Morgunblaðið - 16.10.2018, Blaðsíða 8
Krefst lögbanns
á Tekjur.is
„Það er mjög skýrt í mínum huga að
hér er um brot að ræða, að það sé
ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs
almennings, og að
það sé rétt að fá
lögbann á þessa
vinnslu upplýs-
inga.“ Þetta sagði
Ingvar Smári
Birgisson, lög-
fræðingur og for-
maður Sambands
ungra sjálf-
stæðismanna í
samtali við mbl.is
í gær, en hann hefur krafist lög-
banns á vefinn Tekjur.is.
Á vefnum er hægt að fletta upp
tekjum og skattaupplýsingum allra
Íslendinga 18 ára og eldri, gegn
greiðslu áskriftargjalds, en Visku-
brunnur ehf. er rekstraraðili síðunn-
ar.
Lögin sett fyrir tíma netsins
Persónuvernd höfðu í gær borist
níu erindi vegna Tekjur.is, þar af ein
formleg kvörtun, og er málið til
skoðunar.
„Ég tel að það hvernig vefsíðan
Tekjur.is notar fjárhagsupplýsingar
landsmanna, sem fengnar eru úr
skattskrá ríkisskattstjóra, ekki
standast lög. Í gegnum tíðina hefur
umfjöllun um skatt og launa-
greiðslur landsmanna verið byggð á
ákvæði í tekjuskattslögum sem var
sett fyrir tíma internetsins,“ sagði
Ingvar.
Í ákvæðinu segir að opinber birt-
ing á upplýsingum um álagða skatta
sem koma fram í skattskrá, bæði í
heild eða að hluta, sé heimil.
Vinnsla upplýsinganna standist
ekki persónuverndarlög
Ingvar sagði þetta ákvæði vissu-
lega fela í sér takmörkun á friðhelgi
einkalífs og borgaralegum réttind-
um almennings og bæri þess vegna
að túlka þröngt. „Í ljósi þess að Per-
sónuvernd hefur áður úrskurðað í
sambærilegu máli er varðaði Credit-
info, þar sem þeir reyndu að miðla
upplýsingum úr skattskrá ríkis-
skattstjóra til viðskiptavina sinna
gegn greiðslu, líkt og Viskubrunnur
gerir, og taldi það ólöglegt, þá er rétt
að láta á það reyna að fá lögbann.“
Ingvar sagðist telja að vinnsla
þeirra upplýsinga sem Viskubrunn-
ur byði upp á gegn greiðslu stæðist
ekki lög um persónuvernd sem hefðu
styrkst mikið á þessu ári.
Níu erindi til Persónuverndar í gær
Ingvar Smári
Birgisson
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Mörgum spurningum er ennósvarað um braggamálið og
ekki er líklegt að svar við þeim öll-
um fáist með rannsókn innri endur-
skoðunar. Innri
endurskoðun borg-
arinnar heyrir und-
ir borgarstjóra og
eins og menn muna
hafnaði meirihlut-
inn þar að auki
þeirri tillögu minni-
hlutans að þáttur
borgarstjóra í braggamálinu yrði
kannaður sérstaklega.
Enginn skyldi því búast við aðvelt verði við steinum til að
kanna hvað borgarstjóri vissi eða
hvenær, hvað hann gerði eða gerði
ekki.
Það er til að mynda ólíklegt aðskoðuð verði sérstaklega sú
staðreynd að braggaverkefnið var
unnið á vegum skrifstofu eigna og
atvinnuþróunar, sem er staðsett í
ráðhúsinu og heyrir beint undir
borgarstjóra og borgarritara.
Bent hefur verið á að verkefni afþessu tagi hefði alla jafna átt
að heyra undir umhverfis- og
skipulagssvið, en af einhverjum
ástæðum var það sett undir skrif-
stofu í ráðhúsinu þar sem borg-
arstjóri hefur enn beinni stjórn á
verkinu.
Og þeim mun meiri furðu vekurað borgarstjóri skuli nú koma
fram og láta eins og hann sé nýbú-
inn að heyra af framúrkeyrslunni í
Nauthólsvík.
Ef borgarstjóri fréttir ekki afframúrkeyrslu gæluverkefnis
sem unnið er að á skrifstofu sem
undir hann heyrir og er til húsa í
ráðhúsinu, hvað fréttir hann þá?
Dagur B.
Eggertsson
Hvað fréttir
borgarstjóri?
STAKSTEINAR
Vegagerðin hefur auglýst eftir til-
boðum í fyrsta hluta breikkunar
Suðurlandsvegar frá Hveragerði að
Selfossi. Þessi kafli liggur frá
Varmá, sem er rétt austan við
Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt
vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5
kílómetrar. Þetta verður tveir-plús-
einn-vegur þar sem skiptast á ein og
tvær akreinar í hvora átt. Vegrið
mun aðskilja akstursstefnur. Hins
vegar verður undirbygging miðuð
við að hann verði tvöfaldaður í fram-
tíðinni.
Í verkinu felst einnig gerð nýrra
gatnamóta við Vallaveg og Ölfus-
borgaveg svo og gerð nýrra hliðar-
vega sem tengjast nýjum vegamót-
um, annars vegar Ölfusvegar frá
Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og
hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi
að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig
breikkun brúar yfir Varmá og undir-
göng austan Varmár fyrir gangandi
og ríðandi og breytingar á lagna-
kerfum veitufyrirtækja sem og ný-
lagnir og landmótun auk annarra
þátta sem nauðsynlegir eru.
Verkinu skal vera að fullu lokið 15.
september 2019. Tilboð verða opnuð
hjá Vegagerðinni þriðjudaginn 13.
nóvember nk. Útboð þetta er einnig
auglýst á hinu evrópska efnahags-
svæði (EES). sisi@mbl.is
Óskar eftir tilboðum í breikkun
Suðurlandsvegur verður breikkaður
á 2,5 kílómetra kafla frá Hveragerði
Morgunblaðið/Sverrir
Kotströnd Hringvegurinn verður
breikkaður þangað frá Hveragerði.
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/