Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 59
til stóð að færa lagnagrindina út
og undir hús. Hannes var að ýta
þungum hjólbörunum upp gras-
brekku og fann þá að eitthvað
var að heilsunni. Hann nýtti tím-
ann vel með okkur nánustu og
fór t.d. í langa bíltúra á slóðir
sem hann vildi sjá og margt var
spjallað. Ég er óendanlega
þakklátur fyrir tímann með
Hannesi og mun sakna hans
sárt.
Jón Einarsson.
Elsku afi minn, Hannes.
Það var alltaf notalegt að
koma í heimsókn til afa og ömmu
í sumarbústaðinn á Flúðum. Afi
vildi hafa alla hjá sér og njóta
þess að vera saman, syngja og
dansa. Ég hafði oft orð á því við
mömmu þegar ég var lítil, hvort
við gætum farið í bústaðinn til
afa, því þar væri alltaf svo mikið
„stuð“.
Afi kom oft í heimsókn, fékk
sér kaffisopa og spjallaði. Oftast
var hann, að koma úr verkfæra-
búð, þar sem hann hafði keypt
varahlut í það sem hann var að
búa til í bílskúrnum þá stundina;
bátinn eða fjórhjólið.
Afi var ótrúlega laghentur.
Ég gat alltaf leitað til hans ef
eitthvað þurfti að gera við, þá fór
hann í verkið. Hann gat allt.
Elsku afi. Takk fyrir allar
stundirnar saman, þær eru mér
svo dýrmætar.
Við Aron Snorri munum
geyma minningarnar um þig í
hjarta okkar.
Helga Rut Snorradóttir.
Hannes afi var yndislegur
maður. Einstaklega hlý nærvera
og lúmskur húmor litaði per-
sónuleika hans – alltaf var stutt í
bros og hlátur. Hann gat verið
hnyttinn og gantaðist aðeins í
manni, en hafði á sama tíma
gaman af sjálfum sér.
Afi var mikill hugsuður. Hann
var uppfullur af fróðleik og sög-
um sem hann hafði safnað að sér
í gegnum tíðina og það var nán-
ast hægt að tala við hann um allt.
Og ef honum fannst hann ekki
nógu vel að sér í einhverju, þá
spurði hann og vildi læra meira.
Afi var hæfileikaríkur maður.
Allt lék í höndunum á honum –
þá sérstaklega ef það viðkom
vélum og farartækjum, og þó gat
hann allt annað líka. Með þraut-
seigju, þrjósku og þolinmæði
náði hann sínu fram og kom öllu í
verk sem hann vildi. Ef maður
var í veseni með eitthvað gerði
hann allt sem hann gat til að
hjálpa og finna lausnir. Fram-
kvæmdagleðin var mikil hjá afa
og má segja að það hafi verið
hans ástríða.
Óteljandi minningar koma
upp í hugann þegar við hugsum
til allra dýrmætu stundanna sem
við áttum með afa og hvað þær
skildu alltaf mikið eftir sig.
Elsku afi, minning þín lifir í
hjörtum okkar allra og við erum
óendanlega þakklát fyrir að hafa
kynnst þér. Vonandi ertu á góð-
um stað, umvafinn ljósi, kær-
leika og friði.
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Dagmar og Sigurjón.
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Það var erfitt og
mikið högg þann
23. september þeg-
ar mín kæra mág-
kona hringdi til að láta mig vita
að minn kæri bróðir hefði orðið
bráðkvaddur um nóttina þar
sem þau voru í fríi úti á Te-
nerife.
Það eru svo margar minn-
ingar sem hrannast upp í huga
mínum. Um okkur þrjú systkini,
tvær systur og litla bróður
(prinsinn okkar) hann Gunnar, í
æsku á Kárastígnum þar sem
við ólumst upp okkar fyrstu ár,
mamma ung ekkja með börnin
þrjú. Síðar fluttum við á Njáls-
götuna þegar góður stjúpfaðir
var kominn og lítil systir bættist
í hópinn okkar.
Gunnar var alltaf góður og
mér traustur vinur alla tíð og
kært á milli okkar. Hann var
skemmtilegur, gat verið stríðinn
og hló dillandi hlátri í fjöl-
skylduboðum og vinahóp.
Hann kynntist yndislegri
Hröbbu sinni ungur að árum,
þau áttu yfir 50 ár saman og
seinni ár unnu þau líka saman í
Verkfæralagernum sem þau
stofnuðu fyrir mörgum árum af
miklum dugnaði. Nú seinni ár
ferðust þau til Þýskalands,
Gunnar
Brynjólfsson
✝ Gunnar Brynj-ólfsson fæddist
10. apríl 1947.
Hann lést 23. sept-
ember 2018.
Gunnar var jarð-
sunginn 16. októ-
ber 2018.
Spánar og fleiri
staða, þessi sam-
hentu hjón, einnig
var farið í sum-
arbústaðinn þeirra,
þar var notalegt að
vera. Ég á eftir að
sakna símtala okk-
ar Gunnars sem við
áttum reglulega og
spjölluðum um allt
mögulegt, bara til
að heyrast.
Gunnar og Hrafnhildur eign-
uðust einn son, Brynjólf, og
barnabörnin Söru og Ölmu, gull-
molana þeirra Gunnars og
Hröbbu, sem þau dýrkuðu.
Gunnar var einstaklega góður
við öll börn, frændur og frænk-
ur. Hann geislaði þegar hann
talaði um sín barnabörn og
stoltur var hann af syni sínum.
Eftir alvarlegt hjartaáfall fyr-
ir mörgum árum var heilsan hjá
Gunnari orðin léleg og sérstak-
lega núna seinni árin. Hrabba
umvafði hann með natni og
hlýju alla tíð, svo heppinn var
Gunnar með sinn lífsförunaut
sem hann mat mikils.
Við áttum margar góðar
stundir með fjölskyldunni í
gegnum árin svo þín verður sárt
saknað, elsku bróðir. Ég sé þig
fyrir mér núna sprækan og
hraustan í sól við sumarbústað
og vatnsbakka með veiðistöng í
hendi.
Hvíl í friði, kæri bróðir. Megi
góði guð styrkja Hrafnhildi,
Binna, barnabörn og fjölskyldu í
okkar sorg.
Sigríður (Sidda).
Kl. 17:00 AUKIN AÐSTOÐ – BÆTT ÞJÓNUSTA
Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri ÚK
ræðir um reynsluna af nýrri, aukinni og persónulegri þjónustu.
Kl. 17:15 HVAÐ MÁ OG HVAÐ MÁ EKKI?
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir spyr útfararstjórana Jón G.
Bjarnason og Magnús Sævar Magnússon spjörunum úr.
Kl. 17:30 KAMPAVÍN OG BALLÖÐUR
Erum við að missa stjórn? Er það slæmt? Breytt samfélagsgerð
kallar á nýja nálgun. Sigrún Óskarsdóttir guðfræðingur hjá ÚK
fjallar um mikilvægi samtalsins og ólíkar þarfir aðstandenda við
kveðjustund. Hefðin er sterk og rík en ekki meitluð í stein.
Kl. 17:45 ÓSKALAGIÐ
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona. Undirleikur Hákon
Leifsson, organisti.
Kl. 18:00 HLÉ – Boðið upp á léttar veitingar.
Kl. 18:15 AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ GERA ERFÐASKRÁ OG
KAUPMÁLA? ER UNNT AÐ FÁ STYRKI VEGNA
ÚTFARARKOSTNAÐAR?
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson spyr Kötlu Þorsteinsdóttir,
lögfræðing og Emilíu Jónsdóttur, félagsráðgjafa ÚK út í ýmis
mál sem honum liggja á hjarta.
Kl. 18:30 EINSÖNGSLAGIÐ
Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari. Undirleikur Hákon
Leifsson, organisti.
Kl. 18:40 AF SJÓNARHÓLI SYRGJANDANS
„Þá grét Guðrún Gjúkadóttir“
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur sat við dánarbeð fimm ástvina
á fimm árum og stofnaði ásamt öðrum samtökin Ljónshjarta
til stuðnings ungum ekkjum og ekklum. Hún deilir sýn sinni á
útfararsiði sem hjálp í sorgarúrvinnslu aðstandenda og gildi
sorgartjáningar sem er orðin æ algengari á samfélagsmiðlum
síðustu misseri.
Kl. 18:55 SAMANTEKT FUNDARSTJÓRA
Sr. Arna Ýrr Sigurðar.
FRÆÐSLUFUNDUR ÚTFARARSTOFU KIRKJUGARÐANNA
Grafarvogskirkju 30. október frá kl. 17.00 til kl. 19.00
Hvað vil ég?
AÐ LEIÐARLOKUM
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
ÁRNI GRÉTARSSON,
Gilstúni 9, Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
16. október. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. október klukkan 14.
Grétar Jónsson Ingibjörg Árnadóttir
Petrea Grétarsdóttir
Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson
Jóhanna Grétarsdóttir
Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir
og systkinasynir
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og systir,
STEINGERÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Húsanesi,
síðar Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 21. október.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
30. október klukkan 13.
Sveinn Gunnlaugsson
Sigríður Sigtryggsdóttir Pétur Pétursson
Agnes Sigtryggsdóttir Siamack Atiabi
barnabörn og barnabarnabörn
Björg Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar