Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AIR OPTIX® COLORS
Linsur í lit
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
gudrunselma@mbl.is
Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir
á Manhattan er ein af þeim sem
hafa tileinkað sér það að fasta. Íris
Hrund fastar ekki til þess að léttast
heldur segir sér einfaldlega líða bet-
ur þegar hún fastar og lítur á föst-
una sem skipulag á mataræði sínu.
„Ég ákvað að prófa að fasta fyrir
nokkrum mánuðum. Ég hef alltaf
verið sú týpa sem borðar ekki
morgunmat en borða mikið seinni-
partinn. Mér fannst þetta henta
mér virkilega vel því ég hef alltaf
verið að fasta ómeðvitað.
Ég byrjaði hægt og lengdi tímann
alltaf meira með hverjum deginum.
Byrjaði markvisst að spá í klukkan
hvað fyrsta máltíð mín var, hætti að
setja mjólk í morgunkaffið, hætti að
fá mér kvöldsnarl þegar ég þurfti
þess ekki og þess háttar,“ segir Íris
Hrund.
Íris Hrund hættir að borða
klukkan átta á kvöldin og fastar
fram að hádegi. Hún æfir crossfit
flest alla morgna og fer því fastandi
á æfingu. Þá daga sem hún æfir
ekki fastar hún aðeins lengur og
borðar aðeins í fimm, sex tíma á
dag. Íris Hrund segir þá klukku-
tíma sem hún borðar vera alveg
nægan til þess að fá allar kaloríur
sem hún þarf yfir daginn.
„Ég er ekki að nota föstuna til að
léttast. Mér líður einfaldlega betur
þegar ég fasta daglega og leyfi lík-
amanum að melta það sem ég borð-
aði yfir daginn,“ segir Íris Hrund
sem leyfir sér skyndibita og nammi
þegar hún vill þó svo að hún tími
ekki oft að „sóa“ máltíð í hamborg-
aratilboð. Það er töluvert síðan að
Íris Hrund tileinkaði sér vegan-
lífsstíl og með því minnkaði óholl-
ustan enda ekki mikið sukk í boði.
Undafarið hafa valmöguleikar fólks
á vegan-mataræði stóraukist og
segist Íris Hrund því stundum fá
sér vegan-skyndibita.
Íris Hrund ólst upp sem kjötæta
en segir margt hafa batnað eftir að
hún breytti lífsstílnum fyrir þremur
árum. „Ég ákvað að hætta að neyta
dýraafurða og hef aldrei verið heil-
brigðari. Ég er með mjólkuróþol,
var hrikalega lág í járni, d-vítamíni
og b12 sem er allt búið að lagast.
Einnig er ég með PCOS og breytt
mataræði hafði hrikalega góð áhrif.
Eftir að ég byrjaði að fasta þá hafa
einkennin skánað enn meir.“ Íris
Hrund segist einnig hafa prófað sa-
fakúr en reynslan af því var ekki
jafn góð og af vegan-mataræðinu og
föstunni. Hún segist hafa verið sí-
svöng á því. Frekar fastar hún með
því að drekka vatn í stað safa.
Mörgum finnst erfitt að breyta
matarvenjum sínum en Íris Hrund
segir það ekki hafa verið erfitt að
byrja að fasta þegar hún er spurð
hver galdurinn sé.
„Galdurinn við það að gefast ekki
upp á að fasta er einfaldlega sá að
þetta er ekki mataræði. Þetta er
lífsstíll. Þú tekur meðvitaða ákvörð-
un um að borða á ákveðnum tíma og
ef þú ert sáttur við það þá bætirðu
einni klukkustund við. Þetta snýst
ekki um að fasta í nákvæmlega 16
klukkustundir, þetta snýst um að
gera sitt besta og að vera meðvit-
aður um hvað þú ert að láta ofan í
þig. Ef þú átt nokkra tíma eftir af
föstutímanum en þú ert að fara í
matarboð þá er allt í lagi að stytta
föstutímann aðeins. Ef þetta er
strangt og erfitt, þá er þetta ekki
rétta leiðin fyrir mann og maður
þarf að venja líkamann.“
Fastar ekki til að léttast
Íris Hrund Stefánsdóttir fastar frá átta á kvöldin fram að hádegi.
Íris Hrund er líka vegan og líður mun betur eftir að hún hætti
fyrst að borða kjöt og síðan eftir að hún byrjaði að fasta.
Morgunblaðið/Eggert
Vellíðan Íris Hrund breytti
um lífsstíl. Hún er vegan og
svo fastar hún líka.
Marta María
mm@mbl.is
Smartland fjallaði um eignina 14. ágúst en
húseignin er ákaflega glæsileg á allan hátt.
Fiskibeina-parket er á gólfum og innrétt-
ingar ákaflega vandaðar. Úr húsinu er gott
útsýni yfir á Bessastaði eða allavegar þegar
það er heiðskírt og ekki skafrenningur.
Það mun því ekki fara illa um fjölskyld-
una þar sem vítt er til veggja, bjart og fal-
legt um að litast innandyra.
Hægt er að skoða húsið nánar inn á
www.smartland.is
Helga Sverrisdóttir og Bjarni Ármannsson keyptu fasteignina Ægisíðu 78.
Bjarni og Helga keyptu
504 fm við Ægisíðu
Bjarni Ármannsson fjárfestir og Helga Sverrisdóttir
hjúkrunarfræðingur hafa fest kaup á fasteign við
Ægisíðu í Reykjavík. Um er að ræða 504 fm einbýli
sem byggt var 1953.
Bjarni Ármannsson og
Helga Sverrisdóttir