Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Nú eru um tvö ár
síðan fyrsti heildstæði
þjónustusamningur
ríkisins við hjúkr-
unarheimili landsins
var undirritaður.
Samningurinn, sem
staðfestur var 16.
október 2016, var af-
urð um 20 mánaða
viðræðna milli Sjúkra-
trygginga Íslands
(SÍ), Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu (SFV) og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Fram að
þeim tíma hafði ríkið ekki verið
með neinn samning um þjónust-
una, heldur greitt einhliða svo-
nefnd daggjöld til rekstraraðila
heimilanna. Sú framkvæmd hafði
verið átalin um árabil af hálfu Rík-
isendurskoðunar og fleiri aðila,
enda greiðir ríkið árlega marga
milljarða króna til reksturs hjúkr-
unarrýma.
Hjúkrunarheimilin
aðþrengd eftir hrun
Við upphaf samningaviðræðna í
janúar 2015 var fjárhagsstaða
hjúkrunarheimila mjög erfið, enda
höfðu fjárveitingar til heimilanna
verið skornar mjög niður í kjölfar
efnahagshrunsins. Öll heimilin
höfðu þurft að draga úr þjónustu,
flest voru rekin með tapi og þó-
nokkur stefndu í gjaldþrot eins og
glöggt mátti lesa í skýrslu sem
Ríkisendurskoðun gaf út árið 2014.
Á meðan viðræðurnar stóðu yfir
fengu stjórnir Hrafnistu og Grund-
ar óháðan þriðja aðila til að kostn-
aðargreina rekstur hjúkrunarheim-
ilis sem stæði undir þeim kröfum
og viðmiðum sem opinberir aðilar
höfðu lagt á starfsemina, svokall-
aða kröfulýsingu, sem framfylgt er
í úttektum þeirra á þjónustunni.
Niðurstaðan var sú að það vantaði
um 30% upp á fjárhæð daggjalds
hjúkrunarheimila til að hægt væri
að standa undir kröfum og við-
miðum hins opinbera. Að miklu
leyti vegna þessarar staðreyndar
tók samningaferlið langan tíma. Að
endingu var sérstaklega um það
rætt og gert skriflegt samkomulag
þess efnis að rekstrarframlög rík-
isins yrðu aukin og að á samnings-
tímanum yrði skoðuð betur fjár-
mögnun rammasamningsins og
rekstur hjúkrunarheimila almennt.
Einnig voru reistar nokkrar „vörð-
ur“ varðandi einstaka þætti sem
skoða átti á samningstímanum,
t.a.m. varðandi húsnæðiskostnað.
Nú, þegar um tíu vikur eru eftir af
gildistíma samningsins er ekki
komin niðurstaða í neinn þessara
þátta.
Ríkið rekur hjúkrunarrými
á öðrum rekstrargrunni
Vegna mikils fráflæðisvanda og
skorts á hjúkrunarrýmum starf-
rækir ríkisvaldið, eða Landspítal-
inn í umboði þess, hjúkrunarrými
á Vífilsstöðum og Landakoti enda
þótt það sé lögum samkvæmt ekki
hlutverk sjúkrahússins að vera
rekið sem öldrunarstofnun eins og
forsvarsmenn spítalans hafa marg-
bent á. Okkur sem erum í forsvari
fyrir SFV og samninganefnd í við-
ræðum við ríkið finnst samt sem
áður rétt að benda á að raunkostn-
aður Landspítalans á árinu 2015
vegna reksturs Vífilsstaða var um
50 þúsund krónur á dag, fyrir
hvert rými. Raunkostnaður spítal-
ans sama ár vegna reksturs
Landakots var tæpar 67 þúsund
krónur á dag. Á sama tíma námu
greiðslur ríkisins til hjúkrunar-
heimila að meðaltali 27 þúsund
krónum á dag. Það sér því hver
maður að greiðslur ríkisins til
hjúkrunarheimilanna eru allt, allt
of lágar. Samkvæmt hinni óháðu
úttekt sem nefnd var hér að ofan
hefðu greiðslur til hjúkrunarheim-
ilanna átt að vera rúmlega 41 þús-
und krónur á dag á verðlagi ársins
2016.
Áform um frekari niðurskurð
Rammasamningur SÍ fyrir þjón-
ustu hjúkrunarheimila rennur út
um áramótin. Samningaviðræður
um framlengingu samnings hófust
í júlí eftir ítrekaðar beiðnir SFV
þess efnis. Á gildistíma ramma-
samningsins hefur því miður ein-
ungis verið skorið niður í fram-
lögum til hjúkrunarheimila og
bætt við íþyngjandi opinberum
kröfum, t.d. varðandi persónu-
vernd án þess að fjármagn fylgdi.
Þá er áformað að skerða fjár-
framlög til hjúkrunarheimila sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2019, 2020 og 2021 þrátt fyrir að í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
segi orðrétt: „Einnig verður hugað
að því að styrkja rekstrargrund-
völl hjúkrunarheimila ...“. Engar
rekstrarlegar forsendur liggja að
baki fyrirhuguðum skerðingum.
