Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 skilið spurningar rannsóknarlögregl- unnar. Mun hann þó tala frönsku reiprennandi. Kom ekki orði upp sjálfur Eftir tveggja vikna réttarhöld yfir Janowski og níu öðrum einstakling- um sem hlut áttu að dauða frú Pastor kom lögmaður og verjandi heiðurs- konsúlsins öllum á óvart með því að lýsa skjólstæðing sinn sekan af því að hafa búið henni banaráð. Kom yfir- lýsingin eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Þessi fáu orð sem þið vilduð heyra frá honum mæli ég úr mínum munni. Hann reyndi að segja þetta, hann vildi gera það sjálfur en var ófær um það,“ sagði verjandinn Eric Dupond- Moretti þriðjudaginn í síðustu viku. Streymdu tárin fram og runnu niður kinnar Janowskis þar sem hann sat á bekk sakamanna í dómhúsinu í Aix er lögmaður hans skýrði frá játningu hans. Sex stundum síðar voru dómar kveðnir upp yfir Janowski og sam- verkamönnum hans. Dupond-Moretti hélt því fram að Janowski hefði verið að reyna að vernda sambýliskonu sína, Sylviu Ratkowski, fyrir móður hennar sem búið hefði henni eymdarlíf. Harðneit- aði hann því að Janowski hefði skipað leigumorðingjunum tveimur að ráða bílstjóra frú Pastor líka af dögum. Gegn því stóð framburður fyrrver- andi einkaþjálfara heiðurskonsúlsins, Pascals Dauriacs, sem einnig var ákærður í málinu. Kvaðst hann hafa fengið það hlutverk hjá Janowski að útvega morðingjana tvo og fela þeim að myrða bílstjórann einnig og stela handtösku ekkjunnar til að svo liti út að um ránstilraun hefði verið að ræða. Janowski, óaðfinnanlega klæddur á sakamannabekknum, var sagður hafa lofað leigumorðingjunum 140.000 evrum fyrir dauða Helene Pastor og 20.000 evrum til viðbótar fyrir líf bíl- stjóra hennar. Hann hafði verið grun- aður um græsku frá upphafi en ætíð þrætt fyrir aðild, uns hann brotnaði saman í réttarsalnum og játaði morð- in á sig. Leit tengdasoninn hornauga Allt þar til í síðustu viku hélt Jan- owski sakleysi sínu fram. „Sýnið mér sönnunargögnin,“ sagði hann kok- hraustur við saksóknara á fyrsta degi réttarhaldanna. Þeir héldu því fram að velklæddi kaupsýslumaðurinn hefði ekki verið eins snjall í við- skiptum og hann vildi vera láta. Hefði fyrir honum vakað að komast yfir arf- inn sem væntanlega hefði komið í hlut konu hans eftir dauða móður hennar. Hefði það knúið hann áfram að hann óttaðist að krabbameinið myndi draga Sylviu til dauða áður en arfurinn félli henni í skaut, en það hefði sjálfkrafa þýtt að fjárstreymi til hans myndi stöðvast. Mun frú Pastor hafa lagt dóttur sinni til um 500.000 evrur í mánuði hverjum í vasafé. Er Janowski sagður hafa sogað til sín hluta þessa fjár til að borga leigu- morðingjunum. Hafi því peningar ekkjunnar í raun verið notaðir til að greiða banamönnunum og sagði sak- sóknari fyrir dómi það „viður- styggilegt“. Við rannsókn málsins kom í ljós að frú Pastor hafði snemma fengið ímugust á sambýlismanni dóttur hennar, pólska heiðurskonsúlnum í Mónakó. Réð hún einkaspæjara til að fylgjast með honum í um áratug. Lagðist hún alla tíð gegn hjónabandi dótturinnar og Janowskis og kom nær 30 ára mótspyrna hennar í veg