir félagar gefa vinnu sína og
afrakstur miðasölu rennur alfarið
til starfsemi Hannesarholts sjálfs-
eignarstofnunar. Báðir eru þeir
margverðlaunaðir tónlistarmenn
sem hafa helgað líf sitt listagyðj-
unni. Hannesarholt kann þeim
alúðarþakkir fyrir stuðninginn.“
Miðar eru seldir á tix.is og við inn-
ganginn.
Styrktartónleikar
í Hannesarholti
Hollvinir Hannesarholts Haukur Guð-
laugsson og Gunnar Kvaran.
Sabina Wester-
holm frá Finn-
landi verður nýr
forstjóri Nor-
ræna hússins í
Reykjavík frá og
með janúar 2019.
Hún tekur við
stöðunni af Mikk-
el Harder
Munck-Hansen
sem gegnt hefur
starfinu síðustu fjögur ár. „Ég vil
að Norræna húsið sé vettvangur
umræðna um málefni sem eru efst á
baugi í norrænu tilliti. Mitt mark-
mið er að koma á fót verkefna-
heildum um þemu og þvert á list-
greinar auk hágæða dagskrár fyrir
börn og ungmenni,“ segir Sabina
Westerholm í tilkynningu. Þar
kemur fram að Westerholm var áð-
ur framkvæmdastjóri í Stiftelsen
Pro Artibus sem hefur að markmiði
að styðja myndlist á svæðum í Finn-
landi þar sem töluð er sænska. Hún
gegnir trúnaðarstörfum fyrir
Hanaholmen og Frame Contempor-
ary Art Finland.
Nýr forstjóri
Norræna hússins
Sabina
Westerholm
„Það er mikill áfangi að hljóta svona
góðan styrk og frábært fyrir sjálf-
stæðan leikhóp. Þetta veitir okkur
mikilvægt tækifæri til að kynna
okkur fyrir heiminum og kynnast
leikhúsum í öðrum löndum,“ segir
Halldóra Rut Baldursdóttir leik-
kona hjá leikhópnum RaTaTam sem
nýverið hlaut ásamt þremur öðrum
leikhópum stóran Evrópustyrk til
næstu þriggja ára vegna verkefnis
sem nefnist Shaking the Walls.
„Verkefnið er leitt af Shake-
speare-leikhúsinu í Gdansk í Pól-
landi, en aðrir þátttakendur eru
Parrabola leikhúsið frá Donegal á
Írlandi, Cooltour frá London og An
Grianán leikhúsið í Ostrava í Tékk-
landi. Shaking the Walls gengur út
á að hvert leikhús skilgreini málefni
í sínu heimalandi sem þarfnast um-
fjöllunar, setji upp sýningu og
standi fyrir umræðum. Að loknum
sýningum í heimalandinu fara hóp-
arnir með sýningarnar sínar til ann-
arra þátttökulanda,“ segir Hall-
dóra. Framlag RaTaTam til
verkefnisins er uppfærsla hópsins á
Suss! sem frumsýnd var í Tjarnar-
bíói fyrir tæpum tveimur árum og
unnin var upp úr viðtölum við þol-
endur og gerendur heimilisofbeldis
sem og við aðstandendur og fag-
aðila.
„Umræðan um heimilisofbeldi er
svo sannarlega þörf hér sem ann-
arsstaðar,“ segir Halldóra Rut og
bendir á að RaTaTam sýni upp-
færsluna í Ostrava árið 2019 og til
Gdansk í Póllandi 2020. En fyrst
liggur leiðin til Færeyja síðar í
þessum mánuði. „Við fengum á sín-
um tíma Norðurlandastyrk sem
gerði okkur kleift að sýna upp-
færsluna víðs vegar á Norðurlönd-
unum. Sem dæmi tókum við þátt í
virtri leiklistarhátíð í Kaupmanna-
höfn fyrr á árinu og hlutum mjög
góðar viðtökur við Suss!“
RaTaTam sýnir ekki aðeins Suss!
um þessar mundir því hópurinn hóf
nýverið sýningar á Ahhh… í Tjarn-
arbíói vegna fjölda áskorana.
Ahhh… er unnin upp úr skáldheimi
Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur.
Næstu sýningar verða 5. og 14.
október. Þess má að lokum geta að
Suss! ratar aftur á svið hérlendis
síðar á þessu ári eða í byrjun þess
næsta í samstarfi við fagaðila sem
hafa með heimilisofbeldi að gera á
einn eða annan hátt.
Rautt Úr sýningu RaTaTam á
Ahhh… sem sýnd er í Tjarnarbíói.
RaTaTam á ferð og flugi
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég er spenntur fyrir útgáfu-
tónleikunum á disknum Travelling
through cultures, sem fram fara í
Björtuloftum í Hörpu í kvöld.
Björtuloft er lítill salur þar sem
fram fer starfsemi jass- og heims-
tónlistarklúbbs.Útsýnið frá Björtu-
loftum yfir höfnina er guðdómlegt
og ég lofa kósý og skemmtilegum
tónleikum,“ segir Ásgeir Ásgeirsson
tónskáld og tón-
listarmaður sem
gefur út sinn
annan geisladisk
með íslenskum
þjóðlögum í nýj-
um búningi.
„Fyrir nokkr-
um árum síðan ákvað ég að fara í
ferðalag með íslensk þjóðlög og
stækka þau. Í grunninn eru lögin
stutt en með því að semja við þau
laglínu, spunakafla og forspil gat ég
stækkað lögin, farið með þau til út-
landa og látið erlenda tónlist-
armenn spila lögin sem við það fá
algjörlega nýjan blæ með nýjum
töktum og nýrri lögun,“ segir Ás-
geir sem tók fyrri diskinn upp með
tyrkneskum tónlistarmönnum en
diskurinn sem kemur út nú er tek-
inn upp með búlgörskum tónlist-
armönnum.
Átta lög eru á disknum. Haukur
Gröndal leikur á klarinett í laginu
„Af hættu hyggðadjúpi“ og Sigríður
Thorlacius syngur í lögunum,
„Krummi svaf í klettagjá“ „Krummi
krunkar úti“ „Ríðum, ríðum, rekum
yfir sandinn“ og „Einn herra best
ég ætti/Góða skemmtun gjöra skal.“
Önnur lög „Ljósið kemur langt og
mjótt/Heyri ég hljóm“ „Nowruz“
„Af hættu hryggðardjúpi“ og „Eilíft
líf er æskilegt“ eru instrumental
þ.e.a.s lög án söngs.
„Þegar ég set upp disk þá velti
ég því fyrir mér í hvaða tónalit ég
ætla að hafa hann. Hvort hann eigi
að vera sorglegur eða glaðlegur. Ég
hugsa mikið um að textinn sé inni-
haldsríkur og laglínan tali til mín.
Að hún sé eitthvað sem grípi mann.
Þegar þetta er allt komið þá hefjast
útsetningar og laglínuskrif við upp-
haflegu útsetninguna sem gera lög-
in að íslensku þjóðlagi með alþjóð-
legum blæ,“ segir Ásgeir sem farið
hefur margar námsferðir til Grikk-
lands, Búlgaríu og fleiri landa.
„Ég hef kynnst mörgum tónlist-
armönnum á ferðum mínum og á
disknum spilar m.a. indverskur
slagverksleikari, grískur bouzouki
leikari og búlgarskur harmóníku-
leikari. Sigríður syngur á íslensku
og ég spila á á austurlenska gítara,“
segir Ásgeir sem er ánægður með
austrænan blæ disksins. Þetta er
ný nálgun og ég veit ekki til þess að
íslensk þjóðlög hafi verið blönduð á
slíkan hátt áður. Sigríður Thorla-
cius söng á fyrri disknum, Two si-
des of Europe og hún syngur að
sjálfsögðu á nýja disknum. Það seg-
ir sig sjálft, hún er það góð og það
er styrkur að hafa sama söngvara á
báðum diskunum,“ segir Ásgeir
sem heyrði rödd Sigríðar fyrir sér
við útsetningar á lögunum.
Á útgáfutónleikunum í Björtu-
loftum ætlar Ásgeir að árita og
selja diskinn. Hann segir að hann
hafi þá tilfinningu að fólk sé að
snúa sér aftur að því hlusta á
geisladiska.
„Við tónlistarmenn seljum býsna
mikið af diskum á tónleikum þar
sem við áritum þá persónulega til
fólks. Ef áheyrendur eru ánægðir
með það sem þeir upplifa á tónleik-
unum þá kaupa þeir diska,“ segir
Ásgeir og bendir á að tónleikasókn
Íslendinga hafi aldrei verið meiri og
fólk kaupi það sem sé nýtt og
spennandi.
Ásgeir sem er tónlistarkennari
segist vilja sýna gott fordæmi og
kynna sér og fyrir öðrum öðruvísi
hljóðfæri. Sjálfur lærir hann nú á
alls konar gríska og arabíska gít-
ara. Ásgeir segir Tyrki eiga alls
konar tegundir af gíturum og borð-
hörpum og Búlgarar spila öðruvísi á
harmóníku en Íslendingar.
„Það er einstakt tækifæri til þess
að heyra Búlgara spila á harmóníku
í Björtuloftum í kvöld kl. 21.00.
Aðrir hljóðfæraleikarar á útgáfu-
tónleikunum eru íslenskir.Vegna
anna í hinum og þessum tónlistar-
verkefnum á ég ekki von á því að
geta haldið tónleika með þessum
tónlistarmönnum á næstunni,“ segir
Ásgeir sem hvetur tónleikagesti til
þess að mæta snemma. Hann von-
ast til þess að fylla Björtuloft og
lofar hörku stemmingu, fjöri og
drama þegar íslensku þjóðlögin
koma aftur heim úr ferðalagi frá
austurheimi.
Ljósmynd/Benzo
Þjóðlög í framandi löndum
Ásgeir Ásgeirsson lofar kósý og skemmtilegum útgáfutónleikum Travelling
through cultures í Björtuloftum Stækkaði þjóðlögin og fór með þau í ferðalag
Framandi Ásgeir Ás-
geirsson spilar á gítara
frá fjarlægum löndum.