Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 ✝ KristbjörgÓlafsdóttir frá Geirshlíð í Hörðu- dal fæddist í Reykjavík 20. maí 1932. Hún lést á Vífilsstöðum 18. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Guðmundsson, f. 25.5. 1889, d. 12.5. 1974, og Elísabet Sigríður Guðjónsdóttir, f. 18.6. 1892, d. 7.12. 1936. Systkini Kristbjargar eru Ásgeir Ólafs- son, Jón Ólafsson, Þorgerður Ólafsdóttir og Hulda Ólafsdóttir og eru þau öll látin. Kristbjörg giftist Sigvalda Hjartarsyni 24. desember 1951. Sigvaldi lést 6. maí 2014. For- eldar hans voru Hjörtur Lár- usson, f. 6.8. 1894, d. 18.7. 1964, og Bjarnfríður Jóna Bjarnadótt- ir, f. 1.12. 1892, d. 4.2. 1979. með Sigrúnu Áslaugu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn. b) Sigvaldi Jóhannesson, f. 1979, kvæntur Elsu Blöndal Sigfúsdóttur og eiga þau tvö börn. c) Jóna Dís Jóhannes- dóttir, f. 1982, gift Sverri Jó- hanni Jóhannssyni og eiga þau tvö börn. Hjörtur Sigvaldason, f. 19.3. 1964, kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur, f. 19.1. 1965. Börn þeirra eru a) Stefán Hjartarson, f. 1987. b) Andri Hjartarson, f. 1992. c) Sveinrún Hjartardóttir, f. 1997. Kristbjörg ólst upp í Geirs- hlíð í Hörðudal frá fjögurra ára aldri en hún var sett í fóstur þar hjá frændfólki sínu er hún missti móður sína. Hún flutti síðan til Reykjavíkur ung að ár- um. Kristbjörg vann ýmiss kon- ar störf en lengstan hluta starfsævi sinnar starfaði hún hjá Lækjarási við ræstingar og síðan sem matráðskona þar til hún hætti störfum vegna ald- urs. Hennar aðaláhugamál voru saumaskapur og allt sem sneri að hannyrðum. Útför Kristbjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. október 2018, klukkan 15. Sigvaldi átti 10 systkini og eru tvö þeirra á lífi. Kristbjörg og Sigvaldi eignuðust þrjú börn. Þau eru Hjördís Jóna Sig- valdadóttir, f. 3.8. 1952, gift Hjalta Má Hjaltasyni, f. 18.5. 1949. Börn þeirra eru a) Anna Hjaltadóttir, f. 1971, í sambúð með Ágústi Jó- hannssyni og á hún eina dóttur. b) Kristbjörg Hjaltadóttir, f. 1974, gift Kristjáni Geir Gunn- arssyni og eiga þau þrjú börn. c) Jenný Lind Hjaltadóttir, f. 1979, gift Pálma Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Grétar Jó- hannes Sigvaldason, f. 1.3. 1955, kvæntur Róslindu Jenný Sancir, f. 17.5. 1956. Börn þeirra eru a) Pétur Reynir Jó- hannesson, f. 1973, í sambúð Elsku besta mamma mín. Nú ert þú farin mér frá, söknuður minn er sár og mikill. Hvert á ég nú að leita eða spjalla um heima og geima? Erfitt verður nú að finna þá leið, þú varst alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Hjálp- semi þín og væntumþykja var einstök. Það gaf mér mikið að við systkinin vorum öll hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og fluttir í Sumarlandið. Minningin um þig mun lifa með mér alla tíð og ylja mér um hjartarætur. Far þú í friði, elsku mamma mín. Ástar- og saknaðarkveðja frá þinni elskandi dóttur, Hjördís Jóna. Komið er að kveðjustund. Farin er yfir móðuna miklu elskuleg tengdamóðir mín, Kristbjörg Ólafsdóttir (Lilla), en hún kvaddi þetta jarðlíf að- faranótt 18. október síðastliðinn í faðmi barnanna sinna. Gengin er þar með yndisleg kona sem alltaf var jákvæð í lífinu, kvart- aði aldrei þótt ýmsir erfiðleikar steðjuðu að allt frá barnæsku er hún missti móður sína og báðar ömmur sínar með nokkurra daga millibili aðeins fjögurra ára gömul. Það var henni þung- bær reynsla. Lilla ólst upp eftir það í Dala- sýslu hjá föðursystur sinni og fjölskyldu í Þorgeirsstaðahlíð. Fyrstu kynni mín af Lillu eru þegar ég var að sniglast í kring- um dóttur