Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 31
fyrir sér hvort hægt væri að koma á skipan sem
tryggði að þriðja hryllingsstyrjöldin skylli ekki á.
ESB vann sigur í heimsstyrjöldinni!
Reyndar er það iðulega það fyrsta sem nefnt er þegar
Evrópusambandið og áhugamenn um það leitast við
að réttlæta tilveru þess að það hafi með einhverjum
hætti komið í veg fyrir styrjöld í Evrópu!
Þar er langt seilst.
Evrópulöndin sem máli skiptu voru öll aðilar að
varnarbandalaginu Nato og Bretar og Bandaríkja-
menn höfðu allt að 100 þúsund hermenn undir vopn-
um í Evrópu í áratugi eftir styrjöldina. Ekki til þess
að koma í veg fyrir styrjöld á milli Vestur-Þýska-
lands, Spánar, Ítalíu, Frakklands og Portúgal, heldur
til að mæta sovéskri vá og stemma stigu við yfirgangi
Stalíns og þeirra sem við tóku.
Enn lengra seilst
En ný tegund af vandræðagangi við að réttlæta til-
veru ESB birtist í sal Evrópuþingsins í liðinni viku.
Núverandi forseti þess, Ítalinn Antonio Tajani, fékk
hlátursbylgju í fangið þegar hann lýsti því yfir í ræðu
að það yrði ekki frá ESB tekið að það hefði brotið
nasismann á bak aftur og unnið sigur á sovét-
kommúnismanum.
Réttlætingin um að ESB hefði tryggt frið í álfunni
var nægilega erfið fyrir þá sem mundu mannskætt
borgarastríðið í kjölfar dauða Titos og upplausnar
gömlu Júgóslavíu. ESB mætti átökunum með yfir-
gengilegum vandræðagangi. Clinton Bandaríkja-
forseti vildi halda sér utan við málið enda þótti hon-
um augljóst að ESB ætti að leysa þetta stríð í
bakgarði þess. Þegar honum varð ljóst að bandalagið
var ófært til aðgerða greip hann nauðugur inn í.
Átaldi viðbrögð við vitleysunni
Þingforsetanum líkaði ekki að salurinn hans skyldi
bresta í hlátur eins og ósjálfrátt yfir hinni nýstárlegu
söguskoðun. Sagði hann að Evrópuþingið væri ekki
sirkus og því ekki við hæfi að þingmenn legðust í
hlátur þótt þeir væru ósammála skoðunum hans!
Þingforsetinn hrökk þó í vörn fyrir aftan mark
þegar honum var bent á að landar þrjátíu þúsund
Breta og Bandaríkjamanna, sem féllu við að frelsa
hans land Ítalíu undan hersveitum Hitlers, heyrðu
það úr munni þingforseta þaðan að það verk hefði
verið unnið af tollabandalagi sem stofnað var til
löngu síðar.
Og sérhver maður hlyti að skella upp úr þegar því
væri haldið fram af þingforsetanum að ESB hefði
lagt sovétkommúnismann að velli.
Forsetanum varð svarafátt, en reyndi að halda því
fram að fullnaðarsigur á kommúnismanum hefði ekki
unnist fyrr en austantjaldsríkin gengu í Evrópusam-
bandið.
Það er hætt við að fleirum en Ronald Reagan og
frú Thatcher hefði þótt þetta skrítin frásögn af lykt-
um kalda stríðsins.
Faldar ráðagerðir
Þegar hið aukna samstarf ríkja í Evrópu var á hug-
myndastigi var eðlilegt að horfa til fortíðar og horf-
ast í augu við það sem mistókst svo herfilega og
reyna að varða leiðina til framtíðar með hliðsjón af
því. Það var vissulega hagsmunamál þjóða á svip-
uðum slóðum að greiða götu viðskipta. Ryðja úr vegi
óþörfum hindrunum og fjölga möguleikum fólks til
að nýta kosti nágrannaríkja sinna með gagn-
kvæmum réttindum sem væri allra hagur.
En það hefur aldrei verið viðurkennt opinberlega
að valdamikil öfl höfðu alla tíð í bakhöndinni að
ganga miklu lengra, þótt það væri ekki upplýst. Eng-
um gat komið til hugar að til stæði að hræra í hverju
smáatriði og setja reglufargan um hvað eina með vís-
un til þess að einn leiðarvísir yrði að duga í öllum til-
vikum. Slíkt hlaut að enda með ósköpum og í þau
glittir nú hvarvetna.
Svik í tafli varða ógildingu
Það hefur aldrei verið orðað við einstakar þjóðir hvort
þær myndu samþykkja að steypa þeim öllum í eitt
mót og svo í eitt ríki. Þær eru nú hver af annarri að
vakna upp, ekki aðeins við vondan draum, heldur við
hreina martröð, einmitt þá að sú hafi alla tíð verið
ætlun ráðandi afla.
Venjulegir borgarar höfðu ekki skilyrði til þess að
sjá að stofnun sameiginlegrar myntar, sem aðild-
arríki eru eru nú skyldug til að undirgangast, gengi
aldrei upp nema að þjóðirnar væru þá þegar komnar
langleiðina inn í eitt ríki og að þá yrði ekki aftur snú-
ið.
Nú er vitað að það lá fyrir að myntin sú gengi aldrei
upp nema að ríkjamyndunin væri komin vel á veg.
Það var jafnljóst að ríkismyndun fengist aldrei sam-
þykkt af fólkinu. Þess vegna var ráðagjörðin sú að
koma á myntinni við aðstæður sem allir vissu að
gengju ekki upp. Þegar ógöngur hennar blöstu við öll-
um að viðurkenna það og þvinga svo fullveldið af þjóð-
unum með hótunum um að ella hryndi myntin.
Menn muna Merkel: „Ef evran hrynur þá hrynur
Evrópa.“
Endataflið
Og nú er loks svo komið að í liðinni viku sáust skrif-
stofumenn í Brussel í fyrsta sinn tilkynna þjóð, sem
hélt að hún væri sjálfstæð, að fjárlögum hennar hefði
verið hafnað og að þeim, skrifstofumönnunum í
Brussel, yrði innan 15 daga að berast ný fjárlög, sem
þeir gætu samþykkt! Ella myndu þeir leggja þungar
sektir á, ekki þjóðina, ekki landið, heldur Evrópuhér-
aðið Ítalíu. Ítalía er eitt af fáum stofnríkjum ESB.
Þarna á eitt stærsta og öflugasta ríki ESB í hlut.
Og á sama tíma er öðru ríki, enn öflugra, gert eins
erfitt og verða má, með samfelldum hótunum og und-
irróðri innanlands, að uppfylla ákvörðun bresku þjóð-
arinnar um að koma sér burtu úr þessum selskap, áð-
ur en það verður um seinan.
Morgunblaðið/RAX
28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31