Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
www.skoda.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem
þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú
hvort tveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
5.590.000 kr. 4.590.000 kr.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Unnið er að því að ljúka vinnu við
fornleifarannsókn sem staðið hefur
yfir á Bessastöðum. Svæðinu verður
svo lokað fyrir veturinn, að sögn
Ragnheiðar Traustadóttur fornleifa-
fræðings sem stjórnar rannsókninni.
Hún sagði að framhald verkefnisins
væri í höndum Minjastofnunar.
„Það er eftir að rannsaka þarna
eitthvað meira. En það er komið
haust og rysjótt veður. Það er erfitt
að vinna við þetta þegar rignir ann-
an hvern dag og svo er mjög vinda-
samt þarna. Ég býst við að við frest-
um framhaldinu fram á vor,“ sagði
Ragnheiður. „Það verður settur
jarðvegsdúkur þarna yfir og jarð-
vegur. Svo er hægt að taka það upp
og byrja aftur þegar fer að vora.“
Grill forfeðranna
Á svæðinu sem nú er verið að
ljúka vinnu á fundust tvær soðholur
sem sennilega eru frá 10. öld. Segja
má að soðholur
hafi verið gamal-
dags grill. Soð-
holur eru ekki al-
gengar hér en
sama gerð af soð-
holum og fundust
á Bessastöðum
hefur einnig
fundist á Hofs-
stöðum í Garða-
bæ og í selinu í
Urriðakoti. Þær virðast því hafa ver-
ið algengar á þessu svæði. Sennilega
hefur stærri soðholan á Bessastöð-
um verið utandyra. Hún er rúmlega
einn metri á breidd. Í henni hefur
því verið hægt að elda fyrir marga.
Það gæti bent til þess að þarna hafi
farið fram blót til forna.
Soðholur eru fóðraðar með stein-
um. Þær hafa verið hitaðar upp með
eldi og síðan sett í þær t.d. kjöt og
lokað yfir með torfi þannig að mat-
urinn moðsauð á löngum tíma.
Ragnheiður segir að skiptar skoð-
anir séu um hvers konar eldstæði
þetta séu. „Ég hef haldið því fram að
soðholur af þessari gerð séu mjög
fornar og að menn hafi hætt að gera
þær á 10. öld,“ sagði Ragnheiður.
„Það eru mjög gamlar minjar þarna
á Langavelli þar sem bærinn Lamb-
hús á Álftanesi stóð.“
Miklar minjar á svæðinu
Fornleifafræðingar voru fengnir
nú í haust til að kanna svæðið þar
sem á að breikka veginn heim að
Bessastöðum, stækka bílastæði og
leggja göngustíga.
Fundist hafa minjar sem taldar
eru vera frá landnámsöld en einnig
frá 12. og 13. öld og síðar. Meðal
annars fannst grunnur timburhúss
sem þykir ekki ólíklegt að sé hinn
sögufrægi stjörnuturn á Lamb-
húsum og er frá því í lok 18. aldar.
Heimildir eru til um búsetu á Lamb-
húsum frá því á 16. öld. Miklar forn-
leifarannsóknir hafa verið gerðar á
Bessastöðum í áranna rás en þar
hófst búseta líklega þegar eftir land-
nám.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bessastaðir Fornleifafræðingarnir Ármann Dan Árnason og Hermann Jakob Hjartarson við rannsóknarstörf.
Soðholur frá 10. öld
fundust á Bessastöðum
Rannsóknarsvæðinu verður brátt lokað fyrir veturinn
Ragnheiður
Traustadóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útsýnispallur sem slútir fram yfir
brún Bolafjalls er á verkefnaskrá
bæjarstjórnar Bolungarvíkur. „Það
verður alveg einstök upplifun að
fara þangað út og horfa yfir Ísa-
fjarðardjúp,“ segir Jón Páll Hreins-
son, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Bolafjall er 638 metra hátt fjall
beint upp af Bolungarvík. Þar er rat-
sjárstöð sem Landhelgisgæslan rek-
ur. Þegar stöðin var byggð var lagð-
ur þangað ágætur vegur, nokkuð
brattur, sem aðeins er opinn yfir há-
sumarið. „Fjallið hefur mikinn sess í
hugum Bolvíkinga,“ segir Jón Páll.
Ferðamannastraumur þangað
hefur aukist mikið á síðustu árum.
Segir Jón Páll að bærinn hafi hingað
til einbeitt kröftum sínum að örygg-
ismálum á fjallinu og gerð göngu-
stíga. Það hafi verið gert með
fræðsluskiltum og merkingum.
„Aðgengi að fjallinu er gott yfir
sumartímann og við teljum klárlega
eftirspurn eftir meiri áfangastað
þar. Það er ekki síst vegna þess
mikla útsýnis sem er af fjallinu, bæði
yfir Ísafjarðardjúp og Bolungarvík,“
segir hann.
Margir sýndu áhuga
Bolungarvíkurkaupstaður sótti
um styrk úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða til undirbúnings
framkvæmda og fékk. Ákveðið var
að efna til samkeppni í samvinnu við
Verkís og Félag íslenskra landslags-
arkitekta. Svæðið var teiknað upp,
teknar ljósmyndir og gert þrívíddar-
líkan og auglýst eftir hugmyndum.
„Við fengum afar góð viðbrögð.
Flestar áhugaverðustu verkfræði-
og arkitektastofur landsins sóttust
eftir þátttöku. Við höfum bara tæki-
færi til að leyfa þremur að keppa og
þess vegna drógum við úr þeim
fimmtán umsóknum sem bárust og
uppfylltu öll skilyrði,“ segir bæjar-
stjórinn.
Upp úr hattinum komu verkefni
Eflu og Landarks, Landmótunar,
Argos og Sei og Studio Arnhildar
Pálmadóttur & KBS. Markmiðið er
að fá fram hugmyndir að hönnun og
efnisnotkun útsýnispalls sem verður
einstakur í sinni röð hvað varðar
fagurfræði og staðsetningu. Hann
skal falla vel að umhverfinu.
Framkvæmt á næsta ári
Skila á tillögum í desember og
niðurstaða samkeppninnar verður
kynnt í janúar. Þá hefst einnig vinna
við breytingar á skipulagi. Áætlað er
að uppbyggingin muni kosta 50-70
milljónir kr. og hefur Bolungar-
víkurkaupstaður sótt um framlag úr
Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða til að hefja framkvæmdir á
næsta ári.
Jón Páll segir að í framhaldinu
verði lagt net göngustíga um há-
sléttuna á fjallinu og um bjargið.
Útsýnispallur slúti
fram yfir brúnina
Bætt aðstaða fyrir fólk á Bolafjalli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veðurfyrirbæri Stórfenglegt útsýni er af Bolafjalli, ekki síst ef veðrið sýnir
sínar bestu hliðar, eins og var þegar ljósmyndarinn var þar á ferð.