Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
✝ Bergljót Har-aldsdóttir var
fædd að Undir-
vegg í Keldu-
hverfi 6. desem-
ber 1922. Hún
lést á Sólvangi 15.
október 2018.
Foreldrar
hennar voru
Kristbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 15.
október 1887 að
Hrafnsstöðum í Bárðardal,
lést 1922, og Haraldur Sig-
urðsson, f. 9. júlí 1885 að
Meiðavöllum í Kelduhverfi,
lést 1963. Systkini Bergljótar
eru: 1) Kristín Gunnþóra Har-
aldsdóttir, f. 1913, lést 2004.
dóttur og eitt barnabarn. 2)
Jóhanna Margrét, f. 1945.
Hún á einn son og þrjú
barnabörn. 3) Markús, f.
1947. Hann á þrjú börn,
átta barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 4) Jón
Friðrik, f. 1947. Barnlaus.
5) Jökull, f. 1950, lést 1951.
6) Kristbjörg French, f.
1954. Hún á fjóra syni og
fjögur barnabörn. 7) Ástríð-
ur Halldóra, f. 1956. Hún á
tvær dætur og sex barna-
börn.
Bergljót vann ýmis störf,
t.d. framreiðslustörf í Val-
höll á Þingvöllum, umönn-
unarstörf á Bláa bandinu,
vann á síldarplaninu á
Raufarhöfn eitt sumar,
vann í Ingólfskaffi og síð-
ustu árin umönnunarstörf á
Borgarspítalanum.
Útför Bergljótar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 25.
október 2018, klukkan 13.
2) Sigurður Þór-
arinn Haraldsson,
f. 1916, lést 1995.
3) Drengur, f.
1918, lést 1918. 4)
Jón Friðrik Har-
aldsson, f. 1919,
lést 1946. 5)
Kristbjörg Har-
aldsdóttir, f.
1922.
Um tvítugt
flutti Bergljót
suður og kynntist mannsefni
sínu Sigurd Evje. Þau fluttust
að Svartagili í Þingvallasveit.
Þar eignaðist hún sjö börn:
Þau eru:
1) Hrafnhildur Erla, f.
1942, lést 2012. Hún á eina
Það er skrítið og óendanlega
sorglegt að setjast niður og skrifa
minningargrein um elsku bestu
Beggu ömmu.
En ég veit að hún er hvíldinni
fegin eftir langa og viðburðaríka
ævi.
Begga amma er af kynslóð
sem fæðist á fyrra hluta seinustu
aldar og er líklega með síðustu
Íslendingum með alvöru víkinga-
blóð í æðum sínum. Að hlusta á
ömmu lýsa aðstæðum í uppvexti
sínum eða þegar hún var ung
móðir var eins og hún væri að
lesa kafla úr Sjálfstæðu fólki eftir
Halldór Laxness.
Það var oft þröngt í búi og
virkilega barist fyrir lífi sínu og
sinna.
Eljan í ömmu lýsti sér vel þeg-
ar hún keypti íbúðina sína í Álfta-
mýri í Reykjavík um miðja síð-
ustu öld. Þá fór hún á fund
bankastjórans og fékk lán upp á
sinn drengskap og heiður. Vann
svo hörðum höndum til að greiða
það lán og missti aldrei úr
greiðslu. Þetta er svolítið ólíkt
þeirri skriffinnsku og greiðslu-
mati sem ungt fólk þarf að eiga
við á Íslandi í dag.
Ég mun aldrei hætta að vitna í
dugnað og aga Beggu ömmu í
þeim heilsufyrirlestrum sem ég
held reglulega fyrir landsmenn.
Því þegar amma var rúmlega ní-
ræð var hún enn að fara 2-3 ferðir
á dag í stigaganginum í Álfta-
mýrinni á veturna, því veður
leyfði ekki útigöngur. Ég ætla að
vera jafn mikil fyrirmynd í
heilsueflingu og amma var þegar
ég verð níræður.
