Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda núna til þess að líkurnar á því að demókratar fari með sigur af hólmi í þingkosningunum 6. nóv- ember séu ekki eins miklar og þær voru fyrir nokkrum mánuðum. Demókratar eru enn taldir líklegir til að bæta við sig þingsætum í full- trúadeild þingsins en óvissa er um hvort þeim tekst að ná meirihluta í deildinni eins og þeir vonast til. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem þeir fengu forsetaembættið í kosningunum fyrir tveimur árum þegar Donald Trump náði kjöri þótt hann hefði aðeins fengið 46% at- kvæðanna en forsetaefni demókrata 48%. Repúblikanar eru með traustan meirihluta í fulltrúadeildinni en naumari í öldungadeildinni þar sem þeir eru með 51 þingsæti af 100. Þetta gæti breyst í komandi þing- kosningum, á miðju kjörtímabili for- setans, þegar kosið verður um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og um þriðjung sætanna í öldungadeildinni, eða 35. Stefnir í sigur repúblikana í öldungadeildinni Þótt meirihluti repúblikana í öld- ungadeildinni sé naumari en í full- trúadeildinni eru líkurnar á því að demókratar felli hann minni, meðal annars vegna þess að þeir þurfa að verja 25 af sætunum 35 og nokkur þeirra eru í ríkjum þar sem Trump fékk fleiri atkvæði en forsetaefni demókrata 2016. „Demókratar virðast sífellt ólík- legri til að sigra í öldungadeildinni,“ hefur fréttaveitan AFP eftir David Lublin, prófessor í stjórnunardeild American University í Washington. Bandaríski vefurinn FiveThirty- Eight, sem er þekktur fyrir tölfræði- legar rannsóknir á stjórnmálabarátt- unni, telur líkurnar á því að demó- kratar fái meirihluta í öldunga- deildinni aðeins vera 19%. Síðustu kannanir benda jafnvel til þess að repúblikanar auki meirihluta sinn í deildinni um tvö sæti. Telur 85% líkur á sigri demókrata í fulltrúadeildinni Til að fá meirihluta í fulltrúadeild- inni þurfa demókratar að bæta við sig 23 sætum. FiveThirtyEight telur líkurnar á að þeim takist það vera um 85% eins og staðan er núna. Stjórnmálavefur Cook Political Re- port telur líklegt að demókratar bæti við sig 20 til 40 þingsætum og rekur það einkum til óvinsælda Trumps í mikilvægum kjördæmum og óvenju- mikils áhuga meðal kjósenda demó- krata á kosningunum. Munurinn á fylgi flokkanna er þó lítill í 30 kjör- dæmum og óvissan um niðurstöðu kosninganna því enn mikil. Á vef RealClear Politics kemur fram að meðalfylgi demókrata í síð- ustu könnunum sé 48,8% og repú- blikana 41,1%. Í slíkum könnunum eru þátttakendurnir spurðir hvort þeir séu líklegir til að kjósa demó- krata eða repúblikana í kjördæmum sínum án þess að nöfn frambjóðend- anna séu nefnd. Til að eiga mögu- leika á að fá meirihluta í fulltrúa- deildinni er talið að demókratar þurfi að vera með verulegt forskot í slíkum könnunum, eða um það bil sjö pró- sentustig. Lublin bendir á að þótt fylgi demó- krata aukist í þingkosningunum, einkum í borgum þar sem Trump er óvinsæll, er ekki víst að það skili sér í samsvarandi fjölgun þingsæta. „Demókratar eru mjög sterkir í borgunum og þéttbýlum svæðum en hjá repúblikönum er dreifing fylgis- ins jafnari,“ hefur AFP eftir Lublin. Hann bendir einnig á að baráttan um sæti í öldungadeildinni er tvísýnust í ríkjum þar sem atkvæði kjósenda í dreifbýli eru talin ráða úrslitum. Stefnir í óvenjumikla kjörsókn Kjörsóknin hefur yfirleitt verið lít- il í kosningum á miðju kjörtímabili Bandaríkjaforseta en kannanir benda til þess að áhuginn á komandi kosningum