Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ímínum huga er byggingar-list gömlu íslensku torfbæj-anna það sem koma skal.Torfhúsagerð er sú tegund
arkitektúrs sem er í mestum
tengslum við náttúruna og fær okkur
mannfólkið til að skilja hvernig nátt-
úran virkar. Við þurfum að hætta að
einangra okkur frá náttúrunni eins
og tíðkast í nútímabyggingum, þar
sem við lokum samskeytum með síli-
koni svo híbýli okkar anda ekki og
eru fyrir vikið slæm fyrir heilsu okk-
ar. Í ljósi breyttra aðstæðna í heim-
inum getur verið gott að horfa til
eldri aðferða, við verðum að hætta að
flytja byggingarefnivið um langan
veg með tilheyrandi mengun, heldur
nýta það sem til er í nærumhverf-
inu,“ segir arkitektinn og hug-
sjónakonan Maria Jesus May sem
fæddist og ólst upp í Santiago í Síle í
Suður-Ameríku en býr núna í Patag-
óníu. Hún er stödd hér á landi öðru
sinni til að læra um og tileinka sér
fornar byggingaraðferðir.
„Ég kom fyrst til Íslands í fyrra
af því ég vildi fara þangað sem væri
svipað veður og landslag og er í Pata-
góníu. Ég fór því á torfhleðslu-
námskeið í Skagafirði og fór í fram-
haldinu í læri til Guðjóns Kristins-
sonar hleðslumeistara, en hann er
einn af örfáum núlifandi meisturum í
torfhleðslu í heiminum,“ segir Maria
sem nú í seinni Íslandsheimsókn
sinni kom aftur í læri til Guðjóns.
500 ára eik í góðu standi
„Ferðir mínar til Íslands eiga
upphaf sitt í því að ég og kærastinn
minn höfum verið að fara þangað
sem við getum lært eitthvað nýtt í
tengslum við okkar ástríðu og hug-
sjón, sem er að lifa og byggja í sátt
við náttúruna. Undanfarin sjö ár höf-
um við verið hluti af verkefni innan
þjóðgarðs í Patagóníu, þar sem við
erum að rækta vistvænar matjurtir.
Ætlunin er að vera líka með skepnur,
því vistvæn ræktun matjurta krefst
lífræns áburðar, sem kemur jú frá
skepnum. Við sem byggjum þessa
jörð verðum að fara vel með náttúr-
una og þjóna henni í stað þess að
vinna gegn henni. Við erum að færa
okkur út fyrir þjóðgarðinn með verk-
efnið og þurfum því að byggja hús,
og þær byggingar vil ég að séu
byggðar úr því efni sem tiltækt er
þar úti í náttúrunni. Þess vegna vil ég
læra að byggja torfhús. Við þurfum
ekki alltaf að finna upp nýtt, heldur
líta til baka til þeirra sem uppgötv-
uðu löngu á undan okkur og hefur
sýnt sig að virkar. Mín ástríða er
ekki aðeins að byggja úr nátt-
úrulegum efnum í nærumhverfi,
heldur vil ég byggja híbýli sem koma
til með að endast í gegnum kynslóð-
irnar. Ég hef unnið í Wales við að
laga steinhús frá miðöldum, þar sem
fimm hundruð ára eik er enn í fínu
standi. Þetta eru hús sem standast
tímans tönn.“
Fór grátandi frá Íslandi
Maria segir það hafa verið góð-
an skóla fyrir sig að vera í læri hjá
Guðjóni.
„Mitt fyrsta verk hjá honum var
að skera torf í þrjár vikur, sem var
æðislegt. Þetta var eins og hugleiðsla
fyrir mig að vinna með líkamanum
allan daginn, á einhvern hátt hreins-
andi. Auk þess efldist minn líkamlegi
styrkur mjög við þessa verklegu
vinnu, og ég fylltist orku. Þegar ég
var í læri hjá Guðjóni úti í Noregi í
fyrra við vegghleðslu, þá rann það
upp fyrir mér að þetta er það sem ég
vil gera: Ég vil byggja úr nátt-
úrulegum efniviði og vera sjálf úti í
náttúrunni við mín störf,“ segir
Maria sem fór grátandi frá Íslandi í
fyrra, því hún þráði að vera lengur.
