Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 30
Ljósmyndir/Skapti Hallgrímsson
Fulllveldishátíð Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur voru meðal listamanna sem komu fram.
Málþingið „Á kafi í fullveldi“ var haldið í Sundlaug Akur-
eyrar um síðustu helgi. Tilefnið var 100 ára afmæli full-
veldisins Íslands. Prýðileg aðsókn var að málþinginu,
sem stóð í þrjá tíma, og var frítt í sund á meðan.
Tíu fræðimenn frá Háskólanum á Akureyri fluttu
stutta framsögu um ýmsar hliðar fullveldisins í heitu
pottunum á sundlaugarsvæðinu og fengu síðan sund-
laugargesti til að tjá sig um málefnið. Gerður Kristný
flutti nokkur ljóða sinna Vandræðaskáldin Sesselía
Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B.
Bragason, leikskáld og rithöfundur, fluttu bálkinn Sull-
veldi. Um annan tónlistarflutning á svæðinu sáu Ivan
Mendes og systurnar Una og Eik. Listakonan Jónborg
Sigurðardóttir dreifði plastbrúsum með áríðandi skila-
boðum í einn heita pottinn og fjallaði um plastógnina. Í
karlaklefanum talaði Hjalti Ómar Ágústsson um ábyrgð
pungsins og í kvennaklefanum ræddi Sigga Dögg um
fullveldi píkunnar.
Háskólakennararnir sem lögðu sitt af mörkum voru
Anna Soffía Víkingsdóttir, Finnur Friðriksson, Börkur
Már Hersteinsson, Grétar Þór Eyþórsson, Arndís
Bergsdóttir, Guðmundur Ævar Oddsson, Nanna Ýr Arn-
ardóttir, Hjalti Ómar Ágústsson, Bigir Guðmundsson og
Brynhildur Bjarnadóttir. Kynnir á viðburðinum var
María Pálsdóttir leikkona.
Á kafi í fullveldinu
Blautt málþing í Sundlaug Akureyrar í tilefni 100 ára
fullveldisins Vandræðaskáldin fluttu bálkinn Sullveldi
Terta Starfsmenn og gestir sundlaugar gátu bragðað á
dýrindis fullveldistertu sem bökuð var í tilefni dagsins.
Byggjum betri heim er yfirskriftin
á nýrri verkefnabók fyrir ungt fólk
sem forsætisráðherra, Katrín Jak-
obsdóttir, fékk afhenta í vikunni frá
skátahöfðingja Íslands, Mörtu
Magnúsdóttur, og þremur ungum
skátum. Útgáfa þessa fræðsluefnis
er liður í því að efla skátastarfið á
Íslandi, segir í tilkynningu.
Verkefnabókin er byggð á
fræðsluefni sem danskir skátar létu
gera, en efnið byggist á Heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Í verkefnabókinni er lögð áhersla
á þrjú meginþemu; hugsa, þjóta og
skapa. Síðan er efninu skipt niður í
17 undirflokka. Ítarlegar leiðbein-
ingar fylgja með um það hvernig
nýta megi efnið sem best innan
skátahreyfingarinnar.
„Við þurfum að efla nýliðun í
skátahreyfinguna og þessi verk-
efnabók er frábært verkfæri til
þess að gefa ungum skátum tæki-
færi til þess byggja upp betri heim.
Verkefnabókin er mjög aðgengileg
og til þess fallin að beina skáta-
starfinu inn á uppbyggilega braut,
strax við inngöngu í skátahreyf-
inguna,“ segir Marta skátahöfðingi.
Fræðsluefni um
eflingu skátastarfs
Skátar Katrín Jakobsdóttir tók við bókinni úr hendi Mörtu Magnúsdóttur,
skátahöfðingja Íslands, og þriggja ungra skáta Þuríðar, Heiðbrár og Andra.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is
seimeiisland • seimei.is
Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lýst er í ályktun nýlegs aðalfundar
Íbúasamtaka miðborgar Reykjavík-
ur vonbrigðum með að skipulags-
yfirvöld og þar með talið borgarráð
taki ítrekað ekki til greina athuga-
semdir íbúa þegar gerðar séu skipu-
lagsbreytingar sem skert geti hags-
muni og lífsgæði.
Í greinargerð með ályktun aðal-
fundarins segir að nú ríki fram-
kvæmdagleði í miðborginni og verið
sé að reisa fjölda stórhýsa. Þessar
breytingar á nærumhverfi þeirra
séu þó illa kynntar og lítið tillit sé
tekið til athugasemda þeirra. Svo
virðist sem engar reglur gildi um
viðbrögð, aðrar en að athugasemdir
skuli virtar svars. Svörin séu hins
vegar of oft í skötulíki eins og túlk-
un skipulagsyfirvalda á því hvað
teljist til meiriháttar breytinga í
rekstri.
Gististöðum verði ekki fjölgað
Í ályktun íbúasamtakanna eru
breyting á deiliskipulagi sem varða
Barónsstíg 28 tekin sem dæmi um
afgreiðslu skipulagsyfirvalda. Þar
hafi staðið hús sem var byggt árið
1905 sem svo var fjarlægt og árið
2015 var gefið leyfi til að byggja
fjölbýlishús þar. Árið 2016 var svo
sótt um að breyta húsinu nýja í tíu
eininga gististað, en þeirri ósk var
hafnað af borginni. Sú krafa eig-
enda reis aftur árið 2017 enda voru
þeir byrjaðir að reka gististarfsemi í
húsinu ólöglega.
„Ekki er gott að sjá hversvegna
léð var máls á breytingunni en
skipulagsráð samþykkti hana þrátt
fyrir fjölda athugasemda,“ segir í
ályktuninni. Þar er undirstrikað
mikilvægi þess að ákvarðanir
stjórnvalds standi, sérstaklega ef
það varðar búsetu því íbúðakaup
séu stærsta fjárfestingin í lífi
flestra. Gera verði þá kröfu til
skipulagsyfirvalda í Reykjavík að
þau framfylgi þeirri stefnu að gisti-
stöðum og hótelum í miðborginni
verði ekki fjölgað. Einnig að að um-
sókn um gististarfsemi í umræddu
húsi verði synjað og að það verði
fjölbýlishús enn sem fyrr.
Margir veitingastaðir eru fyrir
Um Hallveigarstíg 1 segir að ný-
lega hafi verið samþykkt sú breyt-
ing á deiliskipulagi að útiveitinga-
staður verði norðan við húsið. Í
kring sé þétt íbúabyggð og þegar
nágrannarnir fengu veður af þessari
breytingartillögu fóru tuttugu
þeirra fram á að hún yrði grenndar-
kynnt vegna fyrirsjáanlegs ónæðis
og ágangs. Þeirri beiðni hafi hins
vegar ekki verið svarað. Þó hafi
ekki verið nein knýjandi nauðsyn á
því að opna veitingastað þarna,
enda séu þeir margir fyrir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Horft yfir Þingholt og
Tjörnina úr turni Hallgrímskirkju.
Samráð við mið-
borgarbúa í skipu-
lagsmálum sé virt
Miklar framkvæmdir ekki kynntar
íbúum Reglur um viðbrögð vantar