Óvissa um framlengingu
Erfitt er að sjá hvernig samn-
ingsaðilar eiga að ná saman um
framlengingu rammasamningsins
undir þessum kringumstæðum sem
að framan er lýst. Samningurinn
er sá stærsti sem Sjúkratrygg-
ingar Íslands hafa gert, en greidd-
ir voru tæpir 27 milljarðar á
grundvelli samningsins árið 2017.
Hætta er á að samningurinn renni
út þann 31. desember nk. og að
fullkomin óvissa blasi við þeim 45
hjúkrunarheimilum sem starfa
samkvæmt samningnum. Við skor-
um því eindregið á stjórnvöld að
þau endurmeti fyrirhuguð framlög
til öldrunarstofnana sem kynnt eru
í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
2019 og standi við þau fyrirheit
sem forystumenn flokkanna lýstu í
kosningabaráttunni og sem hnykkt
er á í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar.
Hillir undir lok þjónustusamnings
við hjúkrunarheimili landsins
Eftir Björn Bjarka
Þorsteinsson og Ey-
björgu Hauksdóttur
»Raunkostnaður LSH
af rekstri Vífilsstaða
var um 50 þús. krónur á
mann á dag árið 2015.
Ríkið greiðir hjúkr-
unarheimilunum 27 þús.
krónur á dag.
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Höfundar eru varaformaður og
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Eybjörg
Hauksdóttir
Réttilega hafa
skapast miklar um-
ræður um Braggann
við Nauthólsveg 100.
Það gríðarlega sukk
sem hefur verið með
fjármuni borgarbúa
er sorglegt dæmi um
þá miklu óstjórn sem
er í Reykjavík. Því
miður er Bragginn
aðeins eitt dæmi um
þá fjármálaóreiðu
sem viðgengist hefur. 800 milljóna
króna framúrkeyrsla hefur orðið á
þremur verkefnum: Bragganum,
Írabakka og Hlemmi mathöll.
Þetta eru aðeins þrjú af fjölmörg-
um verkefnum. Það væri hægt að
gera mikið fyrir leik- og grunn-
skóla eða heimilislausa fyrir þess-
ar 800 milljónir. Engan skyldi
undra að allir skattar og gjöld séu
í hámarki og ekki hafi tekist að
greiða niður skuldir.
Fjármálaóstjórn
Staðreyndin er sú að skuldir
borgarsjóðs hafa aukist nálægt
milljarði á mánuði síðastliðin fjög-
ur ár. Það eru um fjörutíu millj-
arðar. Þetta er að gerast í lengsta
og mesta tekjugóðæri sem skapast
hefur. Hvernig má það vera, það
er eins og óstjórn ríki þegar kem-
ur að fjármálum borgarinnar. Við
erum með borgarstjóra sem á að
stjórna líkt og framkvæmdastjóri í
fyrirtæki. Gæluverkefni virðast
ganga fyrir uppbyggingu á grunn-
þjónustu.
Ef þeir sem sitja í skipstjóra-
stólnum, líkt og borgarstjóri, vita
ekkert um mál eins og Braggann,
til hvers erum við þá með borgar-
stjóra og kjörna fulltrúa? Það er
borgarstjóri ásamt sínum meiri-
hluta sem á að bera ábyrgð á
rekstri Reykjavíkur-
borgar. Borgarstjóri
er ekki bara til þess
að brosa framan í
myndavélar á tyllidög-
um. Við erum að reka
eitt af stærstu fyrir-
tækjum landsins með
skattpeningum borg-
arbúa. Ef ekki er
hægt að gera það með
gagnsæi og af virð-
ingu við þá sem borga
brúsann er illa komið
fyrir okkur öllum.
Leiðindamál sem virðist vera
óþarfi að svara fyrir
Þetta er allt hið vandræðaleg-
asta mál og eftir því sem kafað er
dýpra ofn í það því furðulegra
verður það. Það undarlegasta er
þó að núverandi meirihluti vill
sem minnst ræða um málið, því
hefur verið skotið til innri endur-
skoðunar Reykjavíkurborgar, á
meðan á ekki að ræða það nema
um það að hugsanlega hafi mistök
átt sér stað.
Það síðasta sem ég hugsa um er
orðið mistök þegar ég hugsa um
Braggann, Írabakka og Hlemm
mathöll. Það geta allir gert mistök
og þau er hægt að fyrirgefa, en
það að fara fram úr áætlunum svo
hundruðum milljóna skiptir er
ekki mistök, það er mun alvar-
legra en svo.
Hvers vegna þurf-
um við borgarstjóra
eða borgarstjórn?
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
Valgerður
Sigurðardóttir
» Það að fara fram úr
áætlunum svo
hundruðum milljóna
skiptir er ekki mistök,
það er mun alvarlegra
en svo.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks.
Allt um
sjávarútveg
LAGER-
HREINSUN
Á LAUGAVEGI 61
Gull, demantar og vönduð úr
50-70%AFSLÁTTUR
Laugavegur 61 | Kringlan | Smáralind | sími 552 4910 | www.jonogoskar.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum