Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 51

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 GLÆRT LOK RAUÐUR BORÐ I KOLVETNASKERTA FJÖLSKYLDAN Þú þekkir hana á rauða borðanum og glæra lokinu K O LV E T N A S K E R T #iseyskyr finn mikla velvild í garð fyrirtækis- ins. Það skapast oft skemmtilegar umræður eins og um daginn þegar krukkusending til okkar brást þannig að við urðum að taka hlé á framleiðslu haustjógúrtarinnar. Þá bauðst fólk unnvörpum til að lána okkur krukkur! Sem hefði verið frá- bært ef það hefði verið mögulegt en út af hreinlætiskröfum má það ekki,“ útskýrir Arna. Arna er jafnframt mikilvægur at- vinnuveitandi á Vestfjörðum en Arna segir að það hafi verið föður sínum ákaflega mikilvægt að starf- semin yrði fyrir vestan þótt það sé að mörgu leyti flóknara. „Hjá okkur starfa nú sautján manns fyrir vest- an og við munum bæta við á næst- unni. Við erum að koma með krydd- osta á markað núna, vonandi fyrir jól, en þeir eru framleiddir á Ísa- firði. Þarf minni viðbættan sykur Það sem einkennir laktósafría mjólk er að hún er sætari á bragðið en það gerist þegar mjólkursykur- inn er brotinn niður. Fyrir vikið þurfum við minna af viðbættum sykri í vörurnar okkar, sem er mik- ill kostur. Einnig eru væntanlegir eftirréttir frá okkur í krukkum. Við ætlum ekki að setja límmiða á krukkurnar en hugsunin er að fólk geti nýtt þær áfram. Við erum mjög meðvituð um þetta límmiðamál allt saman og hvað það fer oft fyrir brjóstið á fólki að þurfa að ná þeim af. Því tókum við meðvitaða ákvörð- un um að merkja krukkurnar ekki á þann hátt. Hugsunin er jafnframt að þú getir borið eftirréttinn fram í krukkunni þannig að fyrirhöfnin sé engin. Ísinn væntanlegur í verslanir Ís frá Örnu er einnig fáanlegur á Ís- og kaffibar Örnu á Eiðistorgi. Þar er seldur ís frá fyrirtækinu en upphaflega hafði planið verið að selja ís í ísbúðir. Svo komumst við að því að flestar ísbúðir eru með ís- vélar sem ísframleiðendur láta þeim í té og mega því ekki bjóða upp á ís frá öðrum úr þeim vélum. Þetta setti óneitanlega strik í reikninginn en það varð úr að Jón Tetzchner, sem er einn af fjárfestunum á bak við Örnu, ákvað að opna ís- og kaffi- bar á Eiðistorgi þar sem hann rek- ur meðal annars öflugt frumkvöðla- setur,“ segir hún og bætir við að von sé á ísnum í almennar matvöru- verslanir fyrir jólin. Það verður sér- stakur jólaís í boði sem verður í fal- legum glerkrukkum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ein svalasta eldhústækjalína sögunnar er eftir meistara Philippe Starck og hönnuð í samstarfi við Gorenje. Línan er hreint ótrúlega fögur svo ekki sé fastar að orði kveðið enda Starck þekktur fyrir að kunna sitt fag. Línan er nú fáanleg hér á landi en það er Pro Gastro sem selur hana. Verðið kem- ur skemmtilega á óvart enda sambærilegt við það sem gengur og gerist, ólíkt því sem margur hefði búist við. Philippe Starck- heimilistæki fá- anleg hér á landi Slegið í gegn Eldhústækjalínan þykir tímalaus snilld eins og Starck einum er lagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.