Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Qupperneq 26
hentuga til stálflutninga. Brýrnar
munu vera fleiri en 300 talsins! Ann-
ars eru þéttir skógar það sem fyrst
grípur augað við komuna til Penn-
sylvaniu.
Eins og ávallt við komuna vestur
um haf vorum við hálfringluð af
þreytu og tímamismun við komuna á
Omni William Penn-hótelið sem á sér
meira en hundrað ára sögu. Þar mun
sjónvarpsstjarnan Bob Hope hafa
beðið eiginkonu sinnar og menn á
borð við John F. Kennedy gerðu sér
glaðan dag í glæsilegum sal-
arkynnum hótelsins. Þau hafa líklega
lítið breyst á öllum þessum árum.
Það er alltaf eitthvað sérstakt og
kunnuglegt við að upplifa þessa hlið
Bandaríkjanna. Þrátt fyrir flug-
þreytu var lítið annað í stöðunni en
að taka léttan skoðunargöngutúr um
nágrennið og panta sér svo drykk á
Speakeasy-barnum í kjallaranum.
Tveimur dögum skyldi eytt í að
kanna Pittsburgh, söfn og verslanir
áður en haldið yrði til Fallingwater.
Fyrsta verkið var að kíkja á Andy
Warhol-safnið en listamaðurinn, sem
setti líklega mark sitt umfram aðra
kollega sína á 20. öldina, ólst upp í
borginni. Safnið er því nokkuð veg-
legt og hefur að geyma mikið af verk-
um og persónulegum munum popp-
Það er ekki langt síðan það kost-aði mánaðarlaun verkamannsað komast til Bandaríkjanna
en sem betur fer er raunin nú önnur.
Virk samkeppni í flugsamgöngum
hefur aukið lífsgæði hér á landi mik-
ið. Áður en hún kom til hefði verið
langsótt fyrir mig að láta gamlan
draum konunnar minnar rætast, að
heimsækja hið sögufræga og ægi-
fallega Fallingwater-hús í Pennsylv-
aniu-ríki í Bandaríkjunum, í tilefni af
stórafmæli. Í leiðinni væri hægt að
heimsækja tvær bandarískar stór-
borgir, Pittsburgh og Cleveland í
Ohio-fylki.
Stálborgin á milli fljótanna
Flogið var til og frá Pittsburgh í
seinnihluta maímánaðar með stoppi í
Cleveland. Pittsburgh hefur eins og
svo margar stórborgir gengið í gegn-
um endurnýjun lífdaga á und-
anförnum árum þar sem gamlar
byggingar fá ný hlutverk og atvinnu-
lífið þroskast. Borgin byggðist upp í
kringum öflugan stáliðnað og ber
þess merki. Gamlar gotneskar stór-
byggingar byggðar á uppgangs-
árunum á fyrri hluta síðustu aldar
eru áberandi en einnig fjöldi brúa
sem liggja yfir stórfljótin sem mæt-
ast við borgina og gerðu hana m.a.
arans sérvitra. Sérstaklega var
innsetningin Silfurpúðar frá árinu
1966 með svörtum veggjum, silfr-
uðum gaspúðum og kraftmiklum vift-
um eftirminnileg. Á safninu er einnig
aragrúi af frábærum teikningum
Warhols sem hafði mikið dálæti á að
teikna prívatparta samferðamanna
sinna, enda drátthagur með eindæm-
um.
Safnið var líklega hápunktur Pitt-
sburgh-dvalarinnar ásamt máltíðum
á Ace-hótelinu, fyrrnefndu William
Penn-hóteli og á veitingastað sem
heitir því látlausa nafni Meat & Po-
tatoes. Þar þurftum við reyndar að
fylgjast með raunum ólánsamrar
ungrar konu á næsta borði og lífsvilj-
anum fjara úr augunum á henni með
hverri setningu sem sjálfhverfur
sessunautur hennar lét út úr sér.
Líklega hefur ekkert orðið af stefnu-
móti númer tvö þar.
Rúma klukkustund tekur að keyra
frá Pittsburgh til Fallingwater-
hússins sem að margra mati er það
fallegasta sem byggt var á 20. öld-
inni. Þeirri heimsókn voru gerð ít-
arleg skil á mbl.is fyrir stuttu. Á Lau-
rel Highlands-svæðinu þar sem húsið
stendur er þó hægt að gera margt
fleira. Flúðasiglingar eru vinsælar og
þá ætti hjólreiðafólk að finna eitt-
Bandarískar stór-
borgir í endurnýjun
Bandarískar stórborgir hafa verið í mikilli endurnýjun á undanförnum ár-
um. Í norðaustri hafa gömlu iðnborgirnar: Cleveland í Ohio og Pittsburgh í
Pennsylvaníu, breyst mikið og laða nú að sér ungt og vel menntað fólk.
Texti og ljósmyndir: Hallur Már hallurmar@mbl.is
Glæsilegri glerhvelfingu var bætt við listasafnið í Cleveland á síðasta áratug.
Séð yfir miðborgina í Cleveland. Torgið er nýlegt og þar er mikið líf.
Verk eftir flesta stóru meistarana er að finna á listasafninu í Cleveland.
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018
FERÐALÖG