Prjónaskapur og pönnukökur
er eitthvað sem óhjákvæmilega
kemur upp í huga minn þegar ég
hugsa um Beggu ömmu. Ég er
enn að ylja mér á öllum þeim
prjónaskap sem ég hef fengið í
gjafir frá ömmu í gegnum tíðina
og pönnsurnar hennar lands-
frægar og nær frægð þeirra alla
leið til sólarstranda Benidorm.
Ég mun sakna ömmu mikið en
mun um ókomna framtíð segja
dætrum mínum sögur af henni og
vona að ég nái að halda minningu
hennar á lofti. Þær náðu nú sem
betur fer allar þrjár að knúsa
hana áður en Draumalandið kall-
aði.
Ef það er til himnaríki þá er
amma þar að spila félagsvist við
Binna afa, það eru pönnsur til
handa öllum og harmónikkutón-
list hljómar á fóninum.
Lífs þá endar labb og stjá,
léttur eins og hnöttur,
upp til himins heimi frá
hoppaðu eins og köttur.
(Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti)
Hvíl í friði, elsku amma.
Þinn,
Geir Gunnar.
Við eins árs aldur var ég orðin
ansi fátæk af (lang)ömmum og öf-
um og því var ágætt að þú, eina
amman mín, værir með persónu-
leika á við þrjár. Þú varst alltaf
svo stolt af mér, sama hversu lít-
ilfjörleg afrek mín voru, og lést
mér ævinlega líða þannig að ég
gæti vel sigrað heiminn ef mér
sýndist svo. Nú þegar þú situr al-
sæl og heilbrigð í blómabrekk-
unni, búin að skilja við líkamann
sem fjötraði þig síðustu æviárin,
flæða minningar um þig fram í
huga mér og hjarta. Minningar
um kandísinn sem þú áttir alltaf
þegar ég var lítil og að þú þóttist
ekki taka eftir því þegar ég fékk
mér mola í sjötta sinn. Allir sokk-
arnir og vettlingarnir sem þú
prjónaðir á mig og mína.
Öll spilin og vinátta þín við afa
Binna sem ég vildi svo gjarnan að
yrði maðurinn þinn. Þá gætuð þið
alltaf spilað og enginn þyrfti að
vera einmana. Utanlandsferðirn-
ar þínar sem voru, í barnshug-
anum, stundum svo margar að ég
hélt að þú myndir breytast í út-
lending. Geta þín til að gera fólk
gjörsamlega kjaftstopp, það
hversu hrein og bein þú varst og
brosið þitt sem reyndi stundum
að ná allan hringinn. Jafnframt
minnist ég allra áfallanna sem þú
þurftir að þola á þinni löngu ævi
og getu þinnar til að standa alltaf
upp aftur. Næstsíðasta dag þinn í
þessari jarðvist spilaði ég fyrir
þig lag, Ömmulagið, og mér
finnst viðeigandi að lofa texta
þess að fylgja hér með.
[...]
Þegar þú ert dáin,
gakktu út í bláinn
þar sem bíður þráin eftir þér.
Allt sem ekki máttir
meðan lífið áttir
mátt’ í allar áttir útí blánum trúðu mér.
Þú mátt klífa tinda
og þú mátt hlaup’ og synda
og þú mátt vera þar sem sólin skín.
Og þú mátt liggja dreymin
og þú mátt svífa um geiminn
og mála allan heiminn, allan heiminn
amma mín.
[...]
Og ef til vill að ofan
í gegnum blámann, roðann
er útsýnið ögn öðruvísi en hér.
Þú lítur yfir lífið,
baráttuna, stríðið
með söknuði og kannski líka þökk í
hjarta þér.
(Hljómsveitin Eva)
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þín sonardóttir,
Linda Björk.
Elsku Beggan mín. Haustið
1995 kom Begga sem farþegi til
Benidorm, Levante Club, þar
sem einn af fararstjórum var
undirritaður. Ekki grunaði mig
að við ættum eftir að verða þeir
góðu og traustu vinir sem raun
varð á þrátt fyrir nokkurn ald-
ursmun. Eitthvað tengdi okkur
strax sem ekki er hægt að út-
skýra.
Begga var með á hreinu að ég
væri ég gömul sál og við hefðum
hist áður. „Svo ræðum við það
ekki aftur,“ sagði hún og það
stóð, Begga skynjaði mig og
skildi alla tíð bæði í sorg og gleði,
og einhvern veginn finnst mér að
hún hafi alltaf fylgt mér og geri
enn.
Það var ekkert pláss fyrir leið-
indi í dagsferðum okkar á Íslandi
og alltaf var ég bílstjóri nema
þegar hún keyrði eitt sinn stóra
jeppann minn á strönd.
Hún horfði að vísu undir stýrið
og náði ekki á pedalana en það
skipti ekki máli, hún var að
keyra. Kveð elsku Beggu mína
með þökk fyrir það sem hún hef-
ur kennt mér um lífið og það er
svo sannarlega gott veganesti.
Geymi hjá mér allar minningar
um okkar frábæru stundir sem
við áttum saman.
Þinn
Ingólfur (Ingó).
Það var sumarið 1964 að inn í
þvottahúsið á Uppsalavegi 12
snaraðist hress kona á besta aldri
með bros á vör. Er hún sá dóttur
mína þriggja á gamla sagði hún
„þetta er dóttir Sissu, hún er svo
lík henni“. Þetta eru fyrstu kynni
mín af Beggu frá Kílakoti.
Bergljót og Kristbjörg tví-
burasystir hennar voru fæddar 6.
desember 1922. Móðir þeirra dó
eftir fæðingu þeirra, Begga var
tekin í fóstur í Kílakot en Dodda í
Lón í Kelduhverfi. Þær systur
voru gríðarlega ólíkar enda lífs-
hlaup þeirra ólíkt. Begga fluttist
ung suður, giftist og eignaðist sín
börn og bjó í Svartagili í Þing-
vallasveit.
Við brunann í Svartagili og
skilnað þeirra hjóna fluttist
Begga til Reykjavíkur ásamt
börnum sínum. Þegar blokkirnar
við Álftamýri voru byggðar fór
hún á fund borgarstjóra Reykja-
víkur sem þá var Jóhann Haf-
stein sem síðar varð forsætisráð-
herra.
Þau þekktust því Jóhann hafði
verið í sveit í Kílakoti sem dreng-
ur og sótti hún um tveggja her-
bergja íbúð hjá borginni sem hún
fékk, „út á andlit mitt og kunn-
ingsskap“ eins og hún orðaði það
ætíð sjálf, „ en ég stóð líka við
mitt“ sagði hún eins og hún gerði
ævinlega.
Begga stóð svo sannarlega við
sitt, lagði mikið á sig og vann
langan vinnudag til að standa skil
á sínu og skapa sér og sínum
þetta fallega heimili.
En nú skilja leiðir, Begga hef-
ur fengið langþráða hvíld og skil-
ið við þetta tilverusvið.
Við sendum börnum og afkom-
endum öllum okkar bestu sam-
úðarkveðjur.
Minnumst ógleymanlegra
samverustunda og hlýrra mót-
takna á heimili Beggu. Minnumst
áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á. Guð geymi þig.
Þínir vinir,
Gunnar og Sigríður,
Akureyri.
Bergljót
Haraldsdóttir
Árið 1999 fluttum
við hjónin í nýtt hús
á Dalbraut 16. Þar
kynntumst við
mörgu góðu fólki, þar á meðal
Sigurjóni Ágústssyni og Grétu
konu hans, en við þekktum þau
lítillega áður í gegnum elsta son
okkar, Ara, og tengdadóttur Guð-
björgu Sesselju.
Þau áttu sumarhús í nágrenni
við Ara og fjölskyldu og eins
Gísla bróður minn og hans fjöl-
skyldu.
