Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 19
28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Boxað í Bronx Það er heitt og mollulegt í John’s Boxing Gym í suð- urhluta Bronx morgun einn í október. Vöðvastæltir og húðflúraðir karlmenn eru þar í óðaönn að berja púða, sippa og æfa sig í hringnum. Svitinn bogar af kroppum enda engin loftkæling í þessari 35 ára gömlu boxstöð. Líklega hefur fátt breyst þarna síðan opnað var árið 1983, því enginn er íburðurinn. Upplituð plaköt og fánar eru uppi um alla veggi, boxpúðar hanga úr loftinu og gamlir verðlaunagripir standa rykfallnir á hillum. Allt þarna inni er gamalt og sjúskað, engin tæki eru ný og skáparnir all- ir hver af sínu taginu. Það skiptir víst ekki máli; þarna er athvarf fyrir fólk til að koma og þjálfa. Svo eru þeir víst ófáir meistararnir sem hafa einhvern tímann látið hnefahöggin dynja á vel börðum box- púðum í John’s Boxing Gym, menn eins og Mike Tyson og Roberto Duran. Merkilegra er að þarna hafa ófá ungmennin fengið athvarf og skjól frá hinum harða heimi götunnar. Ljósmyndir ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR Stund milli stríða. Gott getur verið að setjast niður og hvíla sig eftir erfiða æfingu. Hann er vígalegur þessi, alsettur húðflúri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.