hennar Hjördísi, henni leist held ég ekkert illa á gripinn sem síðar varð tengda- sonur hennar, hún tók mér ávallt sem einum af fjölskyld- unni, við urðum síðan perluvinir og mestu mátar alla tíð. Ferð hennar til Spánar í fyrra með okkur Hjördísi var henni til mikillar ánægju. Er mér mjög minnisstætt er við spurðum hana hvort hún vildi koma með þangað, þá ljómaði hún eins og sól í heiði, hún naut þess að sitja í sólinni og láta sólbaka sig eins og hún orðaði það. Já, gleði og glettni einkenndi Lillu alla tíð. Hugulsemi hennar við fjöl- skylduna og vini var einstök, aldrei mátti neinn fara svangur frá matarborði hennar en pönnukökur, klattar og kleinur voru þar ávallt til staðar, og minnast barnabörnin hennar þessara kræsinga og ekki síður barnabarnabörnin. Fyrir kom að henni varð fótaskortur á tungunni, er hún orðaði eitthvað öfugt, oft kom það sérlega spaugilega út og vakti það oft mikla kátínu og var þá hlegið dátt, en hún hló þó jafnan allra mest sjálf, og sagði að þetta væri gjöf sem ekki væri öllum gefin. En nú er kallið komið, mín kæra tengdamóðir. Ég veit að þú ert nú komin á góðan stað og þar munt þú örugglega hitta Sigvalda sem umvefur þig kær- leika og þú munt örugglega glettast við ættingja þína sem vafalaust taka vel á móti þér í Blómabrekkunni Kæra Lilla. Nú er horfið brosið þitt bjarta og blíða hjartaþel en þeir sem gáska og gleði skarta guði þóknast vel. (Hmár) Ég kveð þig nú með þessum fátæklegu orðum og þakka þér fyrir allt og allt. Þinn eini tengdasonur, Hjalti Már. Elskuleg tengdamóðir mín, núna ertu fallin frá og þín verð- ur sárt saknað af okkur í fjöl- skyldunni. Mín fyrstu kynni af þér og manni þínum Sigvalda voru fyr- ir 44 árum síðan þegar ég kynntist syni ykkar honum Jóa. Var mér tekið með opnum örm- um og föðmuð og kysst sem ein- kenndi ykkur alla tíð. Þú varst mikil hannyrðakona og húsmóð- ir, bakaðir mikið og tókst slátur í mörg ár, lærði ég það af þér og svo margt fleira. Það var alltaf stutt í hlát- urinn hjá þér og kímnina og var þá mikið hlegið. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa ef þú gast, svo hjartahlý og góð með eindæm- um. Barnabörnin sóttu svo mik- ið í að vera hjá þér enda vissu þau að hverju þau gengu, hlýju knúsi, kossum og kleinum. Minningarnar flæða um hug- ann, þær eru svo margar og all- ar svo góðar. Þín verður sárt saknað en minning þín lifir að eilífu og er ég þakklát fyrir okkar kynni. Elsku Lilla mín, síðustu orð mín til þín voru ég elska þig og þú svaraðir: ég elska þig líka. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Róslinda (Rósa). Mig langar að minnast Krist- bjargar tengdamóður minnar, eða Lillu eins hún var ávallt kölluð. Lilla var algerlega ein- stök kona í alla staði. Ég kynnt- ist henni sem táningur þegar við Hjörtur, sonur hennar, fór- um að vera saman fyrir æði mörgum árum síðan. Það voru ófáar stundir sem ég ungling- urinn sat í eldhúsinu hjá henni og spjallaði nýkomin af hestbaki og naut þess að sitja í hlýjunni með nýbakað bakkelsi. Það er eins og það hægðist á tímanum í eldhúsinu hjá henni og ávallt gaf hún sér tíma til að ræða við mig en líka hlusta á mig. Ég fann alltaf að henni var umhug- að um mig en hún hafði þessa nærveru sem fékk fólk til að sækjast eftir því að vera hjá henni. Þessi eiginleiki kom líka berlega í ljós þegar börnin okk- ar Hjartar áttu í hlut en þau nutu þess og sóttust eftir að fá að vera hjá ömmu sinni. Það var alltaf tími til að ræða málin, spila, lesa og sýna þeim enda dekraði hún við þau á allan þann máta sem hægt er að hugsa sér og það eru dýrmætar