Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 70

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljónið heitir ný skáldsaga Hildar Knútsdóttur sem kom út sl. mánu- dag. Í bókinni segir frá Hólmfríði Kristínu Hafliðadóttur, sem alltaf er kölluð Kría. Hún flyst til Reykja- víkur frá Akureyri með fjölskyldu sinni til að hefja nýtt líf eftir atvik á Akureyri, sem hún vill alls ekki tala um. Hildur hefur áður sent frá sér skáldsögur fyrir fullorðna og óhugnanlegar ævintýrabækur fyrir ungmenni og skrifaði líka tvær Dodda-bækur með Þórdísi Gísla- dóttur. Ljónið er mikil bók að vöxt- um, öðrum þræði unglingasaga en undir niðri kraumir óhugnaður eins og kemur smám saman í ljós. Síðustu bækur Hildar voru verð- launatvíleikurinn Vetrarfrí og Vetrarhörkur og Hildur segir að Ljónið sé einnig byrjun á bókaröð, en nú verði það þríleikur: „Það er stefnan að næsta bók komi út á næsta ári, ég er komin langleiðina með hana, búin að skrifa svona helminginn.“ — Öðrum þræði er Ljónið þroskasaga ungrar stúlku sem er að finna sjálfa sig, en svo er líka dulrænn þáttur í sögunni. Hvernig verður svona bók til? „Yfirleitt þegar ég fer að skrifa bækur þá koma nokkrar hug- myndir saman, oft svolítið ómót- aðar. Mig langaði að skrifa um ein- hvern sem hefur lent í atburðum eins og þeim sem Kría verður fyrir á Akureyri, um einhvern sem lendir í samskonar hringiðu og hún, sem ég ætla kannski ekki að uppýsa nánar um hérna. Mér fannst aftur á móti vanta eitthvað meira í söguna. Svo var ég að skoða fasteignaaug- lýsingar, eins og ég held að mjög margir af minni kynslóð geri reglu- lega, og rakst á fasteignaauglýs- ingu með húsi í Skólastræti sem var til sölu. Mér fannst það svo magnað hús þegar ég skoðaði myndir af því og hugsaði: hér getur eitthvað skrýtið hafa gerst.“ — Nú máttu ekki skilja það svo að ég sé að kvarta, en þetta er býsna löng bók. „Mig langaði að skrifa langa bók af því að ég elska langar bækur, þó mér finnist líka stundum mjög gaman að lesa stuttar, niðursoðnar bækur. Ég hef þó aldrei skrifað svona langt, en mig langaði til að prófa það. Ég var með pínu áhyggj- ur af því að ritstjórinn minn myndi láta mig skera eitthvað niður, en það var ekki.“ — Hvernig kom Kría inn í líf þitt? „Hún er kannski svolítið mótuð af sinni æsku og atburðum fyrir norðan. Ég var að reyna að ímynda mér hvernig maður væri ef maður hefði ekki haft það mjög gott og svo er hún kemur til Reykjavíkur er hún mjög skeptísk á að lífið verði eitthvað betra. Þegar hún svo sér glitta í að það geti verið þá grípur hún gæsina.“ Stelpur eru ófrjálsari — Eins og ég nefndi þá er í bók- inni dulræn ógn sem kemur æ bet- ur í ljós eftir því sem líður á sög- una, en það er líka önnur ógn, öllu venjulegri, eða eins og Kría hugsar með sér á einum stað: „Hún vissi nefnilega hvað var stundum gert við stelpur.“ „Ég held að stelpur séu almennt mjög meðvitaðar um þetta. Kría og vinkona hennar fara að rannsaka hvarf unglingsstúlku sem hverfur 1938 og hvað finnst okkur líklega að hafi komið fyrir þrettán ára stelpu sem hverfur? Svo langaði mig líka að koma inn á það sem þær eru að tala um, hvort strákur eigi að fylgja heim stelpu, því það er svo hættulegt. Maður heldur að maður sé öruggari ef strákur fylgir manni heim en svo segir tölfræðin að það sé líklegra að það sá strákur sem beiti mann ein- mitt ofbeldi. Svo ef vinkona þín fylgir þér — hvernig á hún þá að komast heim? Svo veit ég um stelp- ur sem hefur verið nauðgað af leigubílstjórum. Öll þessi skilaboð sem stelpur fá frá samfélaginu und- irstrika að þær eru ófrjálsari í sam- félaginu og ég held að það sé bara viðvarandi í lífi margra stelpna.