Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Það er auðvitað
alltaf mjög já-
kvætt að skynja
þá miklu sam-
stöðu sem maður
skynjar hjá ís-
lenskum konum,
því auðvitað er-
um við ólíkar,
auðvitað spila
alls konar aðrir
þættir inn í það
hvernig við höfum það en kyn,
ólík stétt og staða. En á svona
fundum skynjar maður það líka að
það skiptir máli að vera kona og
það var auðvitað ótrúlega góð til-
finning að vera hluti af þessari
samstöðu,“ segir Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra um fund-
inn í gær. Hún sendi í gær öllu
sínu starfsfólki bréf þar sem kon-
ur voru hvattar til þess að yfirgefa
vinnustaðinn ásamt henni og mæta
á Arnarhól. Létu Katrín og stjórn-
arráðskonur af störfum klukkan
14:55 í gær. Hún segist einnig
hafa séð starfsmenn forsætisráðu-
neytisins sem og aðrar þingkonur
á samstöðufundinum en þing-
fundur á Alþingi hófst klukkan
13:30 í gær. „Alþingi er í sérstakri
stöðu sem vinnustaður og hér
verður þingfundi lokið klukkan
14:55,“ sagði Katrín í samtali við
mbl.is áður en þingfundur hófst í
gær.
#Metoo hafði áhrif á marga
Kvennafrídagurinnn í ár var
einnig helgaður baráttunni gegn
kynbundnu ofbeldi og báru fund-
arhöld á Arnarhóli þess merki.
Segir Katrín nauðsynlegt að nýta
þá umræðu sem hefur skapast til
jákvæðra breytinga.
„Þessi dagur var auðvitað helg-
aður baráttunni gegn kynbundnu
ofbeldi og kynferðisofbeldi. Ég
held það sé alveg ljóst að margir
urðu fyrir miklum áhrifum af ég
líka-byltingunni fyrir áramót. Það
er mjög mikilvægt að nýta alla þá
umræðu sem spratt af henni til já-
kvæðra breytinga,“ segir Katrín
og bendir jafnframt á að þótt Ís-
land hafi náð langt í jafnréttis-
málum þurfi enn verkefni fram
undan til að stemma stigu við kyn-
bundnu ofbeldi.
„Ísland hefur komið vel út í al-
þjóðlegum samanburði þegar kem-
ur að kynjajafnrétti en sá mæli-
kvarði þar sem við sitjum efst, á
listanum hjá World Economic For-
um, hann mælir ekki kynbundið
ofbeldi. Það minnir okkur á að það
er risamál sem við eigum eftir að
takast betur á við.“
Skynjar
samstöðu
kvenna
Katrín
Jakobsdóttir
Þörf á að nýta um-
ræðu til breytinga
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Þúsundir kvenna um land allt lögðu
niður störf kl. 14:55 í gær í tilefni af
kvennafrídeginum. Kjörorð Kvenna-
frís ársins 2018 voru: „Breytum ekki
konum, breytum samfélaginu!“
Söfnuðust konur saman á sam-
stöðufundi m.a. við Arnarhól í
Reykjavík og á Ráðhústorginu á
Akureyri. Í ár var vakin sérstök at-
hygli á kynbundnum mun atvinnu-
tekna, sem og almennu öryggi
kvenna á vinnustöðum. Fjölmörg
samtök kvenna og láglaunafólks
standa að Kvennafríi og þá hefur for-
sætisráðuneytið einnig lagt verkefn-
inu lið.
