Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.
16. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 115.78 116.34 116.06
Sterlingspund 153.06 153.8 153.43
Kanadadalur 88.95 89.47 89.21
Dönsk króna 17.962 18.068 18.015
Norsk króna 14.153 14.237 14.195
Sænsk króna 12.939 13.015 12.977
Svissn. franki 116.69 117.35 117.02
Japanskt jen 1.0306 1.0366 1.0336
SDR 161.66 162.62 162.14
Evra 134.03 134.77 134.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.4432
Hrávöruverð
Gull 1218.75 ($/únsa)
Ál 2044.5 ($/tonn) LME
Hráolía 80.28 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fimmtán félög af átján á aðallista
Kauphallar Íslands lækkuðu í við-
skiptum gærdagsins. Mest lækkuðu
bréf Haga um tæp 1,7% og námu við-
skipti með félagið 40,7 milljónum
króna. Þá lækkaði fasteignafélagið Eik
um 1,5% í ríflega 27 milljóna við-
skiptum. Bréf N1 lækkuðu um 1,4% í
tæplega 105 milljóna króna viðskiptum
sem voru þau næstumfangsmestu
meðal félaganna. Mest reyndust við-
skipti með bréf Arion banka og námu
þau ríflega 296,5 milljónum. Lækkuðu
bréf bankans um 0,12% í þeim.
Aðeins bréf Sjóvár hækkuðu og nam
hækkunin tæpum 0,5% í 42,6 milljóna
viðskiptum. Bréf Heimavalla og Origo
stóðu í stað. Önnur félög sem lækkuðu
um meira en 1% voru Skeljungur, Sím-
inn og Marel.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hef-
ur lækkað um 2,9% síðustu vikuna. Á
síðustu sex mánuðum nemur lækkunin
10,72%. Frá áramótum nemur lækkunin
hins vegar 2,62%.
Vikan byrjaði á lækk-
unum í Kauphöllinni
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Máltíðamarkaðurinn svokallaði er
markaður sem fer ört vaxandi hér á
landi líkt og erlendis og telja kunn-
ugir að markaðurinn eigi enn eitt-
hvað inni til þess að ná 2% af heildar-
matarinnkaupum. Því hlutfalli hefur
þessi markaður náð víða erlendis.
Fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á
markaðinn árið 2014 og hefur síðan
þá boðið landsmönnum upp á fyrir-
fram ákveðna rétti sem aðeins þarf
að skera niður og elda. Í byrjun þessa
árs hóf nýtt fyrirtæki að nafni Einn,
tveir & elda starfsemi sína en núna
nýlega hafa stærri matvöruverslanir
á borð við Bónus, Hagkaup, Krónuna
og Nettó verið að bjóða upp á svör við
spurningunni hvimleiðu: „Hvað á að
vera í matinn?“
Fólk meðvitaðra um valkostinn
Veltan hjá Eldum rétt hefur aukist
töluvert á undanförnum árum.
Rekstrartekjur fyrirtækisins árið
2017 voru 811 milljónir króna og uxu
um 43% frá fyrra ári er salan nam
568 milljónum en þá var um fjórföld-
un frá 2015 að ræða. Hagnaður fé-
lagsins í fyrra var auk þess 81 milljón
króna. Aðspurður segir Kristófer
Júlíus Leifsson, annar stofnenda
fyrirtækisins, að rekstrartekjurnar
verði svipaðar í ár og í fyrra.
En finnur hann fyrir aukinni sam-
keppni? „Ekkert þannig framan af
ári. En ég gæti trúað því að mark-
aðurinn hafi stækkað. Að fólk sé orð-
ið meðvitaðra um þennan valkost.
Þessa tegund af vöru. Við þurfum
bara að bíða og sjá. En það er flott að
vera kominn með samkeppni. Það
heldur okkur á tánum og markaður-
inn heldur áfram að þróast í rétta
átt,“ segir Kristófer Júlíus í samtali
við Morgunblaðið.
Í Bónus var farið af stað með nýja
vörulínu í september sem ber nafnið
20-30, og vísar til þess að það taki 20-
30 mínútur að elda réttina. „Salan
hefur verið mjög góð og framar okk-
ar björtustu vonum. Fólk tekur vel í
þá litlu matarsóun sem þetta hefur í
för með sér. Það kemur allt tilbúið,
þú þarft ekki að skera neitt. Græn-
metið kemur niðurskorið og þetta er
allt saman ferskt. Þú ert í rauninni
bara að elda sjálfur úr fersku hráefni
og það er búið að taka í burtu þennan
sóunarfaktor,“ segir Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss.
Að sögn talsmanns Einn, tveir &
elda selur fyrirtækið þúsundir mál-
tíða á viku en það hóf starfsemi í
byrjun þessa árs og framleiðir m.a.
máltíðir fyrir Nettó og Heimkaup.
Þrátt fyrir aukna samkeppni er
meira að gera hjá fyrirtækinu en
fulltrúar þess áttu von á.
„Okkar svar við Eldum rétt er það
sem við köllum „Korter í fjögur“. Þar
erum við með allt sem þú þarft á ein-
um stað sem þú getur gripið með þér.
Það hefur fengið mjög góðar mót-
tökur,“ segir Gréta María Grétars-
dóttir, framkvæmdastjóri Krónunn-
ar.
Aukin samkeppni á
máltíðamarkaðnum
Morgunblaðið/Hari
Matarpakkar Máltíðamarkaðurinn hefur stækkað töluvert frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf starfsemi árið 2014.
Máltíðamarkaðurinn
» Eldum rétt hóf innreið á
markaðinn árið 2014.
» Tekjur fyrirtækisins jukust
um 43% á milli 2016 og 2017
og fóru úr 568 milljónum í 811.
» Samkeppni á máltíðamark-
aðnum hefur aukist töluvert á
árinu og hafa margar stærri
matvöruverslanir komið með
lausnir til að bregðast við
breyttum þörfum neytenda.
Valmöguleikum um fyrirfram útbúnar máltíðir hefur fjölgað mjög á árinu
Heildarvelta innlendra greiðslu-
korta jókst um 0,7% í september síð-
astliðnum, samanborið við sama
mánuð í fyrra. Veltan nam 78,1 millj-
arði króna og lækkaði um 9,3% frá
því í ágúst. Þetta kemur fram í ný-
birtum tölum frá Seðlabanka Ís-
lands. Úr þeim tölum má ráða að
samdrátturinn milli september og
ágúst er hlutfallslega mun meiri í ár
en í fyrra þegar hann reyndist 4,5%.
Velta debetkorta í september nam
35,8 milljörðum og lækkaði um 5,1%
milli ára. Hins vegar jókst velta de-
betkorta um 6,3% frá september-
mánuði 2017 og nam 42,3 milljörðum
króna.
Velta debetkorta jókst erlendis
milli ára og fór úr 4,1 milljarði í 5,9
milljarða. Því kann að ráða sú stað-
reynd að nú má nota fleiri tegundir
debetkorta til viðskipta hjá erlend-
um netverslunum en áður var. Inn-
anlands dróst notkun debetkorta
hins vegar saman um 3,7 milljarða,
sem jafngildir 11% samdrætti.
Færslum með innlendum debet-
kortum í september fækkaði sömu-
leiðis frá sama mánuði 2017 og
reyndust þær 6.473 en höfðu verið
397 fleiri 12 mánuðum fyrr.
Færslum með innlendum kredit-
kortum fjölgaði um 272 í september
frá fyrra ári. Velta innanlands á
grundvelli þeirra færslna reyndist
32,2 milljarðar og jókst um 4,9% frá
fyrra ári. Veltan erlendis nam hins
vegar 10,1 milljarði og jókst um
11,2% frá því 12 mánuðum fyrr.
Heildarúttektir erlendra debet-
korta hér á landi reyndust 23,1 millj-
arður í september og drógust þær
saman um tæp 6% frá sama tímabili í
fyrra. Meðalupphæð hverrar korta-
færslu erlendra korta var 8.345
krónur. Meðalupphæðin var hins
vegar 9.118 krónur í september í
fyrra. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Hægir á Tölur um kortaveltu sýna að
útlendingar eyða minna hérlendis.
Notkun greiðslu-
korta eykst um 0,7%
Landsmenn
treysta meira á
kreditkort en áður