Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 25
óróleiki og aðrir krankleikar voru að herja á drenginn. Ef aðrir fjöl- skyldumeðlimir voru illa fyrir- kallaðir, verkjaðir eða einhver ónot í gangi, þá var hún mætt á svæðið með olíurnar sínar og tók okkur í dásamlegt svæðanudd, heilun eða í slökun, sem endaði með að við steinsofnuðum eftir meðferðina og við kölluðum það að nú hefði gamla slegið okkur út. Elsku Hrefna mín, ég get ekki komið orðum að hversu þakklát ég er fyrir þennan tíma sem við áttum saman. Þrettán ár eru ekki ýkja langur tími, en gríðarlega dýrmætur. Þú varst stórkostleg kona í mínum augum og ég dáðist að eljunni í þér við hvert við- fangsefnið sem þú tókst þér fyrir hendur. Nú hefur þú fengið hina eilífu hvíld og ég kveð þig með tárum, virðingu og hlýju í hjarta. Þín tengdadóttir, Ingunn Björnsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Nú hefur hún Hrefna, yngsta systir mín, kvatt þennan heim. Við vorum 12 systkinin sem fæddumst á Vestdalseyrinni við Seyðisfjörð, á árunum 1922-1939, fimm systur og sjö bræður og var hún Hrefna sú yngsta af hópnum. Við tvær vorum mikið saman sem litlar hnátur og elti hún mig um allt þar sem ég var fjórum ár- um eldri en hún. Mamma okkar veiktist þegar ég var u.þ.b. átta ára gömul og þá tvístraðist systk- inahópurinn um tíma, en Hrefna dvaldi heima við. Við Hrefna vorum alla tíð mjög tengdar, og leituðum mikið hvor til annarrar bæði í blíðu og stríðu. Hún var bráðmyndarleg hún Hrefna, listræn og sköpunargleði hennar mikil. Til að mynda þá heklaði hún á okkur báðar alveg gullfallegar dragtir auk margs annars sem hún afkastaði í öðru handverki og listsköpun. Hrefna var mjög skemmtileg og hafði al- veg einstaka nærveru, hún lærði svæðanudd og heitu höndunum hennar og samkenndinni deildi hún með sínu samferðafólki. Við Hrefna ferðuðumst tals- vert saman, m.a. fórum við tvisv- ar til Þýskalands og áttum þar dásamlegar og uppbyggjandi stundir, bæði fyrir sál og líkama. Einnig ferðuðumst við líka með hinum systrunum og fórum í ógleymanlegar ferðir þar sem mikið var sungið, dansað og hleg- ið. Það eru forréttindi að eiga svona frábærar minningar um systur mínar, allar sem eina, og fyrir það er ég þakklát. Hrefna lærði til félagsliða og sinnti eldri borgurum á Afla- granda síðustu starfsárin sín. Mikil var eftirsjáin hjá því fólki þegar hún veiktist og varð að hætta störfum. Lífið var ekki allt- af einfalt hjá Hrefnu, en alltaf var hún samt tilbúin að vera til staðar fyrir aðra. Elsku Hrefna mín, nú hefur þú fengið að losna úr viðjum veik- inda, eins og segir í ljóðinu og gleðst ég mjög yfir því. Án nokk- urs vafa var vel tekið á móti þér, af þeim sem gengnir eru af hópn- um okkar, og svei mér ef ég heyri ekki óma hlátrasköll til mín hing- að. Kæra fjölskylda, ég votta ykk- ur mína innilegustu samúð. Guð styðji ykkur í sorg ykkar og lífinu öllu. Helga systir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 25 Fundir/Mannfagnaðir Félag sjálfstæðismanna vestur- og miðbæ Fundur Birgir Ármannsson alþingismaður ræðir stjórn- málaviðhorfið á opnum fundi Félags sjálfstæðismanna vestur- og miðbæ, miðviku- daginn 3. október kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn að Lækjargötu 2, annarri hæð. Allir velkomnir. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30. Jóga 60+ kl. 12.30-13.30. Söngstund kl. 13.45-14.30. Bókaspjall með Hrafni, gestur er Illugi Jökulsson, kl. 15-16. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna í safnaðar- heimili kirkjunnar frá kl.13 til kl.16. Þar verður að venju stólaleikfimi fyrir þá sem vilja kl.13.30. Eigum síðan notalega stund yfir kaffibolla og spjalli. Allir velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffi- sala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf kl. 13.15, í Breiðholtskirkju, ,,Maður er manns gaman". Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagasstarfið hefst kl. 12 með tónleikum í hádeginu, Jónas Þórir og Gréta Salome stíga á stokk. Þetta er byrjun á lista- mánuði Bústaðakirkju sem verður í október. Súpa á eftir í safnaðarsal og félagsstarfið heldur svo áfram til kl. 16 eins og vant er. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Bústaðakirkju. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, söguhópur kl. 15.30-16.15. Síðasti séns að skrá sig í haustferðina. Farið verður á Eldfjallasetrið á Hvolsvelli fimmtudaginn 11. október kl. 12.30. Verð 5.800 kr. með kaffi og meðlæti. Allir velkomnir með. Uppl. í síma 4119450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opnuð kl. 10. Allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa- módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Helgistund, upplestur o.fl. Kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin. Guðríðarkirkja Kl. 12 bænastund og söngur með sr. Karli V. Matt- híassyni og Hrönn Helgadóttur. Síðan verður sviðaveisla í safnaðar- heimilinu (reykt foldakjöt fyrir þá sem borða ekki svið). Reynir Jónas- son harmonikkuleikari kemur og leikur fyrir okkur. Matur kostar kr. 1200. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Karl, Hrönn og Lovísa. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Bókmenntaklúbbur kl. 10 aðra hverja viku, línudans kl. 11, bingó kl. 13, handverk kl. 13, Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15, línudans með Ingu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fimmtudagur 4. október kl. 12, eldri borgarar koma saman og eiga notalega stund. Súpa og brauð, söngur og hugvekja. Allir eldri borgarar eru innilega velkomnir. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.30, línudans með Ingu kl. 10- 11.15, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs), hádegismatur kl. 11.30. Zumabaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, kaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Glerlistanámskeið hefst kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borg- um, stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 og gaman saman í Borgum kl. 13, sýndar verða Stiklur Gísli í Uppsölum undir stjórn kvikmyndastjóra Korpúlfa. Haustfagnaður Korpúlfa í Borgum, húsið opnað kl. 18, matur frá eldhúsi Sælkerans, skemmtiatriði og dans. Muna aðgöngumiða sem einnig er happadrætti. Góða skemmtun. Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Val- húsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.40. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Nýtt 8 vikna zumba gold námskeið fyrir styttra komna / byrjendur kl. 9.45-10.30 á mánu- og fimmtudögum. Hefst 15. október. Skráning á feb@feb.is . Árið 1961 – með augun háskólanema í dag, mánudaginn 8. október kl. 13.15 í Stangarhyl – bara mæta og vera með.Tónlist, tískusýning og umfjöllun. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nissan Almera 2000 Verðhugmynd 250þ, tilboð skoðuð. Skoðaður án athugasemda til 2019. Keyrður 187þ. Frekari upplýsingar í s. 693 2886 Bílar Smá- og raðauglýsingar Dreifingardeild Morgun- blaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Hressandi morgunganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.