Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Útlit er fyrir að starfsemi Hins hússins, sem verið hefur í mið- bænum í yfir 20 ár, flytjist í annað hverfi borgarinnar. Starfsemin hef- ur verið í húsinu við Pósthússtræti 3-5, það var aug- lýst til leigu um helgina og á fundi borgarráðs í dag verða húsnæðis- mál starfsem- innar tekin fyrir. Markús H. Guð- mundsson, for- stöðumaður Hins hússins, segir að eigandi hússins sem er fasteigna- félagið Reitir hafi ekki viljað leigja Hinu húsinu það áfram til langs tíma. Ólíklegt sé að hentugt húsnæði fáist í miðbænum vegna hás leigu- verðs þar. Apótek og Eimskipahúsið í boði Hitt húsið er rekið af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, ÍTR. Þar starfa um 65 manns, þetta er eina ungmennahús borgarinnar og starfsemi þess er ætluð aldurs- hópnum 16-25 ára. Húsið er m.a. vettvangur fyrir hugmyndir og menningu ungs fólks og þar er einn- ig veitt margvísleg ráðgjöf og að- stoð. Þá er þar miðstöð fyrir ungt fólk í leit að sumarstarfi. Hitt húsið var opnað árið 1991, það var fyrst í húsnæði skemmti- staðarins Þórskaffis í Brautarholti og var þá aðallega dansstaður fyrir ungt fólk, en fljótlega komu fram óskir um að starfsemin væri fjöl- breyttari. Síðan flutti það í Geysis- húsið fyrir rúmum 20 árum og hefur frá árinu 2002 verið í gamla pósthús- inu við Pósthússtræti sem nokkrir aðilar hafa átt síðan þá. Markús segir að þegar síðustu flutningar stóðu fyrir dyrum hafi starfseminni m.a. staðið til boða að vera í Apótekshúsinu, Nasa, Eim- skipafélagshúsinu og Landsímahús- inu. Mikið framboð hafi verið af hús- næði í miðbænum á þessum tíma en nú séu breyttir tímar. „Við hefðum viljað að borgin hefði keypt húsið á sínum tíma, en það hefur verið stefna borgarinnar að kaupa ekki húsnæði fyrir starfsemi sem þessa,“ segir Markús. Hitt húsið hefur fengið framleng- ingu á leigusamningi sínum við Reiti fram á mitt næsta ár. Markús segir að vel komi til greina að starfsemin flytjist úr miðbænum, hún sé þess eðlis að hún geti verið annars staðar í borginni en vandasamt gæti reynst að finna húsnæði sem hentar. Þá þurfa aðgengi og aðkoma að vera góð, en í Hinu húsinu er frístunda- starf fatlaðra ungmenna á fram- haldsskólaaldri. Hluti starfsem- innar, eins og t.d. Unglist, Músík- tilraunir og Götuleikhúsið, fer svo fram víða um borgina. Áskorun en jafnframt tækifæri Að sögn Markúsar hefði þurft að gera nokkrar endurbætur á hús- næðinu ef til stæði að Hitt húsið yrði þar áfram. Hann segir brunavarnir í því vera frá því um 1970, lyfta húss- ins sé 30 ára gömul vörulyfta og þá hafi borið á bæði rakaskemmdum og myglu þannig að loka hafi þurft rýmum. „Ef við yrðum hér áfram, þá þyrfti að kippa þessum hlutum í lag þannig að það mætti safna hér saman ungmennum borgarinnar. En það er engin sérstök stefna hjá borginni að þessi starfsemi verði miðsvæðis og kannski er bara kom- inn tími til að við förum úr mið- bænum, úr þessu fallega og róm- antíska húsi, og stokkum aðeins upp. Það verður áskorun, en ég sé heilmörg tækifæri í því.“ Hitt húsið fer úr miðbænum eftir yfir 20 ár  Ólíklegt að annað húsnæði fáist í miðbænum vegna hás leiguverðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Pósthússtræti 3-5 Þar hefur Hitt húsið verið með starfsemi sína frá árinu 1992. Nú hefur húsið verið auglýst til leigu og því fer starfsemin annað. Markús H. Guðmundsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bygging nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja er að hefj- ast. Mun aðstaða slökkviliðsins til að þjóna íbúum og fyrirtækjum gjör- breytast, að sögn slökkviliðsstjór- ans, og einnig aðbúnaður starfsfólks og aðstaða til að geyma bíla og önnur tæki liðsins. Slökkvistöð Brunavarna Suður- nesja var upphaflega byggð í útjaðri íbúðarbyggðarinnar í Keflavík, fyrir meira en hálfri öld. Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið góð staðsetning á þeim tíma en það hafi breyst. Aðstaðan sé orðin þröng og umferð mikil í kringum stöðina. Þá hafi húsið ekki verið byggt með þarfir atvinnuslökkviliðs í huga. Góður staður fyrir slökkvilið Nú er slökkviliðið með 20 atvinnu- menn í fullu starfi auk slökkviliðs- manna í hlutastarfi, með vakt allan sólarhringinn. Stöðin uppfyllir að hans sögn ekki þær kröfur sem gerð- ar eru til starfseminnar auk þess sem hún er of lítil fyrir mannskapinn og tækin. Nýja slökkvistöðin verður í nýju atvinnuhverfi í Keflavík, við götuna Flugvelli, austan Reykjanesbrautar. „Þetta er eins góð staðsetning og hugsast getur. Stutt er í stofnæðar umferðar og við liggjum vel við öllu þjónustusvæðinu,“ segir Jón. Slökkviliðið þjónar öllum Suður- nesjum utan Grindavíkur, þar á með- al Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði og Vogum, auk flugstöðvarinnar og annarra bygginga á Keflavíkurflug- velli. Slökkviliðið annast sjúkraflutn- inga á sama svæði. Útköllum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa á svæðinu, fjölgunar íbúa og ekki síst fjölgunar ferðafólks. Nú eru um 3.000 sjúkraflutningar á ári og um 200 útköll slökkviliðs. Afhent eftir eitt ár Nýja húsið verður 2.250 fermetrar að gólfleti. Auk slökkvistöðvar verð- ur þar aðgerðastjórnstöð fyrir al- mannavarnir. Samið var við Ístak um byggingu hússins að afloknu útboði á vegum Ríkiskaupa. Samningsupphæð er tæpar 730 milljónir króna. Verktak- inn mun skila húsinu fullfrágengnu að utan og innan ásamt lóð. Reiknað er með að slökkviliðið flytji inn eftir tæpt ár. Ljósmynd/Hilmar Bragi Keflavík Gamla slökkvistöðin í Keflavík er of lítil og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga. Aðstaða slökkviliðsins mun gjörbreytast  Ný slökkvistöð byggð fyrir Brunavarnir Suðurnesja Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum ÚRVAL INNRÉTTINGAVIð höNNum oG TeIkNum STuRTuTÆkI SpeGLAR oG LjóS styrkur - ending - gæði BAðheRBeRGISINNRÉTTINGAR hÁGÆðA DANSkAR opIð: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Við gerum þér hagstætt tilboð, bæði í innréttingu, spegla, vaska og blöndunartæki BLöNDuNARTÆkI Til sölu rótgróin hársnyrtistofa í góðum rekstri í norðausturhluta höfuðborgarsvæðisins. Frekari upplýsingar á tilsoluharsnyrtistofa@gmail.com Til sölu hársnyrtistofa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.