Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 arnir byrja, liðinu er stillt upp og það myndað og Snapchat, Insta- gram og Facebook birta svo ham- ingjuna. Að ógleymdum væmnu „Elska þig“ statusunum og því öllu,“ svarar hann óhikað. „Svo er það neikvæðnin, grimmdin í kommentum með per- sónuníði og leiðindum. Að fletta þessu sýgur í raun úr manni orkuna. En svo fann ég nokkrar síður þar sem mikið af gríni og skemmtilegri afþreyingu var að grípa mig, en áhuginn á pólitík og leiðinda kommentum var enginn. Þetta er greinilega víða notað sem klósett fyrir neikvæðar tilfinn- ingar, öllu sturtað niður og það látið dynja á „vinunum“,“ bætir hann við. Sveitastrákur Annars kveðst hann bara vera sveitastrákur úr Berufirðinum, elstur af fimm systkinum. „Ég er búinn að taka hringinn, lærði til smiðs á Höfn, tók sveins- próf þar 1994 eða 1995, fór til Reykjavíkur í meistaraskóla 1996, útskrifaðist meistari 1998, bjó syðra til ársins 2002, átti konu og barn með henni, sem er 19 ára í dag. Ég rak fyrirtækið Hörðuból ehf. þar með félaga mínum, frá 1999-2002, flutti svo til Akureyrar og bjó þar í ár og flutti þaðan til Egilsstaða með núverandi konu, sem ég er búinn að eignast þrjú börn með síðan. Í júní 2003 stofn- uðum við Og Syni ehf., sem var og er verktakafyrirtæki, og höfum rekið það síðan. Ég stofnaði svo Ertingu eignar- haldsfélag ehf. með félaga mínum 2005, sem á og rekur fasteignir á leigumarkaði, Ofurtólið ehf., áhaldaleigu, sem var stofnuð 2007; það félag varð svo Og Synir / Of- urtólið ehf. árið 2009. Aðalstarfs- semi okkar er á Nesbraut 2–6 á Reyðarfirði. Og það er meira en nóg að gera eins og staðan er fyrir þá 12 starfsmenn sem eru hjá okkur núna.“ Austfirski gleðigjafinn á Facebook  Var búinn að fá nóg af því sem netsamfélagið hafði upp á að bjóða  Ákvað að vinna fremur með það skemmtilega  Þorsteinn dælir frá sér bröndurum eins og enginn væri morgundagurinn Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fær menn til að brosa Þorsteinn Erlingsson hefur fengið margan Facebook-notandann til að brosa og gerir enn. VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Facebook hefur í gegnum tíðina verið brúkuð til ýmissa hluta, enda tilheyra víst rúmir tveir milljarðar Jarðarbúa þessu 14 ára gamla net- samfélagi. Sumir, og líklega all- flestir, nota aðganginn til að vera í nánari tengslum við fjölskyldu og vini en ella er hægt, sem oft búa víðs fjarri, aðrir baknaga í lok- uðum hópi náunga sinn og líkar það vel og enn aðrir gera svo eitt- hvað allt annað. Þorsteinn Erlingsson, bygging- armeistari á Reyðarfirði, er í þriðju grúppunni. Hann á um 1.000 Facebook-vini og ekki síst vegna þess sem hann lætur frá sér í hverri viku, en það eru óborgan- lega fyndnar gamansögur, lengri og styttri. Blaðamaður veit til þess að ónefndur kvenprestur, sem hafði fengið að líta sýnishorn af þessu fyrir nokkrum árum, en þekkti manninn ekki neitt, bað um að fá að gerast vinur hans bara til að fá að sjá oftar og meira. Reyndar slæðast með annað veifið nokkrir brandarar sem eiga það til að hleypa roða fram í kinn- ar sómakærra einstaklinga, en það er aukaatriði í stóru myndinni; hinir allir, þessir birtingarhæfu, létta nefnilega fólki daginn og gönguna um veginn svo um munar. Og ekki veitir af. Sýgur úr manni orkuna En hvernig byrjaði þetta allt og hver er þessi eldhressi náungi sem kallar fram öll þessi bros með hin- um vel þegnu orðsendingum sínum að austan? „Jú, kveikjan að þessu hjá mér var að ég var alveg kominn að því að æla yfir mig við að fletta Face- book. Það voru ekkert nema myndir af börnum að gera eitthvað sem börn hafa gert öldum saman og ekki hefur þótt merkilegt og er ekki merkilegt, eins og þegar skól- Ég stytti mér leið í gærkvöldi og gekk í gegnum kirkjugarð. Tvær unglingsstúlkur spurðu mig hvort þær mættu labba við hliðina á mér þar sem þær væru svo myrkfælnar og hálf hræddar. „Sjálfsagt,“ sagði ég og bætti við: „Ég var sjálfur myrkfælinn þegar ég var á lífi.“ Aníta Hinriksdóttir hefði verið stolt af þeim hraða sem þær náðu þegar þær hlupu í burtu. Hver er munurinn á manni sem kaupir lottómiða og manni sem er að rífast við konu sína? Jú, þessi sem keypti lottómiðann á smá möguleika á að vinna. Írsk saga: Læknirinn: „Ég á erfitt með að greina nákvæmlega hvað hrjáir þig, Murphy, en mig grunar að það gæti stafað af of mikilli drykkju.“ Murphy: „O, hafðu ekki áhyggjur, læknir. Ég kem bara seinna þegar þú ert edrú.“ Kæri Póstur! Mig vantar svar við vandamáli, en þannig er að kon- an mín vinnur oft lengur en hún þarf og kemur heim seint og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég skoða farsímann hennar og fær oft dularfull símtöl í heimasímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini. Einu sinni ætlaði ég að njósna og gá hver þessi óþekkti maður væri, svo rétt áður en hún kom heim, læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka frá hjólinu. Og nú spyr ég, kæri Póstur, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er að- eins búið að keyra um 20.000 km? SÝNISHORN AF BRÖNDURUNUM: Gildir til 15. nóvember VINAHÓPSAFSLÁTTUR af Kungs rúðusköfum 30% Lykil- og korthafar Olís og ÓB eru sjálfkrafa meðlimir í Vinahópnum og njóta afsláttarkjara þegar greitt er með lykli eða korti. Styrktarfélagið Göngum saman af- henti nýverið 10 milljónir króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjósta- krabbameini. Með þessari styrk- veitingu hefur Göngum saman út- hlutað alls rúmum 90 milljónum króna til styrkja á þessu sviði frá stofnun félagsins árið 2007. Þau sem fengu styrk voru Anna Karen Sigurðardóttir, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, Arsalan Amirfallah, dokt- orsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, Bylgja Hilmars- dóttir, náttúrufræðingur á meina- fræðideild Landspítalans, Hildur Knútsdóttir, nýdoktor við Johns Hopkins háskólann, Marta S. Alex- dóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Ís- lands, Ólöf Gerður Ísberg, dokt- orsnemi í lyfjavísindum við HÍ, og Snædís Ragnarsdóttir, meist- aranemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Upphæð styrkjanna var frá 1-2 milljónum króna. Styrkþegar Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, Anna Kar- en Sigurðardóttir, Ólöf Gerður Ísberg, Marta S. Alexdóttir, Hildur Knúts- dóttir, Kolka Jónasdóttir, f.h. móður sinnar, Bylgju Hilmarsdóttur, Arsalan Amirfallah og Anna Karen Sigurðardóttir við styrkveitinguna. 10 milljónir frá Göngum saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.