Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 14
HRINGFERÐ 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 fyrir mikilli nánd við mannfólkið allt frá upp- hafi til enda ferðar. Fjölmargir gáfu sig á tal við mig, bæði vegna forvitni en ekki síður til að bjóða fram aðstoð sína. Það er raunar stærsta upplifunin í þessu öllu saman; að fólk er gott. 99,9% allra sem ég hafði samskipti við voru stórkostleg; greiðvikin og elskuleg.“ Yndislegt fólk í Íran Hann nefnir Íran sem dæmi. „Fyrirfram var ég svolítið smeykur við að fara þangað inn enda heyrum við Vesturlandabúar yfirleitt bara neikvæðar fréttir þaðan. Þegar á reyndi var veruleikinn allur annar; yndislegra fólki hef ég ekki kynnst. Á fjórtán dögum fékk ég tíu heimboð eða boð um að fara út að borða. Í eitt skiptið borgaði meira að segja bláókunn- ugt fólk fyrir mig á veitingastað. Án þess að ég hefði svo mikið sem hitt það. Þegar ég bað um reikninginn var einfaldlega búið að greiða hann. Það var mikil lexía að þetta umdeilda land skyldi vera uppfullt af gæsku og gest- risni.“ Ferðalangurinn er raunar með skilaboð til fjölmiðla. „Ég hef verið hugsi yfir því hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag. Og er örugg- lega ekki einn um það. Við megum ekki trúa öllu sem sagt er í fréttum. Þar ræður hið neikvæða gjarnan ríkjum og hefur mjög auðveldlega meng- andi áhrif. Í þessum skiln- ingi virka fréttir eins og óbeinar reykingar og með þeim hætti erum við auð- vitað að takmarka lífsgæði okkar. Við verðum að leggja meiri áherslu á það jákvæða í þessari tilveru og hefja okkur upp yfir dægurþras, lífið er alltof stutt fyrir neikvæðni. Við lifum í stór- kostlegum heimi.“ Hann heldur áfram með þessa pælingu. „Talandi um fjölmiðla þá ætti það að vera hluti af námi sérhvers blaðamanns að fara á mót- orhjóli umhverfis hnöttinn. Ég skal lána fyrsta blaðamanninum mitt hjól.“ Hann hlær. „Að öllu gríni slepptu þá er lífið eins og myndabók. Viljum við bara sjá fyrstu myndina eða viljum við fletta áfram? Viljum við jafnvel láta aðra fletta fyrir okkur og ráða þannig hvað við sjáum?“ Meðal fólksins á dekkinu Tilgangurinn var vitaskuld ekki að taka út stjórnarfar í löndunum sem hann sótti heim, þvert á móti leitaðist Kristján við að tengjast fólkinu sjálfu. Finna hjartsláttinn á hverjum stað fyrir sig. Uppleggið var að halda sig sem mest utan alfaraleiðar, þannig sneiddi hann að mestu hjá stórborgum og ferðamannastöðum, fyrir utan perlur á borð við Taj Mahal, sem glæpsamlegt hefði verið að sleppa. „Ég hef lifað góðu lífi, er fjárhagslega sjálf- stæður og vanur lúxus af ýmsu tagi en lagði þetta þveröfugt upp, gisti ekki á 4 eða 5 stjörnu hótelum heldur gistiheimilum og með- al fólksins. Sumar nætur svaf ég í tjaldi. Þeir sem hafa lítil ráð upplifa á margan hátt sterk- ari tengsl og tilfinningar en þeir sem meira hafa milli handanna og svona vil ég framvegis ferðast; meðal fólksins á dekkinu. Ég er oft spurður hvar ég hafi séð mestu hamingjuna á leiðinni og svara því til að það hafi verið í fá- tækustu héruðunum sem ég heimsótti. Ég kann ekki skýringu á þessu en er það ekki gömul saga og ný að fátækt þjappi kynslóð- unum saman?“ Hann hefur í þessu sambandi sögu eftir áströlskum hjónum sem hann kynntist í Myanmar. Þau höfðu verið í Úsbekistan og hitt þar gamla konu sem orðin var einmana vegna þess að hún bjó ekki nógu nálægt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Þess vegna tók hún sig upp og flutti nær henni – heila 300 metra. „Þetta leiðir hugann að því hvort stofnana- væðingin sé ekki komin úr böndunum á Vest- urlöndum,“ veltir Kristján fyrir sér. „Ég veit það ekki fyrir víst en leyfi mér að efast um að elliheimili séu yfirhöfuð til í Asíu.“ Útúrdúr til Óman Enda þótt grunnstefið hefði verið samið áður en lagt var af stað stóðst Kristján ekki mátið að spila annað veifið eftir eyranu. Sem dæmi má nefna að eftir að hann kynntist manni frá Óman í ferju frá Íran til Dúbaí ákvað Kristján, þvert á fyrri plön, að heimsækja manninn. „Ég keyrði yfir 500 kílómetra til hans og átti fína daga í Óman. Við erum ennþá í góðu sam- bandi,“ segir hann. Tengsl mynduðust víðar. Sonur Kristjáns, Baldur Kristjánsson ljósmyndari, hjólaði með honum í tvær vikur í Suður-Ameríku og í San- tiago, höfuðborg Síle, gaf maður sig á tal við feðgana vegna þess að honum leist svona ljóm- andi vel á hjólið. Samtalið gat af sér matarboð heima hjá manninum og þar kom í ljós að hann sér ekki sólina fyrir Ólafi Arnalds tónlistar- manni og börnin hans vita allt um Sigur Rós og Of Monsters and Men. Já, Ísland er víða. Úr varð vinátta. „Tengsl hljóta alltaf að myndast á svona ferðalagi en vegna þessara aðstæðna, sem ég hef lýst, þá er eins og þau límist betur. Það gaf þessu ennþá meira gildi.“ Af þessum 48.000 km voru aðeins um 800 km skilgreindir sem átakasvæði af einhverju tagi. Það var í Indlandi, Mexíkó og Kólumbíu. „Ég lenti ekki í neinu í Mexíkó en fann þar eigi að síður fyrir mestu ógninni, þegar ég keyrði framhjá nýlegum yfirgefnum húsum og bens- ínstöðvum. Þarna berast eiturlyfjahringir á banaspjót. Sama er uppi á teningnum í Kólumbíu. Í nágrannaríkinu Hond- úras eru 90 á hverja 100.000 íbúa myrtir á ári hverju. Það væri eins og að 300 morð yrðu framin á Íslandi á ári. Stríð vegna eiturlyfja eru mesta vá sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag og löngu tíma- bært að gripið sé í taumana.“ Eltur uppi á Indlandi Það var þó víðsfjarri, eða í Indlandi, sem Kristján fann fyrir mestri hræðslu. Hann kom þá að kvöldlagi að þorpi sem heitir Mao. Ók í gegn en fann fljótlega að bifreið veitti honum eftirför. Í stað þess að freista þess að stinga hana af nam Kristján staðar til þess að ökumaðurinn gæti borið upp erindið. Um vin- gjarnlegan mann var að ræða sem benti Kristjáni á að hann hefði hunsað eftirlits- skyldu við komuna í þorpið sem einmitt væri ætluð ferðamönnum. Skæruliðar eru með umsvif þar um slóðir og ekki óhætt að ferðast án verndar. Nokkuð sem Kristjáni var ekki kunnugt um. Ökumaðurinn ráðlagði Kristjáni að snúa við og gefa sig fram um morguninn. Í millitíð- inni bauð hann ferðalanginum gistingu á heimili sínu sem Kristján þáði. Daginn eftir sinnti Kristján eftirlitsskyldunni og fékk í framhaldinu herfylgd yfir á öruggt svæði. Veður var með ýmsu móti á leiðinni en þeg- ar Kristján er spurður hvar verst hafi viðrað kemur svarið ofurlítið á óvart: Texas. Hann var þar í maímánuði og fellibylur sá þá ástæðu til að ganga yfir ríkið á skítugum skónum. Til allrar hamingju fékk Kristján í tæka tíð skila- boð í símann sinn um að leita skjóls en veður- hamurinn varð ofboðslegur. Fann styrk í bæninni Á tíu mánaða ferðalagi um framandi lönd eru menn að vonum mikið einir með hugsun- um sínum og Kristján staðfestir að margt hafi farið gegnum hugann, ekki síst í strjál- býli og eyðimörkum. „Ég viðurkenni fúslega að það reyndi á mig að vera einn með sjálfum mér inni í hjálminum og mér til undrunar fór ég smám saman að leita í bænina. Ég hafði alveg mína barnatrú áður en ég lagði af stað, eins og við flest, en bænin hafði ekki verið stór hluti af mínu lífi. Þarna byrjaði ég að leita í hana og fann strax að hún færði mér styrk. Bænin virkaði og hafði sálarleg áhrif. Úr varð ákveðinn heilunartími, þetta ferðalag varð minn Jakobsvegur. Fyrir vikið sneri ég heim trúaðri en ég var þegar ég lagði upp í ferða- lagið. Ekki nóg með það, ég hef líka meiri auðmýkt gagnvart lífinu. Hvernig gat skap- arinn búið til alla þessa fegurð?“ Það hafði líka djúpstæð áhrif á Kristján að faðir hans féll frá meðan á miðju ferðalagi stóð. Maðurinn sem hvatti hann mest til dáða. Fyrir framan óperuhúsið í Sydney. „Eftir þennan dag fannst mér heimferðin hafin.“ Byssur voru mjög sýnilegar í Mið-Ameríku. ’ Þetta er svo persónulegtallt saman að ég gatekki hugsað mér að hafatekjur af þessu; það væri eins og að selja sjálfan sig. Tjaldað í eyðimörkinni í Óman. Hressir strákar í Tyrklandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.