Morgunblaðið - 31.10.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 31.10.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Vala Hafstað valahafstad@msn.com „Mér finnst við þurfa að skilja þessa sögu til þess að skilja hvaðan við komum. Við komum alveg af sama stað og allt þetta fátæka fólk sem byggir jörðina,“ segir Bjarni Harðarson um nýútkomna sögulega skáldsögu sína, Í Gullhreppum. Bókin er sjálfstætt framhald Í skugga drottins, sem kom út í fyrra. — Aðalpersóna bókarinnar er þjóðsagnapersónan séra Þórður Jónsson í Reykjadal, sem býr við sult og seyru í nágrenni hins mikla Skálholtsstaðar á 18. öld. Lesand- inn kynnist Þórði fyrst í Kaup- mannahöfn, þar sem hann stundar nám og á sér auðugan ástmann, og síðan í sókn hans í Gullhreppum. En hvað er vitað um Þórð Jónsson? „Persóna Þórðar er að miklu leyti skáldskapur,“ segir Bjarni. „Það er t.d. ekkert vitað um kynhneigð hans. Við vitum ekki hvaða fólk var samkynhneigt á 18. öld, en örugg- lega margt. Það er til mikið af þjóð- sögum um hann, um einkennileg til- svör, einkennilega ræðustúfa, alger- lega vonlausa búskaparhætti. Hann hefur verið mjög kærulaus um efna- lega velferð sína. Hann útskrifast úr háskólanum í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir fátækt, tekur ágætispróf og er talinn afskaplega lærður, tal- inn kunna sex tungumál, en það tala allir illa um hann. Enginn segir af hverju. Menn segja sögur af ein- kennilegheitum.“ Umburðarlyndi gagnvart fólki og gagnvart veröldinni — Það er mikil kímni í frásögn- inni þótt umfjöllunarefnið sé fólk sem býr við erfiðar aðstæður og oft- ast er þessi kímni lífssýn Þórðar að þakka. Hvað getum við lært af Þórði Jónssyni og lífsviðhorfi hans? „Ég held við getum lært ákveðið umburðarlyndi og það fer saman umburðarlyndi gagnvart fólki og gagnvart veröldinni. Hann lifir sjálfur við ótrúlega óréttláta veröld, sem stundum bugar hann, eins og þegar vinur hans er hengdur fyrir þjófnað sem hann hefur ekki fram- ið, en oftast gengur hann brosandi í gegnum þetta og það er mjög mikil- vægt lífsviðhorf. Það er sama á hverju gengur, þú hefur ekkert annað val. Þú getur ekkert gefið þér að veröldin sé góð. Mér finnst ég hafa hitt Þórð fyrir á þvælingi mínum, en mest í þriðja heims löndum þar sem ég hef skrif- að mikið af þessum textum, mikið í Afríku. Þar hittir maður þessa menn, sem taka örbirgðinni og harðneskjunni sem þeir lifa við brosandi, ekki til að samþykkja óréttlætið, heldur vegna þess að brosið og það að varpa ákveðinni já- kvæðni út frá sér er eitt sterkasta vopnið í erfiðleikum. Fyrri bókina skrifaði ég í Eþíó- píu. Þessa skrifaði ég að miklu leyti í Palestínu og svo var ég á þvælingi, m.a. í Senegal, öðrum þræði til þess að komast inn í hugarheim fátæka fólksins og líka af því að í vestræn- um samfélögum finn ég ekki þessa andagift sem umgengni við fólk veitir. Það er búið að gelda það svo mikið. Það er svo mikið innan húss. Það þarf að komast inn í samfélög þar sem fólk er enn utan dyra og er nær hvert öðru. Þá skiptir ekki máli hvort þú getur talað við fólkið. Þú sérð alveg gangverkið í samfélag- inu. Það gerir svo mikið að vera í þessum dínamísku, fátæku löndum, sem eru miklu ríkari af svo mörgu, og oft dettur mér í hug að þau séu miklu ríkari af gleðinni líka. Og það er kannski það sem smitast inn í þessa bók þegar ég skrifa um erfið- leikana. Það er líka gleði í þessu samfélagi. Ég trúi ekki öðru. Það litla sem við höfum varðveitt af kveðskap og sögum bendir til þess.