Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 6

Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eina svarið sem við eigum við þessu er að taka út það sem við eigum í Ar- ion banka og flytja í aðra peninga- stofnun. Ef við eigum að fara að keyra til Sauðárkróks til að taka út peninga skiptir ekki máli í hvorn bankann við förum,“ segir Einar Einarsson, fyrr- verandi vinnuvélastjóri á Grund á Hofsósi. Margir íbúar þar og við- skiptavinir Arion banka eru óánægðir með þá ákvörðun bankans að fjar- lægja eina hraðbankann á Hofsósi. „Okkur finnst það afleitt að missa hraðbankann. Við lítum á hann sem sjálfsagða þjónustu og ákveðin mann- réttindi. Ef hann fer þurfum við að aka 80 kílómetra til þess kannski að taka út fimmþúsundkall,“ segir Ein- ar. Leysa út lyf án posa Hann nefnir sem dæmi að margir eldri borgarar þurfi að leysa út lyfin hjá heilsugæslunni með peningum því að ekki sé posi þar frá apótekinu á Sauðárkróki sem sendir lyfin. Þá greiði margir allt sem þeir kaupa í verslunum með peningum. „Þeir verða sennilega að láta keyra sig til Sauðárkróks og taka þá meira út en þeir þurfa á að halda dagsdaglega,“ segir Einar. Hann bætir því við að margir ferðamenn eigi þarna leið um á sumrin og þurfi peninga til að kaupa vörur og þjónustu. Of lítil notkun Búnaðarbankinn var með útibú á Hofsósi og síðan Kaupþing eftir sam- eininguna en því var lokað í árslok 2009. Síðar var hraðbanka komið upp og hann hefur verið þar síðan, þó ekki alveg stöðugt. Hann hefur verið í and- dyri útibús verslunar KS síðustu árin. Stjórnendur Arion banka hafa nú ákveðið að fjarlægja hraðbankann. Ekki var búið að því í gær, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum Haraldar Guðna Eiðssonar, uppýsingafulltrúa Arion banka, er bankinn stöðugt að skoða hvar sé best og hagkvæmast að hafa hraðbanka. Töluverður kostnað- ur fylgi rekstri hvers hraðbanka. Á Hofsósi hafi notkunin verið svo lítil að því miður hafi ekki borið sig að hafa hraðbanka þar. Spurður um vandræði viðskipta- vina, sérstaklega eldra fólks sem vant er að nota peninga í viðskiptum, segir Haraldur að bankinn bjóði upp á fjöl- breyttar þjónustuleiðir og sé með nokkuð umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi, m.a. á Sauðárkróki og Siglufirði. „Það eru alltaf erfiðar ákvarðanir að taka þegar verið er að draga úr þjónustu með þessum hætti, en við leggjum hins vegar ríka áherslu á þær fjölbreyttu og þægilegu þjónustuleiðir sem standa viðskipta- vinum okkar til boða, hvort sem það eru greiðslukort eða appið og net- bankinn,“ segir Haraldur Guðni. Nauðsynlegur fyrir fólkið Einar Einarsson telur það haldlítil rök sem hann heyrir frá Arion banka, að dýrt sé að reka hraðbankann. Hann sé engu að síður nauðsynlegur fyrir fólkið og einhver hraðbanki þurfi að vera minnst notaður í land- inu. Ekki geti verið mikill kostnaður við að reka bankann. Hann segir að ákvörðun um að taka hraðbankann sé í andstöðu við útibússtjóra Arion banka á Sauðárkróki en hann hafi lengi reynt að halda þessari þjónustu. Eina svarið er að hætta viðskiptum við bankann  Íbúar á Hofsósi vilja ekki missa eina hraðbankann Morgunblaðið/Eggert Buslað Krakkar að leik í sundlaug- inni vinsælu á Hofsósi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég var farinn að hugsa mér til hreyfings og vildi gera eitthvað nýtt. Mér leist bara ekkert á markaðinn heima en þá hringdi Trausti bróðir og sagðist vera með hugmynd. Ég fór út og skoðaði málið, við gerðum tilboð og því var tekið,“ segir Níels Hafsteinsson veitingamaður. Níels tók um síðustu mánaðamót við rekstri íbúðahótelsins Castle Harbour á Tenerife. Hann festi kaup á hótelinu ásamt tveimur bræðrum sínum, Trausta og Hilmari, sam- starfsmanni