Með okkur tókst fljótlega
órjúfanleg vinátta. Þau voru afar
ólík. Á þeim var 15 ára aldurs-
munur sem Sigurjón kvað með
vilja gert – hún myndi annast
hann í ellinni.
Minn maður andaðist árið
2001. Þegar við komum heim eft-
ir að hafa vakað með honum síð-
ustu nóttina kom Sigurjón með
blómvönd til mín – slík var þeirra
hugulsemi.
Þegar leið að 80 ára afmæli
Sigurjóns árið 2004 stakk Gréta
upp á að ég kæmi með þeim til
Færeyja með Norrænu og við
tækjum „grænu Grétu“ með (bíl-
Sigurjón
Ágústsson
✝ SigurjónÁgústsson
fæddist 4. ágúst
1924. Hann lést 6.
október 2018.
Útför Sigurjóns
fór fram 16. októ-
ber 2018.
inn). Er ekki að orð-
lengja það – þetta
varð hin yndisleg-
asta ferð – sól og
blíða svo til alla dag-
ana, bæði hér á
landi og í Færeyj-
um.
Við höfðum tekið
upp á þeim sið að
drekka saman
morgunkaffi og
spila nokkra um-
ganga af rommí og áttum við þrjú
saman margar góðar stundir,
sumarferðir og í raun vetrarferð-
ir líka því við fórum alltaf í skóg-
inn þeirra og sóttum jólatré á
hverju ári.
Þau hjónin voru miklar barna-
gælur og nutu barnabörnin mín
þess í ríkum mæli. Þetta voru
yndisleg ár sem urðu þó allt of fá,
Gréta veiktist og dó svo langt fyr-
ir aldur fram.
Við Sigurjón héldum áfram
morgunspilamennskunni okkar
svo lengi sem hans heilsa leyfði
en síðustu árin dvaldi hann á
hjúkrunarheimili.
Og nú er Sigurjón vinur okkar
allur. Slæmt þótti mér að geta
ekki fylgt honum síðasta spölinn
en hugga mig við að hann hafi
fengið góðar viðtökur hinum
megin.
Ég sendi börnum þeirra og af-
komendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Anna Margrét Jafetsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL SKÚLASON
endurskoðandi,
sem lést 13. október, verður jarðsunginn
frá Hjallakirkju, Kópavogi, föstudaginn
26. október klukkan 13.
Ólafía Katrín Hansdóttir
Valdís Brynja Þorkelsdóttir
Ingiríður H. Þorkelsdóttir
Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson
Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir, tengdafaðir, bróðir, afi,
og langafi,
ÞORGRÍMUR Á. GUÐMANNSSON
Lerkidal 20, Reykjanesbæ,
áður Hraunbæ 108, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
17. október.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 26. október klukkan 13.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og
hlýhug.
Þorbjörg K. Þorgrímsdóttir Ragnar A. Gunnarsson
Vilmundur A. Guðmannsson
afa- og langafabörn
Minn heittelskaði lífsförunautur,
dóttir mín og systir okkar,
JÓHANNA BJÖRG PÁLSDÓTTIR
Mánatúni 1,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
mánudaginn 29. október klukkan 13.
Þau sem vilja minnast hennar eru beðin um að láta Kattholt,
Geitfjársetrið á Háafelli eða MS félagið njóta þess.
Lana Kolbrún Eddudóttir
Páll Brekkmann Ásgeirsson
Svala Pálsdóttir
Páll Pálsson
Elskuleg systir okkar,
BRYNDÍS KRISTÍN MCRAINY
ÞORVALDSDÓTTIR
Hampton VA, USA,
er látin. Útförin hefur farið fram í Hampton,
þar sem Bryndís bjó síðastliðin 60 ár.
Systkini hinnar látnu
Ástkær eiginkona, móðir, amma
og langamma,
ÁSTA KR. JÓNSDÓTTIR
lést 11. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðmundur Þ. Agnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar