Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 65
of Bradford á Englandi 1986. Eftir nám í félagsráðgjöf var Lára félagsráðgjafi við nýstofnaða fjölskylduráðgjöf Kaupmannahafn- arborgar og hóf störf hjá Reykja- víkurborgar haustið 1969. Þá var verið að stofna Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sem sá um fé- lagslega þjónustu og barnavernd. Þar starfaði Lára sem félags- ráðgjafi, deildarfulltrúi og loks yf- irmaður fjölskyldudeildar til 1974. Hún starfaði síðan á BUGL, Kópavogshæli, hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og loks fram- kvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar 1990-94. Hún var svo félagsmálastjóri Reykjavíkur- borgar 1994-2006 og skrifstofu- stjóri í Velferðarráðuneytinu 2008- 2014. Frá opinberum starfslokum hef- ur Lára sinnt margvíslegri ráð- gjöf, handleiðslu og kennslu. Lára hefur skrifað fjölda greina og bókakafla og haldið ótal fyrir- lestra. Lára var sæmd gullmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar, Rósinni, frá Minningarsjóði Ástu B. Þorsteinsdóttur, er heiðurs- félagi Átaks, félags fólks með þroskahömlun, og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2016. Áhugamál Láru hafa löngum snúist um hennar störf, barna- börnin, náttúru landsins og sælu- reitinn Mólæk í Hítardal sem eiginmaður hennar kom upp fyrir fjölskylduna. Hún er í fjölda „systrasamlaga“, stundar göngu- ferðir af kappi og fer nú reglulega í sjósund. Fjölskylda Eiginmaður Láru var Ingólfur Hjartarson, f. 7.9. 1942, d. 29.7. 2010, hrl. í Rvík. Foreldrar hans voru Hjörtur Hafliðason, f. 13.7. 1913, d. 28.4. 2010, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og k.h., Guð- björg Hólmfríður Einarsdóttir, f. 8.12. 1916, d. 21.4. 1998, húsfreyja. Börn Láru og Ingólfs eru 1) Jón, f. 6.12. 1967, tölvunarverk- fræðingur en kona hans er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir fornleifafræð- ingur og eru barnabörnin Halldór Rúnar, f. 1991, Iðnunn, f. 1997, og Elísabet, f. 2007; 2) Hildur Björg, f. 5.8. 1973, sérfræðingur í heim- ilislækningum en maður hennar er Hákon Magnússon flugstjóri og eru barnabörnin Ingólfur, f. 2014, Rebekka Lára, f. 2003, Hekla, f. 2002, og Hákon, f. 1998 og 3) Björn Freyr, f. 5.12. 1977, verk- efnastjóri en kona hans er Birna Hlín Káradóttir hdl. og eru barna- börnin Húni Ingólfur, f. 2005, Birnir Kári, f. 2008, og Kolbeinn Uni, f. 2016. Foreldrar Láru voru Þorbjörg Jónína Einarsdóttir, f. 16.8. 1915, d. 11.6. 2005, húsfreyja og verka- kona, og Björn Stefánsson, f. 7.4.1910, d. 5.8. 1997, kaupfélags- stjóri á Stöðvarfirði, Siglufirði og hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og síð- ar erindreki Áfengisvarnaráðs í Reykjavík. Þau bjuggu síðast á Hóli í Stöðvarfirði. Úr frændgarði Láru Björnsdóttur Lára Björnsdóttir Valgerður Björnsdóttir húsfreyja í Rvík Stefán Guðnason verslunarmaður í Rvík Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur Friðjón Stefánsson rithöfundur Þorsteinn Stefánsson rithöfundur í Kaupmannahöfn Kristín Rósa Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Erlendur Þorsteinsson b. á Kirkjubóli í Stöðvarfirði Guðbjörg Erlendsdóttir húsfreyja á Ekru Jónína Þorbjörg Erlendsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Björn Jónsson skólastjóri í Vík í Mýrdal Þorbjörg Jónína Einarsdóttir húsfreyja Björn Einarsson tæknifræðingur í Kópavogi Björn Björnsson dr. í líffr. hjá Hafró, í Kópavogi Eysteinn Björnsson rith. og kennari í Rvík Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir hjúkrunarfr. og guðfr. í Svíþjóð Einar Stefán Björnsson yfirlæknir í Rvík Margrét Stefánsdóttir húsfreyja í Dölum Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld í Rvík Ingunn Stefánsdóttir húsfreyja í Stærri-Árskógum Vihjálmur Þ. Gíslason kólastjóri og útvarpsstjóri Þór Vilhjálmsson dómari sAuður Eir Vilhjálmsdóttir prestur Gylfi Þ. Gíslason prófessor og ráðherra Vilmundur Gylfason alþm. og ráðherra Björn Stefánsson b. í Dölum við Fáskrúðsfjörð og kaupm. á Búðum Ólöf Herborg Björnsdóttir húsfreyja Stefán Þorsteinsson útvegsb. í Fáskrúðsf., á Nesi í Loðmundarf. í Reyðarfirði, síðast í Rvík Stefanía Jónsdóttir húsfreyja á Eyri Þorsteinn Lúðvíksson Kemp b. á Eyri við Fáskrúðsfjörð Björn Stefánsson kaupfélagsstj. á Akranesi, Stöðvarf., Sigluf. og hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum Sveinn Benediktsson útvegsb. á Búðum í Fáskrúðsfirði Benedikt Sveinsson trésmiður í Rvík Áslaug Benediktsdóttir kennari í Rvík Björg Einarsdóttir starfsmaður á tilraunastofunni á Keldum Einar Benediktsson útvegsb. og símst.stj. á Ekru í Stöðvarfirði Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja í Hamarsfirði Benedikt Benediktsson b. í Hamarsfirði ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Jón Guðlaugur Kristinn Eiríks-son fæddist í Garðhúsum íGerðahreppi, 25.10. 1902. Hann var sonur Eiríks Guðlaugs- sonar, útvegsbónda í Garðhúsum og síðar á Meiðastöðum, og Guðrúnar Bjarnadóttur húsfreyju. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Marta Jónsdóttir, dóttir Jóns Diðrikssonar, bónda í Einholti í Biskupstungum. Þau eignuðust þrjár dætur og son, Guðfinnu, Eirík, Guðrúnu og Huldu, en fóstursonur Jóns var Guðmundur Agnar Er- lendsson. Marta lést á besta aldri, árið 1948. Seinni kona Jóns var Ingibjörg Ingólfsdóttir, alþm. í Fjósatungu í Fnjóskadal Bjarnar- sonar. Jón flutti með foreldrum sínum að Meiðastöðum 1916 og átti þar heima lengst af síðan. Hann og bræður hans, Sumarliði og Guðlaugur, kall- aðir Meiðastaðabræður, voru ötulir athafnamenn, kirkjuræknir og söng- menn góðir. Var til þess tekið að mikið vantaði upp á kirkjusönginn í Útskálakirkju ef þeir bræður for- fölluðust. Jón lærði ungur á harmoniku og var jafnan fjölmennt er hann lék fyrir dansi á Vatnsleysuströnd, í Höfnum, Njarðvík, Keflavík, Garði og Sandgerði. Jón var bóndi og útgerðarmaður á Meiðastöðum 1928-47 og gerði lengi út bátinn Hákon Eyjólfsson, með Guðlaugi, bróður sínum. Hann var síðan kaupfélagsstjóri við Kaup- félagið Ingólf í Sandgerði 1947-53 og stundaði síðan lengst af fisk- verkun og fiskkaup á Meiðastöðum. Jón sinnti ýmsum félags- og trún- aðarstörfum í sínu byggðarlagi. Hann var lengi sýslunefndarmaður frá 1954, var gjaldkeri Búnaðar- félags Gerðahrepps um árabil frá 1937, sat í skólanefnd Gerðahrepps frá 1938 og í sóknarnefndinni frá 1944. Hann var mikill bindindis- maður og gegndi trúnaðarstörfum fyrir góðtemplara. Hann sat í áfeng- isvarnanefnd frá 1944 og var æðsti- templar í stúkunni Framför 1944-55. Jón lést 14.12. 