Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 27
tekið fram yfir námið. En þar fékk
líka nýjungagirni og framkvæmda-
gleði að njóta sín. Hann tók frum-
kvöðulshlutverkið alvarlega frá unga
aldri: „Ég stundaði blaðaútgáfu í
Fellaskóla 10 ára, var fyrsti breik-
dansarinn á landinu 15 ára, Íslands-
meistari í free style-dansi 1984, þá í
Háteigsskóla (þá ÆSK), tók virkan
þátt í stofnun útvarps framhaldsskól-
anna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í
Breiðholti en þar kynntist ég tölvum
og heillaðist algerlega. Í verkfalla-
hrinu kennara 1986 slapp ég úr skól-
anum, fékk vinnu við hugbúnaðar-
gerð og sneri ekki aftur.“
Stefán hefur verið hugbúnaðarsér-
fræðingur í 32 ár. Hann hefur starfað
með mörgum helstu hugbúnaðarsér-
fræðingum hér á landi og er einhvers
konar raðfrumkvöðull á sínu sviði.
Fyrir tvítugt bjó hann til bíla- og fast-
eignasölukerfi sem reynt var að koma
á markað í Þýskalandi, 21 árs stofnaði
hann eigið fyrirtæki og skrifaði fyrir
það auglýsingakerfi fyrir útvarps- og
sjónvarpsstöðvar sem var mikið not-
að hérlendis næsta áratuginn, 1992
var hann fyrsti almenni starfsmaður
OZ og 1994 gerði hann tilraun til að
koma auglýsingasölukerfinu fyrr-
nefnda á markað í Bandaríkjunum og
hafði næstum því meikað það.
Eftir þá tilraun stofnaði hann,
ásamt góðum vinum, Gæðamiðlun og
síðar Hugsmiðjuna.
Árið 2009 tók Stefán að sér eina
„alvöru starfið sitt“ en þá vann hann á
þeim eina stað sem var utan sprota-
geirans, hjá VÍS, þar sem hann leiddi
stafræna þróun í fjögur ár.
Í ársbyrjun 2013 stofnaði Stefán
síðan Activity Stream sem aðstoðar
fyrirtæki við að nýta gervigreind við
að bæta daglegan rekstur og þjón-
ustu: „Núna er ég aftur á raunveru-
legum byrjunarpunkti með nýtt æv-
intýri á prjónunum.
Það hefur verið lán mitt í lífinu að
hafa ávallt getað unnið við áhuga-
málin mín og fengið útrás fyrir þau á
vinnutíma. En síðastliðin ár hef ég
verið virkur þátttakandi í sprotalífinu
hérna heima. Það er erfitt að flokka
sig sem vinnufíkil en auðvelt að játa á
sig yfirskammt af ástríðu og elju.“
Er það uppeldið fremur en upp-
lagið sem hefur gert þig að frum-
kvöðli?
„Líklega hvort tveggja. Ég er kom-
inn af harðduglegu verkafólki sem
hefur látið sig baráttumál verka-
manna, jafnrétti kynjanna og önnur
mannréttindamál varða. Sumar þess-
ar formæður mínar hafa verið frum-
kvöðlar á sínu sviði. Móðurleggur
minn samanstendur af réttsýnum
kjarnakonum sem hafa látið til sín
taka. En það er einnig lífslán mitt að
vera alinn upp af sterkri einstæðri
móður sem kenndi mér flest það góða
sem ég hef tileinkað mér og sem var
ávallt reiðubúin að draga unga barnið
með í baráttu fyrir mannréttindum
eða jöfnuði.
Mínar warholsku 15 mínútur af
frægð voru líklega nær því að vera 20
en þær mörkuðu unglingsárin nokk-
uð, stöppuðu í mig stálinu en juku auk
þess óstýrileikann og urðu ekki til
þess fallnar að einfalda uppeldið. Á
þeim árum gerði ég margt minnis-
stætt en kynntist einnig mörgu góðu
fólki sem, líkt og ég, elskar að dansa.“
Afmælisbarnið mun verja deginum
í hópi vina og kunningja og fara í
fyrsta Halloween-partíið á ævinni
sem haldið verður á yndislegasta veit-
ingahúsi bæjarins þar sem dag-
drykkja án atrennu, dans og
skemmtilegheit verða stunduð fram á
kvöld.
Fjölskylda
Fyrrverandi kona Stefáns er Linda
Rut Benediksdóttir, f. 18.12. 1971,
forstöðumaður Þróunarsviðs hjá Toll-
stjóra.
Synir: Eiður Aron Arnarson, f.
5.10. 1991, viðskiptafræðingur hjá
Deloitte Ísland en unnusta hans er
Arna Gréta Sveinsdóttir, starfsmaður
hjá KPMG; Ísak Andri Arnarson, f.
2.11. 1993, verðandi endurskoðandi
og starfsmaður hjá Deloitte Ísland,
og Elvar Þór Baxter, f. 13.1. 2002,
nemi.
Foreldrar Stefáns: Þuríður Baxter,
f. 12.5. 1945, d. 19.8. 2012, þýðandi, út-
gáfustjóri og skrifstofustjóri, og Julio
Espinosa Rochas, f. 1943, starfsheiti
ókunnugt.
Úr frændgarði Stefáns Baxter
Sigríður Þorláksdóttir
Baxter knattspyrnuþjálfari,
íþróttakennari og
skíðakona á Egilsstöðum
Katrín Þorláksdóttir Baxter
hjúkrunarfr. á Akureyri
Arnar Baxter starfsm.
hjá Natan & Olsen
Þorlákur Baxter
húsasmiður og
skíðafrömuður
á Ísafirði
Sigurlaug Þorláksdóttir Ottesen fulltr. í Rvík
Jónas Sigurðsson fv. form. bæjarráðs Mosfellsbæjar Hulda Ottesen húsfr.og bankakona í Rvík
Ása Þorláksdóttir Ottesen húsfr. í Rvík
Friðrik Þorláksson Ottesen yfirverktstj. í Rvík
Kristín Atladóttir
kvikmyndafram-
leiðandi
Atli Hilmar Skúlason
starfar með bresku
rannsóknarteymi á
suðurpólnum
Iðunn Snædís
Ágústsdóttir
tónlistarkona og nemi
í læknisfr. við HÍ
Sigríður Ottesen
saumakona og sjálfstæður
atvinnurekandi
Þorlákur G. Ottesen
verkstj. við höfnina í
Rvík og formaður Fáks,
bróðursonarsonur Jóns á
Ingunnarstöðum, bróður
Oddgeirs, föður Péturs
Ottesen alþm. á Innra-Hólmi
Þuríður Friðriksdóttir
kvæðak. og verkalýðsforkólfur í þvottakvennafélaginu Freyju
Stefán Baxter
Julio Espinosa Rochas
Lonnie Rolf Baxter
kúabóndi í Nýju-
Mexíkó, BNA
Þuríður Baxter
þýðandi, bókaútgefandi
og skrifstofustjóri STEFS
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimiliÞorsteinn Valdimarsson fæddistá heiðarbýlinu Brunahvammií Fossdal í Vopnafirði 31.10.
1918. Hann var einn af níu börnum
Valdimars Jóhannessonar frá Syðri-
Vík og k.h., Guðfinnu Þorsteins-
dóttur skáldkonu sem notaði skálda-
heitið Erla.
Erla var dóttir Þorsteins Eiríks-
sonar frá Gröf í Eiðaþinghá, og
Rannveigar Sigfúsdóttur. Hálfbróðir
Valdimars var Einar Sæmundsen,
skógarvörður Suðurlands, faðir Ein-
ars Sæmundsen, skógarvarðar Suð-
urlands, föður
Ólafs skógfræðings og Einars
garðyrkjustjóra. Einar elsti var einn-
ig afi Jóns Loftssonar, skógræktar-
stjóra ríkisins.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá
MR 1939, guðfræðiprófi frá HÍ 1946,
stundaði nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík, tónlistarnám í Vínarborg
og nám í þýskum bókmenntum við
Háskólann í Leipzig 1960-61. Auk
ritstarfa var Þorsteinn lengst af
kennari við Stýrimannaskólann.
Þorsteinn var hefðbundið og lipurt
skáld en óhræddur við að bregða á
leik og stunda tilraunastarfsemi með
bragformið. Hann var hernáms-
andstæðingur og friðarsinni enda
kannast ýmsir af 68-kynslóðinni við
baráttuljóð hans sem hefst svona:
„Þú veist í hjarta þér, kvað vindur-
inn“. Færri vita þó að Þorsteinn
gerði lag við ljóðið og eftir hann
liggja þó nokkur prýðileg lög. Hann
var í hópi hinna fyrstu íslensku
skálda sem léku sér með limruformið
og sendi reyndar frá sér þekkta
limrubók. Helstu ljóðabækur Þor-
steins eru Villta vor, 1942; Hrafna-
mál, 1952; Heimhvörf, f. 1957;
Heiðnuvötn, 1962; Limrur, 1965, end-
urútg. 1981 og 1988; Vegastafrófið
(barnavísur) 1966 og endurútg. 1968;
Fiðrildadans, 1967; Draumvísa 1969;
Yrkjur, 1975, og Smalavísur, 1977.
