Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Hádegisfundur með Bjarna Málfundafélagið Óðinn efnir til hádegisfundar í samstarfi við fulltrúaráðin í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík. Gestur fundarins er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn verður í Valhöll, föstudaginn 26. október kl. 12.00, en húsið verður opnað kl. 11.45. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN Veður víða um heim 24.10., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 6 léttskýjað Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 13 súld Brussel 14 súld Dublin 10 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 15 heiðskírt París 15 alskýjað Amsterdam 13 skýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 8 heiðskírt Moskva 5 rigning Algarve 22 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 5 léttskýjað Montreal 4 rigning New York 11 skýjað Chicago 3 léttskýjað Orlando 22 léttskýjað  25. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:50 17:35 ÍSAFJÖRÐUR 9:04 17:30 SIGLUFJÖRÐUR 8:48 17:13 DJÚPIVOGUR 8:21 17:02 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðan 8-13 m/s, en 13-18 við A- ströndina. Dálítil él á Norður- og Austurlandi. Á laugardag Hæg breytileg átt, víða bjartviðri og frost 0 til 8 stig. Vaxandi sunnanátt seinni partinn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 8-13 og él eða dálítil snjókoma N-til, en yfirleitt bjartviðri syðra. Frystir víða í kvöld en hiti nálægt frostmarki að deginum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Launafólk nýtur árangursins af bar- áttuaðferð Alþýðusambands Íslands og samstöðu verkalýðshreyfingar- innar í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Nú þegar vísbendingar eru á lofti um að þjóðin stefni í nýja efna- hagslægð er það skylda ASÍ að koma einhuga og fumlaust að verki, líkt og hreyfingin gerði fyrir tíu árum. Þetta kom fram í setningarræðu Gylfa Arnbjörnssonar, fráfarandi forseta ASÍ, við setningu 43. þings sam- bandsins í gær. Gylfi rifjaði upp árangurinn af bar- áttu ASÍ allt frá hruninu á umliðnum áratug en hann tók við sem forseti ASÍ fyrir nákvæmlega 10 árum, hinn 24. október 2008, „sama dag og stjórnvöld sóttu um neyðaraðstoð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og eldarnir fóru að loga á Austurvelli“, sagði Gylfi. „Við sem alþýðusamband erum og eigum að vera stór og áhrifamikil samtök í íslensku samfélagi. Við höf- um einungis eina hagsmuni og eitt pólitískt markmið og það er að tryggja velferð, menntun og öryggi alls vinnandi fólks og þeirra félaga okkar sem misst hafa vinnu, örkuml- ast eða hverfa af vinnumarkaði sök- um aldurs. Að því leyti erum við stjórnmálaafl en við erum ekki og eigum ekki að vera stjórnmálaflokk- ur,“ sagði hann. Hirtu lungann af ávinningnum Gylfi fjallaði einnig um rót reiðinn- ar meðal launafólks og sagði að þrátt fyrir að verkalýðshreyfingunni hefði með samstöðu tekist að hækka lægstu laun langt umfram almenna launaþróun hefði það ekki leitt til þeirra bættu lífskjara þessara hópa sem að var stefnt. Stjórnvöld hefðu með aðgerðum sínum og aðgerða- leysi á undanförnum árum hirt lung- ann af þeim ávinningi sem kjara- samningar hefðu tryggt þeim tekjulægstu, s.s. með skerðingu skattleysismarka, lækkun barnabóta og lækkun vaxta- og húsnæðisbóta og vanrækt hlutverk sitt á húsnæð- ismarkaði. Til viðbótar kæmi síðan „skefja- laus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frek- ar“. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hefði ríkisstjórnin síðan látið ólöglegar niðurstöður kjararáðs standa og heykst á að taka til baka ofurhækkanir stjórnmálamanna og æðstu embættismanna, að sögn hans. „Tillaga ASÍ var samstaða allra um nýjan þjóðarsáttmála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveitar- félaga af hagvexti yrði varið til efl- ingar velferðar- og félagsmála. Því miður var ríkisstjórnin, undir forsæti Vinstri-grænna, ekki tilbúin til þessa verks og því var miðstjórn ASÍ nauð- ugur einn sá kostur að hafna þátt- töku í þjóðhagsráði sem átti að vera samráðsvettvangur aðila til þess að tryggja hér efnahagslegan og fé- lagslegan stöðugleika.“ Sagði Gylfi að mesti árangurinn og stærstu sigrarnir hefðu ekki einung- is unnist með verkföllum heldur með átakalausum kjarasamningum, sem lokið væri á breiðum grundvelli í kjölfar lýðræðislegs og einlægs sam- ráðs og samstarfs við undirbúning og gerð kjarasamninga. Breyttar baráttuaðferðir Gylfi vék einnig að kjarabarátt- unni sem framundan er og sagði reynsluna hafa kennt „að sígandi lukka og aukinn kaupmáttur lægstu launa á grundvelli kjarasamninga sem gerðir eru í samhengi við stöðu atvinnuveganna á hverjum tíma hafa fært okkur mestan árangur“. Gylfi sagði að margt benti nú til þess að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ yrðu með nokkuð öðrum hætti en verið hefði um lagt skeið. „Það er ekki mitt að dæma um hvort það muni verða félagsmönnum Alþýðusambandsins og fjölskyldum þeirra til heilla í framtíðinni, nú þegar ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem forseti ASÍ, en svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: „Nú skiljast leið- ir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðunum.““ Efstu laun algerlega úr takti Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ávarpaði þingið og kom fram í máli hans að hann ætti erfitt með að skilja hvernig á því stæði að árslaun sumra einstak- linga væru hærri en verkamaður gæti látið sig dreyma um á heilli starfsævi. „Ég er á því að innan al- menna og opinbera geirans séu efstu laun víða algerlega úr takt við það sem almennt gerist í samfélaginu,“ sagði hann. Ekki væri nóg að opin- beri vinnumarkaðurinn tæki á sínum málum, það yrði hinn almenni líka að gera. Þar hefðu hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann. „Í því efni gengur ekki að bæði Samtök at- vinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum,“ sagði hann. Félagsmálaráðherra sagði tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. „Annars vegar að þeir sem ráða ríkjum bæði á almennum og opinberum markaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leið- in er að beita skattkerfinu. Best væri að þessar leiðir færu að einhverju leyti saman. Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla mér að beita mér fyrir því að samstaða náist um að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera, forystumenn lífeyris- sjóða og forystumenn stærstu fyrir- tækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og ég segi það enn: þessari vitleysu í efsta lag- inu verður að linna. Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu laun sam- félagsins, eins og ég lýsti hér að framan, þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur ís- lensks samfélags,“ sagði hann. Samstaða skilar árangri  Eigum ekki að vera stjórnmálaflokkur, sagði fráfarandi forseti ASÍ  Félags- málaráðherra styður hátekjuskatt ef ekki tekst að koma böndum á efstu laun Morgunblaðið/Árni Sæberg ASÍ-þing Félagsmálaráðherra ávarpaði þingið og sagðist ætla að beita sér fyrir því að samstaða næðist um að taka á efstu launum samfélagsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræðustól Gylfi Arnbjörnsson, frá- farandi forseti, hvatti til samstöðu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu stéttar- félagi og prófess- or við Háskóla Ís- lands, fjallaði um ójöfnuð, skatta og afkomu launa- fólks á þingi ASÍ í gær. Hann fjallaði m.a. um fram- komnar kröfur um tvöföldun per- sónuafsláttarins, sem gerði að verk- um að 300 þús. kr. lágmarkslaun yrðu skattfrjáls, og að frádrátturinn fjar- aði síðan út og hyrfi við u.þ.b. einnar milljónar kr. mánaðartekjur. Þetta myndi þýða að skattbyrði manns með 650 þús. kr á mánuði yrði óbreytt. Þeir sem eru neðar í tekjustiganum fengju skattalækkun en þeir sem ofar eru tækju á sig skattahækkun. Þessi aðgerð gæti kostað 30-40 milljarða, sem væri þó háð útfærslu á því hversu hratt persónuafslátturinn lækkaði og hvar hann fjaraði út. Stef- án sagði stjórnvöld nú þegar hafa eyrnamerkt 14 milljarða í skatta- lækkanir og því vantaði um 20 millj- arða til að fjármagna þessa aðgerð. Hún myndi tryggja skattfrelsi á lág- markslaun og skattalækkun fyrir stóra hópa og þetta mætti gera með því að færa skattlagningu hæstu tekna og fjármagnstekna á Íslandi til samræmis við það sem í gildi er ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Gæti kost- að 30 til 40 milljarða  Skattfrelsi og lækk- un upp að 650 þús. kr. Stefán Ólafsson Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, ný- kjörin formaður BSRB, hvatti til áframhaldandi samstöðu BSRB og ASÍ í ávarpi á ASÍ-þinginu í gær. Það hafi skilað marg- víslegum árangri í baráttunni fyrir bættum kjörum. Sagðist hún vona að samstarfið efldist og styrktist enn frekar þegar ný forysta tæki við á þingi ASÍ. ,,Við verðum að vanda okkur þegar kemur að risavöxnum verkefnum sem bíða okkar. Umræð- an er auðvitað til alls fyrst, en henni þurfa að fylgja aðgerðir. Til þess að þær aðgerðir verði markvissar verð- um við að ná lendingu í umræðunni sem allir geta sætt sig við. Þannig náum við samstöðu.“ Verðum að vanda okkur Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.