Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 28
Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen Karlsson
Heimsókn Mogul vakti mikla athygli í Faxaflóa í sumar. Á myndinni sést haus sléttbaksins, blástursopin tvö hægra megin og grá-gulleit hrúðrin sem eru búsvæði krabbadýra, ofan á hausnum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sléttbakur er talinn í bráðri útrým-
ingarhættu og er eina hvalateg-
undin sem á eða hefur átt heim-
kynni við Ísland, sem þannig er
flokkuð. Alls eru sléttbakar í heim-
inum aðeins tald-
ir vera um 450
talsins og eru
heimkynni þeirra
að mestu við
austurströnd
Norður-Ameríku.
Við flokkun á ný-
útkomnum vá-
lista spendýra
fyrir Ísland var
sléttbakurinn
upphaflega talinn
til flækinga við Ísland.
Þessi flokkun hefur nú verið end-
urskoðuð með það í huga að fyrr á
öldum voru helstu heimkynni í
kringum Ísland og dýrið hefur
einnig gengið undir heitinu Íslands-
sléttbakur var ákveðið að festa lög-
heimili hans og telja sléttbakinn
með dýrum við Ísland.
Nú orðið sést sléttbakur ekki oft
við landið, en einn slíkur dvaldi í
nokkra daga í Faxaflóa í sumar og
hafði sléttbakur þá ekki sést hér
við land í fimm ár. Ferðamenn í
hvalaskoðun fengu að fylgjast með
ferðum og blæstri dýrsins í nokkr-
um ferðum í júlí í sumar og það var
myndað í bak og fyrir. Gísli Vík-
ingsson, hvalasérfræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, gerði nokkr-
ar tilraunir til að sjá sléttbakinn í
Faxaflóa, en án árangurs. Hann
hafði síðan samstarf við hvalaskoð-
unarfyrirtækið Eldingu um að
senda myndir af dýrinu til Banda-
ríkjanna þar sem margir hafa mikl-
ar áhyggjur af framtíð stofnsins og
náið er fylgst með hverju einasta
dýri. Viðbrögðin létu ekki á sér
standa.
Mogul sonur Slalom
„Í Ameríku er hvert dýr vel
þekkt og nákvæmlega fylgst með
ferðum þeirra,“ segir Gísli. „Við
fengum strax upplýsingar um að
hvalurinn væri tíu ára gamall, karl-
kyns, og héti Mogul, mamma hans
héti Slalom og hvað hann ætti af
systkinum.
Á og við hausinn er sléttbakur
með heilu búsvæðin af smáum
krabbadýrum af marflóaætt sem
lifa góðu lífi í húðþykkildum eða
hrúðrum. Munstur þessara sér-
stöku búsvæða eru breytileg eftir
dýrum og þannig er hægt að þekkja
hvalina í sundur.
Það er misgott að þekkja ein-
staklinga þessara stóru hvalateg-
unda, en hnúfubakurinn er auðveld-
astur með rákir og litbrigði á
sporðinum, sem hann veifar reglu-
lega. Áður töldu menn að hrefn-
urnar væru allar eins, en ef grannt
er skoðað á myndum, sem stöðugt
verða nákvæmari, er oft hægt að sjá
einhver sérkenni. Menn eru því stöð-
ugt að færa sig upp á skaftið í þess-
um fræðum.
Sléttbakurinn á í vök að verjast
við austurströnd Norður-Ameríku
og í fyrra er vitað að 17 dýr drápust
fyrir utan þau sem ekkert fréttist af.
Ýmist lentu sléttbakarnir í krabba-
gildrum við Kanada eða urðu fyrir
skipum, oft nálægt Boston. Á sama
tíma er ekki vitað til þess að kálfur
hafi fæðst. Menn eru því mjög á
varðbergi vestan hafs og mikið í mun
að þessar leifar af stofninum, sem þó
er enn til staðar, deyi ekki út.“ Mið-
að við aðra hvali er sléttbakur hæg-
syndur og er það meðal annars talin
ástæða þess hversu veiðimenn gátu
gengið nærri stofninum fyrr á öld-
um, m.a. Baskar, Hollendingar og
Frakkar. Það var löngu áður en aðr-
ir stofnar voru veiddir niður í kring-
um aldamótin 1900. Sléttbakur hef-
ur verið afar sjaldgæfur í Norður--
Atlantshafi í meira en eina öld.
Hæg fjölgun steypireyða
Ein tegund hvala, steypireyður,
stærsta spendýr jarðar, flokkast „í
nokkurri hættu“,. Í stofninum hefur
verið hæg fjölgun og er talið að hann
telji nú 1-2 þúsund dýr og er stofn-
inn enn mun minni en var fyrir of-
veiðar í kringum aldamótin 1900.