1983. Merkir Íslendingar Jón Eiríksson 90 ára Ástríður Elín Björnsdóttir 85 ára Jón B. Hafsteinsson 80 ára Anna Björk Guðbjörnsdóttir Heba Guðmundsdóttir Þórarinn Björn Gunnarsson Þórdís Karlsdóttir 75 ára Birna Bjarnadóttir Eyrún Sigríður Kristjánsdóttir Kristín Björnsdóttir Lára Björnsdóttir Pétur V. Maack Pétursson Þorgerður Arnórsdóttir 70 ára Aida Lebunfacil Magnusson Álfheiður Friðþjófsdóttir Erling Ragnarsson Ósk M. S. Guðlaugsdóttir Reynir Pétur Steinunnarson Sigríður B. Guðmundsdóttir Sæmundur Jónsson Valgerður Marinósdóttir 60 ára Anna Þórný Annesdóttir Árni Þorgilsson Ásgeir Friðgeirsson Baldvin Valdemarsson Nicholas Anthony Cathcart-Jones Vilhelm Páll Pálsson 50 ára Almario Misal Algarme Ármann Guðmundsson Árný Margrét Eiríksdóttir Binh Chanh Ly Einar Már Garðarsson Gróa Halla Hákonardóttir Hildur Fríða Þórhallsdóttir Hrafnhildur Hreinsdóttir Jaroslaw Grzegorz Sledz Lóa Kristín Guðmundsdóttir Ra Ong Phumatphon Sigurður H. Svavarsson Sólveig H. Sveinbjörnsdóttir Stefanía Á. Bjarman Valdís Eyja Pálsdóttir 40 ára Anna Bryndís Blöndal Arnór Hans Þrándarson Christina Guenther Dóra Björg Axelsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Ingvar Þrándarson Jóhann G. Harðarson Lauris Bremmers Lilja Þorgeirsdóttir Mariusz Slawomir Flak Óli Már Ólason Sára Patursson Sigurður Freyr Bjarnason Tomas Jatautas Trausti Ásgeirsson Þorsteinn J. Guðmundsson Þórhildur Löve 30 ára Arnar Jón Óskarsson Dana Ýr Antonsdóttir Einar Örn Einarsson Gyða Guðmundsdóttir Loreyn Torres Guzman Natalía Anna Önnudóttir Nick Ward Óðinn Örn Sævarsson Rebekka Rut Skúladóttir Selma Dröfn Sigurðardóttir Vífill Gústafsson Þorgrímur Þórisson Til hamingju með daginn 30 ára Vífill býr í Reykja- vík, lauk BSc-prófi í við- skiptafræði frá HÍ og er fjárfestingaráðgjafi hjá er- lendu fyrirtæki. Maki: Tinna Laxdal Gautadóttir, f. 1988, leik- skólakennari. Dætur: Efemía, f. 2008; Ólivía, f. 2013, og Alex- andra, f. 2017. Foreldrar: Gústaf Vífils- son, f. 1963, og Ragnheið- ur Erla Rósarsdóttir, f. 1962. Vífill Gústafsson 30 ára Rebekka býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ, er flugfreyja hjá Icelandair og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Bergur Guðjóns Jónasson, f. 1987, við- skiptafr. hjá Air Atlanta. Börn: Karitas Hanna, f. 2013; Bóas Skúli, f. 2015, og Högni Freyr, f. 2018. Foreldrar: Þórdís Jóna Rúnarsdóttir, f. 1958, og Skúli Guðmundsson, f. 1957. Rebekka Rut Skúladóttir 30 ára Dana ólst á Dalvík og í Skagafirði, býr á Ak- ureyri, lauk stúdentsprófi í Svíþjóð og stundar nám í skapandi tónlist við Tón- listarskólann á Akureyri. Synir: Sólon Eldur, f. 2012, og Sesar Máni, f. 2013. Foreldrar: Inga María S. Jónínudóttir, f. 1968, og Anton Páll Níelsson, f. 1966, en þau eru bæði reiðkennarar við Háskól- ann á Hólum. Dana Ýr Antonsdóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Þægindi og hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.