Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 64

Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Sigurður H. Svavarsson er hreinræktarður Dalamaður ogreyndar flestum fremur Haukdælingur en faðir hans er fráHömrum í Haukadal og móðir hans frá Vatni í sömu sveit. En þú varst nú samt alinn upp í Reykjavík, Sigurður? „Ja, svona kannski rétt yfir bláveturinn. En ég var öll sumur hjá fóstra mínum og föðurbróður og konu hans, að Stóra-Vatnshorni í Haukadal, fram yfir fermingu. Þar fékk ég sveitamennskuna beint í æð sem og hestamennsku. Ég hélt upp á afmælið í Samskipahöll- inni á laugardaginn var. Þar ilmaði allt af hrossalykt eins og vera bar og ég var þar með Októberfest og sjálfur klæddur Lederhosen að suður-þýskum sið – bauð upp á bradwurtz-pylsur og fleira í stíl við þemað, enda var mikið sungið og dansað. Þarna kom fram í máli manna að ég hafi farið 70 sinnum í göngur með Haukdælum. Geri aðrir betur. Og ekki nema fimmtugur.“ Sigurður er kvæntur Þórlaugu Hildibrandsdóttur sem starfar hjá Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar og eru börnin þrjú. Sjálfur er hann rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Grafarholti. Sigurður er ekki bara hestamaður heldur söngmaður og for- maður Brokkkórsins, sem er kór hestamanna á höfuðborgarsvæð- inu. En kemur hann saman ferskeytlu, skammlaust? „Ég er svo oft veislustjóri, að ég hef orðið að hnoða ýmsu saman sem á að syngja við lagleg lög. En það verða auðvitað aðrir að meta hvernig til hefur tekist hjá mér,“ segir þessi hrókur alls fagnaðar. Alvöru veisla Siggi og Þórlaug á Októberfestinu í Samskipahöllinni. Hesta-, sveita- og söng- maður af guðs náð Siggi Svavars er orðinn fimmtugur L ára Björnsdóttir fædd- ist á Stöðvarfirði 25.10. 1943 og ólst þar upp til 11 ára aldurs: „Þá var Stöðvar- fjörður lítið sveita- og sjávar- útvegspláss. Lífið snérist um fisk og sauðfé, rófur, hænsni, fjalla- grös og ber. Við börnin nutum náttúrunnar, víðáttu og frelsisins og eignuðumst snemma hlutdeild í lífsbaráttu hinna fullorðnu.“ Vorið 1954 flutti fjölskyldan til síldarbæjarins Siglufjarðar: „Ég upplifði nýju heimkynnin sem heimsborg. Þar var iðandi mannlíf á sumrin, allstaðar af á landinu og auk þess Norðmenn, Færeyingar, Rússar og Hollendingar. Allir að vinna í síld eða spekúlera í síld. Á veturna færðist svo ró yfir plássið, allt fór á kaf í snjó, heimamenn tóku fram skíðin og undirbjuggu nýja síldarvertíð á komandi sumri. Stjörnubjört vetrarkvöldin á Siglufirði eru ógleymanleg. Þar voru góðir skólar sem lögðu traustan grunn að frekari mennt- un og ég eignaðist marga af mín- um bestu vinum sem urðu sam- ferða í MA og flestir lengur.“ Fjölskyldan flutti síðan á Egils- staði 1961 er Lára var kominn í MA. Lára hafði að sjálfsögðu verið í síldarsöltun á Siglufirði en vann svo tvö sumur við að koma upp og starfrækja söluskála Kaupfélags- ins á Egilsstöðum. Lára lauk stúdentsprófi frá MA 1963, lauk prófi í félagsráðgjöf frá Danmark Sociale Højskole 1968 og lauk MA-prófi í Social and Community Work frá University Lára Björnsdóttir, fv. félagsmálastjóri – 75 ára Gengið á Spáni Lára hefur gengið víða á erlendri grund. Hér er hún með hópi í göngu í Katalóní sl. september. Lífsglaða amman syndir í sjó og þrammar á fjöll Á Bessastöðum Lára tekur við ridd- arakrossi íslensku fálkaorðunnar. Blönduós Gyða Dröfn Þórðardóttir fæddist 10. febrúar 2018 kl. 9.51. Hún vó 4328 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Ósk Pálmadóttir og Þórður Ármann Lúthers- son. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. USIN Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Lúsíulestin komin Verð kr. 15.900 Stærð 48x23 cm Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.