Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Æðisleg húsgögn
frá Recor
Fáanleg í eik og hvítu háglans
Veggfastur skenkur: Verð 176.700 kr.
Hár skápur: Verð 179.900 kr.
Hilla: Verð 52.000 kr.
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú glímir við vandamál sem veldur
þér miklum heilabrotum. Sýndu aðgæslu í
fjármálum og farðu ekki út í neinar skuldbind-
ingar nema þú sért með allt á hreinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Sumum hlutum fær enginn breytt.
Veltu öllum lausnum fyrir þér, kannski ganga
þær og kannski ekki. Slettu stundum úr klauf-
unum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það getur reynst nauðsynlegt að
koma að málum úr ólíkum áttum og er raunar
lykillinn að því að skilja þau og brjóta til
mergjar. Gefðu þér tíma til þess að hvílast inn
í milli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu í skemmtiferð eða nýttu þér
kvikmyndir og/eða íþróttir til að gera daginn
ánægjulegan. Sittu stundum auðum höndum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum aðra
en vertu sanngjarn því aðrir geta líka séð í
gegnum þig. Afgreiddu deilumál sem fyrst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar að brjóta af þér hlekki van-
ans. Hvað tefur? Nú er að hrökkva eða
stökkva. Einhver slær þér gullhamra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að verja sem mestum tíma með
börnum og líttu um leið til barnsins í þér sjálf-
um. Einhver er þögull sem gröfin um framtíð-
arplön sín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að hafa gætur á óþol-
inmæðinni og finna þér eitthvað til dundurs.
Það renna á þig tvær grímur þegar þú færð
boð í brúðkaup.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að láta ekki alla skapaða
hluti hafa svona mikil áhrif á þig. Biddu um
hjálp ef þú þarft. Einhver sem þú ert nýbú-
in/n að kynnast siglir undir fölsku flaggi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert svo upptekin/n af ákveðinni
hugmynd í vinnunni að þú getur ekki með
nokkru móti sleppt henni. Hlustaðu á þinn
innri mann þegar kemur að því að meta ást-
arsambandið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki deigan síga þótt menn
sýni hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga.
Með góðri skipulagningu tekst þér að láta allt
ganga upp, enda ertu snillingur í að skipu-
leggja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Farðu varlega í hverju því sem þú tek-
ur þér fyrir hendur í dag. Ef þú getur ekki
samglaðst öðrum ættirðu að fara á nám-
skeið.
Jón B. Stefánsson sendi mértölvupóst sem mér þótti vænt
um:
„1. Það var eitt sumarið um viku
af júní að ég var einn á bæ. Sat ég í
makindum við stofugluggann og
fylgdist með fénu tínast úr túninu
með lömbin því öll hlið stóðu opin
og kvisturinn orðinn grænn sem var
merki um að óhætt væri að sleppa
fénu í úthagann. Málarar voru ný-
búnir að mála öll þök rauð og vega-
gerðarmenn að rykbinda veginn
með salti og sóttu kindur í það.
Þá varð þessi litla vísa til:
Glingra ég við græna pyttlu
og geri bæinn rauðan.
Á vegasalti lömbin litlu
leika sér við dauðann.
2. Þessi vísa varð til þegar ég var
með seinni skipunum að skila fram-
talsgögnum til endurskoðandans:
Letin mér um treður tær
og telst það varla borgun
að það sem átti að gera í gær
ég geri kannski á morgun.
3. Konan mín var í sumar-
bústaðnum með nokkrum bekkjar-
systrum úr MR og ákváðu þær að
framlengja dvölina og bað hún að
sér yrði send ginflaska með tilfall-
andi ferð. Ég brást vel við en sendi
með flöskunni þessa vísu.
Sem á glóðum ganga skalt þá glóir vín.
Ég vel það þekki, vinan mín,
að vandi er að gæta sín.“
Ólafur Stefánsson yrkir með sól-
skinskveðjum frá sólarlöndum:
Uppi í tungum, ofar svarta flóa
allt of snemma fór að kafasnjóa
Börnin af kæti
sér kunn’ ekki læti
og í fátinu fótbraut sig tófa.
Mér finnast þessar vísur Jónasar
Hallgrímssonar alltaf jafn
skemmtilegar:
Bósi! geltu, Bósi minn!
En bíttu ekki, hundur!
ella dregur einhver þinn
illa kjaft í sundur.
Hafðu ekki á þér heldra snið
höfðingja, sem brosa,
en eru svona aftan við
æru manns að tosa.
Þessi staka Guðmundar Arn-
finnssonar er undragóð:
Ég þarf ekki að grafa gull,
glitrar lífsins straumur.
Tilveran er töfrafull
en tíminn alltof naumur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bréf að austan
og fréttir af tófu
„AF HVERJU KEMURÐU TIL MÍN?
FARÐU OG ÞEFAÐU UPP VANDAMÁL HJÁ
EINHVERJUM ÖÐRUM.“
„ER MÖGULEGT AÐ FÁ SMÁ ÞJÓNUSTU
HÉRNA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hjúfra sig upp við
arineldinn með þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER SAGT AÐ LÍFIÐ
SÉ EINS OG ÞJÓÐVEGUR
JÁ, ÞAÐ ER
SATT
OG MÁNUDAGAR ERU
HOLURNAR Í VEGINUM
ÞÚ ÞARFT AÐ TAKA
ÞESSAR PILLUR Á
HVERJUM DEGI ÞAÐ SEM
ÞÚ ÁTT ÓLIFAÐ!
ÆTTI ÉG
AÐ HAFA
ÁHYGGJUR
AF AUKA-
VERKUNUM?
BARA EF ÞÚ HEFUR ÁHYGGJUR
AF GJALDÞROTI!
Sjónvarpsþættirnir „Making aMurderer“, sem sýndir eru á
Netflix-streymisveitunni, vöktu um-
talsverða athygli þegar þeir komu út
rétt um jólin 2015, en þeir greindu
frá lífshlaupi Stevens Avery, manns
frá Wisconsin sem þurfti að dúsa á
bak við lás og slá í 18 ár fyrir nauðg-
un, en í ljós kom að hann hafði verið
tekinn fyrir af fógetaembættinu í
sýslunni sinni og setið saklaus inni.
Um það leyti sem hann var að fara
að fá dæmdar skaðabætur fyrir það
var hann hins vegar handtekinn fyr-
ir morð og dæmdur til lífstíðarfang-
elsis.
x x x
Þegar þættirnir komu fyrst útvöktu þeir mikið umtal, enda
virtist sem ýmislegt hefði verið
brogað við rannsókn seinna málsins,
og jafnvel sterkur grunur um að
menn tengdir viðkomandi fógeta-
embætti hefðu tekið höndum saman
til þess að gulltryggja það að
sönnunargögnin bentu á Avery.
Þrátt fyrir það var enn hægt að velta
fyrir sér hvort hann væri sekur eða
saklaus.
x x x
Nú er komin önnur sería af sömuþáttum, sem fylgist með til-
raunum Averys og lögfræðings hans,
Kathleen Zellner, til þess að tryggja
honum önnur réttarhöld, en hún er
sannfærð um að Avery sé saklaus.
Er í seinni seríunni farið nokkuð vel í
það hvernig Zellner rífur í sig hvert
sönnunargagnið gegn Avery á fætur
öðru og reynir að sá efa í huga áhorf-
andans. Og tekst býsna vel.
x x x
Ekki síður áhugavert er að fylgjastmeð örlögum frænda Averys,
Brendan Dassey, sem dæmdur var
fyrir sama glæp í lífstíðarfangelsi.
Sá dómur byggðist hins vegar ein-
göngu á játningu Dasseys, sem virð-
ist nokkuð augljóslega hafa verið
fengin með kúgun lögreglumann-
anna sem yfirheyrðu hann þegar
hann var 16 ára að fjarstöddum lög-
manni eða forráðamanni. Að áhorfi
loknu virðist nokkuð ljóst að hér hef-
ur verið framið dómsmorð, og að það
er eitthvað verulega mikið að banda-
rísku réttarfari. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið.
Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi.
(Jóh: 11.25)