Krefjast mannsæmandi launa
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, var meðal ræðukvenna á
Arnarhóli og hlaut mikið lófaklapp
viðstaddra fyrir ræðu sína. „Við horf-
um hver á aðra og viðurkennum að
konur eru ekki aðeins beittar kúgun
af hálfu karla sem finnst þær einskis
virði heldur af efnahagskerfi sem sér
bókstaflega ekkert athugavert við að
græða á aldagamalli fyrirlitningu á
kvennastörfum, á aldagamalli fyrir-
litningu á þekkingu kvenna, á alda-
gamalli trú á það að konur, það sem
þær kunni, sé í eðli sínu annars flokks
útsöluvara og það hljóti allir að vera
sammála um. En við höfum fréttir að
færa: Við erum ekki útsöluvara,“
sagði Sólveig Anna. „Við erum stoltar
af stórkostlegu mikilvægi okkar og
við einfaldlega setjum fram í fullri og
mikilli og grafalvarlegri alvöru þá
kröfu að við fáum það sem við eigum
allan heimsins rétt á: Mannsæmandi
laun fyrir unna vinnu.“
Þakkaði Sólveig jafnframt þeim
konum sem sögðu kúgun kvenna stríð
á hendur á síðustu öld. „Ég gleðst
innilega yfir því að konur á Íslandi
hafi á síðustu öld borið gæfu til þess
að bera kennsl á þá kúgun sem þær
voru beittar og innblásnar af róttæk-
um og sögulegum frelsisstraumum
sagt þeirri undirsettu stöðu sem þær
höfðu verið látnar lifa við stríð á hend-
ur. Við stöndum í sögulegu þakklæti
við þær konur.“
Sagði Sólveig vandamálið ekki vera
að það vantaði karla í kvennastörf
heldur væri vandamálið að kvenna-
störf væru verðlögð af nísku. Verka-
og láglaunakonur væru efnahagslega
og pólitískt jaðarsettar.
Erfitt að tilkynna brot til
yfirmanna á eigin vinnustað
Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem
var rekin úr starfi sínu sem forstöðu-
maður einstaklingsmarkaðar hjá
Orku náttúrunnar um miðjan sept-
ember, hélt einnig ræðu. Hún hefur
gagnrýnt fyrrverandi framkvæmda-
stjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir
óviðeigandi hegðun gagnvart starfs-
fólki fyrirtækisins.
Áslaug sagði að það væri erfitt að
fara til yfirmanna sinna til að tilkynna
brot á eigin vinnustað.
„Spor þín eru þung á fyrsta fund-
inn með starfsmannastjóra, þyngri á
fund tvö og svo framvegis. Erindið er
alltaf það sama: Þú ert að tilkynna
ruddaskap og dónaskap á þínum
vinnustað. Örvæntingin er mikil þeg-
ar starfsmannastjórinn segir þér að
spjalla við hann og finna út úr þessu,“
sagði Áslaug. „Örvæntingin er meiri
þegar þú ert rekin án útskýringa,“
bætti Áslaug við. Hún sagði að tilfinn-
ingin eftir fundinn hefði verið ógeð-
felld. Sér hefði verið boðinn aðeins
lengri uppsagnarfrestur, en í staðinn
yrði hún að láta þetta yfir sig ganga.
„Hljómar þetta eins og frábær díll?“
spurði Áslaug og allur fjöldinn á Arn-
arhóli öskraði: „Nei!“
Morgunblaðið/Eggert
Kvennafrídagurinn við Arnarhól Fjölmargar konur mættu á Arnarhól með mótmælaskilti og kröfðust þess að staða kvenna í samfélaginu yrði bætt.
„Við erum ekki útsöluvara“
Konur lögðu niður störf klukkan 14:55 í gær til að mótmæla launamisrétti
Samstöðufundir haldnir um land allt Þúsundir kvenna mættu á Arnarhól
Barátta Skilaboð kvennanna á Arnarhóli voru skýr og samstaðan mikil.
Launamunur „Stuðningur við aðrar konur,“ sagði Helena Þór-
arinsdóttir aðspurð hvað hefði fengið hana til að mæta á sam-
stöðufundinn. Spurð hvað hún telji mikilvægasta baráttumál
kvenna í dag segir hún það að jafna launamun kynjanna.
Jafnrétti „Mér finnst að konur eigi að fá laun til jafns við
karla,“ sagði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir (t.h) sem mætti með
systur sinni Helgu Dagnýju Jónasdóttur (t.v.). „Svo er ég með
dóttur mína með mér sem er fjögurra ára og ég vil ekki að hún
þurfi að bíða lengi eftir því að jafnrétti náist.“
Samstaða Sigrún Helga Sigurðardóttir (t.v.) og Ingibjörg
Björnsdóttir (t.h.) sögðu báðar að samstaða hefði fengið þær
til að mæta á Arnarhól í gær. Þær telja að jafnrétti til launa sé
mikilvægasta baráttumálið í kvenréttindum í dag.
Kvennafrídagurinn 2018