Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 900 vinnudagar á fyrsta starfsári Þjónustu- og nýsköpunarmið-stöðin Blábankinn á Þingeyrifagnaði eins árs starfsafmæli í síðasta mánuði og eru aðstandendur hennar ánægð með hvernig til hefur tekist fyrsta árið en þetta tilrauna- verkefni stendur í þrjú ár hið minnsta. Blábankinn er miðstöð sem rekin er af hinu opinbera og einkaað- ilum en þar má m.a. finna ýmsa þjón- ustu sem opinberar stofnanir og fyrirtæki geta illa veitt á svo litlum stað, nema með rekstrartapi. Í Blá- bankanum er t.a.m. veitt bankaþjón- usta og tölvuaðstoð og haldið utan um þjónustu Ísafjarðarbæjar við íbúa Þingeyrar sem og tengingu við Verkalýðsfélag Vestfjarða. Þá er Blá- bankinn milliliður fyrir Bókasafn Ísa- fjarðar og hýsir glæpasagnaskipti- markað sem er talsvert notaður. New York eða Þingeyri Í húsnæði Blábankans er einnig vel útbúið samvinnurými og fundar- aðstaða sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta leigt til skemmri og lengri tíma, og aðstaða fyrir viðburði, samveru og ýmiss konar sköpun og vinnu. „Þetta gengur bara vel, Blá- bankinn er náttúrlega alveg nýr af nálinni og við erum dálítið að finna upp hjólið,“ segir Haukur Sigurðsson en hann og eiginkona hans, Vaida Braziunate, stýra Blábankanum um þessar mundir meðan aðalbanka- stjórarnir eru í fæðingarorlofi. „Við erum að reyna að vera rosa- lega margt í einu en fyrir heima- mönnum er Blábankinn talsvert ann- að en hann er fyrir utanaðkomandi. Við erum aðallega þjónustumiðstöð fyrir Dýrfirðinga, sjáum til dæmis um bankaþjónustu tvisvar í viku. Það er nú aðallega þess konar þjónusta sem flestir geta gert í heimabanka en sumum finnst þægilegt að geta komið hingað til að millifæra og borga reikninga og þess háttar.“ Haukur segir að Blábankinn sé einnig opinn fyrir hverskonar við- burði í bænum og sé því nokkurs kon- ar samfélagsmiðstöð fyrir heima- menn. En það sem laði utanbæjarfólk að sé helst samvinnurýmið og ný- sköpunartækifærin. „Við bjóðum fólki upp á að vera hér í tvo daga, tvær vikur, mánuði eða jafnvel ár og fá hér ró og næði og fína aðstöðu til að vinna.“ Haukur segir markhópinn ekki síst vera útlendinga en á Þing- eyri sé nokkuð um að ekki sé höfð heilsársbúseta í húsum og því sé tals- vert af húsnæði í boði yfir vetrartím- ann svo Blábankinn geti haft milli- göngu um gistimöguleika líka. „Í dag eru svo margir sem vinna þannig vinnu að það skiptir þá engu hvort þeir sitja á sófanum heima hjá sér í New York eða á skrifstofu á Þingeyri, svo lengi sem það er góð nettenging og kannski gott kaffi,“ segir Haukur og nefnir sem dæmi að grafískur hönnuður frá Bretlandi hafi dvalið á Þingeyri í tvo mánuði og nýtt aðstöðuna í Blábankanum. „Einnig vorum við með nýsköpunarhraðal hér í vor en þá voru hér tíu manns frá ýmsum stöðum í heiminum, Noregi, Þýskalandi og Indlandi jafnvel, sem dvöldu hér heilan mánuð og unnu í sínum viðskiptahugmyndum undir handleiðslu ýmissa sérfræðinga. Ný- sköpun á að vera stór þáttur í starf- semi Blábankans svo við munum aft- ur bjóða upp á svona hraðal í vor.“ Nýtingin á fyrsta starfsári Blá- bankans var ágæt, þar fengu alls 70 manns vinnuaðstöðu á árinu og unnu samanlagt 900 vinnudaga, 87 við- burðir voru haldnir með 1.300 þátt- takendum og átta þróunarverkefni sett í gang auk þess sem Blábankinn gerði fimm þjónustusamninga fyrir Dýrfirðinga. Þá fékk Blábankinn sér- staka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri stjórnsýslu í júní. Blábankinn á erindi til fólks á öllum aldri. Ljósmyndir/Blábankinn Blábankinn á Þingeyri hefur sannað gildi sitt eftir fyrsta starfsárið en verkefnið er talið gott dæmi um árangursríka nýsköpun í opinbera geiranum. Nýsköpunarvogin er nýtt tæki sem nota á til að safna upplýsingum um nýsköpun og miðla þekkingu áfram. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Vaida Braziunate og Haukur Sigurðsson. Opinber nýsköp- un er hugtak sem enn er ekki orðið öllum þjált í munni. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá fjár- mála- og efnahagsráðu- neytinu er um að ræða nýja eða umtalsvert breytta aðferð til að bæta starfsemi og ár- angur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þurfi að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún megi hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum. Þessa dagana stendur einmitt yfir viðamikil könnun á vegum hins opinbera, Nýsköpunarvogin, sem lögð er fyrir um 800 aðila ríkis og sveitarfélaga. „Þetta er fyrsta könn- un sinnar tegundar sem fram- kvæmd er á Íslandi,“ segir Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá ráðuneytinu. Hún segir mikilvægt að vita hvar hið opinbera standi þegar kemur að nýsköpun og safna á einn stað upplýsingum um þau verkefni sem þar séu í gangi. „Þann- ig að það sé ekki alltaf verið að finna upp hjólið. Svona getum við lært hvert af öðru og nýtt það sem virk- ar.“ Nýsköpunarvogin er sam- norrænt verkefni og segir Íris að nú loks verði hægt að sjá hvar Ísland stendur í samanburði við hin nor- rænu löndin. „En tilgangurinn er einnig að geta flutt lærdóm og hug- myndir á milli Norðurlandanna, ekki bara innan Íslands,“ útskýrir Íris. Niðurstöður könnuninnar, og væntanlega helstu nýjungarnar, verða svo kynntar á ráðstefnu OECD í París í nóvember. „Norður- löndin eru mjög framarlega í opin- berri nýsköpun og það er mikill áhugi í öðrum löndum fyrir því hvernig þetta virkar. Við styðjumst hins vegar við sömu hugmyndafræði um nýsköpun og notuð er í einka- geiranum og fylgjum alþjóðlegum stöðlum.“ Íris segir að hingað til hafi ákveð- in þekking farið forgörðum í opin- bera geiranum á Íslandi þar sem þessari þekkingu hafi ekki verið skipulega safnað saman fyrr. „Það hefur ekki verið neinn svona al- mennur vettvangur þar sem opin- berar stofnanir og starfsmenn geta miðlað upplýsingum á milli,“ segir hún en til stendur að stofna upplýs- ingagátt síðar meir, þar sem opin- berir aðilar geta sótt lausnir og hug- myndir í reynslubanka hver annars. Íris Huld Christersdóttir Nýsköpunarvogin Nýsköpunarvoginni er m.a. ætlað að varpa ljósi á: ● Umfang opinberrar nýsköp- unar ● Hvaða þættir styðja við ný- sköpun og hverjar eru hindr- anirnar ● Hvað einkennir vinnustaði sem eru nýskapandi og hvað einkennir vinnustaði sem eru ekki að vinna að nýsköpun ● Hvort opinberir vinnustaðir deili nýjungum sín á milli ● Hvaða virði nýsköpun skap- ar hjá hinu opinbera Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.