Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 16

Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 31. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.08 120.66 120.37 Sterlingspund 154.13 154.87 154.5 Kanadadalur 91.7 92.24 91.97 Dönsk króna 18.348 18.456 18.402 Norsk króna 14.396 14.48 14.438 Sænsk króna 13.173 13.251 13.212 Svissn. franki 120.15 120.83 120.49 Japanskt jen 1.0694 1.0756 1.0725 SDR 166.36 167.36 166.86 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7336 Hrávöruverð Gull 1230.75 ($/únsa) Ál 1960.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.64 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Öll félög að Ar- ion banka, HB Granda og Heima- völlum undan- skildum lækkuðu í viðskiptum í Kaup- höll Íslands í gær. Arion banki hækk- aði um 0,26% í viðskiptum sem námu 41 milljón króna. HB Grandi hækkaði um 0,83% í 36 milljóna króna viðskiptum og þá hnikuðust bréf Heimavalla ekkert í takmörkuðum við- skiptum upp á 7 milljónir króna. Mest varð lækkunin á bréfum Haga sem lækkaði um 3,3% í 387 milljóna króna viðskiptum. Félagið birti uppgjör sitt fyrir fyrri árshelmings rekstrarárs síns. Þá lækkuðu bréf Icelandair Group um 2,2% í 70 milljóna króna við- skiptum. Olíufélögin tvö sem skráð eru í Kaup- höll lækkuðu. Talsvert meiri lækkun varð á bréfum Skeljungs en N1 og nam hún í tilfelli fyrrnefnda fyrirtækisins 1,96% í 18 milljóna viðskiptum en 0,41% í tilfelli N1 í 321 milljónar króna viðskiptum.Tryggingafélögin lækkuðu einnig. Minnst varð lækkunin á bréfum Sjóvár eða 0,98% í 29 milljóna króna viðskiptum, þá varð lækkun á bréfum VÍS 1,8% í 42 milljónar króna við- skiptum. Mest varð lækkunin á bréfum TM og nam hún 2,36% í 41 milljónar króna viðskiptum. Bréf Eimskipafélags- ins héldu áfram að lækka í gær eftir snarpa 13% dýfu á mánudag. Í gær nam lækkunin 1,89% í 68 milljóna króna viðskiptum. Lækkanir í 2 milljarða viðskiptum í Kauphöll STUTT Það er betra að fara ekki fram úr sér,“ segir Karl. Snúin staða á markaðnum Staðan á veitingamarkaði er snúin um þessar mundir. Gríðarlegt fram- boð er af veitingastöðum, sam- keppnin er mikil og fáir að bera eitt- hvað úr býtum að ráði, að því er aðilar kunnugir markaðnum hafa sagt Morgunblaðinu. Heimildir Morgunblaðsins herma að staðir Le Kock við Ármúla og við Seljabraut, bakaríið Deig, hafi þó gengið vel. Veitingastaðurinn í Exeter-hótelinu hefur hinsvegar farið hægar af stað en vonast var til. „Það er enn dálítið framkvæmdalegt hér fyrir utan, en við lifum það af,“ segir Karl spurður um aðsóknina á staðinn. Auk þess að reka veitingastað í Exeter hótelinu, er Le Kock með langtímasamning við hótelið um um- sjón með morgunmat fyrir hótel- gesti. Auk þess er Le Kock með útibú frá bakaríi sínu, Deigi, í Ex- eter-hóteli. „Við erum með bakarís- ofn þar, samskonar og í Deigi við Seljabraut,“ segir Karl. Hann segir að hugmyndin sé að fá gesti hótelsins í mat á veitingastaðn- um. Einnig sé horft til almennings og ferðamanna. „Við erum öðruvísi, og erum með íslenskan brag á mat- seðlinum. Það er meira úrval hjá okkur í Exeter en í Ármúlanum, en þar hefur hamborgarinn slegið í gegn,“ segir Karl. Kostnaður veldur brotthvarfi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þá hefur mikill kostnaður við Exeter-hótelið sett strik í reikn- inginn hjá þeim félögum. Heimildir blaðsins herma að framúrkeyrslan hafi haft þau áhrif að einn meðeig- anda Le Kock, Redouane Adam An- bari, sem á umtalsverðan hlut í fé- laginu, hafi lýst áhuga á að hverfa úr hluthafahópnum. Þegar Morgun- blaðið hafði samband við Anbari og spurði hann út í málið sagði hann að það væri í höndum lögfræðinga, og kvaðst ekki geta tjáð sig á þessari stundu. Vísaði Anbari á samstarfs- konu sína Önnu Bragina. Ekki náð- ist í hana þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. „Þetta fór fram úr áætlun, en við teljum okkur betur stadda en marga aðra veitingastaði. Einnig ef miðað er við staðsetningu og stærð, en þetta er 360 fermetra staður,“ segir Karl, og segir aðspurður að enginn beygur sé í þeim félögum. „Við vinnum bara áfram alla daga, og höfum gaman af þessu.“ Karl staðfestir að fjórði hluthaf- inn vilji núna hætta samstarfi við þá, og ástæðan sé aðallega kostn- aðurinn við staðinn í hótelinu. „Hann er ekki farinn ennþá, en það er stefnan eins og staðan er núna. Við erum hinsvegar í þessu til lengri tíma.“ Saga Le Kock í stuttu máli er þannig, að því er heimildir blaðsins herma, að upphaflega ætluðu þeir Karl, Knútur og Markús að opna stað á Hlemmi Mathöll. Þegar opn- un hennar tafðist, og þeir félagar voru tilbúnir með tæki og tól til að opna sinn veitingastað, hafi Anbari slegist í hópinn nánast fyrir tilviljun og boðið þeim félögum aðstöðuna þar sem Le Kock er í dag í Ármúl- anum. Viku síðar var búið að opna staðinn í Ármúlanum, en áður hafði Anbari rekið þar pítsustaðinn Adams Pizza. Þá fór bakaríið Deig einnig inn í húsnæði sem áður hýsti Adams Pizza við Seljabraut í Breið- holti. Nú hefur veitingastaðurinn í Ex- eter-hóteli bæst við en þar býður Le Kock upp á breytilegan matseðil með skyndibita og götumat. Þar er líka bakaríið Deig eins og fyrr sagði, sem býður meðal annars súrdeigs- brauð, beyglur og kleinuhringi. Vaxtarverkir hjá veitinga- húsakeðjunni Le Kock Morgunblaðið/Árni Sæberg Vöxtur Hamborgarar Le Kock hafa slegið í gegn, og keðjan hefur vaxið ört. Nú stefnir í að eigendahópurinn tvístrist. Veitingarekstur » Eigendur Le Kock og DEIG eru Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson, Markús Ingi Guðnason og Redouane Adam Anbari. » Le Kock rekur staði í Ár- múla, við Seljabraut og Trygga- götu. » Hætt var við opnun bakarís við Fiskislóð. » Staðir við Ármúla og Selja- braut hafa gengið vel.  Einn eigenda vill úr hluthafahópnum  Exeter-verkefnið fram úr áætlunum BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vaxtarverkir hrjá nú veitingahúsa- keðjuna Le Kock, sem stækkað hef- ur með ótrúlegum hraða á einu ári, en aðeins er rúmt eitt ár síðan fyrsti staðurinn af þremur var opn- aður í Ármúla 42. Nú síðast þurfti fyrirtækið að hætta við opnun nýs staðar við Fiskislóð í Reykjavík þar sem hugmyndin var að reka bakarí um helgar, en nota aðstöðuna á virkum dögum til að baka hamborg- arabrauð fyrir veitingastaði sína við Ármúla og í Exeter-hótelinu við Tryggvagötu. Ofninn var of stór Í samtali Morgunblaðsins við einn eigenda Le Kock, Karl Óskar Smárason, kemur fram að ástæða þess að grundvöllur fyrir opnun staðarins við Fiskislóð var kannað- ur í upphafi hafi verið sú að sér- stakur kaldhefingarofn sem pant- aður hafi verið fyrir veitingastaðinn í Exeter-hótelinu hafi reynst vera of stór, og því hafi eigendur fengið þá hugmynd að nýta ofninn á nýjum stað við Fiskislóð, í húsnæði sem fiskbúðin Hafið var með á leigu áð- ur. Hafið hefur nú flutt þá starfsemi í eigið húsnæði við Hafnarfjarðar- höfn. Le Kock réðst í talsverðar breyt- ingar og lagfæringar á húsnæðinu við Fiskislóð áður en ákveðið var að bakka tímabundið út úr verkefninu, og setja það á ís, eins og Karl orðar það. Hann segir að samkomulag hafi orðið með þeim og eiganda hús- næðisins um að hann myndi sjá um að finna nýja leigjendur, enda hefði Le Kock lagt í nokkurn kostnað við standsetningu húsnæðisins. Ofninn sem um ræðir, og var fluttur inn af Bakarateknik ehf., heildsölunni sem flytur m.a. inn búnað fyrir bakaríið vinsæla Brauð og Co, er nú til sölu. „Planið var að opna þarna bakaríshorn sem væri bara opið um helgar, þar sem alltaf væri eitthvað nýtt í boði. Við ákváðum hinsvegar að þetta væri ekki rétti tíminn núna. Við vorum nýbúnir að opna niðri í bæ og vorum kannski aðeins of stórhuga á þessum tímapunkti að ætla að opna strax á nýjum stað. POTTAR OG PÖNNUR með 25% afslætti HEITIR DAGAR lágmúla 8 · sími 530 2800 25% lokad agar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.