Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 30

Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danski leikarinn Jakob Cedergren er vinalegur og afslappaður þegar hann heilsar blaðamanni, ólíkt manninum sem hann leikur í kvik- myndinni Den skyldige eða Hinn seki, sem frumsýnd var í Bíó Para- dís 25. október sl. að honum við- stöddum. Cedergren er í mynd all- an tímann og koma aðrir leikarar lítið við sögu fyrir utan þá sem hann ræðir við í síma. Kvikmyndin hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda og á síðunni Metacritic var hún með meðaltalseinkunnina 82 af 100 mögulegum í gær. Í Hinum seka segir af yfir- spenntum lögreglumanni, Asger, sem þarf tilneyddur að vinna vaktir hjá neyðarlínunni. Snemma myndar kemur í ljós að hann þarf að mæta fyrir rétt næsta dag og svara fyrir einhverjar gjörðir sem síðar kemur í ljós hverjar eru. Asger er upp- stökkur og þungur í skapi, vill ljúka vaktinni sem fyrst og komast heim. Það breytist hins vegar þeg- ar í hann hringir kona sem virðist hafa verið rænt. Asger reynir allt hvað hann getur að bjarga henni frá mannræningjanum með símann einan að vopni og fer í þeim til- raunum langt út fyrir starfssvið sitt. Kvikmyndin er sú fyrsta í fullri lengd sem Gustav Möller leikstýrir og var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni Sundance í ársbyrjun. Þar hlaut hún áhorfendaverðlaun í flokki alþjóðlegra kvikmynda og í kjölfarið fylgdi fjöldi tilnefninga og verðlauna á hinum ýmsu hátíðum. Den skyldige er auk þess framlag Dana til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu kvikmynd. Stórkostlegur árangur Cedergren er sammála blaða- manni í því að þetta sé algjör draumabyrjun hjá leikstjóranum Möller. Hann segist ekki hafa þekkt leikstjórann áður en hann fór í prufur fyrir hlutverkið og hreppti það. „Ég las handritið í þeirri út- gáfu sem það var á þeim tíma- punkti og sem betur fer vildi hann fá mig í hlutverkið. Hópurinn sem stóð að kvikmyndinni var saman í kvikmyndaskóla og Gustav er stór- merkilegur, ein nákvæmasta mann- eskja sem ég hef kynnst.“ Cedergren er auðvitað hæst- ánægður með viðtökurnar sem kvikmyndin hefur fengið. „Ég vissi alltaf að hún yrði góð en átti ekki von á því að hún myndi fá mikla at- hygli. Ég hafði að sjálfsögðu mikla trú á henni og kunni vel að meta hvernig sagan er byggð upp, út frá rannsóknarvinnu, að hún væri ekki hreinn skáldskapur,“ segir leikar- inn, en handrit myndarinnar skrif- aði leikstjórinn með handritshöf- undinum Emil Nygård Albertsen. Hugmyndina að sögunni fékk Möller þegar hann sá myndband á YouTube um mannrán í Bandaríkj- unum. Kona hringdi í neyðarlínuna og hvíslaði því að henni hefði verið rænt. Mannræninginn tók ekki eft- ir neinu og lögreglunni tókst á end- anum að bjarga konunni. Þetta varð Möller innblástur og einnig sú staðreynd að lögreglumenn í Dan- mörku eru stundum settir á neyðarlínuvakt þegar þörf þykir á að þeir taki sér frí frá hefð- bundnum lögreglustörfum. Litlu atriðin skipta máli –Það er mikil spenna í þessum manni sem þú leikur og í myndinni ertu dálítið ógnvekjandi. „Gott,“ segir Cedergren og glott- ir. „Hann er ekki í góðu andlegu ástandi, undir miklu álagi.“ –Lýsingin og myndatakan magna líka upp þessa spennu, mikið lýst ofan frá og nærmyndir tíðar. Klipp- ingin sem þú ert með er líka út- hugsuð og minnir á hermannaklipp- ingu. „Já, öll þessu litlu atriði skipta máli og í Danmörku er svona klipp- ing dálítið tengd úthverfunum og gefur til kynna hvaðan menn eru,“ svarar Cedergren. Hann segir bæði útlit og hegðun Asgers gefa til kynna að þar fari mjög agaður maður, vanur að fylgja reglum. Cedergren segir að öll símtölin í myndinni hafi átt sér stað í raun og veru, leikararnir hafi talað við hann í síma en ekki á staðnum sem skap- aði nauðsynlega spennu og trúverð- ugleika í tökum. Leikstjórinn hafi búið til réttar aðstæður og gefið leikurunum síðan algjört frelsi til að vinna út frá þeim. „Hann vildi hafa þetta eins raunverulegt og mögulegt væri,“ útskýrir Ceder- gren. Eflir danska kvikmyndagerð Kvikmyndin hlaut styrk úr New Danish Screen, verkefni á vegum Dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar sem hefur þann tilgang að efla ungt hæfileikafólk í listgreininni og stuðla að nýsköpun. New Danish Screen styrkir kvikmyndir sem þykja ódýrar í framleiðslu og er kvikmyndin Vinterbrödre, eða Vetrarbræður, eftir leikstjórann Hlyn Pálmason, þeirra á meðal. Cedergren segir verkefnið afar mikilvægt fyrir danska kvikmynda- gerð. „Það tryggir að hæfileikafólk geti gert sínar fyrstu kvikmyndir í fullri lengd,“ segir hann. Danmörk sé fámennt land og því sé styrkur frá hinu opinbera til listgreina nauðsynlegur og New Danish Cin- ema tryggi líka nýsköpun. Það er sjaldgæft í kvikmynda- gerð því þar eru oft háar fjárhæðir í spilinu sem setja fólki skorður. Svona verkefni veitir algjört list- rænt frelsi og maður fær auk þess að vinna með náunga eins og Gust- av. Ég vona innilega að hann fái aftur svona tækifæri því hann leysti þetta mjög vel af hendi. Þessi mynd skipti hann miklu máli og hún er nákvæmlega eins og hann vildi hafa hana en væri það ekki ef við hefðum haft úr þrefalt hærri fjárhæð að spila.“ Hélt áfram að leika sér Cedergren er fæddur árið 1973 og lauk leiklistarnámi á 24. aldurs- ári. Hann segist hafa byrjað feril- inn á leiksviði en sjónvarpsþættir og kvikmyndir tóku fljótt við. Hann leikur enn á sviði inni á milli sjón- varps- og kvikmyndaverkefna. En hvers vegna valdi hann sér þetta starf, starf leikarans? „Ég valdi það ekki, það valdi mig,“ segir Cedergren og skellihlær að heldur tilgerðarlegu svarinu. „Einhverra hluta vegna hélt ég áfram að leika þennan hlutverkaleik sem öll börn stunda,“ bætir hann við og brosir. Cedergren er að lokum spurður að því hverja hann telji kosti og galla starfsins. Hann hlær og segist ekki vita hvar skuli byrja. „Það besta við starfið er að fá að hitta áhorfendur og vinna rannsóknar- vinnu. Að hitta einhvern og upplifa að það sem maður starfar við hafi einhverja þýðingu fyrir hann,“ seg- ir Cedergren og bætir við að hon- um þyki starfið svo auðvitað skemmtilegt. En hverjir skyldu þá gallarnir vera? „Fjölmiðlar. Maður þarf að gæta sín á því hvað maður segir!“ svarar Cedergren og glottir stríðn- islega. „Góður blaðamaður nær góðu viðtali af því að hann er traustsins verður. En aðalgallinn er sumsé fjölmiðlaumfjöllun og að veita viðtöl,“ segir Cedergren og skellihlær en bætir við að ofan- ritaður virðist vera ágætisnáungi og því traustsins verður. Hafi leik- arinn bestu þakkir fyrir. Vissi að kvikmyndin yrði góð  Den skyldige er framlag Danmerkur til Óskarsverðlauna  Yfirspenntur lögreglumaður reynir að bjarga konu frá mannræningja með símann einan að vopni  Byggð á raunverulegum atburði Ljósmynd/Robin Skjoldborg Reyndur Cedergren hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, meðal annars þáttunum Forbrydelsen og kvikmyndunum Submarino og Voksne mennesker en Dagur Kári Pétursson leikstýrði þeirri síðarnefndu. Stressaður Cedergren í hlutverki lögreglumannsins Asger í kvikmyndinni Den skyldige, Hinn seki. JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.