Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Page 19
þessu hræðilega óréttlæti gegn pal-
estínsku þjóðinni. Ég sé ekki fyrir
mér neina lausn á málinu nema all-
ir hópar samfélagsins taki þátt í
því og það þarf bæði konur og
menn til. Þetta er rúm hálf öld af
hersetu, sem er það langmesta sem
þjóð hefur þurft að þola í nútíman-
um. Það er enginn samanburður
eða fordæmi til,“ segir Abdelhady-
Nasser og ítrekar að alþjóða-
samfélagið þurfi að bregðast við.
„Það þýðir að lönd þurfa að tjá
sig og vera fulltrúar mannréttinda
og friðar. Það þarf pólitískan vilja
til. Það þarf að segja: Þetta er
rangt og þessu verður að ljúka.
Það hefur ekki gerst enn. Það er
tími til kominn að segja við Ísraela
að þeir þurfi að fara eftir al-
þjóðalögum og -reglum og ef þeir
geti ekki lifað í samræmi við þessar
reglur muni ólögmæt hegðun
þeirra hafa afleiðingar. Það hefur
ekki enn gerst. Þjóðir heims eru
hræddar við Ísrael og bakslagið
sem fylgir því ef þjóð tekur ákvörð-
un sem Ísraelum mislíkar; þá beita
þeir yfirgangi og gera lítið úr við-
komandi þjóð. Eftir að Ísland við-
urkenndi Palestínu sem sjálfstætt
ríki árið 2011 gerðu ísraelskir emb-
ættismenn lítið úr landinu; hvað Ís-
land væri eiginlega! Þetta er hins
vegar mikilvægt fyrir okkur því
hvert einasta land hefur rödd sem
getur skipt máli. Hvert einasta
land hefur sitt að segja í allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna.“
Allir fá einn
disk við borðið
Hún segir að fámenn lönd megi alls
ekki hugsa sem svo að þeirra af-
staða skipti ekki máli. „Þetta snýst
um að trúa því að rödd landsins
skipti máli þótt það sé lítið, og trúa
því að landið sé hluti af þessu al-
þjóðasamfélagi. Alþjóðasamfélagið
er fjölskylda þjóða og allir í fjöl-
skyldunni skipta máli. Allir fá einn
disk við borðið; þú færð ekki tíu
diska þótt þú sért stór og mikill.“
Hún segir mikilvægt að fólk átti
sig á að þetta snýst ekki um að
vera á móti Ísrael eða gyðingum.
„Maður er fylgjandi mannrétt-
indum, réttlæti og friði. Þetta hef
ég sagt mörgum þeim sem ég hef
hitt og rætt við, að það að styðja
réttindi Palestínumanna er ekki
það sama og gyðingahatur. Að
gagnrýna Ísraela fyrir ólöglega
hegðun sína er ekki gyðingahatur.
Það verður að láta þetta til hliðar í
upphafi allra umræðna um málið,
hvort sem þær eru diplómatískar
eða persónulegar; ég er ekki á móti
Ísraelum eða ástunda gyðingahatur
en ég styð réttindi Palestínumanna
til frelsis og réttlætis og ég styð
við mannréttindi.“
Hún segir að stundum sé sagt að
ekkert sé hægt að gera og Palest-
ínumenn verði sjálfir að eiga í við-
ræðum við Ísraelsmenn.
„Við leggjum áherslu á, ekki síst
í starfi okkar hjá Sameinuðu þjóð-
unum, að alþjóðasamfélagið tók
þátt í að skapa vandamálið sem
leiddi til þessa óréttlætis og ber því
skylda til að hjálpa til við að leysa
málið. Veikburða og undirokuð þjóð
getur ekki gert þetta sjálf. Við höf-
um átt í samningaviðræðum við
Ísraela í meira en 25 ár og sjáðu
bara hvert það hefur komið okkur:
Við erum í miklu verri stöðu nú en
þá. Að semja úr veikri stöðu þar
sem valdahlutföllin eru ójöfn leiðir
ekki til sanngjarnrar niðurstöðu og
þess vegna þurfum við alþjóðalög
og alþjóðasamfélagið á bandi með
réttlætinu til að tryggja sanngjarna
lausn sem leiðir til stöðugleika.“
Hún segir að ástandið sé slæmt í
landinu. „Hernámið hefur áhrif á
alla þætti samfélagsins og líf fólks.
Þetta er fólk sem á hverjum degi
er brotið á og það niðurlægt, hvort
sem það eru konur, menn eða börn.
Fólk er að verða betur meðvitað
um ástandið, ekki síst vegna til-
komu samfélagsmiðla. Það er erf-
iðara að fela glæpi og auðveldara
að deila þeim núna. Fólk snýr sér
sjaldnar undan, en það þarf að búa
yfir miklu hugrekki til að segja
þessar sögur,“ segir hún og bendir
á að það sé gert m.a. í gegnum
kvikmyndagerð.
