Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Þann 1. nóvember gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin 2018 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist, þ.e. SÚM-hreyfingunni sem varð til í Reykjavík um miðjan sjöunda áratuginn. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Já, við erum svolítið bjartsýnir á að það fáist skilningur á þessu,“ segir Þrándur Arnþórsson, framkvæmda- stjóri Akstursíþróttasambands Ís- lands. Sambandið sendi erindi til um- hverfis- og samgöngunefndar Al- þingis vegna samgönguáætlunar sem nú er í meðförum þingsins. Í bréfinu er rakið að fulltrúar félags- ins hafi kynnt starfsemi sambands- ins, aðstöðu akstursíþróttafélaga og framtíðaráform í þeim efnum á fundi árið 2016. Segir þar að mikil land- kynning felist í akstursíþróttum á borð við rall og þar séu þjóðvegir og sýsluvegir ígildi íþróttamannvirkja. Bent er á að sífellt fleiri vegir séu teknir af þjóðvegaskrá og settir í umsjón sveitarfélaga og þar með dragi úr viðhaldi á þeim. Þá séu margir þjóðvegir sem notaðir eru í ralli orðnir þjóðleið ferðamanna án þess að viðhald hafi verið aukið. Telur félagið mikilvægt að vegir sem notaðir hafa verið til keppni í ralli verði skilgreindir og veitt verði sérstakt fé til viðhalds þeirra. „AKÍS leggur til að veittar verði 15 milljónir króna árlega til nýs liðar, íþrótta- vegir, sem kæmi undir kaflann „Stofnvegakostnaður, vegir“ og und- irkaflann „Annað en stofn- og tengi- vegir“,“ segir í bréfinu. Þrándur segir í samtali við Morgunblaðið að tvö ár séu síðan þessi hugmynd um „íþróttavegi“ hafi komið upp hjá formanni félagsins. „Sveitarfélögin sjá viðhald þessara vega sem kostnað og vesen fyrir sig en það eru tvær hliðar á málinu, keppnishaldið dregur að ferðamenn og athygli. Við viljum að þau sjái að það getur verið jákvætt að ráðast í uppbyggingu á þessum vegum og þess vegna myndi hjálpa ef til kæmi framlag frá ríkinu. Við höfum aðeins heyrt í meðlimum umhverfis- og samgöngunefndar og teljum að það sé kominn jákvæður skilningur fyrir þessu.“ Í bréfi sambandsins er rakið að með aukningu í ferðamennsku hafi þrengt að vali hentugra vega til rall- keppna. „Keppnishaldarar hafa reynt að finna minna notaða vegi og hafa þá leitað til sveitarfélaga um af- not vega sem þau hafa á sínum snær- um. Mýmörg dæmi má nefna um þetta, gamli vegurinn um Þverár- fjall, gamli Ísólfsskálavegurinn, gamli vegurinn um Tröllháls, vegur austan Heklu og svo mætti lengi telja. Sumir þessara vega eru ekki mikið nýttir af öðrum en röllurum fyrir sína íþrótt og því viðhald þeirra ekki mikið en nauðsynlegt engu að síður,“ segir þar. Vilja 15 milljónir til „íþróttavega“ Morgunblaðið/Eggert Rall Akstursíþróttasamband Íslands fer þess á leit að veittar verði 15 milljónir til viðhalds vega sem keppt er á.  Akstursíþróttamenn vilja fé til viðhalds vega sem keppt er á  Sífellt fleiri vegir teknir af þjóðvega- skrá og aðrir orðnir að þjóðleiðum ferðamanna án þess að viðhald sé aukið  Rall dregur að ferðamenn Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er dæmalaust alveg,“ segir séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, um þá ákvörðun Þjóðskrár Íslands að neita honum um lista yfir safnaðarfólk sem látist hefur á síðustu tólf mánuðum. Listann ætlaði Pétur að nota til að boða ástvini hinna látnu til minn- ingarmessu hinn 11. nóvember í tengslum við allrasálnamessu. Það hefur hann gert mörg undanfarin ár. Hann nefnir að næsta sunnudag verði messa fyrir sóknarbörn 60 ára og eldri og venjan sé að senda þeim boð um að mæta til messunnar. Á vorin hefur verið haft samband við þau sem gengið hafa til liðs við söfn- uðinn frá því árinu áður og þau boðin velkomin í sérstakri guðsþjónustu. „Ég hef hingað til fengið lista yfir þá sem hafa látist á síðustu tólf mán- uðum, lista yfir þau sem gengið hafa í söfnuðinn og svo heildarlista yfir safnaðarfólk. En nú er alveg sama hvar borið er niður í óskum um lista, Þjóðskrá telur sig ekki geta veitt þessar upplýsingar vegna persónu- verndarlaga. Þó hefur engum orðið meint af þessu, svo ég viti, og enginn kært mig,“ sagði Pétur. „Fólki hefur þvert á móti þótt vænt um að við skulum bjóða því til messu.