Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 20

Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 11. september 2018 setti sjötti forseti Ís- lands, herra Guðni Th. Jóhannesson, 149. lög- gjafarþing Íslendinga. Í tilefni þess þótti honum viðeigandi að minnast á að landið fékk fullveldi fyrir einni öld. Á eitt hundrað árum hefur margt breyst og efna- hagur landsmanna margfaldast. Ísland telst í dag til efnaðra þjóða. Fyrir eitt hundrað árum var hér enn talsverð fátækt og þeir tímar máski enn við lýði að spotti og heilleg spýta á förnum vegi væru gild ástæða til að beygja sig eftir og hirða. Fyrir eitt hundrað árum (með komu togarans Jóns forseta RE 212 í janúar 1907) má halda fram að fyrir alvöru hafi hafist útgerð togara á Íslandi. Má með sanni segja að þá hafi viss stóriðja farið í gang. Afkastageta skipanna var slík að eng- inn hafði áður séð neitt þessu líkt. Fyrstu tog- ararnir og útgerðin kringum þá hafa haft gríðarlegt vægi í sögu landsins. Af rekstri þess- ara dýru tækja byrja menn meira að skilja gildi peninga, gildi fjárfestinga og að öllu verði að stýra og beina í heppilegan far- veg. Að þurfa að hugleiða slíkt í fátæku landi hefur fyrir marga verið snúið. Ekki voru allir togaraeigendur há- menntað fólk, heldur fremur atorku- menn. Smám saman fara menn að tengja betur saman að góður rekstur byggist á góðri stjórn fjármála. Hver veit ekki þetta í dag? Til að byrja með og langt fram eftir tuttugustu öld var nokkuð um klaufa- lega reknar útgerðir. En slíkt gat ekki annað en verið þarna saman við og inn- an um af reynsluleysinu einu. Munum að þjóðin var á þessum árum að rísa upp úr svo að segja engu í hátæknivætt samfélag. Á fullveldisárinu var enn tals- verð árabátaútgerð. Mikið stökk er að fara af litlu þilfarsskipi yfir í rekstur togara með hátt í þrjátíu körlum á og margt sem ryðja varð um koll til að fá betri birtu á sjálfan reksturinn. Allt tók þetta tíma og var viss lærdómur sem þjóðin nýtur góðs af á margan hátt í dag. Sennilegt er að aldrei fyrr í sögu útgerðar á Íslandi hafi togaraútgerðin verið betur stödd en í dag og er sú þekking byggð á áratuga reynslu þeirra sem ruddu veginn. Með komu togaranna um og eftir aldamótin 1900 fara menn fyrst að sjá laun sem segja má að séu alvöru laun sem ómenntað fólk, hásetar á skip- unum, þáðu og urðu með þeim jafn- ingjar í launum á við ráðherra í ríkis- stjórn. Svona var talað. Hugsið ykkur uppgripin sem í kjölfarið urðu til í ranni ríkissjóðs, sem sjálfur varð fær um að opna ýmsar þarfar gáttir eins og bryggjugerð, veglagningu og aðrar þarfar framkvæmdir. Togararnir og koma þeirra ýttu hjólum atvinnulífsins af stað. Allt þetta eru forverar margra góðra atriða í þessu samfélagi. Margt er gott að ígrunda til að þakk- lætið viðhaldist. Eitt augljóst dæmi er að fyrir hundrað árum voru hér engar samtryggingar eins og eru í dag. Engin Tryggingastofnun til sem bauð fólki, sem hlekktist á í lífinu, framfærslu. Engar ellilífeyrisbætur fengust greidd- ar úr opinberum sjóðum og fólk sem komið var á aldur framfleytti sér eins og best það gat og gerði á eigin spýtur eða þáði aðstoð afkomenda sinna, væru þeir tiltækir eða nákominna. Vatnsber- ana höfðu Reykvíkingar hjá sér í ára- tugi og er vatnsveitukerfi borgarinnar var komið á leysti það af allt þetta gamla og útslitna fólk. Þetta fólk bar á sjálfu sér til bæjarbúa vatnsbirgðir til að skrimta. Margt hefur breyst á hundrað árum. Þá voru áhöld um að ríkið væri í stakk búið til að veita fátæku fólki lágmarks- framfærslu eða enga. Á þeim tíma voru þessi mál leyst með öðrum hætti, fólki, sem lífið hafði klekkt á, var komið fyrir hjá öðrum. Oft ættingjum eða bændum til sveita. Ríkið var ekki í neinni aðstöðu til að greiða fátæku fólki og öryrkjum laun til að fólkið gæti framfleytt sér og haldið „mannlegri reisn“.Heimili ekkna, hvort sem þær höfðu fá eða mörg börn, voru oft leyst upp og börn- unum komið fyrir hjá vandalausum. Ekki svo að skilja að þau hafi ekki lent inni á góðum heimilum en samt var það viss upplausn fyrir þessi börn. 1918 voru mál enn afgreidd með þessum hætti í landinu. Á þessum árum voru sjóslys tíð og mannskaði talsverður í sjómannastétt. Algengt var að konur yrðu ekkjur með ung börn en enga fyrirvinnu og eina úræðið að leysa upp heimilið og koma fólkinu fyrir á nokkrum stöðum. 1918 kom spænska veikin og felldi margan vaskan manninn og konuna í blóma lífs- ins og jók tölu munaðarlausra barna. Allar breytingar sem orðið hafa teygja rætur sínar til starfsemi hæst- virts Alþingis Íslendinga. Til að breyt- ingar séu mögulegar þurfa fyrst að vera til lög um þær. Landslög og reglu- gerðir setur Alþingi Íslendinga og hef- ur eitt heimild til. Eftir Konráð Rúnar Friðfinnsson Konráð Rúnar Friðfinnsson »Margt hefur breyst á hundrað árum. Höfundur starfar í kirkju og við kirkjuleg málefni. Fullveldið hundrað ára Hagnýting sífellt öfl- ugri gervigreindar hef- ur velt upp þeirri spurn- ingu hvort tölvur, mataðar með ógrynni gagna, geti almennt tekið betri og skyn- samlegri ákvarðanir en við mennirnir. Við erum fyrir löngu orðin vön því að tölvur fljúgi farþega- þotum með sjálfstýr- ingu og því er spáð að sjálfakandi bif- reiðar leysi mennska bílstjóra af hólmi í framtíð sem er ekki lengur fjarlæg. Gervigreind gegnir nú þegar mikilvægu hlutverki við stýringu kerfa í orkubúskap, landbúnaði og heilbrigðismálum svo eitthvað sé nefnt. Það eru kannski fyrst og fremst siðferðilegar spurningar sem hamla því að notkun gervigreindar verði hagnýtt við ákvarðanatöku í meiri mæli á mörgum sviðum mann- lífsins. Ein slíkra siðferðilegra spurn- inga er t.d. að ef það sýnir sig að greining tölvu á flóknum sjúkdóms- einkennum er ítrekað nákvæmari en greining lækna, hvort það sé þá ekki siðferðilega rangt að sniðganga ráð- gjöf tölvunnar. Eitt þeirra sviða þar sem gervi- greind gæti mögulega bætt ákvarðanatöku er stjórnmál. Í lýðræðis- ríki er tekið mið af margs konar áhrifa- þáttum við pólitíska ákvarðanatöku. Sumir þessara þátta eru aug- ljósir, aðrir síður. Áhrif á samkeppnishæfni þjóðar, atvinnu fólks og lífsgæði, tekjur sveitar- félaga og ríkis, um- hverfi og innviði eru meðal opinberra þátta. Öllu erfiðara er að átta sig á því hvar stífir flokkspólitískir hagsmunir koma við sögu í ákvarðanatöku stjórnvalda, sérstaklega þegar niður- staðan er haganlega „dulbúin“ sem hagsmunir fjöldans. Gervigreind þarf hins vegar ekki að lúta slíkri slagsíðu. Hagsveifla undanfarinna ára hefur þegar náð hámarki og flest bendir til þess að leiðin liggi niður á við næstu ár, ekki síst vegna bakslags í ferða- iðnaði sem knúið hefur þensluna. Hjá okkur í Reykjanesbæ hefur ferða- þjónustan vissulega fært björg í bú en ókosturinn er óstöðugleiki og til- tölulega lágar tekjur starfsfólks og þar af leiðandi lágar skatttekjur sveitarfélagsins. Fjárhagsleg staða Reykjanesbæjar er enn þröng og lítið má út af bera. Eftir hrunið 2008 voru miklar vonir bundnar við álver í Helguvík sem hefði fært íbúum og sveitarfélaginu miklar tekjur og stöð- ugleika til langframa. Öll leyfi voru fyrir hendi og ríkisstjórnin hafði heit- ið stuðningi við verkefnið. Engu að síður tókst að bregða flokks- pólitískum fæti fyrir verkefnið á bak við tjöldin af mikilli hörku. Í kjölfarið keyrðu þessi sömu flokkspólitísku öfl svo verkefni, sem þeim hugnaðist betur, ofurhratt í gegnum kerfið, nánar til tekið kísilmálmver United Silicon í Helguvík. Þegar litið er um öxl vaknar sú spurning hvort gervigreind hefði mögulega reynst farsælli við þessa ákvarðanatöku en flokkspólitísk greind. Á gervigreind erindi í stjórnmál? Eftir Gunnar Þórarinsson Gunnar Þórarinsson » Það eru siðferðilegar spurningar sem helst hamla því að notkun gervigreindar verði hagnýtt við ákvarðana- töku í meiri mæli. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. rekstur@centrum.is Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.