„Hver einasta manneskja á sér
sögu og ef þeirri sögu er ekki deilt,
ef fólk áttar sig ekki á raunveru-
leikanum sem þetta fólk býr við,
verður erfiðara ekki aðeins að fá
fólk til að skilja heldur til að fá það
til að grípa til aðgerða.“
Málefnið má ekki
verða þreytandi
Abdelhady-Nasser segir að hér á
landi hafi margir spurt hana hvað
þeir geti eiginlega gert.
„Það er hægt að krefjast mann-
réttinda, krefjast réttlætis og gef-
ast ekki upp. Það má ekki gerast
að málefnið verði svo þreytandi að
fólk hugsi með sér að það geti ekk-
ert gert. Hvað hefði gerst ef fólk
hefði sagt varðandi aðskiln-
aðarstefnuna í Suður-Afríku að það
væri ekkert sem það gæti gert?
Þarna var mikið óréttlæti sem
þurfti að leiðrétta.“
Hún segir að orð skipti máli og
það þurfi að vanda sig í allri um-
ræðu. „Ísraelum hefur tekist að
kalla Palestínumenn hryðjuverka-
menn og stilla þessu upp sem bar-
áttu gegn hryðjuverkum og stríði
múslima og gyðinga en þessi deila
snýst hvorki um hryðjuverk né
trúarbrögð. Þetta er deila um
mannréttindi, landsvæði og pólitík.
Þetta snýst um þjóð sem fær
ekki land til að búa frjáls á og er
svipt mannréttindum. Lausnin
snýst ekki um að berjast gegn
hryðjuverkum eða gyðingahatri, því
trú, ofbeldi og hryðjuverk eru þátt-
ur í þessum átökum en ekki það
sem þau snúast um svo lausnin
snýst ekki um þess háttar áherslu
heldur raunveruleg málefni sem
tengjast mannréttindum, landi og
sjálfstæði.“
Trump skref til baka
Hún segir kjör Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta skref til baka í
mörgum málefnum.
„Afstaða Bandaríkjanna er skað-
leg. Trump er afturhaldssamur og
herskár í málefnum Palestínu og
Ísrael en líka hvað varðar umhverf-
ismál, hlýnun jarðar, innflytjendur,
kjarnorkuafvopnun og kvenréttindi.
Hann hlustar ekki á áhyggjur
heimsins og afstaða hans er sú að
sniðganga rétt fólks. Hann vill að
þeir valdamiklu verði enn valda-
meiri á meðan stór hluti heimsins
sér frið, öryggi og mannréttindi
sem nátengda hluti.“
Hún finnur fyrir því að gjörðir
Trumps hræði almenning í Banda-
ríkjunum. „Það opnaði augu mín að
koma til Íslands því hér finn ég
stöðugleika og ró sem mér finnst
ég ekki upplifa sem palestínskur
Bandaríkjamaður í Bandaríkjunum.
Það er undarlegt að búa í landi
sem á að vera í fararbroddi hins
frjálsa heims en þar er ástandið í
raun óöruggt. Ég finn ekki þessa
ró þar því landinu er stjórnað af
manni sem er baráttuglaður og
herskár, ekki bara pólitískt heldur
líka persónulega,“ segir hún og út-
skýrir nánar:
„Hvað þýðir það fyrir samfélag
þegar þar er gert lítið úr fólki
vegna trúar þess eða húðlitar?
Hvað verður um samfélag sem
leyfir þessu að gerast? Frelsið er
skert þegar hluti fólks fær ekki
sömu réttindi og aðrir, þessi tilfinn-
ing verður æ sterkari í Bandaríkj-
unum. Ég er aðeins búin að vera á
Íslandi í nokkra daga en ég hugsa
með mér: Vá, hér finn ég ákveðna
ró,“ segir hún og bætir við glettn-
islega: „Kannski hjálpa heitu laug-
arnar til við það!“
Að lokum langar hana að þakka
fyrir hversu vel hafi verið tekið á
móti henni á Íslandi og þakkar fyr-
ir stuðninginn við Palestínu. „Mér
finnst stundum hafa verið gert lítið
úr þeim stuðningi sem Íslendingar
hafa veitt Palestínu á alþjóðavett-
vangi. Ég hef heyrt aftur og aftur
setninguna „en við erum bara lítið
land“ en stuðningurinn skiptir svo
miklu máli. Samstaðan veitir von
og von gefur þeim veiku kraft því
stundum eiga þeir veiku ekkert
nema von. Ekki gera lítið úr þess-
um stuðningi og öðrum sem Íslend-
ingar veita Palestínu í gegnum
mannúðaraðstoð eða skólastyrki.
Ísland er eitt af 193 löndum í alls-
herjarþinginu sem kjósa og þá eru
Íslendingar jafnir hinum þjóðunum.
Afstaða Íslands skiptir máli.“
„Samstaðan veitir von
og von gefur þeim veiku
kraft því stundum eiga
þeir veiku ekkert nema
von,“ segir Feda Abdel-
hady-Nasser.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’Það opnaði augu mínað koma til Íslandsþví hér finn ég stöð-ugleika og ró sem mér
finnst ég ekki upplifa í
Bandaríkjunum.
13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19