fyrir vígslu sambýlinganna. Varð það aðeins til að auka á hatur hans á tengdamóður sinni. Lögregla komst fljótt á slóð leigu- morðingjanna sem höfðu ekki djúp- hugsað hvernig þeir gætu falið spor sín. Sáust þeir vel í öryggismynda- vélum er þeir tóku sér stöðu á gang- stéttum beggja vegna útkeyrslunnar frá spítalanum. Báðir svartklæddir en annar með rauða kollhúfu. Sá stóð vörð fyrir félaga sinn og mætti nokkrum mínútum á undan. Hinn vopnaði kom í leigubíl á vettvang rétt áður. Helene Pastor var enn inni á spítalanum en bíll hennar birtist von bráðar. Sást þá maðurinn ganga að bílnum, draga fram afsagaða hagla- byssu og hleypa af tveimur skotum. Sápubrúsi leysti þrautina Upptökur úr myndavélunum dugðu ekki til að bera kennsl á tilræð- ismennina en fljótlega fann lögreglan vísbendingar. Sömu menn sáust í ör- yggismyndavélum lestarstöðvarinnar í Marseille, í báðum tilvikum eins klæddir og tilræðismennirnir. Athug- un á leigubílastöðvum leiddi í ljós að þar höfðu morðingjarnir keypt óskráða farsíma samdægurs að morgni. Leigubílstjórinn sem ók hinum vopnaða að spítalanum gat og gefið greinargóða lýsingu á honum. Þá hleraði lögregla síma einkaþjálfarans Pascals Dauriacs og gat á grundvelli þess leyst glæpamálið. Netið þrengd- ist jafnt og þétt og það sem varð mönnunum svo endanlega til falls var að þeir skildu eftir sig sápubrúsa á hótelherbergi í Nice sem þeir gistu í. Á honum fundust lífsýni sem stað- festu á endanum erfðalykil þeirra, DNA. Dauriac sagði að Janowski hefði fyrst fært málið í tal við sig 2012 og svo aftur 2013 þegar Sylvia veiktist, en í millitíðinni hefur hún læknast af krabbameini. „Þetta getur ekki haldið áfram, heilsu Sylviu hefur hrakað. Við verð- um að losa okkur við gömlu konuna. Getur þú hjálpað mér?“ segir Dauriac að Janowski hafi spurt sig. Hafi hann bætt því við að hann myndi gera Syl- viu mikinn greiða með því að losa hana úr viðjum grimmúðugrar móður sinnar. Játaði þjálfarinn hlutdeild sína áður en málið var sent til dóm- stóla. Var orðið við kröfu saksóknara og hann dæmdur í 30 ára fangelsi. Dauriac sagði Janowski hafa hlaðið sig gjöfum til að ná á sér tökum. Á endanum hefði hann gefið eftir og beðið mág sinn, Abdelkader Belkhatir, í grannbænum Marseille, að hjálpa sér að finna einhvern til „stórvirkis“ sem gefa myndi 140.000 evrur í aðra hönd, um 19 milljónir króna. Einkaþjálfarinn sagði að mág- urinn hefði fundið tvo menn til verks- ins – Al Hair Hamadi, sem lá á gægj- um og léti skotmanninn Samine Said Ahmed vita ef ekki væri óhætt að ráðast til atlögu. Marseille-tengingin Sakborningar í máli þessu sem dregnir voru fyrir rétt voru tíu tals- ins. Lýsti ákæruvaldið hópnum sem hluta af „neti“ sem teygði sig frá „glæsilegri dýrðinni í Mónakó til fá- tækrahverfa Marseille“ en þangað voru leigumorðingjarnir sóttir. Janowski var sakaður um að hafa sólundað stórum skerf af því fé sem Helene Pastor gaf dóttur sinni gegn- um árin. Janowski gerði lítið úr mál- flutningi einkaþjálfarans fyrrverandi á rannsóknarstigi og fyrstu dögum réttarhaldanna í Aix. Hélt hann því meir að segja fram að Dauriac hefði verið aðalmaðurinn