Gisli segir að steypireyðarstofninn
hafi sennilega aldrei verið mjög stór
en þó mun stærri en nú er og er enn
sennilega brot af því sem hann var
fyrir tíma hvalveiðanna.
Aðra sögu er að segja af langreyði
sem flokkast sem „ekki í hættu“
(LC) á íslenska válistanum og senni-
lega hefur stofninn í Norður-
Atlantshafi aldrei verið stærri en
um þessar mundir. Langreyði hefur
fjölgað jafnt og þétt frá því að taln-
ingar hófust árið 1987 og eru nú tal-
in vera um 40 þúsund dýr í stofn-
inum.
Langreyðar aldrei fleiri
Langreyðarstofninn hér við land
(Mið-Norður-Atlantshafsstofn) hef-
ur líklega náð sér að fullu eftir of-
veiðarnar 1883-1915 sem eru taldar
hafa höggvið stórt skarð í stofninn.
Flokkun langreyðar sem „í hættu“
(EN) á alheimslista IUCN sam-
kvæmt mati frá 2008 helgast ein-
göngu af slæmu ástandi þeirrar
deilitegundar sem lifir á suðurhveli
jarðar, samkvæmt upplýsingum
Gísla Víkingssonar.
Hann segir að þó svo að hrefna
sjáist ekki í sama mæli á grunnsævi
við Ísland og fyrir rúmum áratug þá
sé talið að stofn hrefnu sé sterkur og
á honum hafi ekki orðið marktæk
breyting. Hún hafi hins vegar fært
sig um set og stofninn teygi sig nú
norður fyrir Jan Mayen og meðfram
Grænlandi.
Veiðar hafa verið stundaðar á
langreyði og hrefnu við Ísland á síð-
ustu árum en auk þess var sand-
reyður veidd fram til 1989. Allir eru
stofnar þessara tegunda í góðu
ástandi, að sögn Gísla.
Áhyggjur af framtíð sléttbaks
Tegundin í bráðri útrýmingarhættu Talið að aðeins séu um 450 sléttbakar eftir í heiminum
Hægt að þekkja einstaklingana Mogul heimsótti Ísland í júlí Steypireyður „í nokkurri hættu“
Af válista spendýra
» Sléttbakur - í bráðri útrým-
ingarhættu.
» Steypireyður - „í nokkurri
hættu.
» Ekki í hættu - langreyður,
sandreyður, hnúfubakur,
hrefna, háhyrningur, marsvín
(grindhvalur), hnýðingur, leift-
ur og hnísa.
» Flækingar og ekki flokkaðir -
níu tegundir hvala.
» Upplýsingar vantar og ekki
flokkaðir - búrhvalur og andar-
nefja.Gísli
Víkingsson
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Þegar síðustu geirfuglarnir voru drepnir í Eldey sumarið 1844 gætu yfir
200 ár hafa verið liðin frá því að síðasta sandlægjan drapst við Ísland.
Gísli Víkingsson segir að litlar upplýsingar hafi lengi verið til um tegund-
ina við Ísand og nánast eina heimildin verið lýsingar og teikningar í riti
Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658): Ein stutt undirrietting um Ís-
lands aðskilianlegar náttúrur. Síðar hafi fundist steingervingar og áþreif-
anlegar sannanir fyrir því að hún hafi verið hér í Norður-Atlantshafi fyrr á
öldum.
Gísli segir að í raun sé ekki vitað hvað varð sandlægjunni að aldurtila
hér við land, en líklegt sé að veiðar hafi komið þar við sögu. Á 17. öld hafi
hún verið orðin útdauð í N-Atlantshafi. Sandlægja sækir fæðu sína nærri
ströndum og lifir að mestu á botndýrum þannig að hún hefur verið veiði-
mönnum auðveld bráð. Tegundina er nú einungis að finna í Kyrrahafi og
eru þar tveir stofnar. Eftir miklar veiðar var tegundin friðuð 1946 en hef-
ur fjölgað mikið síðan, þótt Vestur-Kyrrahafsstofninn sé enn í hættu.
Sandlægja fyrir löngu útdauð
NÆRRI STRÖNDUM OG VEIÐIMÖNNUM AUÐVELD BRÁÐ
Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500
Teketill úr postulíni kr. 36.500
Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Roðtöskur
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
HNÚFUBAKAR SEM MERKTIR VORU MEÐ GERVIHNATTASENDI
Annar hvalurinn sendir merki
Annar hnúfubakanna sem merktur var með gervihnattasendi í Arnarfirði
27. september hefur ekki sent frá sér merki í vikutíma. Hann var þá í
mynni Arnarfjarðar og hafði ekki farið út fyrir fjörðinn þann tíma sem
merkið var virkt.
Hinn hélt fljótlega norður fyrir Horn og inn í Húnaflóa, en sneri um
helgina til baka. Hann hefur verið í Ísafjarðardjúipi síðustu daga og send-
ir reglulega frá sér merki um staðsetningu.