Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Barna- og unglingabókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs verða afhent í
sjötta sinn á þriðjudaginn kemur í
óperuhúsinu í Ósló í tengslum við
þing Norðurlandaráðs. Líkt og fyrri
ár nemur verðlaunaféð 350 þús-
undum danskra króna í hverjum
verðlaunaflokki, sem samtals eru
fimm, þ.e. á sviði bókmennta, tónlist-
ar, kvikmynda og umhverfismála.
Alls voru tólf bækur tilnefndar til
verðlaunanna í ár eða jafnmargar og
í fyrra. Tilnefndu bækurnar geta
mest orðið fjórtán. Dómnefndir
stóru málsvæðanna fimm (Noregs,
Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands
og Íslands) mega hver um sig til-
nefna tvö verk sem komið hafa út á
síðustu tveimur árum, en allar bæk-
urnar komu út í fyrra. Dómnefndir
minni málsvæðanna (Færeyja,
Grænlands, Álandseyja og samíska
tungumálasvæðisins) mega tilnefna
eitt verk hver sem út hafa komið á
seinustu fjórum árum, en færeyska
bókin kom út 2017 og sú samíska
2014. Annað árið í röð var engin bók
tilnefnd af hálfu Grænlendinga. Ein
bókanna er bæði framlag Finna og
Álendinga, sem ekki höfðu tilnefnt
bók tvö ár í röð.
Bak við ystu sjónarrönd
Í blaðinu á morgun verður fjallað
um framlag Dana, Norðmanna,
Íslendinga og Sama, en í dag er
sjónum beint
að framlagi
Færeyinga,
Finna, Álend-
inga og Svía.
Svo skemmti-
lega vill til að
allar bæk-
urnar fimm
sem rýnt er í í
þessum fyrri
pistli eiga það sameiginlegt að fjalla
með einum eða öðrum hætti um
þrána – hvort heldur hún birtist sem
forvitni fyrir hinu óþekkta, sköp-
unarþrá eða græðgisleg löngun eftir
auðæfum og völdum.
Træið eftir Bárð Oskarsson er
þriðja bók höfundar sem tilnefnd er
til barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Árið
2014 var hann tilnefndur fyrir Flata
kanínan og 2016 fyrir Stríðið um tað
góða grasið. Bárður Oskarsson hlaut
fyrr í þessum mánuði barna- og ung-
mennabókmenntaverðlaun Vest-
norræna ráðsins 2018 fyrir Træið.
Allar bera bækurnar þrjár skýr höf-
undareinkenni, þar sem unnið er
með stórar heimspekilegar spurn-
ingar í mínimalískri útfærslu bæði
hvað varðar myndefni og texta.
Træið hefst á vangaveltum kanín-
unnar Bob um hvað leynist hinum
megin við tréð sem ber við sjóndeild-
arhringinn, en Bob hefur aðeins einu
sinni hætt sér í áttina að trénu áður
en hundur hræddi hann í burtu.
Stuttu síðar birtist Hilbert, vinur
hans, sem segist oftsinnis hafa farið
handan trésins og að þar sé ekkert
spennandi – aðeins meira af því
sama sem dýrin þekki nú þegar.
Raunar segist Hilbert hafa flogið um
allan heim, en nennir ekki að sýna
Bob hvernig hann fer að því.
Træið veitir engin skýr svör, en
vekur lesendur til umhugsunar um
það hverjum sé treystandi og hvort
ómaksins vert sé að sjá og upplifa
hlutina með eigin augum.
Græðgin gleypir allt
Næstu fjórar bækar eiga það sam-
eiginlegt að stelpur eru í aðalhlut-
verkum. Fyrst ber að nefna ævin-
týraskáldsöguna Kurnivamahainen
kissa (Kisan með garnirnar gaul-
andi) eftir Magdalenu Hai sem
Teemu Juhani myndskreytti, en
Finnar tilnefnda ávallt eina bók á
finnsku og aðra á
sænsku.
Sagan Kurni-
vamahainen
kissa, sem rýnir
las í sænskri þýð-
ingu Emils Joh-
ansson, er sögð
eins og ævintýri
sem gerst hafi
fyrir óralöngu í fjarlægu landi þar
sem allt er af skornum skammti
nema þurrkur og fátækt. Söguhetja
bókarinnar er minnsta stúlkan í
heiminum, en hún er minni en íkorni
og með hendur á stærð við blóm
smárans. Líkt og aðrir þegnar
landsins lifir hún við matarskort, en
auk þess er hún einmana og afskipt.
Dag einn hittir hún risastóran svart-
an kött með gaulandi garnir, sem
hyggst éta stúlkuna í einum munn-
bita, til að seðja hungur sitt. Stúlkan
biður sér griða og þau komast að
samkomulagi um að hún fái einn dag
til að finna aðra fæðu fyrir köttinn.
Á ferðalagi þeirra um ríkið hitta
þau meðal annars íbúa sem gripið
hafa til þess ráðs að borða eigin
drauma og hugsanir til að halda lífi,
þótt þau hafi þá ekkert lengur til að
lifa fyrir. Smám saman kemst stúlk-
an að því að ástæða þess að allt í
heiminum er af skornum skammti
stafar af því að kötturinn er hægt og
rólega að verða búinn að éta allt sem
fyrirfinnst, hvort heldur það eru
dýr, korn, skóglendi eða vatn. Þrátt
fyrir að með stúlkunni og kettinum
takist góður vinskapur lendir hún að
lokum einnig í maga hans. Þar hittir
hún fyrir hinn illúðlega herra Ós
Eðjandi og þarf að ráða niðurlögum
hans í von um að bjarga jafnt vini
sínum og heiminum öllum.
Magdalena Hai skrifar heillandi
táknsögu um græðgina og skelfileg-
ar afleiðingar hennar sem auðveld-
lega má heimfæra upp á samtímann.
Á sama tíma er þetta saga um gildi
vináttu og hugrekkis andspænis
ógnvekjandi andstæðingi. Svart-
hvítar teikningar Teemu Juhani
gegna mikilvægu hlutverki í verk-
inu. Þær eru fullar af lífi, húmor og
fínlegum smáatriðum sem gaman er
að rýna í.
Dýrmæti perluvina
Hin bókin sem Finnar tilnefna er
jafnframt framlag Álendinga, en það
er ævintýraskáldsagan Pärlfiskaren
– legenden om ögonstenen (Perlu-
kafarinn – sagan um augasteininn)
eftir Karin Erlandsson. Um er að
ræða fyrstu barna- og ungmennabók
Erlandsson, sem fyrir hönd Álend-
inga var tilnefnd til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs 2015 fyrir
skáldsöguna Minkriket.
Höfundur skapar hér töfrandi
fantasíu þar sem vinátta, forvitni og
græðgi eru lykilþemu. Undirtitill
bókarinnar vísar í perlu sem býr yfir
þeim mætti að svala allri þrá þess
sem finnur hana. Sögumaður er Mir-
anda sem frá unga aldri hefur verið
perlukafari og fórnað öðrum hand-
leggnum í kjaft rósarhákarls í leit að
verðmætum hafsins. Hverri kynslóð
gefst eitt tækifæri
til að leita auga-
steins og nú er
komið að Mir-
öndu, sem líkt og
fjöldi annarra
barna og ung-
menna er mun-
aðarlaus vegna
leitar foreldranna.
Aðstæður haga
því svo að hin talsvert yngri Syrsa,
sem einnig hefur misst handlegg í
hákarlskjaft, slæst í för með henni.
Til að byrja með eru samskipti
stúlknanna stirð, en þegar Syrsa
lendir í höndum hinnar illgjörnu og
gráðugu Iberis þarf Miranda að gera
upp við sig hvort fjarlægur draumur
sé meira virði en samkennd og vin-
átta. Höfundur hefði að ósekju mátt
undirbyggja ögn betur þá breytingu
sem á Miröndu verður, en að öðru
leyti er framvindan þétt. Þrátt fyrir
að þræðir sögunnar séu dregnir
saman í bókarlok leynir sér ekki að
von er á framhaldi, enda ýmsu enn
ósvarað.
Frjáls eins og fuglinn
Fågeln i mig flyger vart den vill
(Fuglinn í mér flýgur hvert sem
hann vill) eftir Söru Lundberg nefn-
ist önnur tveggja bóka sem Svíar til-
nefna í ár. Er þetta í annað sinn sem
Lundberg er tilnefnd, því hún var til-
nefnd 2013 fyrir myndabókina Vita
streck och Öjvind. Nýja bókin henn-
ar er ævisöguleg myndasaga um
bernsku sænsku listakonunnar
Bertu Hans-
son sem fædd-
ist 1910 og
lést 1994. Hún
ólst upp í sveit
í Hammerdal í
Jamtalandi,
yngst fjög-
urra systkina.
Brauðstritið
tekur alla orkuna í fátæku bænda-
samfélagi og fáir sem skilja skap-
andi þörf ungu stúlkunnar, allra síst
faðir hennar – enda myndlistin ekki
alvörustarf og alls ekki starf fyrir
konu. Berklaveik móðir hennar styð-
ur listsköpun dótturinnar og Berta
er sannfærð um að teikningar henn-
ar og leirfuglar hjálpi móðurinni að
berjast fyrir lífi sínu. Þegar móðirin
deyr missir Berta trúna á hæfileika
sína um stund, en fær að lokum ekki
afneitað sköpunarþránni og gerir þá
táknræna uppreisn þegar hún lætur
baunasúpuna viljandi brenna við
meðan hún les bók í rólegheitum.
Sara Lundberg er undir sterkum
áhrifum frá Bertu Hansson í mynd-
rænni útfærslu bókarinnar. Sköp-
unargleði og frelsisþrá Bertu er
miðlað með litsterkum myndum þar
sem fuglar og trjáklifur gegna mikil-
vægu hlutverki. Björtu litirnir víkja
þegar drunginn og vonleysið taka yf-
ir, en snúa aftur undir lok bókar
þegar ljóst er orðið að faðir Bertu
hyggst leyfa henni að mennta sig.
Hér er um einstaklega fallega og
eigulega bók að ræða. Ljóst er að
vandað hefur verið til verka á öllum
póstum og sem dæmi skrifar menn-
ingarblaðamaðurinn Alexandra
Sundqvist ljómandi eftirmála um
ævi og list Bertu Hansson. Það er
engin furða að Fågeln i mig flyger
vart den vill hlaut bæði Augustpriset
2017 og myndabókaverðlaunin Snö-
bollen.
Gættu þess hvers þú óskar
Skáldsagan Norra Latin eftir
Söru Bergmark Elfgren er hitt
framlag Svía þetta árið. Bókinni er
best lýst sem
ráðgátu eða fant-
asíu á mörkum
sakamálahefðar
og hrollvekju þar
sem galdrar og
yfirnáttúrlegir
atburðir gegna
stóru hlutverki
og frásagnar-
gleðin er við
völd. Af slíkri
bók að vera er hún einstaklega vel
plottuð frá höfundarins hendi, en
hefði alveg þolað að vera stytt smá-
vegis, enda tæpar 600 blaðsíður að
lengd og verður ögn teygð á kafla.
Táningsstúlkurnar Clea og Tamar
skiptast á að segja söguna í fyrstu
persónu, en þegar á bókina líður fær
rödd úr fortíðinni sífellt meira vægi.
Í upphafi bókar eru þær báðar að
byrja á leiklistarbraut í mennta-
skólanum Norra Latin í Stokkhólmi.
Clea, sem er vinsæl og þegar búin að
hasla sér völl sem leikkona, byrjar
brátt með sætasta stráknum í skól-
anum. Tamar er aftur á móti óörugg
og feimin og gengur erfiðlega að
eignast vini í bekknum, enda nýflutt
í bæinn. Ekki bætir síðan úr skák að
hún er skotin í Cleu.
Nemendur Norra Latin eru sér
meðvitaðir um dularfulla fortíð skól-
ans, en 1949 hvarf unglingspilturinn
Erling Jensen samtímis því sem
einn kennari skólans lést. Síðan þá
hafa nokkrir nemendur lent í dular-
fullum slysum. Clea og Tamar sog-
ast inn í atburðarás sem einkennist
af valdagræðgi og forsögulegum
kröftum og lesendum verður brátt
ljóst að við þurfum að gæta þess
hvers við óskum. Þótt fantasían sé í
forgrunni vinnur höfundur afar vel
úr lykilþemum á borð við vináttuna,
einsemdina, einelti, ofbeldi í nánum
samböndum og vanda þess að vera
unglingur jafnt í fortíð og nútíð.
Áskorun Litla stúlkan endar í maga svarta kattarins og kemst þá að því hvers vegna hungur hans er óseðjandi.
Hvert leiðir þráin okkur?
Berklaveik Berta er sannfærð um að teikningar hennar og leirfuglar hjálpi móðurinni að berjast fyrir lífi sínu.
Fyrri umfjöllun Morgunblaðsins um verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið