Morgunblaðið - 25.10.2018, Side 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Weleda hreinar
náttúrulegar olíur
Njóttu þess, að dekra við húðina ! Meiri ánægja,
meiri næring, meiri vörn.
Weleda olíurnar hafa áhrif á líkama og sál.
Weleda olíurnar mýkja húðina með virkum
náttúruefnum.
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir
Netverslun: heimkaup.is, heilsuhusid.is, lyfja.is,
mstore.is Weleda.is
HREIN OLÍA,
HREIN ÁNÆGJA,
HREIN UMHYGGJA
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Horfið ekki í ljósið heitir nýútkomin
skáldsaga Þórdísar Gísladóttur,
hennar fyrsta skáldsaga, en hún
hefur gefið út fjölmargar bækur
aðrar. Í bókinni rifjar kona upp
æsku sína og fram á fullorðinsár og
fléttar saman við frásagnir af for-
mæðrum sínum, en fljótlega áttar
lesandinn sig á því að það er ekki
öllu að treysta sem sagt er frá.
— Þú hefur gefið út slatta af bók-
um, ljóðabækur, barnabækur og átt
þátt í tveimur mjög fínum unglinga-
bókum með Hildi Knútsdóttur, en
þetta er fyrsta skáldsagan.
„Ég byrjaði reyndar að skrifa
þessa bók fyrir fjórum árum og veit
ekki hvers vegna, ég hef aldrei
ákveðið að skrifa eitt frekar en eitt-
hvað annað. Ég hef skrifað ljóða-
bækur, barnabækur og kennslu-
bækur en ég veit ekki af hverju ég
hef ekki skrifað skáldsögu fyrr. Ég
fékk svosem hvatningu frá útgef-
anda mínum, en þetta var samt eitt-
hvað sem bara byrjaði, en óx mjög
hægt — ég byrjaði fyrir fjórum ár-
um en í janúar á þessu ári var þetta
ekki nema 25 vélritaðar síður. Ég
var svolítið að strika út í nokkur
ár.“
— Það er mikið svefnleysi í þess-
ari bók, en sá tími þegar maður er
vakandi en aðrir sofandi er mjög
sérstakur.
„Það er satt, það er einhver
stemmning á svoleiðis tíma. Ég
glími þó ekki við svefnleysi, en hef
alltaf verið svefnstygg og verið and-
vaka á tímabilum. Það er þó ekki
eins alvarlegt og þessi kona.“
— Ég hef lesið tíst frá þér þar
sem þú hefur kvartað yfir svefnleysi
og velti því fyrir mér þegar ég las
bókina hvort það hefði verið þú sem
var að tísta eða hvort það var sögu-
persónan.
„Það var örugglega hún, en það
hafa komið tímabil þar sem ég hef
vakað aðeins of mikið.“
— Horfið ekki í ljósið snýst meðal
annars um minni en, eins og þú seg-
ir snemma í bókinni: „Við erum öll
óáreiðanlegir sögumenn.“
„Þetta kom dáldið til af því að ég
fann dagbækur sem ég hafði skrifað
fram að því að ég var um tvítugt og
fór að blaða í þeim. Ég er ekki búin
að lesa þær mjög vel en ég hef skrif-
að þær frá því ég var fimmtán eða
sextán ára og þangað til ég var tutt-
ugu og tveggja eða þriggja.
Ég fletti þeim í gegn, las búta hér
og þar, og þá komst ég að því að
maður man margt vitlaust. Eitthvað
sem ég hafði ímyndað mér að væri
svona og svona var ekki rétt sam-
kvæmt þessum bókum sem ég ætti
að geta treyst af því ég skrifaði í
þær einum til tveimur dögum eftir
að atburðirnir gerðust. Sumt mundi
ég nokkurn veginn, en annað ekki,
mundi kannski að eitthvað hefði
komið fyrir mig en það kom kannski
fyrir vinkonu mína.“
— Minnið er náttúrlega ekki
geymsla, það er vinnslustöð — við
erum alltaf að búa til nýja og, von-
andi, betri mynd af fortíðinni ...
