Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Side 24
GettyImages/iStockphoto Sætustu kartöflurnar í réttinum Sætar kartöflur er hægt að nota á marga mis- munandi vegu en þær gefa réttum bæði fallegan lit og gott bragð. Hér eru fjórar ólíkar uppskriftir sem allar innihalda þessa appelsínugulu hnúða, sem eru í raun ekki kartöflur heldur flokkast sem rótargrænmeti. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is MATUR 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018 Þessi girnilega uppskrift er af grgs.is og gera sætu kartöflurnar réttinn matarmeiri og hollari en ef hann er gerður með nachos- flögum. 2-3 meðalstórar sætar kartöflur 1 msk ólífuolía tacokrydd 1 dós pintobaunir, vökvi fjarlægður mozzarellaostur, magn að eigin smekk 2 tómatar, saxaðir jalapenosneiðar, magn að eigin smekk 3-4 vorlaukar, saxaðir safi af 1 límónu kóríander (má sleppa) Skrælið karöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Blandið ólífu- olíunni saman við og kryddið með tacokryddi (hér er gott að setja olíu og krydd í plastpoka, bæta kartöflunum saman við og hrista vel). Raðið kartöflunum á ofnplötu með smjörpappír (tek- ur líklega tvær ofnplötur) og setjið í 200°C heitan ofn í um 15 mínútur. Snúið kartöflunum við og eldið í fimm mínútur í við- bót. Raðið því næst kartöflunum á eina plötu og setjið baunir og ost yfir og setjið í ofn í aðrar fimm mínútur. Blandið tómötum, jalapeno, vorlauk, límónusafa og kóríand- er saman í skál. Takið kartöfl- urnar úr ofninum og hellið blöndunni yfir þær. Gott er að toppa þetta með avókadó/ gvakamóle og sýrðum rjóma. Ofurnachos

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.