Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Elsku afi minn. Núna ertu kom- inn yfir til englanna og farinn upp til guðs sem er þér svo kær. Þú varst mesti höfðingi sem ég hef kynnst, það á aldrei neinn eft- ir að koma í þinn stað. Þú vissir allt, ég man þegar að ég var lítil og var að keyra með þér vestur þá spurðirðu mig alltaf hvað fjöllin heita og þú varst alltaf með ein- hver gullkorn í pokahorninu. Ég kom mikið í Haga á Barða- strönd þegar ég var lítil og geri enn (fallegasta stað í heimi eins og þú kallaðir hann). Ég elskaði að dröslast á eftir þér hvert sem þú fórst, hvort sem það var í fjósið á morgnana í myrkrinu eða að elta kýr út í móa. Þú hljópst alltaf á stígvélunum út um allt og kall- aðir á mig „gefðu í stelpa“; á með- an ég var alveg að kafna úr þreytu á hlaupunum varst þú eins og maraþonhlaupari í stígvélum. Það hrukku upp úr þér margir frasar sem ég elskaði við þig, þú kallaðir mig alltaf ljósið þitt og það var svo gott að sitja í fanginu á þér á meðan þú hélst í höndina á mér. Viskan og vitneskjan sem þú bjóst yfir var ótrúleg og þú skilur eftir þig gífurlega sterkar minn- ingar sem ég á í lífsbakpokanum mínum. Þér var annt um náungann og allt sem tengdist fjölskyldunni minni og förunaut. Mér fannst eins og ég þyrfti þitt samþykki fyrir honum Jóa mínum, um leið og þið voruð búnir að hittast þá sagðirðu við mig „hann er góður maður Rakel, haltu fast í hann“. Þú náðir að hitta börnin mín og vera viðstaddur í brúðkaupinu okkar í maí síðastliðnum. Það er stutt á milli hamingju og sorgar. Það síðasta sem þú gerðir í kirkj- unni þinni var að vera viðstaddur vígsluna okkar og last upp nokk- ur vel valin orð. Svo næst ertu jarðsunginn í kirkjunni þinni. Þetta eru svakalega sterkar til- finningar sem fara í gegn hjá mér og mínum. En mikið er ég þakk- lát fyrir að þú varst viðstaddur stærsta atburðinn í lífi mínu. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið svona mörg ár með þér. Við pössum upp á ömmu með ást og kærleik, konuna í þínu lífi sem þú varst giftur í 64 ár, það er svakalegt afrek. Afi, ég veit að þú ert kominn yfir í ljósið og ég veit að þú vakir yfir okkur og passar okkur. Ég ætla aldrei að hætta að tala við þig þrátt fyrir að þú sért ekki til staðar. Við sjáumst seinna, elsku ljósið mitt. Þín afastelpa, Rakel Ósk Halldórsdóttir. Það er afar erfitt að skrifa minningarorð um afa án þess að minnast eða tengja þær minning- ar við ömmu líka. Kærleikurinn og virðingin þeirra á milli mun ávallt fylgja mér. Þegar ég hugsa um afa og ömmu sé ég þau fyrir mér í eldhúsinu heima í Haga, afi með ömmu á lærinu að bjóða okk- ur hinum hitt lærið. Næg ást til að deila. Afi hafði einstakt lag á því að finna eitthvað eitt sem tengdi hann sterkum persónuleg- um böndum við barnabörnin. Hann var vanur að segja við mig að ég hefði verið besta afmælis- gjöf sem hann hafði fengið. Svo óskaplega sætt og fallegt af hon- um því ég kom inn í fjölskylduna með svolítið öðrum og óvanalegri hætti en gengur og gerist, eða á 55 ára afmælishelgi afa, 1987, þá Bjarni S. Hákonarson ✝ Bjarni Sím-onarson Hákonarson fædd- ist 27. febrúar 1932. Hann lést 14. október 2018. Útför hans fór fram 27. október 2018. fimm ára. Ég átti yndislegt samtal við afa í sumar um þennan tíma, en hann hafði mikinn áhuga á að vita hvort ég mundi eftir þessu sjálf. Afi var alltaf áhugasamur um okkur, setti sig inn í allt og mundi allt. Ég þurfti aldrei að uppfæra afa um nokkurn hlut, hann var bara með hlutina á hreinu. Ég er mjög glöð að hafa haft þetta tækifæri til að segja honum örlítið frá minni hlið. Afi hafði einstakt lag á því að hlusta, hughreysta og styðja. Hann sýndi okkur öllum ein- lægan áhuga, hversu ólík sem við vorum. Hann hélt svo fallega í höndina á mér og klappaði allan tímann. Ég sagði afa að ég hefði unnið í lífsins lottói, að ég hefði ekki getað skrifað betra handrit að ömmu og afa, þau væru eins og fallegt ævintýri. Ég sagði líka að ég vissi að það væru ekki allir eins heppnir og ég. Það vissi afi vel en ég þurfti að útskýra betur. Hann var bara með svo hreint og fallegt hjarta að ég held að hann hafi ekki alveg náð utan um erfið sam- skipti eða ósætti. Og til að út- skýra á sem einfaldastan hátt sagði ég bara við hann að afi og amma hefðu alltaf lagt inn í Gleði- bankann í öllum sínum samskipt- um og því væru þau rík af inni- stæðum. Afi var nútímalegur í hugsun og var fljótur að laga sig að breyttum hugsunarhætti og hug- myndum. Áhugi hans á mönnum og málefnum náði langt út fyrir sveitina hans. Hann flutti skemmtilegar, hnyttnar og fal- legar ræður þegar hann gat. Hann spilaði á harmonikku og söng lög með okkur ömmu og barnabörnunum. Hann var því sannur heimsborgari í öllu sínu. Afi heilsaði alltaf innilega og kvaddi enn betur, svo ég hlakkaði alltaf til að koma. Nú kveð ég þig, elsku afi, í hinsta sinn. Guð geymi þig og allt þitt fólk. María Katrín Fernandez. Hvað er í ævi? Það er sama hvað hér verður sett á blað um lífshlaup og mannkosti Bjarna afa í Haga, ég mun seint ná að gera minningu hans nægilega hátt undir höfði í 3.000 slögum. Orðin eru fátækleg og erfitt að meitla þau í setningar sem lýsa nægilega hvað hann stóð fyrir og hvað hann var fólkinu í kringum sig. Upp í hugann kemur svarthvít ljós- mynd. Ljóshærður drengur situr á hesti sem stendur teinréttur á grasbala fyrir framan íbúðarhús- ið í Haga. Drengurinn er klæddur í þykka hneppta skyrtu sem er víð um axlir og upphandleggi, stuttbuxur og háa dökka sokka. Á fótunum hefur hann skó sem hvíla öruggir í ístöðunum. Hann heldur um strekkt beislið og horf- ir með ögn biðjandi svip niður eft- ir hálsi skepnunnar eins og hann vilji hafa á því gætur að hún hlaupi ekki af stað áður en ljós- myndarinn hefur lokið sér af. Honum hefur verið treyst til þess að fara einn í sendiferð með skeyti. Áfangastaðurinn er í sex kílómetra fjarlægð og leiðin ligg- ur um rudda reiðgötu þar sem þvera þarf þrjár ár. Drengurinn er sjö ára og hann veit að alla leið- ina að heiman og heim mun Krist- ín móðuramma hans standa á hlaðinu í Haga með kíkinn við augað. Afi fæddist á milli stríða og var af þeirri kynslóð Íslendinga sem hefur upplifað einar mestu breyt- ingar allra kynslóða á lifnaðar- háttum. Hann lærði gömlu hand- tökin af Hákoni föður sínum og æskuheimilið var mannmargt ef mælistika nútímans er lögð við það. Björg móðir hans vildi að hann yrði prestur og líklegt má telja að það sé m.a. ástæðan fyrir því að hann var skírður í höfuðið á prófastinum á Brjánslæk. Fullt nafn afa var sérkennilegt en hann var stoltur af að bera það þótt ekki kæmi það í veg fyrir að sú þrá hans að verða bóndi yrði upp- fyllt. Sem barn naut ég mikilla sam- vista við afa og ömmu í sveitinni. Afi var næmt náttúrubarn, með- vitaður um forfeður sína og þá sem á undan voru gengnir og átti auðvelt með að glæða hjá barni áhuga á nærumhverfi sínu og sögu. Í Haga er til mikið af rit- uðum heimildum enda var afi óforbetranlegur skjalasafnari og símaherbergið svokallaða fullt frá gólfi upp í rjáfur af bókum og skjölum af öllu tagi. Áhugasvið afa náði þó langt út fyrir síma- herbergið, Barðaströndina, Vest- firði og Ísland. Afi hefur nú kvatt þessa jarð- vist, veifað hnýttri og vinnulúinni hendi í síðasta sinn og boðið góða nótt. Hann skilur eftir sig arfleifð í fjölmörgum afkomendum, manngæsku sinni og ást á land- inu, sögu þess og náttúru. Hann mun ekki framar bjóða suðu- súkkulaði, afla frétta af heilsu og hamingju eða svara spurningum um liðna tíma, ekki með hefð- bundnum hætti í það minnsta. Þótt ég viti fyrir víst að afi tók vistaskiptunum fagnandi þá er söknuðurinn sár og hann skilur eftir sig stórt skarð. Ég er þakk- lát alúð hans, vinsemd og elsku og því að hafa fengið að verða vitni að einstöku ástarsambandi þeirra ömmu. Á engum manni hafði ég meiri mætur. Ég votta Kiddý ömmu og þeim sem sakna samúð mína og mig langar að þakka öllu starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Pat- reksfirði innilega fyrir þeirra góðu störf. Edda Kristín Eiríksdóttir. Bjarni S. Hákonarson er nú farinn frá okkur. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði sunnudaginn 14. október. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Þar er af miklu að taka frá langri ævi manna sem hafa þekkst og verið vinir í meira en átta áratugi. Við vorum samstarfsmenn í mörgum málum um margra ára bil. Ég nefni nokkur dæmi: Við unnum saman ásamt mörgum öðrum íbúum Barðastrandar- hrepps á sjöunda áratug síðustu aldar við að koma á mjólkursölu úr hreppnum. Það hafði ekki ver- ið áður og bætti mjög hag heim- ilanna i sveitinni. Mestir erfiðleikarnir voru að koma mjólkinni yfir Kleifaheiði en hún var ófær vegna snjóa mik- inn hluta hvers vetrar. Og einnig hitt að koma upp mjólkurstöð á Patreksfirði en hún var engin áð- ur en mjólkinni ausið upp úr brúsum og hún afgreidd neytend- um þannig. Þarna áttum við mikla samleið og þú mjög áfram um að koma þessu hagsmunamáli bænda og neytenda á svæðinu í höfn. Ég hafði og mikla trú á þér í þessu máli sem öðrum sem við þurftum að berjast fyrir. Þetta tók mikinn tíma en við vorum síðan lengi saman í stjórn mjólkurstöðvar- innar ásamt góðum fulltrúum úr öðrum hreppum sýslunnar. Þar varst þú alltaf jafntraustur. Áður fyrr stunduðum við ásamt öðru ungu fólki í Ung- mennafélagi Barðastrandar íþróttaæfingar heimafyrir og tók- um þátt í héraðsmótum. Þar varst þú oft með besta árangurinn. Og svo ekki sé látið staðar numið varst þú alltaf styrk stoð við uppbygginu á Krossholtum, fyrst við að koma upp félagsheim- ilinu Birkimel sem var mikið áhugamál allra Barðstrendinga. Þar lést þú þitt ekki eftir liggja. Ég minnist þess líka hvað við vorum samtaka í að byggja upp skóla við Birkimel en fram yfir 1970 var en enginn skóli i sveit- inni. Við tókum að okkur ásamt góðu fólki að stjórna byggðarlag- inu og varst þar í fremstu röð um margra ára skeið og jafnan traustur og styrk stoð. Ég mat mikils vináttu þína við mig í þessu starfi sem og vináttu í öllum samskiptum allt frá því Björg móðir þín fékk mig til að leika við þig, þá ef til vill fjögurra eða fimm ára gamlan en ég sjö ár- um eldri. Ég gleymi aldrei atviki þegar við vorum einu sinni að leika okk- ur niður á túni þar sem kallað er Vikuverk en þurftum að fara yfir svokallaðan Kvarnarhúslæk. Yfir hann við Brunnhúsið var hella sem við áttum að fara eftir. Móðir þín hafði lagt fyrir mig að halda utan um þig þegar við færum yfir helluna sem ég og reyndi en mis- tókst svo ég missti þig í lækinn. En náði þér þó upp úr aftur og engum varð meint af en þú komst alblautur heim. En svona höfum við þekkst alla tíð og ég met vináttu þína mikils og mun gera meðan ég lifi. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér í nýja landinu og bið Guð að geyma þig þar og alla þína að- standendur. Við hittumst síðar. Við Vala sendum samúðar- kveðjur til Kiddýjar og fjölskyld- unnar. Kristján Þórðarson á Breiðalæk. Ég hitti Bjarna fyrst fyrir nærri 37 árum, þegar ég kom með Halla mínum í Haga. Bjarni var ekki maður margra orða en lét mig strax finna að þarna væri ég velkomin. Við Halli eignuðumst þrjú börn sem hafa notið þeirra forréttinda að fá að alast upp í næsta nágrenni við afa og ömmu. Algjörlega ómetanlegt og ég er svo innilega þakklát fyrir það. Forlögin höguðu því þannig til að við Halli fórum að búa með Kiddý og Bjarna í Haga og sú samvinna var eiginlega ótrúleg. Þeir voru hvorugir menn margra orða en aldrei kom það að sök. Halli fór kannski að tala um það við mig að nú væri að koma að því að það þyrfti að fara að bera á túnin og svo litum við út um gluggann og þá var Bjarni að setja áburðardreifarann við traktorinn. Svona atvik gerðust oft og á báða bóga og alltaf fannst mér það sérstakt. Alltaf tók Bjarni vel í allar framkvæmdir og fjárfestingar sem Halla datt í hug og þeir stóðu saman í öllu sem þurfti að gera. Við Bjarni höfðum ekkert alltaf sömu skoðanir á mönnum og málefnum en virtum hvort annað og aldrei kastaðist í kekki á milli okkar. Hann var fróðasti maður sem ég hef kynnst, var lifandi landakort, sjálfmenntaður sagnfræðingur og fróðleiksfús með eindæmum. Nútímamargmiðlun heillaði hann þó ekki og lét hann aðra um að setja sig inn í þau mál. Bjarni var mikill vinnuþjarkur alveg fram yfir áttrætt, þegar hann veiktist og var ekki til vinnu eftir það. Þangað til vann hann fullan vinnudag og oft rúmlega það á álagstímum á vorin og sumrin. Þá gaf hann yngri mönn- um ekkert eftir. Það er ekki hægt að skrifa minningarorð um Bjarna án þess að minnast á Kiddý og samband þeirra. Þeirra líf var samtvinnað í yfir 65 ár og þvílík ást og samheldni er vand- fundin. Stundirnar í eldhúsinu þegar Bjarni fékk sér kaffisopa og Kiddý tyllti sér á annað lærið á honum eru ljóslifandi í minning- unni. Hnýttar hendur sem fundu hvor aðra við hvert tækifæri, bros og koss á kinn eru líka minningar sem við geymum í hjartanu. Þau eignuðust stóran hóp afkomenda sem syrgja pabba, afa og langafa en óteljandi minningar eiga eftir að verða huggun um ókomna tíð. Takk fyrir allt og hvíl í friði, elsku Bjarni minn. María Úlfarsdóttir, Haga. ✝ Jón ÞorbergValdimarsson fæddist í Rúfeyjum á Breiðafirði 29. nóvember 1929. Hann lést 12. októ- ber 2018. Foreldrar hans voru Valdimar Sig- urðsson, fæddur í Folafæti við Ísa- fjarðardjúp, bóndi í Rúfeyjum, og Ingi- gerður Sigurbrandsdóttir, fædd í Skáleyjum á Breiðafirði, hús- móðir í Rúfeyjum. Alsystkin Jóns eru: 1) Guð- laug Þórunn Valdimarsdóttir Illchuk, f. 14.11. 1919, d. 29.6. 2016. 2) Karitas Svanhildur Valdimarsdóttir, f. 31.3. 1924, d. 18.12. 1925. 3) Ingibjörg Valdi- marsdóttir, f. 29.6. 1925, d. 26.1. 2013. 4) Gunnlaugur Valdimars- son, f. 20.5. 1927. 5) Gunnar Haf- steinn Valdimarsson, f. 21.6. 1928, d. 14.2. 1996. 6) Sigurður Óli Valdimarsson, f. 11.1. 1931. 7) Kristinn Sigvaldi Valdimars- son, f. 2.6. 1932, d. 20.10. 2001. 