Ljóðaúrval Þorsteins var gefið út
1998. Auk þess þýddi Þorsteinn m.a.
söngleikja- og óperutexta sem marg-
ir hverjir eru hrein meistaraverk.
Þorsteinn lést 7.8. 1977.
Merkir Íslendingar
Þorsteinn Valdimarsson
85 ára
Gróa Guðbjörnsdóttir
María Helga
Guðmundsdóttir
Matthildur Jónsdóttir
80 ára
Andrés Ingi Magnússon
Auður Kristófersdóttir
Baldur Sveinn Scheving
Guðgeir Pedersen
Lilja Alexandersdóttir
Valborg Þorleifsdóttir
75 ára
Birna Jónsdóttir
Borgþór Sigurjónsson
Helga Katrín
Sveinbjörnsdóttir
Margrét Steinunn
Jónsdóttir
Nemesio Tumarao
Renegado
Ragnheiður Oddsdóttir
Þóra Stefánsdóttir
70 ára
Anna Sigurlaug
Magnúsdóttir
Bjarni Ómar Jónsson
Gissur Rafn Jóhannsson
Ísabella Daníelsdóttir
Margrét Birna Hauksdóttir
Þórir Jónsson
60 ára
Árni Pálmason
Ásta Þorbjörnsdóttir
Dagný Þorsteinsdóttir
Ellý Renée Guðjohnsen
Guðmundur P. Davíðsson
Ingibjörg Fjölnisdóttir
Jörgen Tommy Jensen
Rögnvaldur Guðmundsson
Þórir Barðdal
50 ára
Aðalsteinn Guðmundsson
Albert Svan Sigurðsson
Birna Björnsdóttir
Jóhann Helgi Jóhannesson
Jón Einar Kjartansson
Ólafur Páll Gunnarsson
Reynir Þór Viðarsson
Stefán Baxter
Vilborg Grétarsdóttir
Þorbjörg Halldórsdóttir
40 ára
Adam Konopko
Auðbjörg B. Bjarnadóttir
Bergrún Arna Óladóttir
Elzbieta B. Adamczewska
Eyþór Örn Eyjólfsson
Gladys Mera Munoz
Guðjón Karl Traustason
Harpa Rós Heimisdóttir
Petr Sommer
Sæunn Ó. Unnsteinsdóttir
Vilhjálmur Stefánsson
Þórdís Viborg
Þórir Kristján Þórisson
30 ára
Anna Maria Pochwala
Ásta Þórðardóttir
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Davíð Arnar Ólafsson
Grzegorz Kopaniarz
Gunnhild Gylfadóttir
Helene Inga S. von Ernst
Hugrún Hannesdóttir Diego
Jóel Brynjólfsson
Karl Birgir Björnsson
Logi Úlfarsson
Margrét Helga Kristínar
Stefánsdóttir
Mohammad Ramezanpour
Patryk Krekora
Romas Daraskevicius
Tanja G.Sch. Jóhannsdóttir
Tinna L. Sigurbjörnsdóttir
Vilhjálmur Ólafsson
Til hamingju með daginn
30 ára Vilhjálmur ólst
upp í Reykjavík, býr þar,
lauk stúdentsprófi úr
Kvennó og er fréttaklipp-
ari hjá RÚV.
Maki: Freyja Steingríms-
dóttir, f. 1989, starfs-
maður Alþingis.
Foreldrar: Ólafur Tryggvi
Magnússon, f. 1960, leið-
sögumaður, búsettur í
Reykjavík, og Björg Vil-
hjálmsdóttir, f. 1965, graf-
ískur hönnuður, búsett í
Reykjavík.
Vilhjálmur
Ólafsson
30 ára Margrét ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Kópa-
vogi, lauk MA-prófi í lög-
fræði frá HÍ og er aðstoð-
armaður landsréttar-
dómara.
Maki: Inga Skarphéðins-
dóttir, f. 1987, lögfræð-
ingur.
Sonur: Pétur Atli, f. 2014.
Foreldrar: Kristín Helga-
dóttir, f. 1961, kennari á
Húsavík, og Stefán Þór
Sigurðsson, f. 1960, vél-
stjóri í Hafnarfirði.
Margrét Helga
Kristínar Stefánsd.
30 ára Búi ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í vöruhönnun frá
LHÍ og starfar hjá Grall-
arafgerðinni ehf.
Maki: Íris Stefanía Skúla-
dóttir, f. 1986, í MS-námi í
sviðslistum við LHÍ.
Börn: Ísafold Salka Búa-
dóttir, f. 2008, og Stígur
Búason, f. 2012.
Foreldrar: Aðalsteinn
Hallgrímsson, f. 1959, og
Rúna Hjördís Búadóttir, f.
1961.
Búi Bjarmar
Aðalsteinsson