minningar sem börnin mín eiga um ömmu sína. Hún var einstaklega heil- steypt kona sem var umhugað um fólkið sitt og vildi ávallt hjálpa öllum. Það virtist líka allt leika í höndunum á henni en þær eru ófáar flíkurnar sem hún saumaði eða prjónaði svo listavel svo ég tali ekki um myndirnar sem hún saumaði út. En hún var líka svolítill prakk- ari og hláturmild með endem- um. Hún gat hlegið sig mátt- lausa að meinlausum óförum bæði sínum og annarra, tala nú ekki um þegar hún mismælti sig og ný orðatiltæki urðu til innan fjölskyldunnar þá grét hún af hlátri. Ófáar minningar á ég um tengdamóður mína og þar sem ég sit og skrifa þessa kveðju þá finn ég að ég á bara góðar minningar um hana og það er mér ótrúlega dýrmætt. Guð geymi þig, elsku Lilla. Þín tengdadóttir, Sigrún Stefánsdóttir. Elsku amma, tengdaamma og langamma. Nú hefur mikið tómarúm myndast sem aldrei verður fyllt en ekkert er eilíft nema minn- ingarnar ómetanlegu sem munu nú hlýja okkur og halda utan um okkur. Minningarnar eru ótal margar og einkennast þær af endalausri þolinmæði, hlýju, ást og að sjálfsögðu heimabök- uðu bakkelsi en það var ávallt á boðstólum hvort sem manni lík- aði betur eða verr. Nýbakaðar kleinur og pönnukökur voru það allra besta og rommí-spila- stundirnar. Gott og hlýtt eyra og ennþá hlýrri faðmur biðu manns alltaf hvenær sem maður kíkti við. Jákvæðni er eitthvað sem þú áttir nóg af og lausnir við öllum heimsins kvillum og vanda- málum. Húmorinn var líka ein- stakur og þá sérstaklega ein- mitt fyrir óförum og mistökum þínum. Munum sérstaklega eft- ir því þegar þú fórst með rusla- pokann með þér í strætó og ætl- aðir síðan aldrei að komast út, því þú hlóst svo mikið. Sumrin í Hlíð eru líka sér- staklega minnisstæð og reyndar gistihelgarnar í bænum líka, þar sem oft var talað um að þyrfti að vigta fyrir og eftir. Það fór ekkert fram hjá þér og varstu einstaklega flink að lesa fólk, aðstæður, nú og veiða upp úr manni eitthvað sem jafn- vel átti ekkert að ræða. Einstök, dýrmæt og forvitin með meiru, en einstaklega skemmtilegt var að fylgjast með því á jólunum þegar þú varst búin að handleika og hnoðast með pakkana til að giska á inn- haldið og kíkja í kortin. Langömmubörnin voru svo heppin að eiga þig að og munu búa að því alla tíð, elsku besta amma Lilla okkar. Við þökkum fyrir svo ótal margt og mikið með botnlausri ást og minning þín mun verma um ókomna tíð. Sú tilhugsun huggar og vermir núna að þið afi eruð nú sameinuð á ný og engir kvillar að hrjá ykkur lengur. Elsku besta amma, við elsk- um þig meira en orð fá lýst. Þar til við hittumst á ný, takk fyrir allt. Þín barnabörn og fjölskyldur, Sigvaldi, Elsa og börn Jóna Dís, Sverrir og börn Pétur, Sigrún og börn. Elsku amma. Um leið og við þökkum fyrir það að hafa verið svo lukkuleg- ar að hafa haft þig hjá okkur langt fram á fullorðinsaldur, þá er okkur á sama tíma afar þungbært að kveðja þig. Allt okkar líf hefur þú fylgt okkur systrum, verið okkar trausta stoð og ein af okkar bestu vinkonum. Við höfum allt- af getað hlegið og grátið saman, en gleði, hlátur og hlátursköst með táraflóði, sem erfitt var að stöðva, erum við systur svo heppnar að hafa bæði deilt með þér og erft frá þér. Það er svo gott að eiga allar þær gleðiminningar sem þú skilur eftir hjá okkur en í kring- um þig var alltaf hlátur, mis- mæli og þá, vegna þess, ennþá meiri hlátur. Ekki er hægt að minnast þín án þess að hugsa til þeirra veit- inga sem stóðu á borðum hve- nær sem einhver kom í heim- sókn. Þér var alltaf svo umhugað um að allir borðuðu vel og aldrei færi neinn svangur frá