Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 17
væri ekki henni að kenna. Við höfum ekki fengið skýringar á því af hverju krabbameinið uppgötvaðist ekki í þessum strokum en nú er hraðinn bara það mikill í okkar ferli að það er ekki í forgangi að skoða það núna, en þegar við erum búin að sigra, þá vilj- um við gera það, finna út hvernig krabbamein á stærð við bolta á þess- um stað, sem myndast hjá fullkom- lega heilbrigðri konu sem fór í allar sínar skoðanir, uppgötvast ekki fyrr en á þessu stigi,“ segir Ragnar. „Ég byrjaði í lyfjameðferð þótt ég væri ólétt og ekki væri alveg vitað hvaða áhrif krabbameinslyfin hefðu á barnið, við urðum að taka þá erfiðu ákvörðun í ljósi þess á hvaða stig krabbameinið var komið, það var það mikið í húfi að það þoldi ekki bið. Von læknanna var að meðferðin myndi annað hvort halda þessu í skefjum eða minnka það en það varð þveröfugt og það stækkaði þrátt fyr- ir meðferðina. Því varð að grípa fyrr inn í og koma drengnum í heiminn með keisara svo ég gæti undirgeng- ist geislameðferð.“ Í upphafi stóðu vonir til að barnið gæti fengið að þroskast í móðurkviði til 35. viku að minnsta kosti en þegar ljóst var hvert stefndi var Fanney einn daginn mætt og sagt að í stað þess að vera að fara í lyfjameðferð daginn eftir væri hún á leið í keisara eftir örfáa daga. „Lyfjameðferðirnar hafa farið mjög illa í Fanneyju og þarna bætt- ust við áhyggjur af því að drengur- inn væri að koma of snemma í heim- inn þar sem Fanney hafði lítið getað nærst. Við vorum búin að miða við að hann yrði mjög lítill og léttur en svo kom hann í heiminn, miklu stærri og þyngri en allir bjuggust við, hann tók alla þá næringu sem hann gat, sem er gott. Enn sem komið er hefur allt gengið vel,“ segir Ragnar. Dýrmætur stuðningur Tíminn sem þið biðuð, ekki vitandi með áhrif lyfjanna á barnið og óvissa um framhaldið, þetta hlýtur að hafa verið skrýtinn tími? „Þetta hefur verið ótrúlegur til- finningarússibani. Á sama tíma og maður var drullustressaður yfir því að þetta og hitt gæti farið illa varð- andi strákinn var maður líka með það á hreinu að Fanney þurfti lífs- nauðsynlega aðstoð. Læknarnir voru mjög hreinskilnir við okkur varðandi það og tuggðu ofan í okkur alvarleika málsins,“ segir Ragnar og segir það hafa verið mikinn létti þeg- ar sonur þeirra var kominn í heiminn og allt gekk vel. „Það er ekki lengur hægt að segja mér að kraftaverk séu ekki til. Hvernig strákurinn okkar braggast er kraftaverk og ég sé hvernig hann gefur Fanneyju kraft. Það er eins og hann sé að reyna að vera duglegur fyrir mömmu sína.“ Fanney byrjaði fljótlega eftir keisaraskurð í geislameðferð og hef- ur nú farið 13 sinnum í geisla. Hún segir það hafa hjálpað mikið hve um- hyggjusamt starfsfólk vökudeildar sé. Ragnar segir leitun að fólki með betra hjartalag. „Það sýnir ástandi okkar mikinn skilning og sér á mér þegar ég er þreytt og líður ekki vel og býður fram alla sína hjálp, það er bara svo ríkt í manni að vilja sinna barninu sínu sjálfur þótt orkan sé lítil,“ segir Fanney og Ragnar segist eiga erfitt með að lýsa aðdáun sinni á styrk Fanneyjar án þess að fara hreinlega að skæla. „Við erum á bólakafi í þessari bar- áttu, það er erfitt að segja núna hvar þetta stendur, við erum með vindinn í fangið og það er ekki tímabært til að líta upp og skoða árangurinn, meðferðin