Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 37
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
ÚLPUDAGAR
FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS
20%
AFSLÁTTUR
AF ÚLPUM OG
REGNKÁPUM
Íslandspóstur býður til opins fundar
um breytingar í póstþjónustu og
leiðir til þess að tryggja framtíð
hennar á Íslandi.
DAGSKRÁ
Ávarp
Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Íslandspósts
Lagaumgjörð póstþjónustu
Andri Árnason, hrl.
Mat á alþjónustubyrði Íslandspósts
Sofia Nyström, Copenhagen Economics
Rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar á Íslandi
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts
Verkefni eftirlitsaðila á fallandi markaði
Cathrine Grimseid, Norwegian Communication Authority
Þróun póstþjónustunnar: Staða og möguleg viðbrögð
Henrik Ballebye, Copenhagen Economics
Vinsamlegast skráið ykkur hjá
irisa@postur.is eða í síma 580 1000
Fundurinn verður haldinn í Rímu,
fundarsal á 1. hæð í Hörpu,
þriðjudaginn 30. október,
kl. 14:00 - 16:30.
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Annað undirbúningsréttarhald fyrir
aðalmeðferð málsins gegn Thomasi
Møller Olsen fór fram í Landsrétti í
gær. Thomas Møller Olsen var sem
kunnugt er sakfelldur fyrir að hafa
myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar í
fyrra.
Í Landsrétti í gær kom fram að
Møller Olsen mun ekki þurfa að máta
úlpu við aðalmeðferð sem hefst í
Landsrétti á mánudag, en deilt er um
hvort hann hafi getað klæðst henni.
Er hún meðal sönnunargagna, en
blóð úr Birnu Brjánsdóttur fannst í
úlpunni. Thomas var dæmdur í 19 ára
fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa
myrt hana í janúar í fyrra. Mátaði
Thomas úlpuna hjá lögreglu og verða
myndir af því lagðar fyrir dóminn.
Við undirbúningsréttarhaldið var
deilt um framlagningu ýmissa gagna
og vitnaskýrslur við þinghaldið.
Björgvin Jónsson, verjandi Thom-
asar, hafði óskað eftir að leiða tvö
grænlensk vitni fyrir dóminn. Annar
var skipverji á Polar Nanoq og hafði
meðal annars verið farþegi í bíl með
Thomasi fyrr um daginn. Seinni mað-
urinn er vinur Nikolajs Olsens, sem
einnig var handtekinn á sínum tíma
en ekki ákærður og hefur vörn Thom-
asar gengið út á að Nikolaj hafi ráðið
Birnu bana. Hringdi Nikolaj í þennan
mann nóttina afdrifaríku. Sagði
Björgvin nauðsynlegt að fá vitnin fyr-
ir dóm til að meta trúverðugleika
þeirra.
Dómari hafnaði því að fá vitnin til
landsins, en tekin verður af þeim
símaskýrsla. Hafði saksóknari meðal
annars bent á að vörnin hefði ekki tal-
ið þörf á að fá vin Nikolajs þegar mál-
ið var tekið fyrir í héraðsdómi og þá
væri mikið óhagræði fólgið í því að fá
vitnin til landsins, sérstaklega í ljósi
þess að þau hefðu ekki verið bein
vitni að neinum atburði sem tengdist
málinu.
Verjandinn hefur einnig látið út-
búa þrívíddargreiningu á myndefni
sem tekið var við golfskála GKG í
Hnoðraholti. Segir verjandinn að
myndefnið sýni að enginn maður hafi
verið í farþegasæti bílsins þegar ekið
var við golfskálann. Sigríður Frið-
jónsdóttir, ríkissaksóknari og sak-
sóknari málsins, sagðist hins vegar
hafa efasemdir um þetta gagn og að
myndbandsupptakan sjálf væri of
ógreinileg. „Þetta er þarflaust gagn
sem mun ekki segja neitt um sakar-
efnið, sagði hún. Dómari féllst hins
vegar á að leggja mætti gagnið fyrir
og að um það yrði tekist á í málflutn-
ingi.
Þá hafði verjandi einnig lagt fram
myndir af instagramreikningi unn-
ustu Nikolajs þar sem hann sést
meðal annars í bifreið. Heldur verj-
andinn því fram að þetta sýni fram á
að Nikolaj sé kunnugur akstri þótt
hann sé ekki með ökuréttindi. Þá var
einnig mynd af honum á bát haldandi
um stýrið. Sigríður sagði myndina í
bílnum ekki sýna neitt, enda væri
ekki ljóst hvort hann væri að keyra
eða ekki.
Dómari heimilaði að myndirnar
væru hluti af gögnum málsins, en tók
fram að aðrar myndir frá instagram-
reikningnum sem einnig höfðu komið
með beiðni verjandans ættu ekki er-
indi. Hafði saksóknari reyndar haft
hörð orð um að verjandi skyldi leggja
þær myndir fram. „Þetta eru prívat-
myndir. Hvaða erindi eiga þessar
myndir inn í morðmál?“ sagði hún.
Mega ekki senda beint út
Umfjöllun fjölmiðla frá aðalmeð-
ferð verður takmörkuð þegar vitna-
leiðslur fara fram. Dómsformaður
málsins sagði að eins og venjulega í
dómsmálum væru myndatökur og
hljóðupptökur bannaðar í dómsal. Þá
sagði hann að þeir sem væru við-
staddir aðalmeðferðina yrðu skikk-
aðir til að senda ekki fréttir beint út
meðan skýrslutökur yfir vitnum færu
fram. Vísaði dómari í reglur í saka-
málarétti um að vitni fengi ekki upp-
lýsingar um það sem önnur vitni
segðu.
Munu fjölmiðlar hins vegar geta
fjallað um skýrslutökurnar eftir að
allar hafa farið fram og um dóms-
málið að öðru leyti.
Lögmaður foreldra Birnu sagði að
það væri ósk foreldranna að réttar-
haldið yrði lokað af virðingu við
Birnu ef myndbirtingar færu fram.
Sagði hún að umfjöllun fjölmiðla í
héraðsdómi þar sem efni hefði verið
varpað beint á netmiðla hefði verið
tillitslaus gagnvart ættingjum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í héraðsdómi Í Landsrétti í gær kom fram að Møller Olsen mun ekki þurfa
að máta úlpu við aðalmeðferð sem hefst í Landsrétti á mánudag.
Deilt um
myndir í
Landsrétti
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller
að hefjast Umfjöllun takmörkuð
Aðalmeðferð í
Landsrétti í næstu viku
» Aðalmeðferð í máli Thom-
asar Møller Olsen fyrir Lands-
rétti hefst á mánudag.
» Møller Olsen var sakfelldur
fyrir morðið á Birnu Brjáns-
dóttur í héraðsdómi.