þér. Pönnukökur sem lang- ömmubörnin segja að séu þær bestu í heimi er eitthvað sem engin leið er fyrir okkur að reyna að toppa. Til þín var alltaf gott að koma, hlýtt og notalegt og jafn- vel þannig að maður passaði upp á að koma ekki of vel klæddur þar sem þér þótti gott að kynda vel, því þér var alltaf kalt. Fjölskyldan sameinaðist í gegnum þig, þú passaðir alltaf vel upp á alla, hvort sem það voru börn, barnabörn eða lang- ömmubörn og var umhugað um að fólkið þitt þekktist og héldi sambandi. Við munum búa að því alla ævi, elsku amma okkar, að hafa þekkt þig, notið góðmennsku þinnar, vináttu og endalauss kærleika. Mikið sem við sökn- um þín, elsku amma, og minn- ingin um þig mun aldrei gleymast. Elsku amma. Hlýtt var þitt hjarta, brosið bjarta. Þín blíðu augu, ljúfa faðmlag. Elskum þig og aldrei gleymum. Þó þú sért farin, ertu ávallt hér. Minningarnar ylja mér. Við sitjum hér eftir með sorg í hjarta. Að heyra aldrei aftur þinn gleðihlátur e okkar harmagrátur. Er afi þig sækir, sæl og glöð þið dansið í fjallasal í fuglasöng um blómadal. Hvíldu í friði, elsku amma, takk fyrir allt, við munum ávallt elska þig. Þínar Anna, Kristbjörg, Jenný Lind og fjölskyldur. Kristbjörg Ólafsdóttir mikið skarð sem erfitt verður að fylla. Ragnar Jón og Anna Fríða. Í dag kveðjum við kæran vin, Karl Harðarson. Við Kalli bund- umst vináttuböndum þegar við vorum á barnsaldri. Við ólumst upp í Vesturbænum, sem þá var enn í mikilli uppbyggingu. Blokkir voru byggðar við Reynimel, Meistaravelli og víðar. Foreldrar Kalla, Hörður og Geirlaug, voru ein af mörgum Vesturbæingum sem byggðu sér íbúð á Meistara- völlum 33 í nágrenni við KR-völl- inn. Þar ólst Kalli upp fyrstu árin við mikið ástríki foreldra sinna og í þessu umhverfi bundumst við æskufélagarnir traustum vináttu- böndum sem entust ævilangt. Æskuárin liðu og Kalli naut góðs uppeldis foreldranna og við tóku unglingsárin. Við fórum ýms- ar leiðir hvað nám varðar og nýir vinir og skólafélagar komu til sög- unnar. Kalli fór í Verslunarskól- ann og eignaðist þar nýjan vina- hóp, en alltaf héldust tengslin við æskuvinina. Á unglingsárunum unnum við strákarnir ýmsa verka- mannavinnu sem var góður skóli Á Verslunarskólaárunum kynntist Kalli eiginkonu sinni, Láru, og varð hún strax einn okk- ar besti vinur. Okkur varð fljótt tamt að nefna þau bæði í sömu andrá því svo náin urðu þau okkur að við fórum ósjálfrátt að líta á þau sem hluta af fjölskyldu okkar. Líf fjölskyldna okkar fléttaðist saman á svo margan hátt. Við ferðuðumst oft saman til útlanda, auk þess sem við fórum um Ísland og eru ógleymanlegar ferðir upp á hálendið þar sem Kalli naut sín við að aka yfir vöð á hinum ýmsu há- lendisvegum. Í ferðalögum okkar kom í ljós hvað Kalli var skipu- lagður og búinn að undirbúa sig og kynna sér staðhætti og aldrei hvarflaði að manni að ekki væri allt öruggt þó að mörg vöðin á há- lendinu væru ógnvekjandi. Á þeim tíma sem Kalli og Lára bjuggu í London heimsóttum við þau og áttum saman góða daga. Eitt sinn fórum við hjónin ásamt Kalla á söngleik, Kalli var á bíl og svo vildi til að stysta leið var að keyra í gegnum Brixton-hverfið í London. Um þessar mundir höfðu geisað þar óeirðir og hafði ég á orði hvort það væri öruggt að fara þar um. „Steini, það hlaupa allir í felur þegar þeir sjá okkur.