er ekki hálfnuð. Á meðan erum við bjartsýn og alveg uppfull af þakklæti til allra þeirra sem hafa sýnt okkur velvilja og stuðning. Fanney getur skiljanlega ekkert unnið og ég hef þurft að minnka tölu- vert við mig vinnu. Í kringum svona baráttu er svo ofboðsleg vinna, það er alltaf eitthvað nýtt að takast á við á hverjum degi og við höfum í raun búið á spítalanum í þrjá mánuði. Mamma mín, sem býr fyrir norðan og er í vinnu þar og með fjölskyldu, tók sér leyfi frá vinnu og hefur verið í bænum óslitið frá því við fengum fréttirnar, hefur hjálpað okkur með dóttur okkar og séð um heimilið. Eins hefur mamma Fanneyjar og fjölskylda komið sterk inn.“ Fanney og Ragnar segjast hafa vitað fyrir að þau ættu góða að en það hafi þó komið þeim á óvart hvað allir voru reiðubúnir að hjálpa þeim. „Þá meina ég hreinlega allir og það gerir mig svo stoltan og gefur manni góða tilfinningu, að maður hafi sjálfur gefið gott af sér í gegn- um lífið og fái það til baka. Við erum búin að fá þúsundir skilaboða, póst- hólfin okkar eru full á hverjum degi, líka frá ókunnugum“ segir Ragnar og Fanney bætir við að í gær hafi hennar beðið skilaboð frá þriggja barna móður, sem er henni ókunnug, þar sem hún vildi bjóða fram hjálp. „Við tókum þá ákvörðun strax að koma hreint fram með þetta og leggja hjartað á borðið. Það hjálpaði okkur mikið að gera þetta opinbert. Við höfum kosið að vera eins jákvæð í gegnum þetta ferli og við mögulega getum. Fókusera á það góða sem getur skapast við svona erfiðar að- stæður. Þetta er okkar langstærsta verkefni í lífinu hingað til og við finn- um hvað maður þroskast hratt og mikið. Frá byrjum höfum við sagt við hvort annað að við ætlum að sigra þetta, alveg sama hvaða fréttir við fáum, annað er ekki fræðilegt,“ segir Ragnar. Fanney segir að þrátt fyrir erfiða daga hafi hún efst í huga hvað hún hafi margt að lifa fyrir. „Ég á tvö yndisleg börn sem þarfnast mín og ég þarfnast þeirra líka. Á mínum erf- iðu dögum eru það börnin mín sem koma mér áfram.“ Ragnar bætir við þau þurfi að standast þessa raun núna. „Lífið er að veði og við verðum bara að tækla þetta og það verður enginn afsláttur gefinn af því.“ Fjölskyldan ekki löngu áður en yngsti meðlimurinn kom í heiminn; Ragnar Snær og Fann- ey með dóttur sína Emilý Rósu. Ljósmynd/Krissy Ljósmyndastúdíó ’ Ég byrjaði í lyfja-meðferð þótt ég væriólétt og ekki væri alvegvitað hvaða áhrif krabba- meinslyfin hefðu á barn- ið, við urðum að taka þá erfiðu ákvörðun í ljósi þess á hvaða stig krabba- meinið var komið. „Þetta er okkar langstærsta verkefni í lífinu hingað til og við finnum hvað maður þroskast hratt og mikið. Frá byrjum höfum við sagt við hvort annað að við ætlum að sigra þetta, alveg sama hvaða fréttir við fáum, annað er ekki fræðilegt,“ segir Ragnar Snær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 HRESSLEIKARNIR eru góðgerðarleikar heilsuræktstöðvarinnar Hress og í ár er það þau Fanney Eiríksdóttir og Ragnar Snær Njáls- son sem leikarnir styrkja. Aðgangur að leikunum er 3.000.- og rennur óskiptur til söfnunarverkefnisins og ekki þarf að vera kort- hafi í Hress til að taka þátt. Fyrir þá sem ekki komast á Hressleika og vilja styrkja fjölskylduna er búið að stofna söfnunarreikninginn 0135-05-71304 á kennitölu 540497-2149.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.