þeirra Eyjólfi og föður þeirra, Hafsteini Egilssyni. „Hann er svona mafíósinn,“ segir Níels um föður sinn í léttum dúr. Þeir hafa rekið veitingastaðina Rauða ljónið á Eiðistorgi og Steik- húsið í Tryggvagötu við góðan orðs- tír síðustu ár og mun yngsti bróðir- inn, Hilmar, sjá um rekstur þeirra áfram. Castle Harbour, eða Hafnar- kastalinn, hefur verið í rekstri í um þrjá áratugi að sögn Níelsar. Alls eru 97 íbúðir undir merkjum þess. „Jújú, þetta kostar auðvitað fullt af peningum. En viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir að ég muni á end- anum græða eitthvað,“ segir Níels. Hann er sá eini af eigendunum sem er í fullu starfi við hótelið en auk hans starfa þernur, húsvörður og skrifstofufólk þar. Veitingamaður- inn er sumsé ekki með neinn veit- ingarekstur en útilokar ekki að þeir horfi í þá átt síðar meir. Mikil vinna er að setja sig inn í reksturinn að sögn Níelsar. „Það var ekki einu sinni tölvukerfi hérna, all- ar pantanir voru í bókum. Ég þarf því að byrja á því að koma fyrirtæk- inu frá 1998 til 2018. Svo er það nú þannig að alveg eins og Íslendingar eru Tenerife-búar ekki hrifnir af því að gerðar séu breytingar á vinnu þeirra,“ segir Níels en hægt er að kynna sér hótelið á tenerent.is. Af Rauða ljóninu í hitann á Tenerife  Feðgar reka íbúðahótel á besta stað Morgunblaðið/RAX Á Ljóninu Frá vinstri eru Níels og Hilmar, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, María Hilmarsdóttir og Hafsteinn Egilsson. Á myndina vantar Trausta. Það skiptast á skin og skúrir þessa dagana og viðrar ekki alltaf sem best til að hreinsa götur borgarinnar. Veðurstofan spáir austlægri átt í dag á höfuðborgar- svæðinu og lítilsháttar snjókomu um tíma. Hvasst getur orðið við suðausturströndina í dag og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig á landinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skin og skúrir skiptast á Vinnu við malbikun Vaðlaheiðar- ganga hefur seinkað. Er nú útlit fyr- ir að ekki náist að ljúka nauðsyn- legum framkvæmdum við göngin fyrir 1. desember, en stefnt var að opnun þeirra þá. Verktakinn vinnur að nýrri verkáætlun. Vaðlaheiðargöng áttu að vera tilbúin föstudaginn 30. nóvember og opnuð fyrir almenna umferð 1. desember, samkvæmt samkomulagi sem Vaðlaheiðargöng hf. og verk- takinn, Ósafl sf., staðfestu í byrjun september. Ljóst er að þessi tíma- áætlun stenst ekki, samkvæmt upp- lýsingum Valgeirs Bergmann, fram- kvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga. Eftir að malbika úti Ástæðan er seinkun á vinnu við malbikun. Þótt vel hafi gengið undanfarna daga og sú vinna sé langt komin er eftir að malbika efra burðarlag út úr göngunum og að hringtorgi í Eyjafirði. Einnig er eft- ir að leggja vegklæðningu á veginn frá göngunum eftir nýja veginum að Fnjóskárbrú. Þarf að vera hagstætt veður til að vinna bæði þessi verk- efni. Malbikunin er undirstaða margra annarra verka. Valgeir segir að verktakinn hafi unnið á fullu og vonast hann til að hægt verði að opna göngin fyrir umferð í desem- ber. Spurður um áhrif þess á rekstur Vaðlaheiðarganga að geta ekki hafið innheimtu veggjalds á umsömdum tíma segir Valgeir að betra hefði verið að hefja innheimtu fyrr. Ör- yggi vegfarenda sé þó meginmálið. Göngin verði mikil samgöngubót og öryggismál fyrir vegfarendur og æskilegt sé að opna þau áður en mestu vetrarveðrin skelli á. helgi@mbl.is Opnun Vaðlaheiðarganga seinkar enn  Vinna við malbikun á eftir áætlun  Unnið á fullu að lokafrágangi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jarðgöng Unnið er að malbikun og lokafrágangi ganganna. Valgeir Berg- mann framkvæmdastjóri vonast eftir að geta hleypt umferð á í desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.