Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 72

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 HA PPATALA • D AGSINS ER •72 TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Japanir eru músíkalskir og það er gott að spila fyrir þá. Ég kem mjög oft fram í Japan, sem er að verða eins og mitt annað heimili. Í Japan spilaði ég í fyrsta sinn árið 1965 og þar líður mér vel. Þegar mér var boðið að halda tónleika með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Japan þáði ég það auðvitað,“ segir Vladimar Ashkenazy, aðalheiðurshljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, þegar blaðamaður hitti hann og Þórunni eiginkonu hans í Hörpu að lokinni æfingu með Sinfóníu- hljómsveitinni. Spilar tærar en sjáandi Í Japansferðinni leikur píanóleik- arinn Nobuyuki Tsujii með hljóm- sveitinni. „Nobu, sem er blindur frá fæð- ingu, er einstaklega góður píanó- leikari sem spilar tærar en margur annar sem hefur fulla sjón. Nobu er harðduglegur, hann elskar tónlist og helgar sig henni ásamt því að vera góður félagi. Ég er viss um að Sinfóníuhljómsveit Íslands á eftir að slá í gegn með Nobu í heimalandi hans, Japan,“ segir Vladimir Ash- kenazy sem stjórnar Sinfóníu- hljómsveitinni í Japan og á tón- leikum í Hörpu í dag kl. 18. Uppselt er á tónleikana en þeir verða teknir upp í mynd og streymt beint af vef Sinfóníuhljómsveitar- innar og útvarpað beint á Rás 1. Efnisskrá tónleikanna í dag er sú sama og flutt verður í Japan. „Það er að mörgu að hyggja þegar efnis- skráin er ákveðin. Ég hef áhuga á að flytja ákveðin verk, píanóleikar- inn óskar eftir að spila önnur og tónleikahaldarar hafa óskir um efn- isval. Ég var ákveðinn í því að flytja verkið „Jökulljóð“ sem ég bað vin minn Þorkel Sigurbjörnsson að semja árið 1998 en hann fór allt of snemma frá okkur. Við minnumst þess að Sigurbjörn hefði orðið átt- ræður á árinu,“ segir Ashkenazy og bætir við að Japanir hafi viljað heyra tónverk frá Rússlandi þaðan sem hann er ættaður og fyrir valinu varð píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rakhmanínov. „Þriðja verkið sem við flytjum í kvöld er sinfónía nr. 2 eftir finnska tónskáldið Jean Síbelius. Í Japans- ferðinni flytjum við einnig píanó- konsert nr. 2 eftir pólska tónskáldið Frédéric Chopin en það verk flutt- um við ásamt Nobu í Eldborg í apríl síðastliðnum,“ segir Ashkenazy sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn árið 1972 og var í vor sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslensks tónlistar- og menningar- lífs. Gott að spila í Japan Sinfóníuhljómsveit Íslands verður á ferðalagi í þrjár vikur og ferðast vítt og breitt um Japan. Hljóm- sveitin heldur 12 tónleika í 11 borg- um á sinni fyrstu tónleikaferð til Asíu en tvö ár eru síðan ákveðið var að fara ferðina. „Það er einstaklega gott að spila í Japan. Þar er klassísk vestræn músík í hávegum höfð og aðbúnaður fyrir tónlistarmenn og tónlistarhald mjög gott auk þess sem japanskir hlustendur eru frábærir,“ segir Ashkenazy og bætir við að Japanir séu mjög skipulagðir og kurteisir. Ashkenazy er íslenskur ríkis- borgari en hefur búið ásamt eigin- konu sinni í Sviss síðastliðin 40 ár. Hann kemur reglulega til Íslands og stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni. Hann segir ekki miklar breytingar á sveitinni en hún sé alltaf verða betri og betri og hann sé þess alveg viss að hljómsveitin slái í gegn í Japan. „Fyrir 50 árum vissu fáir í Japan eitthvað um Ísland en nú þekkja flestir landið og vita hvar það er. Það er mikil tilhlökkun fyrir komu sveitarinnar til Japan,“ segir Ashkenazy og bætir við að það auki enn á tilhlökkunina að Nobuyuki Tsujii, sem sé þekktur í Japan og hafi komið fram í öllum helstu tón- leikahöllum heims, sé einleikari tón- leikaraðarinnar. Nobu sé stór- stjarna í Japan og hafi unnið til gullverðlauna í Van Cliburn- píanókeppninni árið 2009. Ashkenazy hlakkar til upphit- unartónleikanna fyrir Japansferð- ina í kvöld og ferðalagsins með Sin- fóníuhljómsveitinni í byrjun nóvember. „Góður svefn, gott mataræði og að gera enga vitleysu gerir það að verkum að ég kvíði því ekki að fara í langt og strangt ferðalag um Japan heldur hlakka til að takast á við verkefnið,“ segir Ashkenazy, sem fagnaði 81 árs afmæli í sumar. Blindur einleikari með Sinfóníunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upphitun Vladimar Ashkenazy og Nobuyuki Tsujii á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir tónleika kvöldsins.  Upphitun fyrir Japansferð í kvöld  12 tónleikar í 11 borgum  Ashkenazy segir Nobu einstaklega góðan píanóleikara  Japanir miklir músíkantar  Jökulljóð Þorkels Sigurbjörnssonar með í för Stundum ströggla lista-menn allan sinn feril viðað finna nákvæmlega úthverjir þeir eru, og fyrir hvað þeir standa. Mjög margir komast aldrei að því og bregða sér því í margra kvikinda líki eft- ir því hvað er í tísku þá og þá stundina, í von um að fá hlust- un, fá spilun, fá athygli. Allir vilja vera sér- stakir svo þeir standi út úr, en samt ekki of sérstakir. Það eru nefnilega svo margir í þessum heimi ægilega spéhræddir og í raun þora þeir ekki að vera þeir sjálfir. Þannig er því alls ekki farið með Bjarney Önnu Jóhannesdóttur, öðru nafni Fnjósk, sem var að senda frá sér sína fyrstu plötu undir því nafni. Hún hittir naglann beint á höfuðið með nafni plötunnar og fyrsta lag- inu sem jafnframt er titillagið, „Who are you?“. Lagið er gríp- andi og í textanum er fólk beðið um að líta í eigin barm og finna út hvert það sjálft sé. Það er líklega næstmikilvægasta spurning sem mannkynið getur velt fyrir sér, strax á eftir „Er guð til?“. Þetta titillag er frábær opnun á plötunni en er svo bara alls engin undantekning, því á eftir fylgja sjö lög sem öll eru jafnstórkost- leg. Þau eru misgrípandi, fyrsta og síðasta lagið, „Enough“, eru með bestu krækjurnar og maður fær þau fyrst á heilann, en hvert eitt og einasta lag er spennandi, flókið, og með djúpum pælingum í textunum. Samt hljóma lögin oft sakleysisleg, en það er sko bara á yfirborðinu. Bjarney tæklar einelti, óöryggi og alls kyns vandamál í textum sínum en gerir það með svo mik- illi gleði og sköpunarkrafti að það er einhvern veginn allt í lagi að hugsa um öll þessi málefni. Text- arnir enda líka flestir vel. „Movie Monster“ er til dæmis um ein- hvern sem horfir á skrýmsla- hryllingsmyndir til að takast bet- ur á við hryllinginn sem hefur átt sér stað í alvörunni, og bendir á hið augljósa: Það er hægt að slökkva á hryllingnum í myndinni hvenær sem er, en í lífinu heldur sársaukinn áfram, því við menn- irnir erum alvöru skrýmslin. Þetta er svo svakalega djúpt en samt líka alveg augljóst þegar maður hefur komið auga á það. Bjarney Anna er alvöru lista- maður með endalaust mikið að gefa heiminum. Hún er frumleg í lagasmíðum sínum og textagerð, og útsetningar laganna eru á þeim stórkostlegu mörkum þegar eitt- hvað er svo flókið að það hljómar einfalt. Mér dettur stundum í hug hljóðheimur listamanna frá sjö- unda og áttunda áratugnum, eins og Beach Boys eða fyrri plötur David Bowie. Það er listræna þarna, það eru ævintýraleg stef sem skreiðast að manni úr öllum áttum en passa samt öll akkúrat þar sem þau eru. Rödd Bjarneyjar er há og tær og hljómar eins og ekkert annað í þessum heimi, og það er líka það sem hún stendur fyrir. Hún er hún, rétt eins og ég er ég og þú ert þú og öll erum við fullkomin eins og við erum og eigum ekkert að vera að reyna að vera einhver annar. Til hamingju, Bjarney, að hafa uppgötvað þetta svona snemma á þínum ferli. Maður getur farið að hlakka til allra platnanna sem hún mun gefa okkur. Þessi fyrsta Fnjósk-plata er að minnsta kosti stórfenglegt listaverk! Hver ert þú? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stórkostleg Bjarney Anna Jóhannesdóttir gengur undir listamannsnafninu Fnjósk. Fyrsta breiðskífa hennar er stórkostlegt listaverk, að mati rýnis. Popp Fnjósk – Who are you bbbbb Fnjósk gefur út átta laga diskinn Who are you. Lagasmíði, söngur og hljóðfæra- leikur: Bjarney Anna Jóhannesdóttir. Upp- tökustjóri, hljóðfæraleikari og galdrakall: Kristján Edelstein. Hljóðblöndun og mast- ering: Styrmir Hauksson. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.