sé óvenjumikill meðal fé- laga í báðum flokkunum. Í könnun sem The Wall Street Journal birti sögðust nær tveir af hverjum þrem- ur skráðum kjósendum hafa mikinn áhuga á kosningunum. Um 72% demókrata og 68% repúblikana sögð- ust vera mjög áhugasöm um kosn- ingarnar. Talið er að áhuginn meðal kjósenda repúblikana hafi aukist verulega vegna deilunnar um Brett Kavanaugh sem öldungadeildin skip- aði í embætti hæstaréttardómara fyrr í mánuðinum eftir mikið þref. Demókratar njóta meiri stuðnings en repúblikanar meðal óháðra kjós- enda sem gætu ráðið úrslitum í bar- áttunni um fulltrúadeildina. Um 41% þeirra kvaðst styðja demókrata en 27% repúblikana í könnun The Wall Street Journal. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert upp hug sinn. Óháðir kjósendur eru ekki eins lík- legir til að mæta á kjörstað í kosn- ingum á miðju kjörtímabili forsetans og félagar í flokkunum tveimur. Að- eins 46% óháðra kjósenda sögðust hafa mikinn áhuga á kosningunum. Könnunin bendir einnig til þess að stuðningurinn við demókrata sé 25 prósentustigum meiri en við repú- blikana meðal kvenna. 57% kvenna sögðust vilja að demókratar fengju meirihluta á þinginu en aðeins 32% vildu frekar repúblikana. Um 52% karla sögðust vilja að repúblikanar fengju meirihluta en 38% vildu demókrata. Munurinn er enn meiri þegar kjós- endurnir eru flokkaðir eftir því hvort þeir búa í borgum eða dreifbýli. Demókratar eru með 36 prósentu- stiga forskot í borgunum en repú- blikanar 31 stigs í dreifbýlum kjör- dæmum. Munurinn var hins vegar nánast enginn í útborgunum þar sem óvissan er mest. Um 45% kjósend- anna þar sögðust vilja að demókrat- ar fengju meirihluta en 44% vildu repúblikana. Stuðningurinn við Donald Trump hefur einnig aukist í síðustu könn- unum. Að meðaltali eru 51,8% óánægð með forsetann en 44,3% ánægð, að því er fram kemur á vef RealClear Politics. Líkurnar á sigri demókrata minnka  Talið er að demókratar bæti við sig þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en óvíst er hvort þeim tekst að ná meirihluta þar  Repúblikanar gætu aukið meirihluta sinn í öldungadeildinni Allar helstu kannanirnar í %, bláa línan (demókratar) og sú rauða (repúblikanar) sýna meðalfylgi flokkanna Fylgi flokkanna samkvæmt könnunum Heimild: RealClearPolitics 48,8 41,1 46.5 Repúblikanar Demókratar 38.8 20 25 30 35 40 45 50 55 60 Okt. 2017 Nóv. Des. Jan. 2018 Febr. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. 2018 H H Hillary ClintonDonald Trump Baráttusæti í öldungadeildinni Sigurvegari í ríkinu 2016 INDÍANA MONTANA ARIZONA NEVADA FLÓRÍDA TENNESSEE V-VIRGINÍA WASHINGTON N-DAKÓTA MISSOURI Heimildir: 270towin, ballotpedia, AFP Demókrati Sitjandi þingmaður Flokkur reynir að verja sæti í ríki þar sem hinn flokkurinn sigraði 2016 Repúblikani Hóvissa er um úrslitin vegna þess að sitjandi þingmaður er ekki í framboði eða Fundu pakkasprengjur » Grunur leikur á að reynt hafi verið að senda Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni demókrata, pakka sem innihéldu sprengjur. » Stofnun sem annast öryggi núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fjöl- skyldna þeirra skýrði frá þessu í gær. Pakkarnir fundust við reglubundna leit tæknimanna. » Tveimur dögum áður fannst sprengja í pakka á heimili fjár- málamannsins George Soros sem bandarískar hægrihreyf- ingar hatast við. Skrifstofa CNN í New York-borg var rýmd eftir að grunsamlegur pakki fannst þar í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.