“ Pétur sendi Þjóðskrá fyrirspurn um hverju þetta sætti. Þjóðskrá svaraði því að hún teldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að afhenda per- sónugreinanlegar upplýsingar um skráningu í trú- og lífsskoðunar- félög. Erindinu væri því hafnað. Bent var á að hægt væri að kæra ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins innan þriggja mánaða. Pétur sagði að þetta yrði væntan- lega rætt á næsta fundi safnaðar- stjórnar Óháða safnaðarins. Eins hefur hann látið Samráðsvettvang trú- og lífsskoðunarfélaga vita um þessa neitun því málið snerti þau öll. Til Óháða safnaðarins töldust 3.269 sálir 1. janúar síðastliðinn. Blaðamaður frétti af manni sem sendi þjóðkirkjunni fyrirspurn um hvort hann væri skráður í kirkjuna. Honum var bent á að best væri að snúa sér til Þjóðskrár. Hann sendi Þjóðskrá fyrirspurn í tölvupósti og var sagt að ekki mætti svara þessu í tölvupósti, hann yrði að skoða skrán- ingu sína á island.is. Til þess þyrfti hann að auðkenna sig rafrænt. Ef hann kæmi til Þjóðskrár með skilríki gæti hann einnig fengið svar. Morgunblaðið/Eggert Óháði söfnuðurinn Séra Pétur Þorsteinsson hefur til þessa fengið lista um sóknarbörn sem hann hefur óskað eftir. Fær ekki lengur lista yfir sóknarbörnin  Þjóðskrá breytti reglum vegna nýrra persónuverndarlaga Þjóðskrá Íslands ritaði forstöðu- mönnum trú- og lífsskoðunar- félaga og sagði að öll vinnsla persónuupplýsinga hjá stofnun- inni hefði verið endurskoðuð í tengslum við gildistöku nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á grundvelli nýju GDPR-reglu- gerðarinnar. M.a. var lagt mat á lögmæti þess að skráð trú- og lífsskoðunarfélög hefðu fengið lista yfir einstaklinga sem skráð- ir eru í viðkomandi félag í þjóð- skrá. Engin skýr lagaheimild sé fyrir afhendingu slíkra lista. Þá er áréttað að í skráningu ein- staklinga í trú- eða lífsskoð- unarfélag felist ekki að Þjóðskrá haldi félagatal trú- eða lífsskoð- unarfélaga. Einungis sé um að ræða skráningu á því hvert sóknargjöld skuli renna. Skrá vegna sóknargjalda TRÚ OG LÍFSSKOÐUN Engin áform eru um að draga úr starfsemi HB Granda á Vopnafirði og stefnt er áfram að því að hafa starfsemi þar á milli vertíða. Hins vegar er verið að skoða hvernig best verði að haga þeirri starfsemi og liggur engin ákvörðun fyrir í þeim efnum. Þetta segir í yfirlýsingu HB Granda í kjölfar fréttar Morgun- blaðsins í gær, þar sem greint var frá því að ellefu starfsmönnum í frysti- húsi félagsins á Vopnafirði hefði ver- ið sagt störfum. Segir í fréttatilkynningunni að HB Grandi hafi í mörg ár rekið öfluga uppsjávarvinnslu á Vopnafirði þar sem unnið er á vöktum allan sólar- hringinn meðan á vertíð stendur. Er tekið fram að fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins séu 60 tals- ins eftir uppsagnirnar, sem sé svipað og verið hafi í gegnum tíðina. Þá er greint frá því að árið 2016 hafi verið ákveðið að byggja upp bol- fiskvinnslu á Vopnafirði til að starf- rækja á milli vertíða og hófst vinnsla í henni eftir sjómannaverkfallið í mars 2017. Rekstur bolfiskvinnsl- unnar hafi hins vegar almennt ekki gengið sem skyldi og því hafi verið ákveðið að endurskipuleggja starf- semi á Vopnafirði á milli vertíða. Engin áform um að draga úr starfsemi  Yfirlýsing HB Granda vegna uppsagna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.