Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  256. tölublað  106. árgangur  TÓK ÖRBIRGÐ OG HARÐNESKJU BROSANDI LÆRT UM FYRSTU HJÁLP Í ÓBYGGÐUM YFIRSPENNTI LÖG- REGLUMAÐURINN Í HINUM SEKA FARARSTJÓRAR ÞURFA AÐ KUNNA 12 JAKOB CEDERGREN 30BÓK BJARNA UM SÉRA ÞÓRÐ 31 Útfarir og erfi- drykkjur hafa tekið nokkrum breytingum hér á landi síðustu ár. Að sögn El- ínar Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra Útfarar- stofu kirkju- garðanna, kjósa sífellt fleiri að láta skrá sinn hinsta vilja og koma því á framfæri hvernig útför viðkomandi skal háttað. „Fólk vill einfaldlega að athöfnin og veitingar í henni endur- spegli líf sitt,“ segir Elín. „Auðvitað fer þetta svolítið eftir aldri. Útfarir eru mismunandi eftir því hvort viðkomandi var tvítugur eða níræður. En það er staðreynd að sumir kjósa frekar að boðið sé upp á kampavín en rjómatertur,“ segir hún. Mikil fjölgun er á útförum sem fara fram í kyrrþey. Voru þær 2% allra útfara árið 2010 en voru komn- ar í 12% í fyrra. hdm@mbl.is »4 Kjósa frekar kampa- vín en rjómatertur Kona fer í stríð, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hlaut Kvikmyndaverð- laun Norðurlandaráðs og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á verðlaunaafhendingunni sem fór fram í Ósló í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt árlega í fimm flokkum og fær hver að launum 350 þúsund danskar krónur. Þetta er í annað sinn sem Benedikt vinnur til kvikmyndaverðlaunanna en hann skrifaði einnig hand- rit myndarinnar ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Þeir gáfu aðalpersónu mynd- arinnar, sem leikin er af Halldóru Geirharðsdóttur, orðið í þakkarræðunni og hvöttu stjórnmálamenn áfram í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ör sé lítil bók með stórt hjarta. Hún sé full af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli sem spyrji jafnframt áleitinna spurninga. ash@mbl.is 2 Tvenn verðlaun til Íslendinga Ljósmynd/Johannes Jansson/norden Kvikmyndaverðlaun Benedikt Erlingsson með Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Kona fer í stríð. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur verð- launin en hann fékk verðlaunin einnig árið 2015 fyrir Hross í oss. Benedikt leikstýrði myndinni og skrifaði handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni.  Kona fer í stríð og Ör eftir Auði Övu Bókmenntaverðlaun Auður Ava Ólafsdóttir tekur við bókmenntaverðlaun- unum úr hendi Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, fyrir skáldsöguna Ör.  Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi erlendis frá 2010. Lang- flestir, eða 126, hafa lokið náminu frá Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari embætt- is Landlæknis við fyrirspurn Morgunblaðsins um læknanámið. Tilefnið er mikil fjölgun ís- lenskra læknanema í Slóvakíu en þeir eru um 160 í haust. Við það bætast 60 læknanemar í Ungverja- landi og í öðrum löndum. Benda þessar tölur til að fjöldi ís- lenskra læknanema ytra skipti orð- ið hundruðum. Almennt þurfa þeir sem ljúka læknanámi erlendis að taka kandídatsár á Íslandi. »10 Ásókn í læknanám erlendis síðustu ár Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Í drögum að heilbrigðisstefnu til árs- ins 2030 er ekki gert ráð fyrir öðru rekstrarformi en ríkisrekstri innan heilbrigðiskerfisins. Drögin voru kynnt sérfræðilæknum í síðustu viku og furða margir sjálfsætt starfandi læknar sig á vinnubrögðunum við mótun stefnunnar, og að þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum frá upp- hafi en í byrjun mánaðarins stóð vel- ferðarráðuneytið fyrir tveggja daga vinnustofu með fulltrúum heilbrigðis- stofnana af öllu landinu þar sem kall- að var eftir sýn og áherslum inn í stefnumótunarvinnuna. Drögin verða kynnt nk. föstudag og segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki markmið í sjálfu sér að draga úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og að stefnan sé ekki fullsköpuð. „Þeir sem starfa á sjálfstæðum stofum og sinna þriðjungi heilbrigð- isþjónustunnar fyrir sex til sjö pró- sent rekstrarfjár hennar eru ekki spurðir álits. Við búum í heimi þar sem spítalaþjónusta minnkar stöðugt og færist yfir á göngudeildir, dag- deildir og stofur lækna. Það skýtur skökku við að synda á móti straumn- um og fara í öfuga átt,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir, sem starfar bæði hjá hinu opinbera og sjálfstætt. Hann segir að á síðustu misserum hafi þjónusta sjálfstætt starfandi ver- ið færð yfir til hins opinbera. „Það stefnir í að það verði meira af þessu, ódýrum úrræðum fórnað á altari op- inberrar heilbrigðisþjónustu sem gjarnan er dýrari í rekstri. Mér sýnist það vera stefnan að reyna af öllum mætti að leggja niður þjónustu sjálf- stætt starfandi sama hversu góð, ódýr eða skilvirk hún er, til þess eins að færa hana á hendur hins opin- bera.“ »2 „Fórnað á altari“ opinbers reksturs  Ekki gert ráð fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi í drögum að heilbrigðisáætlun  Tölvuörygg- isfyrirtækinu Syndis er kunn- ugt um yfir 700 netmyndavélar hér á landi sem eru aðgengileg- ar hverjum sem er. Þetta kom í ljós við nýlega athugun fyr- irtækisins. Theódór Ragnar Gísla- son, tæknistjóri Syndis, segir að myndavélarnar séu opnar að ein- hverju leyti á netinu þannig að ýmist sé hægt að horfa á þær eða komast inn í stjórnendaviðmót þeirra með auðveldum hætti. „Sumar þeirra eiga vissulega að vera aðgengilegar, eins og t.d. vegmyndavélar eða vélar í eigu opinberra stofnana sem eiga að sýna eitthvað tiltekið sem á að vera opið almenningi. En ég ætla að fullyrða að í meirihluta tilvikanna eigi þetta ekki að vera opið öllum og ég er viss um að einhverjar þeirra eru eftirlitsmyndavélar á heim- ilum,“ segir Theódór. »18 Yfir 700 öryggis- myndavélar opnar á netinu Öryggismyndavél Margar slíkar eru að- gengilegar á netinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.