„Afar sjaldan í lífinu fyllist mað-
ur slíkri vissu. Ég var því staðráðin í
því að koma aftur og kynna mér enn
betur torfhúsagerð og aðrar gamlar
byggingar sem hafa sannað sig í
köldu veðurfari. Að afla mér reynslu
með því að byggja sjálf, er lang-
dýrmætast. Ég mun koma aftur til
Íslands á næsta ári,“ segir Maria og
brosir til Guðjóns sem situr til borðs
með henni og ber henni vel söguna:
„Maria er orðin mjög flink að
lyfta stórum steinum og leggja þá
rétt í hleðsluna, þetta er ákveðin
tækni sem þarf að tileinka sér. Hún
er orðin fullfær í klömbruhleðslu en
ég á eftir að kenna henni tvær að-
ferðir við hleðslur sem hún getur
notað í Patagóníu. Hún verður fulln-
uma þegar ég hef líka kennt henni
sniddu og grjóthleðslu,“ segir Guð-
jón og bætir við að Maria hafi komið
aftur með honum til Noregs nú í
sumar til að læra vegghleðslu þar
sem þau gerðu innra byrðið fyrst.
„Það er öfugt við það sem van-
inn var á Íslandi, þá var fyrst hlaðið
grjót og strengur, torf sett þar ofan á
en timburveggir settir þar inn í
seinna. Veggirnir fengu að síga og
verða fastir í stöðu, jafnvel fengu
þeir að síga í heilt ár áður en timbrið
var sett innanvert, þá haggast þetta
ekki,“ segir Guðjón og bætir við að
honum hafi liðið eins og hann væri að
vekja upp gamlan draug í Noregi við
að byggja með öðrum hætti en hann
er vanur. „Þar var ég að byggja eins
og forfeður mínir norður á Ströndum
gerðu.“
Hörð þegar hún
stjórnar körlum
Maria segir að sem betur fer séu
jarðarbúar að vakna til meðvitundar
um nauðsyn þess að hugsa til langs
tíma og sýna náttúrunni virðingu,
þegar byggingarlist er annarsvegar.
„Stórstjörnur í arkitektaheim-
inum hafa í gegnum tíðina verið upp-
teknar af því að skapa sér nafn og
sérstöðu, verða frægar. En þetta á að
vera á hinn veginn, fókusinn á ekki
að vera á arkitekt sem stjörnu, held-
ur á hann að vera nafnlaus mann-
eskja sem hannar byggingu og tekur
líka þátt í að byggja hana, með vel-
ferð náttúrunnar að leiðarljósi,“ seg-
ir Maria sem hefur ekki aðeins verið
á Íslandi að læra um forn vinnubrögð
í byggingarlist, heldur einnig í öðrum
löndum. Og þar hefur ýmislegt kom-
ið á óvart.
„Þegar ég var í Suður-Englandi
að læra hvernig á að móta steina til
hleðslu, þá var ég í vinnusmiðju með
hópi kvenna og þar lærði ég að
tengja við mitt kvenlega eðli, sem
mig hafði ekki órað fyrir. Svona get-
ur samvist með öðrum kennt okkur
annað en við ætluðum. Ég hef alltaf
lagt áherslu á mína karllægu eigin-
leika, enda oft þurft að stjórna körl-
um og þá verið upptekin af því að
vera hörð og ekki gráta. En ég sá
hversu fallegt er að vera kona. Mig
óraði ekki fyrir að námskeið í stein-
hleðslu ætti eftir að kenna mér þetta.
Allt of margir fara í gegnum lífið án
þess að veita því nokkra athygli hvað
þeir geta lært af öðrum. Allir sem
verða á vegi okkar geta kennt okkur
eitthvað, bara ef við erum opin og
fordómalaus.“
Flink Maria kemur víða við í arkitektastarfi sínu, hér heggur hún í stein. Nóg að gera Maria lærir hjá Guðjóni í Noregi hvernig hlaða skal vegg á miðaldastofu. Líkamlega erfitt en gaman.
Flott Maria með lærimeistara sínum Guðjóni við líkneski sem hann hjó út.
Að lifa og byggja í sátt við náttúru
Að skera torf í þrjár vikur
segir hún hafa verið eins
og hugleiðslu fyrir sig.
Hún hefur í tvígang kom-
ið til Íslands í pílagríms-
ferð til að læra íslenska
torfhúsagerð. Maria Jes-
us May vill að við lítum
til baka og lærum af for-
tíðinni.
Fögnuður Maria alveg hoppandi kát eftir að vegghleðslunni glæsilegu í Noregi var lokið. Mikið torf eins og sjá má.
Hitatækni
Skynjarar í miklu úrvali
Hitanemar | rakanemar | þrýstinemar | C02 nemar | hitastillar
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi