Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018
LESBÓK
Ljósmyndakeppni
Bílablaðs Morgunblaðsins
Kosning og nánari upplýsingar á
Facebook.com/bilafrettir
Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara:
• Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is
• Frestur til að skila inn myndum í keppni október er til kl. 23:59 laugardaginn 6. okt.
• Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn
• Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu
• Keppnin fer fram í fjórum lotum og verður sú síðasta haldin í nóvember.
• Fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með
Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum
• Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði
• Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember
Fyrsti vinningur er ferð
fyrir tvo á bílasýning-
una í Genf í mars
í boði Toyota á Íslandi.
www.mbl.is/bill
Nýlegir breskir þættir um banda-
ríska strangtrúaða mormóna í Ut-
ah í Bandaríkjunum hafa nú bæst
við flóru þátta efnisveitunnar Net-
flix. Þættirnir heita Three Wives
and a husband og eru vel unnir
heimildaþættir, fjórir alls, sem lýsa
lífi nokkurra óvenjulegra fjöl-
skyldna. Þrátt fyrir að fjölkvæni sé
nú bannað nánast alls staðar í
Bandaríkjunum eru lítil samfélög
strangrúaðra mormóna sem enn
trúa því að til að komast nær Guði
þurfi karl að eignast sem flest af-
kvæmi. Ekki sé leggjandi á eina
konu að eignast öll börnin og því
sé fjölkvæni af hinu góða.
Í þáttunum er fylgst með dag-
legu lífi fjölskyldna á Rockland-
búgarðinum í Utah. Þrátt fyrir að
aðstæður og sambönd fólksins séu
ákaflega framandi þá er ekki laust
við að áhorfendur fái örlitla sam-
úð með þessari lífssýn. Þættirnir
eru unnir af virðingu við fólkið
sem þar birtist og engir sleggju-
dómar felldir. Útkoman er fínasta
sjónvarpsefni og innsýn í veröld
sem almennt er hulin.
Catrina, Enoch, Lydia og Lillian
Foster. Catrina er fyrsta eig-
inkona Enochs, Lillian önnur
og Lydia sú sem hann biður
að giftast sér í þáttunum.
Þrjár konur og eiginmaður
Þættirnir veita innsýn í lífið á Rock-
land-búgarðinum í Utah sem er um
100 manna samfélag strangtrúaðra.
Stundin okkar
aftur á skjáinn
RÚV Stundin okkar er komin aftur
á dagskrá eftir sumarfrí. Þessi
aldni barnaþáttur ber með sér fjör,
slímgusur, spennandi spurninga-
keppnir og ýmislegt fræðandi og
skemmtilegt fyrir krakka og ekki
síður fullorðna.
Sögur eftir krakka lifna við í
þáttunum og áhersla er sem fyrr á
að fá krakka sem mest að þætt-
inum; bæði sem skapara efnis og
sem viðmælendur og leikara.
Stundin okkar byrjaði árið 1966 en
ber aldurinn sannarlega betur en
flestir aðrir sjónvarpsþættir.
STÖÐ 2 Grey’s Anatomy með
Meredith Grey í broddi fylkingar er
farið aftur af stað. Þáttaröðin sem
nú er hafin er sú fimmtánda af
þessu sívinsæla læknadrama.
Enn er heilbrigðisstarfsfólkið á
Grey Sloan Memorial-spítalanum
að vandræðast með einkalíf sitt og
flækja því saman við vinnuna,
áhorfendum til ánægju.
Flókið ástarlíf
læknanna
Áhrifavöld stórstjarna meðumfangsmikla fylgj-endahópa á samfélags-
miðlum komu vel í ljós eftir innlegg
tónlistarkonunnar Taylor Swift á In-
stagram í byrjun vikunnar. Þar
hvatti hún Bandaríkjamenn til að
kjósa í þingkosningunum framundan
og að velta vandlega fyrir sér þeim
gildum sem frambjóðendurnir
standa fyrir.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa,
enda er Swift með 112 milljón fylgj-
endur á Instagram, hvorki meira né
minna. Kippur kom í skráningu
kjósenda í kjölfarið og samkvæmt
fjölmiðlum vestra bættust 65 þúsund
nöfn á kjörskrá í Bandaríkjunum á
fyrsta sólarhringnum eftir að færsl-
an birtist. Á tveimur sólarhringum
var talan yfir nýskráða kjósendur
komin í rúm 169 þúsund. Til sam-
anburðar má nefna að í öllum sept-
embermánuði bættust 190 þúsund
manns á kjörskrá í Bandaríkjnum.
Swift segir sjálf að hún hafi fundið
sig knúna til að stíga fram og lýsa
stuðningi við tvo frambjóðendur
Demókrata í Tennesse-fylki, þar
sem hún býr. Phil Bredsen styður
hún til setu í öldungadeild og Jim
Cooper í fulltrúadeild þingsins.
Mikið hefur verið fjallað um málið
í bandarískum fjölmiðlum en stjórn-
málaskýrendur virðast á einu máli
um að stuðningsyfirlýsing Swift sé
líkleg til að hafa veruleg áhrif á nið-
urstöður kosninga, ekki síst í Ten-
nessee-ríki sem fram til þessa hefur
verið sterkt vígi Repúblikana, en
jafnvel víðar í Bandaríkjunum.
Swift virðist allavega hafa nú þeg-
ar hreyft allhressilega við kjós-
endum og sérstaklega yngri kyn-
slóðinni. Talið er að um 60% nýju
Swift-kjósendanna á kjörskrá sé á
aldrinum 18-29 ára, hópur sem hefur
ekki verið sá duglegasti fram til
þessa við að mæta á kjörstað.
„Ég hef alltaf og mun alltaf verja
mínu atkvæði í þágu frambjóðanda
sem verndar og berst fyrir þeim
mannréttindum sem ég trúi að við
eigum öll skilið að njóta í þessu
landi,“ segir í yfirlýsingu Swift sem
hún birti á Instagram. Demókratar í
Tennesse eru hæstánægðir með
stuðninginn frá stórstjörnunni en
það kemur svo ekki í ljós fyrr en í
sjálfum kosningunum í byrjun nóv-
ember hvort Swift-sveiflan skilar
raunverulegum atkvæðum.
Taylor Swift kom
mörgum á óvart þegar
hún blandaði sér í
pólitík á dögunum.
AFP
Swift sýnir
mátt sinn
Nær 170 þúsund Bandaríkjamenn bættust á kjör-
skrá á tveimur sólarhringum eftir að Taylor Swift
hvatti fólk til að kjósa með færslu á Instagram.
Hún hefur fengið nóg af misrétti í landinu og lýsti
stuðningi við tvo frambjóðendur Demókrata í
heimafylki sínu, Tennessee. Stjórnmálaskýrendur
telja að yfirlýsing hennar geti breytt miklu.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Með pólitískri yfirlýsingu sinni
bætist Taylor Swift í hóp fjöl-
margra stórstjarna sem í gegn-
um tíðina hafa beitt áhrifavaldi
sínu í þágu tiltekinna stjórn-
málamanna eða hugsjóna.
Frank Sinatra, Sammy Davis
Jr. og Dean Martin, sem saman
mynduðu The Rat Pack, voru til
að mynda ötulir stuðningsmenn
Johns F. Kennedy í forsetakosn-
ingum 1960.
Frægt dæmi um stuðning
stórstjörnu sem munaði um er
þegar Oprah Winfrey lýsti yfir
stuðningi við Barack Obama
fram yfir Hillary Clinton í bar-
áttunni um útnefningu Demó-
krataflokksins á forsetaefni árið
2008. Telja rannsakendur við
University of Maryland að
stuðningur Winfrey hafi skilað
Obama allt að milljón atkvæð-
um sem hann annars hefði ekki
fengið.
Ekki alveg ný hugmynd