“ Þetta reyndust orð að sönnu, við urðum ekki vör við neitt á ferð okkar. Þetta er lýsandi dæmi um áræðni og húmor sem Kalli átti nóg af. Marga bíltúrana fórum við saman og oftar en ekki var ekið niður á höfn. Eftir slíkar ferðir var maður öllu fróðari um hinar ýmsu tegundir fraktskipa og hvaða vörur var verið að flytja því Kalli átti gott með útskýra hlutina á einfalda hátt. Kalli heimsótti aldraða móður mína oft á meðan hún lifði, var þeim vel til vina og hafði hún á orði að það væri ekki til betri drengur. Ég held að þeir sem þekktu Kalla geti tekið heilshugar undir þessi orð. Síðustu dagar hafa verið fjöl- skyldu og vinum Kalla erfiðir, hann kvaddi svo skyndilega og okkur fannst að framundan væru tímar þar sem Kalli gæti farið að njóta meira ávaxtanna af því sem hann hafði stofnað til. Við töluðum um að við færum að njóta lífsins, ferðast ennþá meira saman og hann var ákveðinn í að koma því til leiðar að við hjónin lærðum að spila golf. Góður maður er genginn, harm- ur okkar allra er mikill en mestur þó fjölskyldunnar sem sér á eftir eiginmanni, föður, afa, bróður og syni. Hugur okkar er hjá þeim öll- um og berum við þá von í brjósti að minningar um góðan dreng lýsi upp dimma daga. Meira: mbl.is/minningar Þorsteinn og Sigríður. Með söknuði og þakklæti kveð ég þig, minn kæri. Það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í vegferð ThorShip með þér síðastliðin 10 ár. Það er erfitt að finna jafn góða blöndu af heilsteyptum, sanngjörnum og traustum ein- staklingi eins og þú varst. Ákveðnari, samviskusamari og duglegri einstakling en þig er erfitt að finna. Hávær, fyndinn, pólitískur og umfram allt góður vinur sem hafðir skoðanir á öllu og lást alls ekki á þeim. Glerbúrið þitt hér á skrifstof- unni er tómt og hljóðlegt þessa dagana, sem er ótrúlega erfitt að takast á við. Ég er sennilega ekki alveg búin að meðtaka að þú komir ekki aftur. Þetta er svo óskiljanlegt og ósanngjarnt. Við áttum eftir að fram- kvæma svo margt, eins og svo oft kom fram þegar við spjöll- uðum: „Við erum bara rétt að byrja.“ Ég finn til í hjartanu þegar ég hugsa til þess að þú fáir ekki að fylgjast með Emblu og Hauks- syni og öllum hinum litlu fótun- um sem eiga eftir að koma trítl- andi. Fjölskyldan stóð hjarta þínu næst og auðvitað þar með talið foreldrar þínir og systir. Ekkert foreldri á að þurfa að lifa börnin sín. Takk fyrir vináttuna, traustið, samstarfið, samfylgdina og bara allt, minn kæri Kalli. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku Lára, Höddi, Bylgja, Embla, Haukur, Elsa, Auður, Jón, Hörður, Geirlaug og Bryn- dís. Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur ásamt birtu og yl. Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir félaga okkar Karli Harð- arsyni, þessum glaðsinna, hjálp- sama og atorkumikla manni sem nú gengur af velli, öllum að óvörum og í miðjum leik. Fregnin af andláti hans kom okkur grönnum hans sannarlega í opna skjöldu. Við höfðum kynnst honum snemma á þessu ári vegna starfa okkar fyrir nýtt húsfélag á Sel- tjarnarnesi þar sem ögrandi verkefni blöstu við. Karl sat í stjórn félagsins og lá ekki á liði sínu. Hann tók að sér að ganga frá brýnustu verkefnunum og sóttist verkið vel. Þótt honum hafi ekki enst aldur til að ljúka þessu fórnfúsa starfi var það langt komið þegar hann kvaddi og nú njóta félagsmenn góðs af því. Við þökkum Karli fyrir afar ánægjulega viðkynningu og gef- andi samstarf í litla húsfélaginu á Valhúsahæð. Hér sem annars staðar munu verk hans tala. Við kveðjum góðan dreng með sökn- uði og sendum eftirlifandi eig- inkonu Karls, Ragnheiði Láru, börnum þeirra, fjölskyldum og vinum innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. húsfélagsins við Hrólfs- skálamel 1-5, Guðbrandur R. Leósson, Agnar H. Johnson, Gísli Pálsson. Karl Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.