“ Við vorum bara þar í gær „Þessi fátæku lönd eru líka ríkari af samskiptum, af samveru mann- anna. Ríkidæmið einangrar okkur svo mikið og færir okkur hvert um sig inn í okkar rými, okkar kassa, þar sem við þykjumst njóta ríki- dæmisins, og auðvitað njótum við velsældarinnar, en við þjáumst líka í einsemdinni, sem þessi gömlu, afturhaldssömu ættarsamfélög gera ekki með sama hætti. Það er líka meiri sjálfsögð umhyggja inni í þessum samfélögum. Það er ekki búið að stofnanavæða umhyggjuna. Í þessu er fólgið ríkidæmi.“ — Þjóðfélagið sem þú lýsir er miskunnarlaust gagnvart smæl- ingjum. Sérðu hliðstæður í nútíma- þjóðfélagi? „Þá riðu menn um á fákum sínum og skeyttu því engu að fólk væri að drepast í högunum, eins og var í þessum hörmungum sem gengu yf- ir, aftur og aftur, á þessum tíma. Mér verður hugsað til þessara tíma þegar ég er á þvælingi, einmitt á uppáhaldsferðaslóðum okkar við Miðjarðarhafið þar sem smælingj- arnir farast í stórum stíl, svelta heilu hungri og börnum skolar upp á strendurnar. Og við snúum okkur undan. Steinsnar frá þessum at- burðum liggjum við í sólbaði til að fá aðeins frí frá íslenska vetrinum, og við erum ekkert að láta þetta plaga okkur. Við erum kannski ekki á stað til að vera að dæma miskunn- arleysi gagnvart smælingjunum mikið. Við eigum að þekkja þessa sögu og líka af því að í okkar ríka samfélagi eru svo miklir fordómar gagnvart þessum fátæku þjóðum, sem eru fullar af trúarórum og sið- um sem við skiljum ekki alveg. Við vorum bara þar í gær.“ Morgunblaðið/Hari Skálduð „Persóna Þórðar er að miklu leyti skáldskapur,“ segir Bjarni Harðarson um aðalpersónu bókar sinnar. Með brosið að vopni  Í nýrri skáldsögu Bjarna Harðarsonar, Í Gullhreppum, segir af manni sem annálaður var fyrir einkennilegheit Sigþrúður Gunn- arsdóttir flytur erindi á rann- sóknarkvöldi Fé- lags íslenskra fræða í kvöld kl. 20 í sal safnaðar- heimilis Nes- kirkju. Erindið ber yfirskriftina Er ósýnilegi maðurinn hættur að vinna? Um bókmenntaritstjórn. Sigþrúður lauk nýverið meistara- ritgerð í íslenskum bókmenntum um sögu og hlutverk bókmenntarit- stjórans og hefur starfað við rit- stjórn í 18 ár. Sá ósýnilegi hættur að vinna? Sigþrúður Gunnarsdóttir Helga Nína Aas og Philippe Guerry opna samsýningu á ljósmynda- og ritverkum sínum í húsakynnum Alliance Fran- çaise í dag kl. 18. Í verkunum fjalla þau um lok- anir hverfisversl- ana í Reykjavík og í Charentes- héraðinu í Frakklandi og sýna þá þróun með ólíkum hætti. Sýningin er haldin í tilefni af gestavinnustofu Philippes Guerrys í Reykjavík. Frekari upplýsingar á af.is. Fjalla um lokanir hverfisverslana Helga Nína Aas Hópur myndlist- armanna hefur í októbermánuði verið að störfum í sýningarsal Gerðubergs og í dag kl. 17 mun hann bjóða í vöfflukaffi og kynna verk sín. Í hópnum eru Vala Sigþrúðar Jóns- dóttir, Bára Bjarnadóttir, Ólöf R. Benediktsdóttir, Auður Lóa Guðna- dóttir, Dýrfinna Benita, Sophie Dur- and, Eva Bjarnadóttir, Wiola Anna Ujazdowska, Andrea Vilhjálms- dóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir. Lokahóf og listamannaspjall Bára Bjarnadóttir Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Insomnia (Kassinn) Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 2/11 kl. 22:00 Fös 9/11 kl. 22:00 Daður og dónó Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas. Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Lau 10/11 kl. 20:00 19. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.