Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 26

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á lóðinni Geirsgata 11, á besta stað á Miðbakka við Gömlu höfnina Reykja- vík, stendur gömul vöruskemma, að mestu ónotuð. Lóðarhafar hafa á und- anförnum árum kynnt hugmyndir um niðurrif hússins og uppbyggingu á lóð- inni en ekki haft erindi sem erfiði. Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóa- hafna var samþykkt, að tillögu skipu- lagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Mið- bakka þar til framkvæmdum við Aust- urhöfn lýkur og ljóst með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð verði. Á því svæði sé nú mikið álag vegna bygging- arframkvæmda. Þá megi einnig vænta þess að framkvæmdir hefjist norðan Mýrargötu í Vesturbugt, sem einnig kunna að hafa áhrif á umhverfi og starfsemi í Gömlu höfninni. Í minnisblaði Halldóru Hrólfsdótt- ur skipulagsfulltrúa kemur fram að lóðarhafinn, sem er Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, kennd- ur við Brim, nú forstjóri HB Granda, hafi fengið PKdM arkitekta til að vinna hugmyndir að uppbyggingu lóð- arinnar. Byggingar verða 1-6 hæðir Nýr Miðbakki muni taka mið af sögulegu samhengi við gamla hafnar- svæðið, gömul pakkhús, vöruhús og fiskvinnslu. Einnig við samhengi nýrr- ar byggðar framúrstefnulegrar bygg- ingarlistar og verði því órjúfanleg heild miðborgarinnar. Gert er ráð fyr- ir 1-6 hæða byggingum á lóðinni Geirsgötu 11. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir mjög miklu byggingar- magni á lóðinni eða allt að 14.500 fer- metrum ofanjarðar (nýtingarhlutfall 3,0) og 4.805 fermetrum neðanjarðar. Lóðin Geirsgata 11 er alls 4.805 fer- metrar og byggingarmagn í dag 2.573 fermetrar (nýtingarhlutfall 0,5). Miðbakkinn getur tekið á móti um 170 metra löngum skipum og er í raun meginviðlegubakki Gömlu hafnarinn- ar fyrir stærri skip. „Því verður að gæta þess vel að ekki verði gengið of mikið á baksvæði bakkans ef hann á að þjóna áfram hlutverki sínu. Með miklu byggingarmagni og þeirri um- ferð sem það hefur í för með sér myndu afnot bakkans skerðast. Þá myndu 5 og 6 hæða byggingar svo framarlega á hafnarbakkanum skyggja mikið á útsýni yfir höfnina,“ segir m.a. í minnisblaði skipulagsfull- trúa. Eins og komi fram í „Gátlista vegna hækkaðrar sjávarstöðu“ sé ekki ráðlegt að vera með kjallara svo ná- lægt sjónum og því þyrfti að finna aðr- ar lausnir á bílastæðamálum en bíla- kjallara. Í maí á þessu ári tók umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur neikvætt í tillögu Geirsgötu 11 ehf. um upp- byggingu á Miðbakka. Samkvæmt þeirri tillögu var byggingamagn 27.760 fermetrar og var það talið of mikið. Árið 2014 kom lóðarhafinn fram með hugmynd um að gera húsið upp, byggja við það og opna þar fisk- vinnslu, sýningarsal, fiskmarkað og veitingahús. Ekkert varð af þeim áformum. Húsið við Geirsgötu 11 var byggt árið 1982 úr forsteypt einingum og er varðveislugildi þess ekki talið mikið. Þar voru fyrst vörugeymslur Ríkis- skipa, en síðar var þar fiskvinnsla Jóns Ásbjörnssonar hf. og Fisk- kaupa hf. sem seldu Brimi hf. húsið. Tölvuteikning/PKdM arkitektar Tillagan Gerir ráð fyrir allt að 20 þús. fm. byggingum. Uppbyggingu lóðar á Miðbakka hafnað  Beðið verður þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtiferðaskip Ocean Diamond, eitt þeirra leiðangursskipa sem leggj- ast að Miðbakka þar sem farþegaskipti fara fram. Það siglir allt sumarið. Geirsgata 11 Var byggt 1982 og er nú að mestu ónotað.Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það hefur ekki þótt heppilegt að álagning og innheimta í ólíkum myndum sé á sömu hendi. Í frum- varpsdrögunum virðist því kveða við alveg nýjan tón. Þetta segir m.a. í umsögn Sýslumannafélags Íslands um frum- varp sem felur í sér að innheimta op- inberra gjalda í Reykjavík færist frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra frá og með næstu áramótum. Undir um- sögnina ritar Ásdís Ármannsdóttir formaður félagsins. Frumvarpsdrögin voru til um- sagnar á samradsgatt.is og bárust þrjár umsagnir. Umsagnarfresti er lokið. Sýslumenn láta efni frumvarps- draganna til sín taka þar eð þeir eru innheimtumenn ríkisins í héraði. Þeir segja að þótt ekki séu lagð- ar til breytingar nú á fyrirkomulagi innheimtu opinberra gjalda, sem sýslumenn annist, hafi með frum- varpinu verið lögð drög að breyttri skipan ríkisinnheimtu. Alger óvissa ríki því um frekari breytingar og forsendur slíkrar tillögurgerðar í „næstu áföngum“ sem nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda kann að boða. Þykir Sýslu- mannafélaginu miður að þessi nefnd hafi ekki haft samráð við inn- heimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. Sýslumenn segja að í skipulags- breytingum, sem átt hafi sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hafi þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu með tilliti til vanhæfissjón- armiða og óheppilegrar samtvinn- unnar. Hér kveði því við alveg nýjan tón. „Sýslumannafélag Íslands legg- ur áherslu á að rafrænar lausnir, gagnvirkni og samnýting upplýs- ingakerfa núverandi álagningar- og innheimtuaðila verði þróaðar, í stað þess að sett verði á fót hið tvöfalda kerfi innheimtu opinberra gjalda á landsvísu sem frumvarpsdrögin virðast miða að,“ segir m.a. í um- sögninni. KPMG ehf, skilaði umsögn og lýsti undrun á að Ríkisskattstjóra sé aðeins ætlað að taka yfir innheimtu- hlutverki Tollstjóra en ekki sýslu- manna. Sýslumenn ósáttir við flutn- ing innheimtu  RSK tekur við hlutverki Tollstjóra Morgunblaðið/Ófeigur Tollstjóri Innheimtan mun færast til Ríkisskattstjóra um áramótin. Mikil aukning hefur orðið í fjölda farþegaskipa við Gömlu höfnina á undanförnum árum. Leiðangursskip eru farin að auka komur sínar og skipta þau um farþega við Miðbakka. Þetta eru skip sem sigla hringinn í kringum landið allt sumarið, með fjölda viðkomustaða. Að Miðbakka komast aðeins skip sem eru 170 metrar að lengd og minni. Þessi skip taka yfirleitt ekki fleiri en 500 far- þega og miðast afköst bakkans við þann fjölda. „Gera þarf ráð fyrir að far- þegar þurfi að komast í rútur og/eða önnur farartæki fyrir farþegaflutninga,“ segir í um- sögn skipulagsfulltrúans. Af þeim sökum er ekki talið ráðlegt að þrengja að hafnar- starfseminni með byggingum meira en orðið er. Miðbakkinn mikilvægur SKEMMTIFERÐASKIP Seltjarnarnesbær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. hafa undirritað samning um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur öryggis- myndavélakerfis á Seltjarnarnesi. Öryggismyndavélakerfinu er eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer notkun þess og aðgangur að gögnum úr kerfinu sam- kvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu bæjarins. Um nokkurra ára skeið hafa verið öryggismynda- vélar á tveimur stöðum, við bæjarmörk Seltjarn- arness og Reykjavíkur. Þeim vélum verður nú skipt út og settar upp nýjar og mun tæknilegri myndavélar. Að auki verða settar upp öryggismyndavélar við skólabyggingar og ýmis opin svæði á Seltjarnarnesi en staðsetningarnar verða ákveðnar af lögreglu í samráði við Seltjarnarnesbæ og Neyðarlínuna. Fram- kvæmdinni verður hraðað eins og hægt er. sisi@mbl.is Öryggismyndavélum fjölgað á NesinuTil sölu Iðnfyrirtæki Til sölu er vel rekið skuldlaust iðnfyrirtæki, sem hefur sterka markaðsstöðu á sínu sviði og góðan orðstý. Velta 150m. EBITDA 28m. Nánari upplýsingar eru veittar á trúnaðarfundi hjá Firma Consulting. Sími 896 6665

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.