„ ... og setja þetta í samhengi. Svo
skoðar maður einhverjar myndir og
svo segir einhver eitthvað við mann
að þetta hafi verið svona og hinseg-
in — það er allavegana ekki hægt
að treysta minningum.“
— Annað sem ég tók eftir er að í
bókinni bregður varla fyrir karl-
manni nema þá í aukahlutverkum,
það er bara einn maður sem fær
þokkalegt hlutverk í henni.
„Það er satt hjá þér, þetta eru
eiginlega bara konur, en það var
ekkert endilega markmiðið hjá
mér.“
— Amman á erfitt samband við
karlmenn, mamman á kannski ekki
erfitt, en óvenjulegt samband við
karlmenn og svo er það sögukonan,
sem á líka í óvenjulegu sambandi
við karla, án þess ég vilji þó segja of
mikið.
„Það er svosem óljóst, þannig séð,
hvert hennar samband er við karl-
menn í nútímanum, þegar hún er að
skrifa söguna, en hún á í fjöl-
breyttum samskiptum.
Kannski er partur af því sem ég
er að reyna að segja í bókinni, einn
þráðurinn, það hve það skiptir
miklu máli hvernig fortíðin eltir fólk
í gegnum kynslóðir, það sem börn
upplifa fer með þeim.
Þessi manneskja lærir það að
konur þurfa ekki endilega karlmenn
og þeir geta verið einhverskonar
dragbítar.“
— Svo er það einsemdin; í bók-
inni segir svo: „Það er til nístandi
einsemd sem brýtur fólk niður en
svo er líka til einsemd sem hægt er
að njóta og læra að meta.“
„Það er stundum þægilegt að
vera einn, hugsa um sjálfan sig og
kannski er maðurinn alltaf einn,“
segir Þórdís og skellir uppúr. „Með-
an fólki líður ekki illa í sinni ein-
semd þá er alveg hægt að kunna að
njóta þess, að vera einn eða ein í
friði.
Það er alltaf verið að tala um að
fólk þurfi að vera með öðru fólki, en
ég held að það mætti líka kenna
fólki eða benda því á að stundum er
bara gott að vera ein og hugsa sinn
gang.“
— Þú dregur okkur áfram og
fram og aftur í tíma en endir bókar-
innar er óræður, þó ég vitni ekki í
hann hér til að spilla ekki fyrir
væntanlegum lesendum.
„Mér finnst gaman að leika við
lesandann, búa til óvæntar tenging-
ar og vekja spurningar og þetta er
líka svolítið eins og lífið er, það ger-
ast óvæntir hlutir.“
„Við erum öll
óáreiðanlegir
sögumenn“
Fyrsta skáldsaga Þórdísar Gísladótt-
ur kemur út Hún fjallar meðal ann-
ars um það hvernig fortíðin eltir fólk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óvænt Þórdísi Gísladóttur finnst gaman að leika við lesandann, búa til óvæntar tengingar og vekja spurningar.
hann hugsar. Á tímabili óttast
hann að typpið á honum detti af,
svo oft þarf hann að fullnægja sér.
Hann má ekki hugsa eina hugsun
um fyrrverandi eiginkonu sína.
Þjónustustúlkan má ekki vera í
þröngum bol.
Hann á erfitt með að komast aft-
ur inn í hlutina á skrifstofunni og
meðeigendurnir halda honum vilj-
andi frá því sem máli skiptir. Það
skilur Andreas ekki, en lesandinn
skilur upp á tíu.
Sagan af Andreasi er sæmilega
skrifuð og léttlesin, en fær lesand-
ann þó öðru hvoru til að staldra
við. Honum er einnig haldið ágæt-
lega við efnið með hæfilega ófyrir-
sjáanlegri atburðarás. Líklega er
sagan þó ekki besta verk Saalbach,
en í Danmörku er hún margrómuð
fyrir leikritaskrif sín.
Léttlesin Sagan af Andreasi er sæmilega skrifuð og léttlesin, en fær lesand-
ann þó öðru hvoru til að staldra við, segir m.a. um bók Astrid Saalbach.