í plottinu gegn ekkjunni auðugu. Hefði hann ógnað fjölskyldunni auðugu og krafist fjár fyrir að verja hana. Spilaborg Jan- owskis hrundi með eftirminnilegri játningu sem hann gat þó ekki mælt úr eigin munni heldur varð að fá einn frægasta verjanda Frakklands til þess. Hann er 64 ára og þar sem svo langt er í að hann geti sótt um reynslulausn þykja líkur á að hann komi aldrei aftur lifandi úr steininum. Seildist um of í arfinn  Friðsæld ríkir í smáríkinu Mónakó og glæpir ekki daglegt brauð  Allra síst stórglæpir eins og aftaka ríkustu konu dvergríkisins, Helene Pastor  Líktist það helst uppgjöri í ítölsku mafíunni AFP Í réttarsalnum Teikning sýnir Wojciech Janowski, tengdason Helene Pastor, í réttarsalnum í Aix-en-Provence. Dóttirin Sylvia Ratkowski, dóttir Hel- ene Pastor, lá um tíma undir grun. SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tiltöluleg friðsæld ríkir í smáríkinu Mónakó við Miðjarðarhaf og glæpir ekki daglegt brauð, allra síst stór- glæpir eins og aftaka ríkustu konu dvergríkisins, hinnar 77 ára gömlu ekkju, Helene Pastor. Líktist það helst uppgjöri í ítölsku mafíunni. Við sögu kom tengdasonur hennar, sem jafnframt var kaupsýslumaður og heiðurskonsúll Póllands í Mónakó þegar morðin áttu sér stað. Réð hann tengdamóður sinni bana vegna ótta við að missa ella af arfinum vegna banvæns sjúkdóms eiginkonu sinnar og dóttur ríku ekkjunnar. Hugðist hann ná auðæfum hennar undir sig áður en kona hans, Sylvia Ratkowski, dæi. Eftir því sem örvænting hans við að fá ekki krónu úr búinu eftir dag eiginkonunnar jókst sá hann sem einu leiðina að ráða ekkjuna vellauð- ugu af dögum. Fékk hann leigumorð- ingja til ódæðisins fyrir milligöngu einkaþjálfara síns. Dómsmáli vegna morðanna lauk fyrir dómstóli í Aix-en-Provence í Frakklandi í vikunni sem leið. Var tengdasonurinn, Wojciech Janowski, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa bruggað konunni launráð. Var hann fundinn sekur um dauða Helene Pastor svo og bílstjóra hennar, Mo- hammeds Darwich, sem lést fjórum dögum seinna af sárum sem hann hlaut í fyrirsát sem þeim var gerð 6. maí 2014 í borginni Nice á frönsku Rivíerunni, skammt frá Mónakó. Leigumorðinginn og samverkamaður hans voru einnig dæmdir í lífstíðar- fangelsi. Aftaka um hábjartan dag Skotárásin átti sér stað um há- bjartan dag fyrir framan sjúkrahúsið l’Archet en frú Pastor var að koma frá þeirri daglegu iðju sinni að heim- sækja veikan 47 ára son sinn Gildo, sem þar lá vegna heilablóðfalls. Morðin ollu uppnámi í furstadæminu Mónakó. Þar hafði Pastor-fjölskyldan auðgast mjög á kaupum og sölu fast- eigna. Hafði hún byggt upp gríðar- legt fasteignaveldi sem taldi um 4.000 íbúðir. Ríkidæmi ekkjunnar var met- ið á um 12 milljarða evra – jafnvirði um 1.620 milljarða íslenskra króna – er hún var vegin. Mun hún hafa átt einn sjötta allra fasteigna í Mónakó. Meðan á lögreglurannsókn stóð játaði Janowski í fyrstu að hafa skipulagt banatilræðið gegn Helene Pastor. Hann dró þá játningu síðar til baka á þeirri forsendu að hann hefði ekki haft nægt vald á frönsku og mis- Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.