Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Page 12
Ö
rn Árnason hefur
brugðið sér í mörg
hlutverk á ferl-
inum. Nú er hann
búinn að taka að
sér nýtt hlutverk en hann er kom-
inn með leiðsögumannspróf og líka
meirapróf og sýnir nú útlendingum
Ísland í rútuferðum um landið.
Aðdáendur þessa eins ástælasta
leikara þjóðarinnar þurfa samt ekki
að óttast, hann er alls ekki að
hverfa af sviðinu. Hann frumsýndi á
dögunum Ronju ræningjadóttur þar
sem hann er í hlutverki Matthíasar,
föður Ronju, en hann er líka í sirk-
ussöngleiknum Slá í gegn en báðar
þessar sýningar eru í Þjóðleikhús-
inu.
Eitt er víst; Örn er ekki maður
sem situr auðum höndum. Áratuga
reynsla gerir honum kleift að halda
mörgum boltum á lofti samtímis.
Leikhúsið er tarnavinna í takt við
árstíðirnar, rétt eins og vinnan sem
Íslendingar hafa unnið í gegnum
aldirnar á engjum og baðstofu-
loftum. Áhugi á sögunni hefur
vaknað í ríkari mæli með hækkandi
aldri hjá Erni sem er hérna megin
við sextugt, stórafmælið er ekki
fyrr en á næsta ári, á sjálfan kven-
réttindadaginn
Eftir viðtalið er hann að fara að
skemmta eldri borgurum. Þar er
hann einn með gítarinn, syngur og
fer með gamanmál. Hann fléttar
líka söngnum inn í leiðsögumanns-
starfið og syngur fyrir ferðamenn-
ina. Maður getur ekki annað en öf-
undað útlendingana sem kaupa sér
Gullhrings-pakkaferð og fá Örn
Árnason í kaupbæti. Ekki víst að
þeir viti að við stýrið og hljóðnem-
ann sé einn þekktasti leikari lands-
ins. Nema kannski þeir sem hafa
séð hann í eins manns sýningunni
How to become Icelandic in 60 min-
utes í Hörpu.
Örn er á skjá og sviði stór per-
sónuleiki en í viðkynningu er hann
einstaklega þægilegur og þol-
inmóður, tilbúinn til að deila gam-
anmálum og sögum úr alvöru lífs-
ins.
Eitt af því sem kemur fram í við-
talinu er að honum finnst gott að
stíga úr þægindarammanum og
læra eitthvað nýtt. Hluti af því er
að takast á við nýtt hlutverk utan
sviðsins, leiðsögumannshlutverkið.
„Mig langaði að komast strax í
þetta og tók meiraprófið í leiðinni
þannig að ég er ökuleiðsögumaður.
Það er skondið þegar maður situr í
20 manna rútu og er að keyra og
kjafta og þú ert með kannski tíu
þjóðarbrot í rútunni og þá þarft þú
að finna einhverja miðju fyrir alla.
Svona ferðalag getur aldrei verið
öllum til fullrar gleði. Sumum finnst
maður stoppa of stutt og öðrum of
lengi og svo framvegis.“
Skondin sýn á samfélagið
Upplifirðu það sem mikla ábyrgð að
vera leiðsögumaður?
„Ég oft verið spurður: Er ekki
alltaf ógeðslega gaman hjá þér?
Ertu ekki bara að djóka eitthvað í
liðinu? Það er nefnilega svo skrýtið
að ég er bara aldeilis ekkert í því.
Ég kannski gauka einhverjum,
kannski ekki bröndurum heldur
frekar skondinni sýn á samfélagið
okkar bæði áður fyrr og í dag, en
ég er ekkert að djóka í því. Þetta
fólk er í fríi og það er komið til Ís-
lands og ég vil að það fái bara
nokkuð rétta mynd af því hvernig
við erum og hvað við erum. Ég segi
gjarnan í rútunni að við séum ekk-
ert öðruvísi en annað fólk, við erum
bara fólk eins og þau nema við er-
um kannski með einhverja öðruvísi
siði eða venjur. Við erum bara
venjulegt fólk sem ólum okkur sjálf
upp hér úti í Norður-Atlantshafi.
Mér finnst það alveg nógu spenn-
andi,“ segir Örn sem hefur gaman
af því að tengja sögulega viðburði
saman eins og Skaftárelda, sem
ollu uppskerubresti og tengjast því
beint frönsku byltingunni.
„Það er svo gaman að tengja
þessa hluti saman,“ segir Örn sem
hefur gaman af því að segja ferða-
mönnum sögur.
Örn syngur lög frá þessum tíma
þegar „Mozart var að spranga um
götur Vínarborgar að semja Töfra-
flautuna og Beethoven að semja
Óðinn til gleðinnar. Flest okkar lög
frá þessum tíma eru svona fornir
söngvar, ekki margar nótur, frekar
fátæklegur tónskali á móti þessum
gífurlega íburði. Fólki finnst gam-
an að því að heyra um þessar
skrýtnu tengingar og bera saman
Evrópu á þessum tíma og svo bara
Ísland í dag.“
Örn er uppfullur af ýmsum fróð-
leik sem hann hefur gaman af að
deila. „Þegar við keyrum útúr
bænum framhjá skóginum við
Rauðavatn segi ég fólki frá því að
þetta sé elsti gróðursetti skógur á
Íslandi, frá 1901. Þetta finnst fólki
rosa gaman að heyra og svo þegar
ég keyri framhjá Rauðhólum segi
ég frá því að þetta séu gervigígar.
Svo bæti ég við til að kanna hvort
fólk hafi húmor, sérstaklega þegar
ég er með Bandaríkjamenn: „I
know these are kalled pseudo-
craters but Donald Trump would
probably call them FAKE
craters“.“
Húmor hjálpar til
við að tengjast fólki
Hann segist alls ekki vera með
stöðugt uppistand fyrir ferðamenn-
ina en það sé alveg hægt að leika
sér aðeins. „Húmor hjálpar manni
að tengjast fólki og svo segi ég bara
við gesti mína aðeins um Ísland,
eitthvað um land og sögu, en fyrst
og síðast bið ég þá um að spyrja
mig.“
Hann segir að fólk mæti oft
þreytt í skoðunarferðir. „Stundum
steinsofnar fólk í rútunni. Það er að
koma erlendis frá um morguninn og
fer beint í gullhring. Ég segi bara
Örninn flýgur
Örn Árnason vill alls ekki staðna í hugsun og hefur einstaklega gaman af fánýtum fróðleik, sem nýtist
honum vel í nýju starfi sem leiðsögumaður og rútubílstjóri. Þrátt fyrir nýtt hlutverk er hann alls ekki
hættur að leika og getur aldrei hugsað sér að setjast í neitt sem hægt væri að kalla helgan stein.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Heill heimur opnast fyrir manni
þegar maður setur sig í fótspor
sögunnar,“ segir Örn.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018