8) Ingvar Einar Valdimarsson, f. 21.12. 1933. 9) Héðinn Fífill Valdimarsson, f. 19.10. 1935. 10) Svanhildur Theódóra Valdi- marsdóttir, f. 4.9. 1937. 11) Guð- brandur Valdimarsson, f. 5.12. 1940. 12) Kristrún Inga Valdi- marsdóttir, f. 16.5. 1942, d. 25.7. 2018. 13) Kristín Jóhanna Valdi- marsdóttir, f. 5.8. 1943, d. 30.3. 2018. Hálfsystir sammæðra: Elín Jónasdóttir, f. 18.7. 1945. Hálfsystkin samfeðra: a) Lilja Guðmundína Valdimarsdóttir, f. 24.2. 1948. b) Ólöf Sigmars Valdimarsdóttir, f. 24.6. 1949. c) Helgi Valdimarsson, f. 16.7. 1950. d) Guðmundur Valdimars- son, f. 20.11. 1951, d. 22.12. 1977. Jón Þorberg fæddist í Rúfeyj- um á Breiðafirði og bjó þar hjá for- eldrum sínum þar til þau brugðu búi og fluttu í Öxney á Breiðafirði árið 1944 . Þau skildu og var Jón sendur í Búðardal á Skarð- strönd árið 1944 og var hann þar í tæp- lega ár. Faðir hans sótti hann þangað og fóru þeir til Reykjavíkur þar sem Jón vann ýmsa verka- mannavinnu. Árið 1948 fór hann í Flatey á Breiðafirði og var þar á sjó í um eitt ár. Hann vann svo í nokkur ár við fiskverkun í Kópavogi. Jón fór um það bil átta vertíðir til Vestmannaeyja og vann í Fiskiðjunni og á sjó síðustu tvær vertíðarnar. Á sumrin vann hann aðallega í byggingavinnu í Reykjavík, hjá Byggingafélagi verkamanna og fleirum. Síðan fór hann að vinna hjá Verslunarsambandinu við vöruafgreiðslu og fleira. Um 1970 fór hann að vinna hjá Reykhúsinu á Grettisgötu í Reykjavík við að reykja kjöt og fisk. Árið 1976 fór hann að vinna sem verkamaður hjá Vatnsveitu Reykjavíkur sem varð síðan að Orkuveitu Reykja- víkur og var hann þar til ársins 1999 er hann lét af störfum sök- um aldurs. Jón bjó í Hólahverf- inu í Breiðholti síðustu 30 árin og eftir að hann hætti að vinna fór hann daglega með strætó niður í bæ og borðaði á Vita- torgi og fór svo til hverja helgi í Kolaportið til að hitta fólk, því Jón var mjög félagslyndur. Hann var alla tíð einhleypur og barnlaus en mjög barngóður maður. Jón Þorberg verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju í dag, 31. október 2018, klukkan 13. Jón minn, leiðinlegt að þú sért farinn vinur. Ég hafði gaman af því að hafa kynnst svo góðum manni. Mér þykir leiðinlegt að þú situr ekki við sama borðið í Kola- portinu því mér þótti gaman að spjalla við þig. Þú varst svo skemmtilegur og hress og kátur. Þú varst mjög ákveðinn í pólitík. Ég vona að þú sért búinn að fá hvíldina, vinur, og að þér líði bet- ur. Vonandi hittirðu marga þarna uppi sem þú þekkir. Guð geymi þig. Samúðarkveðjur til ættingja Jóns. Stefán sendill. Jón Þorberg Valdimarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR BALDURSSON, fv. hitaveitustjóri, Ásakór 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 15. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Jónína Valdemarsdóttir Baldur Ingvarsson Sigríður Hrund Pétursdóttir Guðrún Elín Ingvarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, stjúpi, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN KRISTINSSON, Kríulandi 27, Garði, lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut föstudaginn 26. október. Jarðarförin mun fara fram í Útskálakirkju laugardaginn 3. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Ægi í Garði, LI 0142-26-30005, kt. 630678-0729. Kristín Ögmundsdóttir Kristinn Þór Sigurjónsson Aðalheiður Kristbjörg Jensd. Bára Inga Ásmundsdóttir Jón Sveinn Björgvinsson Pálína Ásmundsdóttir Jón Á. Pálmason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.