“ Rosalegar tilfinningar í spilinu — Samband Kríu og vinkvenn- anna er líka mikilvægur þáttur í bókinni, en það kallar líka á flækjur og ein lýsandi setning snýr að því: „„Veistu,“ sagði hún. „Stundum, þá vildi ég óska þess að ég væri strák- ur. Það getur verið svo ógeðslega flókið að eiga vinkonur.““ „Það var mjög skemmtilegt að skrifa þessa bók því ég var svolítið að endurlifa mín menntaskólaár. Ég man einmitt þegar ég var á þessum aldri, þá tóku vinirnir alveg rosalega yfir og þá sérstaklega vin- konurnar. Það var ótrúlegt hvað við vinkonurnar vorum gjörsamlega inni í lífi hver annarrar; við vissum allt og við ræddum allt í þaula: „hann sagði þetta og ég sagði þetta, á ég þá að segja þetta ... ?“ Það voru rosalegar tilfinningar í spilinu og þetta var einhvernveginn ótrúlega gefandi, en svo var líka erfitt ef það urðu einhverjir árekstrar. Mér finnst sambönd unglingsstúlkna áhugaverð — ég hef aldrei á ævinni upplifað meiri afbrýðisemi eða höfnun en þegar ég var á þessum aldri, því vinkonurnar voru lífið. Ég held að vinkonur eigi kannski nánara samband en strák- ar sem getur verið ótrúlega gefandi en líka mjög erfitt.“ — Þú nefnir það að vinkonurnar tali saman og hjálpi hver annarri, en ef Kría hefði verið opnari við vinkonur sínar, talað meira við þær, þá hefði henni farnast betur. „Ég held það sé oft þannig að maður miklar hlutina fyrir sér. Maður heyrir kannski af fólki sem hefur burðast með eitthvert leynd- armál lengi og segir svo frá því og þá segja allir bara: nú, já.“ Vinkonurnar voru lífið  Ljónið er upphaf á nýjum þríleik Hildar Knútsdóttur  Endurlifði sín menntaskólaár við bókarskrifin  Að söguhetjunni steðjar tvennskonar ógn, önnur dulræn en hin öllu venjulegri Morgunblaðið/Eggert Skemmtilegt Hildi Knútsdóttur langaði að skrifa langa bók af því hún elskar langar bækur. Hrakinn, eftir danska höf-undinn Astrid Saal-bach, er saga mannssem lendir sannarlega í hrakningum. Hann er staddur í skíðaferðalagi ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur stálp- uðum börnum. En hann er ekki með hugann við snæviþaktar brekkur eða huggulegar stundir í skíða- skálunum. Þess í stað bíður hann stanslaust eftir að síminn titri í úlpuvasanum. Samt var það hann sem vildi fara í ferðina. Einn dag titrar síminn í vasa hans í miðri brekku, þar sem hann stansar. Það hefði hann betur ekki gert. Skáldsagan, sem á upprunalega málinu ber heitið Fordrivelsen, kom út árið 2011 í Danmörku og er það undirritaðri hulið hvers vegna ákveðið var að gefa hana út á ís- lensku sjö árum síðar. Bókin fékk sæmilega dóma í heimalandinu á sínum tíma og er ekki að sjá að hún hafi verið þýdd á mörg önnur tungumál. Engu að síður er sagan ágætislestur. Fyrir slysið var hinn danski Andreas fjölhæfur viðskiptamaður og átti sitt eigið fyrirtæki. Eftir slysið man Andreas ekki hvað hafði átt sér stað í lífi hans mán- uðina á undan. Eftir slysið vissi Andreas ekki hvers vegna hann hafði stansað í miðri brekku. Eftir slysið vissi Andreas ekki af leynd- armálinu sem hann hafði haldið frá öllum í kring um sig. Lesandi Hrakins fylgist með Andreasi læra á lífið upp á nýtt. Ekki er nóg með það að hann þurfi að læra að ganga og skrifa að nýju, heldur þarf hann að byrja nýtt líf, fjarri fjölskyldu sinni, vegna leyndarmálsins sem hann skilur ekki sjálfur. Það er gaman að fylgjast með Andreasi, en höggið sem hann fékk af árekstrinum virðist hafa valdið því að í hann vantar allar hömlur, bæði hvað varðar nokkrar grunnþarfir mannsins og að segja allt sem Hefði betur ekki stansað í brekkunni Skáldsaga Hrakinn bbbnn Eftir Astrid Saalbach. Þýðandi: Arnrún Eysteinsdóttir. Draumsýn gefur út. 2018. Kilja, 291 bls. ÞORGERÐUR ARNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.